Þjóðólfur - 02.09.1873, Side 5

Þjóðólfur - 02.09.1873, Side 5
— 177 — ÚTLENDAR FRÉTTIR, dags. Khöfn 15. d. Ágústm. 1873. (Frá frHtaritara vorinn strld pliilos hr B i r n i 0 I s e n). (Leiílr&tting: I síFasta fröttapistli nr 33 — 3* , 131. bls 32. 1. heflr misprentazt Stnarts Miins f. Stuarts M i I s'. Á Spán er allt enn þá á tjá og tiindri; Iíarl- tingar fara herskildi yfir landið fyrir norðan Ebro- fljót; brenna þeir allt og braela, hvar sem þeir fara, og allvíða hafa þeir myrt varnarlausa menn; einna mestar sögur hafa þó farið af grimd þeirra við hertekna menn í bæunum Cirauqui og lgua- lada, Cirauqui er lítill bær víggirtr, óg liggr í Navarrafylki; Iíarlungar réðust á vígið, en fáir voru til varnar af þjóðveldismanna hálfu; vörðust þeir hraustlega, en þó urðn þeir upp að gefavígið um síðir, því að við ofreíli var að eiga. Var það ágkilið í uppgjafarskilmálunum, að varðliðið, það er fyrir var, skyldi flutt til bæar þar í grendinni, en þar skyldi sleppa hermönnunum úr haldinu, og mætti þeir síðan fara hvert á land er þeir vildi. En er þeir höfðu selt af hendi vopn sín, réðust Karlungar á 68 af þeim, og drápu þá mcð binni mestu grimd, nema eina 7, er undan komust. Slíkar og þó verri voru aðfarir þeirra í Iguaiada. Annars heflr Iíarlungum nú í seinni tíð talsvert vaxið fiskr um hrygg ; hafa þeir sinátt og srnátt þokazt nær og nær Barcelona; er Igualada þar í grendinni; Karl koungr hinn 7., er svo kallar sig, er nú og kominn til hersins, en ekki hefir enn þá heyrzt neitt af hans afreksverkum. Hann hafði áðr dvalið í suðrhluta Frakklands, og hvergi þor- uð nærri að koma, en látið sér nægja að auka því, sem f lians valdi stóð á óhamingju fóslr- jarðar sinnar, án þess að stofna sjálfum sér í haettu; það eru ekki orðnir svo fáir, sem látið hafa líf sitt fyrir metorðagirnd þessa eina manns, ög dýrkeyft verðr Spánverjum það hnossið, ef hann hokkurn tíma verðr konungr þeirra. það eru heldr ekki enn þá miklar likur til, að Karli lakist að 'eggja undir sig Spán, sérílagi, ef stjórninni í ^ladrid tekst að ná festu og að sigrast á upphlaup- Dflum í suðrhlula landsins, því að enn má varla heita, að Karlungar hafi náð meiru af landinu, en e‘nu héraði, en það er Navarra, og svo norðr- hluta Arragóniu og nokkrum hluta af Katalóníu', e'ga þeir enn ónáð höfuðborginni Barcelóna; er ^ar viðbúnaðr mikill, og væri Karlungum það (^rjúgr styrkr, ef þeir gæti náð þeirri borg; er ^ún mest borg á Spán, önnur en Madrid. Nú er að segja frá, hvernig farið hefir um land- Sljórnina í Madrid; eg sagði frá því í síðasta bréfi, að kosningar voru látnar fara fram til þjóðfundar um allt landið, og að bandamenn hefði unnið sigr í þeim. þegar þjóðfundr þessi kom saman, lét hann það vera sitt fyrsta verk, að lýsa yfir því, að bandalags- eða fylkjastjórn skyldi vera á Spán líkt og í Sviss eða Bandafylkjunum. Litlu síðar var þeim félögum Figueras og Castelar steyft úr völdum, og tók þá við Pi yMarzall; hafði hann verið lögstjórnarráðgjafi hjá Figneras, en var miklu meiri ofsamaðr en hann, og þykir jafnvel hneygj- ast nokluið að skoðunum jafnaðarmanna. Varð hann síðan forseti þjóðveldisins, en eigi varð hon- nm haldsamt á ráðgjöfum, því að engin stjórn gat þá náð festu á Spán; svo var allt komið í bendu; mátti svo að orði kveða, sem daglega væri skift um ráðgjafa, og dugði þó eigi, enda var Pi y Marzall eigi maðr til, að gjöra enda á stjórn- S inni; var þó þingið, eða meiri hluti þess, mjög I auðsveipr við hann og veitti honum nokkurs kon- ! ar alræðismanns völd, og leyfi til að leggja her- | gæzlu á bæi, þar sem honuin sýndist. þella mis- líkaði mjög flokki þeim á þinginu, er kalia má á vora tungu ófriðarseggina1; kváðu þeir með þessu of nær gengið þjóðl'relsinu, og kvað svo ramt að, að sumir gengu af þingi og fórn heim í héröð, til þess að æsa menn til uppreistar gegn stjórn- inni í Madrid. Áðren þetta varð, hafði þegar borið víða á óskpektum í snðrfylkjunum; vildi hver borg í þar syðra þegar í stað verða ríki út af fyrir sig, | óháð stjórninni í Madrid, en vildi eigi biða þess, að þjóðfnndrinn skipaði fyrir um fylkjaskipunina. En þegar ófriðarseggirnir komu heim í héröðin, | þá tók út yfir; hver uppreistin rak aðra í héruð- i uuura, en einna mest kvað þó að upphlaupunum | í Alcoy og Carthagena. Alcoy er mikill verk- smiðjubær, og liggr í fylkinu Yalencia, nokkru norðar en Alicante; eru þar vinnumenn margir og llestir fátækir; voru þeir æstir upp af erindsrckum jafnaðarmannafélagsins, Internationale, í Lundún- um; gjörðu þessir menn aðsúg að bæarstjórninni, þar sem hún var á fundi í ráðhúsinu; voru þar eigi fleiri til samans en 19 hermenn, og varð þá lítil vörnin, sem við var að búast, því að upp- hlaupsmenn voru 10,000 saman og vel vopnum búnir. Tóku þeir bæarstjórana og hermennina höndum, og fóru nokkrir þeirra með þá upp á veggsvalir, sem á voru húsinu, en fyrir neðan stóð skríllinn með ópi og óhljóðum. Leiddu þá böðl- arnir hvern bæarstjórann á fætr öðrum fram á sval- 1] Á Spánsku heita þeir „iiitiansigentes", o þeir, er eng- um sáttum vilja taka, sem engu tauti verír vit) komiíi.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.