Þjóðólfur - 19.08.1873, Page 7
— 171
fari svo burt að vðrmu spori.— Getr verið að þeir
hafi sagt, svona er fyrstu arkirnar komu út: «ojaja
°g heldr er hann nú lítilmótlegr í sjón, snáðinn,
"lítilfjörlegt brot, — kalla þeir þetta heil-örk? lé-
'egr pappír og — lítið þið á! alveg í sama sniði
eitis og hann Göngu-Hrólfr!« (Niðrl. í næsta bl.
AUGLÝSINGAR.
Frá lögreglustjóranum í Árnessýslu.
Flestir fulltíðamenn á Suðrlandi, sem fara um
Bellisheiði, vita, að á Kolviðarhól undir Ilellisskarði
er sœluhús til bjargar og þæginda þeim er þar
ferðast um; það vita þeir og, að með það á að
fara sem nokkurskonar óskurnað egg, og að það
tjáir ekki að rupla það og ræna sjálft eða áhöldum
Þess. En það er öðru nær en að eftir þessu sé
tekið; því að þar eru margopt brotnir gluggar af
ásettu ráði, stolið bæði rekum, rúmstokkum af loft-
inu m. fl., og menn svífast ekki einu sinni að
mölva hnrð hússins, því í gærdag, þegar eg fór þar
Um, var húsið opið, því þávarbúiðað brjóta hurð-
ina, og láu rifrildi að henni hingað og þangað.
Með því þessi ósómi ferðamanna engan veg-
inn má eiga sér stað, og drjúg hegning liggr við j
slíkum afbrotum gegn alþjóðlegri stjórn, aðvarast
nllir þeir, sem koma við í sæluhúsinu, að hafa
slíka óhæfu í frammi, sem nú var umgetið, því i
þeir ætti að vita, að margra manna líf og heilsa
getr verið í veði, þegar að sæluhúsinu kemr og
það er ónotandi fyrir gripdeildir og illa meðferð
hússins — sem ætíð ber að Ioka, þegar við það
er skilið — eins og hitt, að við nefndum afbrotum,
Þegar þau sannast upp á einhvern, liggr eins og j
nðr er nefnt, töluverð hegning; og ætti enginn að
treysta því, að slík ódæðisverk ekki geti komið í
fjós; því það er eins með þau og önnur glæpaverk,'
það, sem f myrkrunum erhulið nm stund, kemr
°pt í ljós þó seintverði, en þá er refsidómrinn viss.
Skrifstofu Árnessýslu, 20. dag Júlí 1873.
P. Jónsson.
— Hér með innkallast með 6 mánaða
^r e s t i, samkvæmt opnu bréfi 4. Jan. 1861, allir
Þeir, sem til skulda eiga að telja í dánarbú Jóns
Sak Slcúlasonar f Grímstungu, sem dó 28. Maí
nsestliðinn, til að lýsa kröfum sínum og sanna þær
tyrir okkr undirskrifuðum erfingjum búsins. Einnig
^ast að allir þeir, er dánarbúið ætti skuldir bjá,
k°rgaði þær eða semdi um borgun þeirra við
°kkr fyrír áðrgreindan tíma.
Grfmstungu og Flögu 4. Ágúst 1873.
Guðrún Porsteinsdóttir, J. Jónsson.
— Á almennum sýslufundi Árnesinga, sem hald-
inn var að Húsatóftum á Skeiðum 21. dag Júní-
mánaðar þ. á. var samþykt fyrir alla hreppa
sýslunnar sem liggja austan 01fusár, Sogs og [>ing-
vallavatns að rekaekkiné selja nohltra
sauðhind, sem ekki er lofuð upp í viðskifti manna,
suðr eða vestr yör nefnd takmörk á komanda
hausti. Ekki heldr selja neitt sauðfé í neinum
aðalréttum á nefndu tímabili. f>ar á móti var á-
kveðið af fundinum, að SELJA sauðfé á MARK-
UÐUM innan sýslu, og fól fundrinn oss undir-
skrifuðum að auglýsa stað og tíma hvar og hve-
nær þá skyldi halda, sem var fast ákveðið þannig:
í 15olaltlil'srétt í f>ingvallasveit þriðjudaginn
7. Október næstkomandi.
- lilaustrliólarétt í Grímsnesi Miðvikudag-
inn 8. s. m.
- lloltakotsréu í Biskupstungum Fimtudag-
inn 9. s. m.
- Sóllieimarétt í Ilrunamannahreppi Föstu-
daginn 10. s. m.
- Dselurétt í Villingaholtshreppi Laugardaginn
11. s. m.
Sá var tilgangr fundarins með tilhögun þessa:
fyrst, að aftaka fjársölu í aðalréttum, og að fyrir-
byggja þá óreglu og tímatöf sem það orsakar á
réttarhöldunum, og f annau stað með markaðina,
að fjársalan yfir höfuð gæti orðið sem frjálsust og
skipulegust bæði á seljanda og kaupanda síðu.
Eptir ályktun og í nafni fundarins biðjum vér
yðr, háttvirti ritstjóri, að taka þessa auglýsingu
sem allra fyrst í J>jóðólf».
Mosfelli og Ormstöðum, 21. Júlí 1873.
Jón Jónsson. Porhell Jónsson.
— |>eir, er vitjaði mfn hér eftir eða þyrfti að
sækja míg, vildi góðfúslega hafa hest meðferðis
handa mér, til þess að riða á. Annarsvegar liggr
það í augum uppi, að hljóti eg sjálfr að leggja til
hest, verða ferðir mínar, þegar svo ber að, þeim
mun dýrari fyrir hlutaðeigendr.
[>órukoti við Ytri-Njarðvík, 23. Júlí 1873.
Pórðr Guðmundsen.
FÆST TIL KAUPS
Bátr (tveggjamannafar) með öllu tilheyrandi, hjú
Níelsi Eyólfssyni á Klöpp.
FJÁRMÖRK
Guðmundar Guðmundssonar á Kirkjubæ vestari
á Rangárvöllum.
Sýlt í hamarhægra, stúfrif. og gagnbitað vinstra.
L