Þjóðólfur - 05.11.1872, Qupperneq 6

Þjóðólfur - 05.11.1872, Qupperneq 6
— 6 Lifandi hneptu þeir hann í fjötra með vopnum og stjórnkænsku, en það var þó nokkurn veginn náttúr- legt, því að þeir stóðu framar flestum öðrum þjóð- um á þeim tírnum. En eftir að þeir eru liðnir undir lok, eru þeir hálfu verri, því dauðir hafa þeir svínbundið andlegt frelsi og þjóðlíf þeirra þjóða, er láta nefna sig mentaðar; þetta er ónátt- úrlegt, því hver er sá, er vil'i jafna Rómverjum við þjóðir Norðrálfunnar 1872 eftir Iírists burð? J>etta járnok latínunnar hafa margar þjóðir þegar brotið af ser, eða eru að brjóta af sér, en þessu er eigi svo varið um lærða skólann á ís- landi. J>ví ef vér lítum á niðrjöfnun kenslunnar f lærða skólanum, þá sjáum vjer, að latínan ein hefir jafnmarga tíma í viku, sem íslenzka, saga, náttúrusaga, eðlisfræði, landafræði, enska og frakk- neska samtaiið. Eg spyr nú alla heilvita menn: er þetta ekki misjöfnuðr? því ef saft skal segja, ætti niðrröðunin að vera svo, að íslenzkunni og latínunni væri að minnsta kosti gert jafnt undir höfði. J>ví hvað hefir latínan frarn yfir íslenzkuna, norrænuna, eða hvaða nafn sem menn vilja gefa þjóðtungu vorri? Er ekki íslenzkan eins fullkomið mál og latínan? jú, fullkomnara, þvíhún sameinar í sér tvo aðalkosti latínunnar og griskunnar; hún hefir hina alvarlegu hátign latínunnar sameinaða hinni beygjanlegu mýkt griskunnar. Auk þess er ís- lenzkan lifandi mái, og geymir í sér óendanlegt frjóvgunarefni, og getr því ávallt auðgazt og fuil- komnazt; latínan þar á móti er dautt mál, og er eins og steinninn, sem ávalit heldr þeirri lögun sem hann hefir fengið, þegar ekkert afl verkar á hann er geti breytt henni. Islenzkan er að öllu leyti eins vel löguð tii að vera undirstöðumál eins og latínan; þvfþómenn geti sagt, að latínan hjálpi til að læra þau mál, er af henni eru komin, þá leyfi eg mér að spyrja, á ekki íslenzkan líka dætr, eins og latínan, eða skyld mál, svo sem sænsku, dönsku, ensku og jafnvel þýzku? Og má'eg spyrja, hvort er meira komið undir fyrir oss íslendinga, að læra þessi mál, er nú voru talin, eða ítölsku, spönsku og frakknesku, dætr latínunnar? Menn hafa sagt, að latínukunnátla hjálpaði til að rita önnur mál fagrlega, það er nú langt frá að svo sé, þvf. að ef að er gáð, mun hún fremr spilia; en þó að svo væri, þá vil eg spyrja, hvert hjálpar betr til að skrifa fagra íslensku — og um það ætti oss mest að vera hugað — að hafa lært latínu og geta lesið Ciceró, eða að hafa lært norrænu og lesa Njálu? Fyrst að nú íslenzkan er að öllu leyti, að minnsta kosti eins göfugt mái og latínan, og hefir það fram yfir, að hún er þjóðmál vort, hvað kemr þá til þess, að hún nú um svo margar aldir hefir verið undirtylla hinnar suðrænu systur sinnar? J>að hefir komið til af aldarhættinum En látum oss þá eigi að eins fylgja aldarhættinum, þegar hann er vondr, látum oss nú hefja móðurtungu vora til þess sætis, sem hún er kjörin til; því nú hefir aldarháttrinn breyzt. En það er eigi nóg með það, að þjóðtunga íslendinga sé í minni metum í íslenzkum skóla, en forntunga, er töluð var fyrir 1800 árum síðan suðr á Ítalíu, en sem tíminn nú er búinn að bera til grafar. þjóðfræði íslendinga er og látin lúta suðrænum fornfræðum. (Niðrlag síðar) f GUÐRÚN MAGNÚSDÖTTIR ÓLSEN. Á engi grær hin unga rós, og vorsins blær sér leikr hægt að Ijúfu blómi, og lífið kveðr ástarrómi, — en rósin hlær. Svo grerir þú, ó, Guðrún, sem eg harma nú; þér kysti lífsins vorblær vanga, og vorið kvað um daga langa — þá brostir þú. Ein hrímköld nótt og nýgræðingr fölnar skjótt; haun fyllir lífnns lögmál, dauða, og litum skiftir blómið rauða svo skjótt! svo skjótt! Ein ísköld nótt! og unga hjartað stöðvast skjótt — þú fylltir lífsins lðgmál, dauða, og litum skifti kinnin rauða svo^skjótt! svo skjóttl J>ótt falli blóm og fylli lífsins skapadóm, þá sprettr önnur fjóla’ á foldu fölnaðrar upp af rósar moldu, þótt blikni blóm. J>ótt dæir, mær, á dauða þínum lífið grær; og 6uð þinn ljúfi lofar rómr, þvf \íf er heljar skapadómr þú lifir, mær. í

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.