Þjóðólfur - 09.04.1873, Page 3

Þjóðólfur - 09.04.1873, Page 3
f — 8’ mál fyrir enda þessarar aldar, og er óskandi, að friðsamlega greiðist úr honum. Yetrinn hefir verið mjög hryðjusamr, en eigi má hann harðan kalla. Slys hafa orðið venju fremr á sjó, einkum af stórviðrum. Hið ógurleg- asta slys varð þó eigi af veðri, og verð eg að geta þess að nokkru. Stórt seglskip að nafní North- fleet lá við akkeri á nokkuð opinni skipalegu sunn- antil á Englandi þar er heitir Dungeness. Á því voru hérumbil 400 útfararmenn. Seint um kveld, er flestir farþegar höfðu tekið á sig náðir, kom að þeim stórtgufuskip með fullri ferð og rak sig á þá, og skar borðið á Nortfleet niðr fyrir sjómál. Gufu- skipið hélt leiðar sinnar, sem ekki væri, þóttá þá væri kallað til hjálpar. Allt varð í ofboði og upp- námi, sem von var, því skipið fylltist fljótt, en lítill bátakostr fyrir allan þann fjölda. Skipstjóri gjörði sitt hið bezta að halda reglu á, og að koma konum og börnum fyrst í báta þá er til voru. |>annig björguðust nokkrir, en rétt er bátarnir höfðu lagt frá, sökk skipið með skipstjóra og þeim sem eptir voru. Bátar komu að í þessum svifum og björguðu þeir nokkrum, en þó ertaiið að þarna hafi farizt nálega 300 manna nokkur hundruð faðma frá landi. Síðan hefir spurzt til gufuskips þess, er skaðann gjörði, og var það spánskt skip. Hafði því lítið eða ekki mein orðið að árekstrin- um. Enska stjórnin hefir farið þess á leit við stjórnina spönsku, að skipstjórnarmönnum sé refsað að maklegleikum fyrir níðingsverk það, að \ilja eigi hjálpa þeim mönnum, er þeir höfðu stofnað í lífsháska. Hefir spánska stjórnin lofað að rannsaka þetta mál grandgæfilega. Mér er farið að leiðast að nefna Spánfbréfum mfnum, en það er þó það eina land, þarer nokkur stórtíðindi hafa gjörzt f vetr. Eins erfitt og þeim gekk að fá sér konung, eins illa gekk þeim að halda honum, er þeir fengu hann. Amadeus kon- ungr, hertogi af Aosta, sagði af sér konungdómi í þessum mánuði og fór aflr til Ítalíu. Báru ýmsar sakir til þess, að hann ekki vildi lengr vera kon- ungr Spánverja. Spánverjar eru menn dramblátir og sérgóðir og þýðast lítt útlendinga; vildu stór- menni engum vináttuhótum taka af þessum út- lenda konungi, en vinsæll var hann sagðr af al- þýðu það er til hans kom. Flokkadrættir eru þar enn sem fyrri margir og rammir, og var stjórn lítt stöðug. Konungr hafði svarið, er hann kom «1 ríkis, að halda lög og landsrétt; vildi hann því ekki neyta hervalds til að kúga mótstöðumenn til hlýðni. En er hann sá, að engu varð til leiðar komið eftir réttum landslögum , tók hann þann kost, er honum sjálfum var mest sæmd að, að hann vildi heldr hafna konungdómi en ganga á eiða sína og særi; en óvíst er að betra taki við fyrir Spáni. Nú er þar sem stendr lýðveldi. Allmargir merkismenn hafa dáið hér í vetr. En eg skal að eins geta tveggja. Lávarðr Lytton Bulwer dó 18. f. mán. á 68. aldrsári. Hann er frægr víða um heim fyrir skáldsðgur sínar, og munu jafnvel nokkrir lesendr þjóðólfs þekkja sum- ar þeirra. (Niðrl. í næsta bl.). ÁVARP TIL SLNNLENDINGA UM FISKI- VERKUN. (Frá hr. J<5ni Signríissyni alþm. og R. af Dbr. í Khöfn). |>að er alkunnugt, að saitfiskrinn er nú orð- inn ein með helztu vörutegundum íslands. í góð- um fiskiárum flytjast frá íslandi hérumbil 24000 skippund af saltfiski, og þegar gjöra má ráð fyrir, að skippundið sé 25 ríkisdala virði, eða meira, þá má sjá, að íslendingar fá meira en hálfa millíón dala fyrir saltfisk sinn eingöngu, og gengr það næst því, sem þeir fá fyrir ull sína. |>að má því vera augljóst hverjum manni, hversu mjög það er áríðanda, ekki einungis fyrir einstöku menn, heldr og einnig fyrir landið ailt, að fiskr vor verði í beztu metum alstaðar þat sem hann kemr fram, þareð hvert einasta dals virði, sem hann lækkar ( verði, er oss á við 20 til 30 þúsundir dala. |>ar- aðauki er vert að gá að því, að fiskiaflinn getr vaxið, og mun vaxa,‘ eftir því sem landinu fer fram, eins og hefir sýnt sig, þar sem allr sá saltfiskr, sem frá íslandi var fluttr um aldamótin, var ein 2000 skippund, og af hörðum fiski ekki meira, en nú er það tólffalt af saltfiski, og af hörð- um fiski jafnt og þá. En jafnframt er þess að gæta, að því betra orð sem fiskrinn fær á sig, því meira hækkar hann í verði, því betr gengr hann út og því meira vinnr landið á honum. Hvergi á íslandi er fiskiafii eins mikill, eins og í kringum Faxaflóa, einkum í Gullbringusýslu og í Reykjavík. þaðan er flutt á hverju ári hér um bil tvöfalt við það, sem er flutt frá ðllu land- inu þar fyrir utan, eða tveir hlutar af öllum fiski, sem út er fluttr frá íslandi. þar er fiskrinn, og það einkum saltfiskr, aðalvarningr manna, bæði til bús og verzlunar. jþað er því hverjum auðsætt, að fiskiaflinn, og einkum saltfisksverkunin, er ekki einungis ábatamál, heldr eimhitt lífsbjargarmál, einkanlega fyrir Sunnlendinga; eg vona þess vegna, að þeir taki ekki illa upp fyrir mér, eða misskilí

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.