Þjóðólfur - 30.01.1869, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.01.1869, Blaðsíða 1
21. ár. Beykjavík, Laugardag 30. Janúar 1869. 14.—15. — RITSTJÓRI «BALDCRS». Núna eptir nýárið hélt «Balclur» afmælisdag sinn með því, að skipta Um ritstjóra. í staðinn fyrir bókbindara Friðrik Guðmundsson er kominn Jón Ólafsson, sem sagði sig úr skóla í haust, og mun hann vera fullra 18ára. j>að má fullyrða, að það eru einsdæmi, að eigi fullveðja unglingr gjörist blaðstjóri, og lýsir það jafnt afarmiklum sjálfbyrgingsskap og sjálfs- trausti hjá unglingi þessum, að taka að sér svo vandamikið starf, eins og oss furðar á því, að fé- lag það, sem gjörir «Baldur« út, eigi skuli hafa næmari velsæmistilfinningu eða glöggari augastað á réttskildu gagni «Baldurs» en svo, að sleppa hon- um í hendrnar á óreyndum og eigi fullveðja ung- lingi, sgm varla er kominn af barnsaldri. j>að lítr eigi svo út, sem það hafi verið um auðugan garð að gresja í «Baldurs»-félaginu, er það grípr til slíks óyndisúrræðis. Yér viljum eigi tala um, hversu það er ódrengilega gjört af félagi þessu, að draga ungling þennan þannig frá námi sínu, og spilla þannig fyrir honum námstímanum, að hann, ef tii vill, bíðr þess aldrei bætr. f>að vita allir, sem nokkuð þekkja til prentfrelsislaganna, að blaðstjórar geta hæglega komizt í bága við þau, og bakað sér mikla ábyrgð; því að blöðin þurfa víða við að koma; þau fara og verða að fara út í umræður um ýms mál, sem bæði eru vanda- mikil og vandfarið með, og einatt sleppa þau sér út í kappdeilur, o. s. frv., og þurfum vér eigi langt að leita, til þess að færa sönnur á málvort; þess eru mörg dæmi og deginum ljósari, og hefir hlutaðeigendum orðið það til lagalegrar ábyrgðar. Hvernig getr þá félag það, sem gjörir «Baldur» út, réttlætt það fyrir sér og öðrum, að leiða ó- reyndan og eigi fullveðja ungling út á svo hálan is, þar sem honum er bæði hætt við falli og meiðslum? j>að getr verið, að Jón Ólafsson hafii boðizt til að vera ritstjóri «Baldurs», því að eplir Því sem hann hefir hingað til komið fram í «Baldri», v*fðist svo, sem hann þykist fær í flestan sjó; en iélagið átti þá að hafa vit fyrir honum, gæta sóma isins, og þess, er «Baldri» mætti að gagni korna; Þyí að það hlýtrþó félagið að geta séð, að «Bald- Ur" með þessum ritstjóra sínum missir allt traust — 53 og álit hjá almenningi: því að hvernig verðr ætl- azt til, að þessi hinn óreyndi unglingr, sem nú er ritstjóri, geti talað um nokkurn skapaðan hlut af eigin lífsreynslu og hyggjuviti, og enginn getr því vænzt þess, að menn gefi því nokkurn gaum, eða leggi nokkra áherzlu á það, sem hann leggr til málanna, hvort sem heldr er með eða mót. J>etta hefði útgjörðarmenn «Baldurs» átt að íhuga, áðr en þeir kusu sér þann ritstjóra, sem nú hafa þeir kosið, og þeir munu sanna, að þetta er eigi talað úr lausu lopti. Yér tökum það fram, að hinn nýi ritstjóri «Baldurs« er eigi fullveðja maðr og nýlega kom- inn af barnsaldri. Hann getr því eigi skuldbundið eigur sínar, eða yfir höfuð að tala gjört neina gilda fjársamninga nema með vitund og samþykki fjárráðamanns síns; en það er skylda hvers fjár- ráðamanns, að sjá um, að sá, er hann hefir fjár- ráð fyrir, sói eigi eigum sínum út í bláinn, eða kasti þeim á glæ, nö heldr leggi út í þau fyrir- tæki, sem öll líkindi eru til að hann týni við fé sínu. Vér ætlum því eigi, að ritstjóri «Baldurs» geti fengið samþykki fjárráðamanns síns til þess, að gjörast ritstjóri. Hann getr þá eigi heldr gjört neina gilda samninga sem slíkr, né aðrir við hann, út af blaðinu; en sem ritstjóri og ábyrgðarmaðr «Baldurs» hlýtr hann þó að þurfa að semja við ýmsa og þeir viðhann; hann þarf að vera samningsbær. f>etta rekr sig því hvað á annað. Setjum svo, að «Baldur» gangi einhverjum svo nærri, að það varði honum við lög, varði sektum og fjárútlátum eptir dómi; hvernig nær hlutaðeigandi þá rétti sínum yfir ritstjóranum, sem ekkert á til að láta, eða má láta af eigum sínum? á hann þá að af- plána sektina eða útiátin? oss liggr við að kveða nei við því; en vér skulum eigi fara lengra út í það atriði; en það þykjumst vér geta séð fyrir, að það geti orðið snúningr á afplánun sektarinnar og fjárútlátanna, eins og það líka gæti þá farið svo, að ritstjórinn fengi stundum frátafir eða for- föll, sem eigi kæmi sér vel fyrir blað hans. Oss virðist svo margir og miklir annmarkar vera á rit- stjóra dagblaða, sein eigi er fullveðja, að það sé eigi takandi í mál, að láta slíkt við gangast. f>að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.