Þjóðólfur - 02.10.1871, Page 3
því bezt átt við að nefnt útleggingar-upphaf hefði
verið gjört að nafni lagsins hér, með því að setja
það (nóturnar) við nr. 198; en í þess stað er lagið
nótusett við sálminn: «Upp til himins horfum vér»
(nr. 62) og þetta upphaf gjört að lagsnafni. Við
nr. 97: «Kross á negldur meðal manna» er sett
fallegt lag; en þó efast eg um, að mörgum þyki
þetta fljóta lag eiga við sálm um píslir Jesú og
dauða. Að minsta kosti hefir próf. Berggreen lit-
izt betr á að taka lagið nr. 50 í áðrnefndri sálma-
söngbók sinni við sama sálminn á dönsku. Við
nr.388: «þá kveldstund síðust kemur mín», er sett
lag, sem reyndar má vel venjast við. En hví var
gengið fram hjá hinu rétta lagi, hinu undurfagra
og andríka lagi við hinn gamla frumsálm Nic. Iler-
manns (-}-156l) «Wenn mein Stflndlein vorhanden
ist», sem frá fyrstu öldum siðabótarinnar hefir
verið sungið við sálminn og sem nótusett er t. d.
í v. Tucher. Schatz des evang. Kirchenges. Leipz.
1848. 2. Theil nr. 282. í sömu bók eru 2 lög
við hin þýzku gömlu vers (í sálmab. Hólum 1619
er ein útlegging þeirra og er kölluð «S. Joh.IIúss
lofsöngur») «OLamm Gottes unschuldign, sem út eru
lögð undir nr. 363 í sálmabókinni. Við versin er
tekið lagið sem ver gegnir. Hitt lagið, sem ekki
er tekið, hefði þó verið sönn prýði fyrir bókina;
það er eitt af þeim lögum sem mér hefir þóttbezt
eiga við sálm sinn af þeim sem eg nokkurn tíma
hefi séð eða heyrt, einkum síðasta hendingin, sem
aptr er óþolandi (5 síðustu nóturnar) í hinu laginu.
Lögin bæði eru nr. 227 og 228 í v. Tuchers bók.
Við nr. 380 er lag, sem eg fyrir mitt leyti kann
nú ekki við; hefði P. G. tekið eptir nr. 146 í sálma-
söngb. Berggreens, þá mundi hann víst heldr hafa
tekið það lag við sálminn 380. Yfir sálminum
«Um dauðann gef þú drottinn mér» setrhann«með
sínu lagin, og meinar þá sjálfsagt með því til lags-
ins nr. 83 í sálmas. og messubókinni. í «upp-
lýsingunumn aptan vi-ð þá bók segir, að lag þetta
sé tekið óbreytt eptir Hótabókinni 1589. þá bók
hef eg ekki getað komizt yfir. En ætli lagið sé
þá tekið rétt eptir henni, svo að tóntegundin sé
ekki orðin önnur? Hvað sem því líðr, þá er þó
hitt víst, að vér eigum eitthvert hið ágætasta iag
til við sálminn, sem sjálfsagt hefir orðið til hjá
oss með likum hætti eins og lagið við: «A111 eins
og blómstrið eina», sem hér er orðið að aðdáan-
legu lagi upp úr hinu gamla og leiða lagi: »Dein
Schefflein Jesu Christe». Hið urnmyndaða íslenzka
lag við «Um dauðann gefþú, drottinn, mér« hefir
herra organistinn sjálfr til skams tíma notað ídóm-
kirkjunni, og við mig hefir hann sagt, að hann
hafi séð eptir því, að hann tók það ekki upp í
sálmasöngs- og messubókina. |>að var því «harðla
leiðinlegtn, að hann skyldi enn gleyma að taka
þetta ágæta lag í sálmabókina við nr. 369. En
hann hefir einnig gleymt fleiru af því tægi: Hvorki
sálmasöngs- og messubókin né heldr sálmabókin
1871 hefir á nótum lögin: «Borinn er sveinn
í Betléhem» við nr. 78 í bókinni; «Dagljósið
nóttu burtu ber«; «Einn guð shapari allra sá»,
sem hann nefnir yfir nr. 199 (og ef til vill
víðar)*; «Heiðra skulum ver herrann Krist» (á-
gætt lag, orðið til fyrir daga Lúthers)2, né »Guð
Jehóva, þig göfgum ver»3 (sjá nr. 80, 451 o. v.,
þar sem þau eru nefnd yör sálmum). }>að hefir
þó verið ætlun hans, að setja þau lög á nótum í
bókina, sem þar eru nafngreind og ekki finnast i
sálmasöngs- og messubókinni. Hins vegar hefir
hann (auk liinna áður nefndu tvítekninga laganna)
tekið nokkur lög fjórhend og nótusett I sálmabók-
ina, og þau er eg hræddr um að aldrei verði virt
viðlits í kirkjum vorum, t. d. nr. 20 og 754. Undir
þeim bragarhætti er völ ágóðum lögum sem menn
þegar kunna hér alment; og hefði hann viljað bæta
við þau, þá er I sannleika mikill auðr til af þeim,
bæði eldri og yngri, erbera af þeim sem hér eru
nótusett, eins og gull af eiri.
Eg hef aldrei hugsað til þess að geta bent á
allt það sem umbæta þarf af því sem herra orga-
nistinn hefir gjört við sálmabókina. Fyrst og fremst
er eg hvergi til þess fær og svo leyfir mér hvorki
rúmið hér og ekki heldr tómstundir mínar að fara
svo langt út í þetta mál, sem eg annars hefði get-
að gjört. f>að sem eg hefi hér mínzt á, er það
eitt, sem vakizt hefir upp fyrir mér jafnóðum og
eg yfirfór bókina. En það sem eg hefi nú vakið
máls á, nægir til þess að sýna mönnum fram á,
hver nauðsyn er á að laga það sem annars yrði
til að villa og trylta sönginn eptir bókinni. En
auk þess er það auðsætt, að meðan almenn-
ingr er óvanr hinum nýju lagatáknunum I bókinni
og er ekki búinn að læra hin «nýu» Iög svo tij
1) Anætt f»g, 6em mír virSlst og eigamjiig vel vib sílm-
inn 199, er lagib nr. 24 í optnefníri eálmasringbék próf.
Berggreens.
2) Nótnsett nr. 23 f Berggreens Meiod. til Psalmeb. til
Kfrke- og Hnos-Andagt, og nr. 165 í v. Tnchers Schatz d.
evang. Ktrchenges. 2. Theil.
D) Nótnr í Berggreens Sango tii Skolebrng. lste Hefte.
Khavn 1851 nr. 1.
4) Nr. 75 teki?) eptir v. Tuchor nr. 56, og heílr því,
einkum si&ast, veriS breytt af lierra organistanum, ab mtir
vkþist ekki til bóta.