Þjóðólfur - 24.05.1872, Blaðsíða 4
— 112 —
an dóm á hina Dýu sálmabók vora, með því eg
treysti því, að guðrækileg tilfinning manna verði
í því efni án minnar varnar hinn nærgætnasti og
réttlátaáti dómari, jafnvel í brjósti þeirra lesenda,
sem þó annars eiga bágt með að greina áheyri-
legt orðagjálfr frá réttum rökum. þetta er nú
samt ekki svo að skilja, að egálítiþað al/t ástæðu-
láust, sem fundið hefir verið að þessari bók í blöð-
únum, heldr játa eg, að bún kann að hafa nokkra
smágalla og að hún eins og hvert annað manna-
verk er ekki í ölití tilliti svo fullkomin eins og
bezt mætti verða. En um leið verð eg að taka
það fram, að þessir gallar eru að mínu álrti svo
óverulegir, að þeir geta ekki spillt og eiga ekki
að spilla fyrir bókinni yfir höfuð að tala, með því
líka flestir þeirra munu loða við flestar sálmabækr
í flestum löndum, þar sem menn þó i þessu
tilliti standa lángtum betr að vígi en vér íslend-
ingar. En það, sem eg með líntim þessum sérí-
lagi vildi vekja athygli almennings á, er þetta :
að J>e$si nýa sálmabóle er langtum auðugri að
góðum sá/mum og fullnœgir betr andlegum
pörfum safnaðanna. en hinar fgrri sálmabœkr
vorar. Sé nú þetta svo, sem enginn mun geta
hrakið með rökum, þá ættim vér að taka fúslega
móti þessari bók og hagnýta oss hana sem bezt
bæði í kirkjunni og heimahúsum þangað til vér
með tímanum kynnim að fá aðra enn betri og
fullkomnari, og þetta ættim vér því fremr að
gjöra, sem þess kann verða langt að bíða að oss
bjóðist sú messusöngs bók, sem taki þessari fram,
þegar á allt er litið, eða verði svo úr garði gjörð
að ekkert megi að henni íinna. Eg skora því hér
með bæði á andlegrar stéttar menn og aðra góða
menn í söfnuðunum, að þeir leggist allir á eitt
með að innleiða sem fyrst hina nýu sálmabók við
guðsþjónustugjörð bæði í kirkjum og heimahúsum.
Ueykjavík 15. Maí. 1872.
P. Petursson.
— Tugthús byggingin, sem nú er af-
ráðið að reisa og hyggja hér í Reykjavík, og þeg-
ar er byrjað á undirstöðunni, á setja norðvestan
til í Arnarhólsholtinu með fram að alveginum eðr
«SkóIavörðuveginum» að norðanverðti fyrir ofan
og norðaustr af bygðinni sem enn er komin þar
vestaní holtinú. þetta hið mikla hús á að verða
62 áln. á lengd og 18'/2 álna breitt, alltúr múr-
uðum grásteini þvert og endilángt; 24—26 eiga
að verða herbergi alls og fánga-kompur, milligangr
eðr rangali eptir miðju húsinu endilöngu. Eru
kompur þessar og herbergi ætluð til fangahaldsíns,
öll nema 3, er ætluð eru handa fangaverði og heim-
ilisfólki hans. þetta er alltágólfi og undir loptinu.
En svo á að koma yfirbygging þar á ofan, yfir mitt
húsið yfrum þvert, 28. áln. á lengd; þar er ætlað
til að sé 3 miklir salir auk uppgöngu-fórsals; skal
einn vera dómsalr Landsyfirréttarins, og hliðar-her-
bergi fyrir skjalasafnið o.fl., annar bæarþingsalr, og
að likindum þingsalr Seltjarnarnesbrepps, en Rorg-
arafundasalr og staðarráðsins hinn 3.
Stjórn vor i Khöfn hefir enn sem fyr samið
við byggingameistara einn búsettan þar í Dan-
mörleu, þ. e. timbrmeistarann Kleins, hinn sama
er falið var yfirumsjón með steinbyggingu skól-
bókasafnsins fyrir fáum árum, en kom hér þó ald-
rei, - um að gangast fyrir tugthús- og ráðhús-bygg-
ingu þessari með því áskildu byggingarlagi, stærð
og innra og ytra skipulagi sem nú var mælt, og
er samið um að Kleins fái 20,000 rd. fyrir bygg-
inguna fullgjörða, er greiðist honum smámsaman
eptir því sem verkefna við þarf og verkinu miðar
áfram. Samt vilja menn hafa fyrir satt, að ekki
hafi verið leitað á neinn af vorum byggingameist-
urum hér í Reykjavík til að taka að sér tugthús-
byggingu þessa, hvorki við vana og velreynda húsa-
smiði vora, t. d. trésmiðina Einar Jónsson, og
Jóhannes Jónsson sem þó eru alkunnir jafnt að
hagsýni og áreiðanlegleik, með því lika að báðir
eru þeir vel við fé, og meiga jafnvel ríkir kallast
eptir því sem hér er, eins og að fylgi, ötulleik og
trúmensku í þeim störfum sem öðru, — og ef
menn vildi segja, að hér sé um múrhús að ræða
en eigi um timbrhús, þá er meistari Kleins tré-
smiðr eins og þeir og engu fremr múrmeistari en
þeir. Eigi mun heldr Sverri múrara og steinhögg-
vara Runólfsyni hafa verið gjörðr kostr á að taka
að sér þessi byggingaverk, þó að allt yfirborð þeirra
lilheyri hans iðn ; hefir hann og þaraðauki fært
sönnur á það með steinbyggingu Jóns Waages í
Stóru-Vogum (sbr. þ. árs þjóðólf 52—53 bls.) og
svo mörgu öðru, að hann getr svo séð um stein-
byggingar hér og komið þeim upp með þeirri hag-
sýni og með svo vægum tilkostnaði, að herra Kleins
og aðrir Iíaupinhafnar-meistarar mundu verða að
ganga þar frá fyrir eigi meira að tiltölu heldr en
Voga-hús þetta koslaði fullgjört. Er þó altalað
af þeím sem vit hafa á, að enda talsverð betri og
vandaðri steinbygging sé sú þarna í Vogunum
eptir Sverri heldren skólabókasafns byggingin er
Kleins átti um að annast fyrir 8000 rd. en sté þó
aldrei fæti sínum á land til að líta cptir hvernig þau