Þjóðólfur - 01.07.1872, Blaðsíða 3
— 139 —
eins og hin, þá hefði ekki legið annað fyrir, en
að allir úr timbrhúsunum hefði orðið að ieita sér
húsaskjóls annarstaðar. Miklar skemdir urðu á
ýmsum vörutegundum hér, einkum á öllu leirtöje
og vfnflöskum.
Eg hefi enn þá slept þvf að minnast þess,
hvernig jörðin varð í þessum miklu umbiltingum,
Fyrst Og fremst meðan á mestu hræringunum stóð,
gekk hún öll í smáöldum, siðan rifnaði hún þvert
og endilangt; sumstaðar voru rifurnar svo breiðar,
að þær álitust að vera fullkomin 2 kvartil á breidd,
og ein þeirra, er liggr ofan frá svo nefndu Húsa-
víkrfjalli og ofan allan Laugardal, skamt fyrir norð-
an llúsavík, var hún í fyrstu 1 ’/a a'- a breidd þar
sem hún varbreiðust, og víða kvað hafa legið heil
jarðarstykki, sem kastað hefir upp úr jarðrifunni;
ein liggr líka að norðanverðu í höfðanum skamt
fyrtr utan og neðan Húsavík, sem svo mikill hiti
er í, að það rauk upp úr henni stöðugt i 4 sólar-
hringa. Eg var ásamt fleirum héðan að skoða
þessi undr, og þá var svo mikill hiti f rifunni, að
maðr að eins þoldi að halda hendinni yfir efstvið
jarðbrún. Nú kvað reiknum vera slotað og rifan
farin að lykjast aptr. Enn þá ganga hér jarð-
skjálftarnir, þó ekki svo mikilfenglegir að þeir olli
skemdum, enda væri. óskandi, að fólk ætti ekki
eptir að líða annað eins og hér er gengið á undan.
Yið þetta ógurlega tilfelli hafa I04manns orðiðhér
húsnæðislausir, og það litla, er flestir þeirra höfðu
undir höndum hefir skemzt, og sumt tapazt til fulls
og alls, og geta þeir því ekki átt neina von fyrir að
geta brúkað það með framtíðinni. Skepnuljón
varð eigi mikið, vegna þess að þær munu fiestar
hafa verið úti þegar mestu ósköpin dundu yfir; en
bóndinn Sigrjón Björnsson á Kallbak, sem býr
hér skamt frá, tnisti 6 ær, sem orsakaðist með
þeim hætti, að skepnur hans voru í fjöru skamt
frá bænum, en mjög háir hamrar voru yfir, hafði
því sprungið úr björgunum, og þær orðið undir
hruninu. Víðar hafa orðið nokkrar skemdir enn
í þessu plássi, þó ekki sé í neinni líking við það
sem hér er, t. a. m. á Héðinshöfða skektust og
hrundu að nokkru 4 fjárhús, einnig baðstofa á
Mýraseli kvað vera hrunin að mestu, og á Núp-
urn urðu flest bæarhús fyrir miklum skemdum, og
miklu vfðar þó eigi sé hér upp talið.
Til þess að nokkurn veginn sé hægt að gjöra
sér hugmynd um það, hvað sterkr jarðskjálfti þessi
hafi verið, af þeim sem ekki hafi reynt hann, vil
eg geta þess, að 100 pd. lóð, sem stóðu á bekk
niðr við gólf í vigtarbúðinni hér á staðnum, köst-
uðust fram af bekknum og nokkuð út á gólfið.
hentist efra lagið af brennivínsfötunum, sem lágu
á hliðinni upp í pakkhúsi, ofan á gólfið og stóðu
þar á endum hér um bil V2 ah frá því sem þau
voru áðr. þegar að þessi ógurlegi jarðskjálfti kom,
hurfu tveir lækir, sem hér runnu, ofan í jörðina,
öðrum skaut upp aptr eptir nokkra stund en hin-
um ekki. Einnig tóku menn eptir því, að strax
við byrjun jarðskjálftanna urðu allar ár hér í grend-
inni með jökullit; ár þessar eru ætíð mjög tærar,
einkum um þenna tima, þegar ekki eru hlákur og
vatnsrensli í þær. Mest bar á lit þessum í Köldu-
kvísl hér á Tjörnnesinu og Búðaránni, sem rennr
hér fast við verzlunarhúsin, og hefir þessi jökul-
litr haldizt allt frarn að byrjun Maí-mánaðar. Fjar-
an hér neðan við Húsavíkina, sprakk öll í sundr
við jarðskjálftann, og varð um leið heit að mun ;
upp úr sprungunum spýttist vatn og lagði þar npp
afbláagufu er líktist bláum eldsloga; margirkváð-
ust og hafa séð bláleita gufu eða eld skjótast upp
úr jörðinni hér utan við höndlunarhúsin hjá svo
nefndum brennisteinshúsum, er féllu í jarðskjálftá
fyrir 5 árum, og líka út á svo nefndum Húsavíkr-
höfða. Skrifað í Maímánuði.
L. J. Finnbogason.
— Skipstrand. — Frakknesk flsklduggga met> 15
manns er allir komn li'fs af, austr í Bornaflrbi fyrri hiuta
Júní, drekkhlaílin met) flsk. — Andarnefja? etir reifiarkálfrrek-
inn á Vikr-fjórn í Mýrdal nm sömii mundir. — Pústskipib kom
ekki heldr yib á Djúpavog mí í héflan leib.
AUGLÝSINGAR.
— Eptir beiðni yfirréttarprókúrators Jóns Guð-
mundssonar, verðr, á ábyrgð uppboðsbeiðanda,
seld eignin N r. 1. í Læknisgötu («Liver-
pool») með lóð og öllu tilheyrandi, við f>RJÚ op-
inber uppboðsþing, sem framfara við sjálfa eign-
ina, nefnilega:
1. uppboð mánudag. hinn 24. Júm' 1872, kl. 11 f. m.
2. — — — 8. Júlí 1872, kl. 12 m. d.
3. — — — 22. Júlí 1872, kl. 12 m. d.
Söluskilmálar verða til sýnis hjá uppboðsbeið-
anda frá 21. þ. mán.
Skrifstofu bæjarfúgeta f Reykjavík, 15. Júní 1872.
A. Thorsteimon.
— Inn - og útborgunum í S p a r i s j ó ð
R e y k j a v í k r verðr gegnt á hverjum virkum
laugardegi kl. 4—5 e. m. á bæarþingslofunni.
— Fornmannasögur, I.—XII., fást hjá undir-