Þjóðólfur - 06.12.1873, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 06.12.1873, Blaðsíða 2
18 nú er, yrði slitið, áðr en einveldinu væri komið á. Aftr á móti var meiri hluti þingmanna á þessu þingi með einveldinu. J>að var því allt undir því komið fyrir einveldismennina, að láta sjóða á járn- inu, áðr en eldrinn sloknaði, að skipa konungs- stólinn, áðr en þin^inu væri slitið. Ef þeir allir hefði verið samdóma um hvern velja skyldi, þá hefði ekki verið mikill vandi fyrir þá, að kveðja þann hinn sama til ríkis; en hér var ekki því að heilsa; það var um þrjá tengdasynina að velja, en eigi nema ein dóttirin, eins og Thiers sagði í ræðu þeirri, er hann hélt, þegar honum var steypt úr völdum. Einveldismenn voru þannig reyndar allir samtaka um það, gagnvart þjóðveldismönnunum, að einveldi skyldi vera á Frakklandi, enundirniðri voru þeir sundraðir í 3 flokka. Ilefi eg áðr tekið það fram, hverjum hverir um sig héldu til ríkis, en til þess að menn skili þvi betr það, sem á eftir fer, ætla eg þó að rífja það upp aftr, og skýra nákvæmar frá því, er hver flokkr fer fram á. «Lögerfðamenn» héldn til ríkis greifanum af Chambord, sonarsyni Iíarls 10.; er hann nú einn eftir af Bourbonaætt í beinan karllegg; kveðst | hann einn eiga riki á Frakklandi af guðs náð og | rétti feðra sinna. Svo er hann stórlátr, að eigi | vill hann taka á móti konungstign á Frakklandi, j nema alit sé honum f sjálfs vald sett, hvert frelsi eða stjórnarbót bann vill gefa þegnum sinum, og enga kosti vill hann láta setja sér; ekki vill hann heyra nefndan hinn þrílita fána, er Frakkland hefir haft síðan á tímum stjórnarbyltingarinnar miklu, og hafa Frakkar þó unnið mesta sigra og mesta frægð undir þvf merki; heldr vill hann að tekinn sé upp hinn hvíti fáni Bourbon- inga. Annar einveldisflokkrinn, er nefnist Orle- aningar, hélt fram Orleansæltinni, afkomendum þeirra Filipps Egalité og Loðvíks Filipps, greifan- um af París, herloganum af Nemours, prinzinum af Joinviile o. s. frv. Er sá flokkrinn það belri, en lögerfðamenn, að hann viðrkennir hinar miklu liugmyndir stjómarbyltingarinnar, og vill ekki ein- veldið með öðrum kosti, en að því fylgi að minsta kosti eins mikið stjórnfrelsi, og var í Frakklandi á dögum Loðvíks Filipps. l*riði einveldisflokkr- inn voru keisarasinnar eða Napoleoningar; var sá flokkrinu fámennastr þessara þriggja, og gælti minst á þingi, svo að eigi þarf eins að skýra frá stefnu þeirra til að skilja söguna. Gagnvart þessum fiokkum stóðu þjóðveldismennirnir, sem orðið höfðu í minni hluta, þegar Thiers var steypt, en munr- inn var þó mjög lítill, sem áðr er sagt.------------- Hér í Danmörku hefir vcrið talsverð hreifing á mönnum um hríö. Eg hef áðr getið þess, að vinstri- handar flokkrinn á pjóðþinginu, sem þar er i meiri hluta, reit konungi ávarp í vor og lvsti þar í yfir vantrausti sínu á stjórninni, og að það v.eri skylda hennar, að víkja úr völdum, þareð hún eigi hefði meiri hluta þingmanna á þjóðþinginu [neðri þingstofunni] með sér. þetta er samkv»-mt því, sem tíðkast á Englandi, og er sagt, að sú þjóð hafi „þinglega sjálfstjórn", þar sem stjórnin verðr að laga sig eftir neðri þingstofunni. — Eigi fór stjórnin frá að heldr; reyndu þá vinstrihandar-menn, að neita fjárlög- unum, en svo langt vildu eigi allir þeirra fara, Svo að ekkert varð af því í vor. Yarð þá hlé á þingstörfum í sumar; eigi var stjórnin farin úr völdum enn þá, heldr sat sem fastast; létu þá vinstrihandar-menn alvöru verða úr hótunum sínum og neituðu Qárhagslögunum; kváðust þeir gjöra það til þess að hafa fram kröfu sína um þing- lega sjálfstjórn. það er enginn efi á, að þingið hefir rétt til að beita þessu ráði, hve nær og hvað oft sem það vill, þó það sé mjög sjaldan, að þing noti þann rétt. Er þá aúnaðhvort fyrír stjórnina að gjöra, að slíta þingi, eða fara frá. Að þessu sinni kaus stjónjin þann kost, að slíta þinginu og láta kjósa á ný, eiga kosningarnar að verða á morgun 14. dag þessa mánaðar, og muneg síðar b;«ta við fiéttir þessar, hver afdrif þ>r fá. Ef vinstriliandar flokln'- inn sigrar nú við kosningarnar, þá virðist það vera skylda stjórnarinnar, að leggja niðr völdin. Eigi vill þó stjórnin eða fylgifiskar hennar, hægrihandat'fiokkrinn, játa að svo sé; segir hún, að þingieg sjálfstjóm eigi sér ekki stað í Danmörku eptir grundvallarlögunum, og lcveðst megasitja að eilífu, ef hún liafi landsþingið og konunginn með sér. Kveðst hún fyrir sitt leyti hafa rétt til að leysa upp þingið i hvert sinn, sem það neiti fjárlögunum, og ef * 1 * nauðirnar reki, megi hún gefa út fjárlög til bráðabyrgða- En ef nokkur stjórn getr eftir grundvallarlögunum setið svo í trássi við þjóðþingið, þá er eigi gott að sjá, hvað frelsi það hefir að þýöa, er grundvallarlögin heimta oS Danir stæra sig svo mikið af. — 15. dag Nóvembermánaðar 1873. Nú eru kosningarnar her í Danmörk um garð gengn- ar, og liafa vinstrihandar-monn orðið hlutskarpari, reynd- ar hafa þeir fikkað um tvo, ef IVreyingar kjósa hifgrí handar-mann, sem talið er víst, en þar cr eigi enn bú'5 að kjósa; sést á þessu hversu óhentugt Viiri fyrir oss I8' lendinga, að hafa þingmenn á Ríkisþinginu. [Niðrlag utanríkis-frétta í n*>sta bl.J — SKÓLARÖÐ eðr nafnaskrá lærisveinand3 í Reykjavílcr latínuskóla, eftir niðrskipun, san1' kvæmt 2 mánaða (Okt. — Nóv.) einkunnum þeirí-® bvers um sig, í byrjun Desembermán. 1873 ‘. 4. bekkr. 1. GuðmundrI>orláksson frá Hjaltastöðum í Skags firði, umsjónarmaðr í bekknum, í kirkjnnni við bænir f skólanum (I). —- - ' 1) Talan (1) (*/>) aí'tan vi?) nofnin sýna, l®r*sV ^ heflr heila eí)a hAlfa ólmusu: etjarnan *, framanvifc f,g . ( þýMr aí) sá sö bæarsveinn, þ. e. heflr ekki Bvefnhe^^

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.