Þjóðólfur - 12.07.1872, Page 3
— 143
sé hægt að koma ábyrgðinni við í svo miklum
fjarska frá Danmörku, og virðist óþarfi að yrðast
við hann út af því, þar sem hann skömmu síðar
talar um, að Alþingi hefði átt að geyma lanóinu
rétt til fullkomnara og traustara ábyrgðarfyrirkomu-
lags seinna meir, og sýnir með því, að hann
sjálfr er eigi vonlaus um að ábyrgðinni mætti
koma fyrir, ef Danir vildi nsleppa Islandi alveg
lausu», en það þykir honum ekki von til að þeir
vil\, meðan þeir leggja fó til vorra þarfa(l). Ætli
það sé ekki heldr af því, að vér leggjum (óbein-
línis) fé til þeirra þarfa, eða leggja Danir nokkuð
fé til vorra þarfa, annað en nokkurn part af
vöxtunum af fé því, er vér eigum hjá þeim?
Höfundrinn virðist að harma það mjög, að
Alþingi gekk eigi að stjórnarfrumvörpunum 1869
og 1871, og heldr að oss hefði þá farið heldr en
ekki mikið fram, ef vér hefðim tekið þeim gæða-
kostum; en segir að oss fari nú aptr, og að margt
illt fyrir sjálfa oss hafi leitt af þessu «þrasi og
stífni»> við stjórnina, og þar á meðal telr hann
flokkadrætti í landinu sjálfu. En mér virðist ólík-
legt, að mikið gott geti leitt af þeirri stjórnar-
skipun, sem reist er á rammskökkum grundvelli,
og þar að auki mjög ófullkomin. Að oss fari aptr,
skil eg ekki í, því að á hinum síðustu árum hafa
þó einmitt ýms félög haflzt, er miða til að ná
verzluninni úr höndum útlendra kaupmanna og
gjöra hana innlenda, sem landinu getr verið ó-
metanlegt gagn að, og slíkt er þó enginn vottr
um aptrför hjá þjóðinni, heldr miklu fremr um
vaknandi þjóðaranda og manndáð, og er það ætl-
un mín, að stjórnardeila vor við Dani hafi eigi !
alllítið stutt að því, að vekja þjóðarandann, og,
glæða þjóðernistilfinninguna og æltjarðarástina.
Að segja, að flokkadrættir sé i landinu, getr
uð minni ætlun eigi verið rétt, því að stjórnar-
mennirnlr (hinir dönsku íslendingar) mega varla
hokkr kallast, en aðrir þeir, er skipta sér nokkuð
stjórnarbótarmálinu, halda fram þjóðréttindum
vorurn, og verja þau móti öllum, er þeim vilja
traðka; og að þeir haldi sem fastast saman og
reyni að fá sern flesta á sitt mál, getr ekki verið
til ógagns fyrir landið, heldr miklu fremr til gagns.
fá talar höfundrinn um, að meiri hlutinn
kenni hinum konungkjörnu um, að stjórnarbótin
fáist ekki, og reynir að hrekja þá «kenningu».
«Ef hinir konungkjörnu», segir hann, «eru svo
skynsamir menn að stjórnin álíti það svo gull-
vægt sem þeir leggja til rnálanna, að hún fari
eptir þvl, því fer þá ekki meiri hlutinn eptir til-
lögum þeirra? f»etta er sannarlega merkileg spurn-
ing, og sýnir glögglega speki höfundarins. Hví
skyldi ekki öllum íslendingum þykja það gullvægt,
sem dönsku stjórninni þykir gullvægt? Hvernig
lízt yðr á þessa hugsun, góðir landar? Nei, vér
íslendingar skoðum dönsku stjórnina ekki sem
alvitra; vér ætlum, að henní geti skjátlazt, og
erum svo djarfir að halda, að hún hafi ekki glögg-
ari skilning á sönnum hag íslands, né betri vilja
til að efla hann, heldren þeir heiðrsmenn og ætt-
jarðarvinir sem eru í meirahlutanum á Alþingi.
En talsverð líkindi eru til þess, að ef allir þing-
menn fylgdi fram skoðun meirahlutans í stjórnar-
bótarmálinu, þá mundi stjórnin taka nokkru meira
tillit til þess er þeir legði til í því máli, heldren
hún gjörir nú, því að þá gæti Danir ekki talað
um neinn stjórnarflokk á íslandi, eins og þeir nú
gjöra, því að það er að eins hinn svo nefndi
minnihluti á Alþingi, er gefr þeim átyllu til að
tala þannig, og svo hafa þeir það fyrir ástæðu tíl
til að varna oss þjóðfrelsis, að það sé ekki nema
einn æsingaflokkr, sem heimti fullt sjálfsforræði
fyrir landið, en annar fjölmennr flokkr láti sér
nægjameð minna, og sé fús á að beygja sig undir
stjórnarinnar viija. — þótt allir þingmenn hafi
fylgt því fram, að vér fengim sem hæst árgjald
frá Danmörku, (það erskömm að því, að íslenzkir
menn skuli kalla það tillag), þá hafa þó ekki allir
verið samdóma í því máli, og ákveðnu árgjáldi
hefir ekki verið fastlega haldið fram af öllum, svo
að stjórnin, sem jafnan vill fara sína leið svo langt
sem hún kemst í þessum málum, hefir tekið sér
leyfi til að skamta það úr hnefa.
J>egar höfundrinn talar um, hver sé þjóðvili
í stjórnarbótarmálinu, og hvaðan hann spretti, þá
lýsir sér berlega hversu veikur málstaðr hans er.
Hann getr ekki neilað því, að skoðun meirahlut-
ans á Alþingi sé í meirum metum hjá alþýðu en
skoðun minnihlutans, en segir, að þjóðvillnn í
þessu máli sé sprottinn frá Jóni Sigurðsyni, og
líkir honum saman við erfðasyndina (I). En hvað
kemr til þess, að alþýða fellst fremráskoðun J. S.
á stjórnarbótarmálinu, heldr en á skoðun stjórn-
arinnar eða minnahlutans? Ef minihlutinn hefði
á réttu að standa, þá væri það óskiljanlegt, að
hinir vitrustu menn og mestu ættjarðarvinir meðal
þjóðarinnar skuli fallast á skoðun meirahlutans,
og allr þorri alþýðu fylgja þeim, en varla nokkuraf
hinum skynsamari mönnum utanþings skuli fallast
á skoðun minahlutans, og það þótthann hafi stjórn-