Þjóðólfur - 06.12.1873, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 06.12.1873, Blaðsíða 1
2fl. ár Reykjavfk, Laugardag 6. Desember 1873. 5. SKIPAFREGN. — PóstskipiÖ Diana, yfirstjómari capitain J. U. A. Holm, hafnaði sig hér 3. þ. mán. um sólarlag. pessir voru meö því farþogar: kaupmaðrinn Daniel Thorlacius (frá Stykkishólmi), sira ísleifr Gíslason til Koldnaþinga (sonr hans, Markús, er hann fór með í Ágúst-ferðinni til lirkninga, var eigi ferðaf.cr), Torfi óðalsbóndi Bjarnason frá Ólafsdal, jungfrú Sigríðr (Pétrsdóttir) Guðiúundsen, Ólafr Guðmundsson (prófasts) frá Arnararb.ili, aikominn frá Ameríku, og kona ein úr Múlas. Diana hafði nú hlað- fermi af allskonar vöru til kaupmanna hér og í Hafnarfirði. KAUPFÖR. 2. Des. Lncinde, 1021., skipst. Kæhler, kom frá Hafnarf., þangað komin frá Cádix með salt til Knndtzons- verzlana. S. d. Ida, 107,82 1., skipst. Petersen, kom hingað aftr frá Hafnarfirði (kom hingað áðr 15. f. m.). — E m b æ tt a-veitingar færði póstskipið nú eigi aðrar en þá einu, er íslendinga varðr, að H. Clausen sýslumanni vorum hér í Kjósar- og Gutl- bringusýslu sé veitt bæar- og héraðsfógeta-em- bættið í Tisted á Jótlandi; er það embætti talið í fyrsta flokki enna tekjumestu fógeta-embætta í Dan- biörku, með 3000—3200 rd. árstekjtim, auk þess sem veitt er til embættisstofuhaldsins. — Rektors embættið stóð enn óveitt. — Aðrar fréttir frá Danmörku og að nokkru frá útlöndum má lesa * *útlendum fréttum» hér síðar. — MATýNALÁT (að nokkru eftir Norðanfara nr. 47 — 50, 27. Okt. og 7. Nóv.). «21. Okt. þ. árs at)daðist (að Ilalldórstöðum ( Bárðardal) merkis- Þrestrinn sira Gunnar Gunnarsson, eftir 1 3 vikna *e8u»; hann hafði að eins rúmt missiri yfir 34 ár, f®(ldr að Laufási II. Marz 1839, útskrifaðist úr ^eykjavíkrskóla 1863; vígðist lil Svalbarðs í þistil- firði 1869? og kvongaðist um þau missiri jungfrú ^a'gerði þorsteinsdóttur Pálssonar prests að Ilálsi l‘njótskadal, þeirri er nú lifir hann ekkja; börn j*au er þeim auðnaðist dóu öll í æsku. Hann var Vftddr prófastr í Norðr-þingeyars. 1871? Foreldrar sira Gunnars voru sira Gunnar l’Utlnarsson prestr til Laufáss (1828—1852) og Usfrú Jóhanna Iíristjana, er síðar álli sira þorstein aiSs°n á Uálsi og nú er ekkja orðin í annað sinn. 2. d. f. mán. andaðist á Akreyri, «■ eftir 5 ga Þrautmikla legu í gigtfeber», héraðslæknirinn — 17 PórSr Tómasson (prófasts að Breiðabólstað f Fljóts- hlíð Sæmundssonar og frú Sigríðar þórðardóttur í Viðey, er síðar átti Ólaf jústizráð Stephensen); hafði hann að eins rúmt missiri yfir 37 ár, fæddr að Breiðabólstað ( Fljótshlíð 13.? Marzmán. 1837; hann var kvongaðr danskri konu, varð þeim 2 barna auðið og eru bæði á lifi. — 31. Októbermán. andaðist að Glaumbæ í Skagafirði prestrinn sira Ilannes Jónsson, 78 ára að aldri. ÚTLENDAR FRÉTTIR, dags. Kanpmanna- höfn 13., (14. og 15.) dag Nóvembermánaðar 1873. (Frá fréttaritara vorum herra stúd. filol. Birni. Magnúss. Olsen). f>að ber eigi margt við um þessar mundir í Norðrálfunni, er tíðindum sæti; það eru helzt tvö lönd, þar sem nokknð er sögulegt, og þessi lðnd eru Frakkland og Spán, enda gjöra blöðin hér ylra sér eigi jafntíðrætt um nokkur önnur, og er það sannarlega eigi ástæðulaust. Ástæðan til þess, að menn skifta sér svo mikið af Frakklandi, er sú, að það liggr í sárnm eftir hólmgönguna við berserkinn þjóðverska, og það er ávallt mikil sjón og fðgr, að sjá göfga þjóð rakna við smátt og smátt úr öðrum eins fjör- brotum. Eg hefi oft áðr tekið það fram, hversu lánsamir Frakkar voru, að eiga annan eins mann, og Thiers er, til þess að reisa þá við úr þessari niðrlægingu, og hversu vel honum tókst, að leysa þetta starf sitt af hendi, meðan hann sat að völd- um. Eg hefi og getið þess, hvernig honum var hrundið úr völdum af einveldismönnum, og Mac Mahon hershöfðingi varð forseti þjóðveldisins. Sýndu þá hægri handar flokkarnir, að þeirmátu meira eigingirni sína og hatrið til þjóðveldisins, en sanna velferð Frakklands. það var nú auðvitað, að þess- ar aðfarir einveldismanna voru að eins forboði fyrir öðru meira; það er að segja því, að koma á algjörðu einveldi á Frakklandi. það var nú ann- aðhvort að gjöra fyrir þá, að hrökkva eða stökkva; þeir vissu, að allr þorri þjóðarinnar hneigðist að þjóðveldinu, og að þjóðveldismenn því myndí sigra við kosningarnar til næsta þings, ef þingi þvi sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.