Þjóðólfur - 25.03.1874, Síða 4

Þjóðólfur - 25.03.1874, Síða 4
- 88 — fullveldi hefir veilt oss«. Engi talar um það, að vanþakka skuli eða leggja óþökk eina við því sem veitt er og vel er gjört. En eitt er af tvennu, að hafl Christján konungr hér með v e i 11 Islending- um freisísgjöf, eptir því sem orð auglýsingar- innar vilja gjöra gildandi,— aðþvísieplu hvortkon- ungrinn Christján 9., sem lögbundinn kónungr eins og hann er. hefir tii þess •<frjálst fullveldi» eðr eigi, en hvor maðr verðr að vefengja að svo se, — þá hafa íslendingar eigi átt að hafa eignazt né áunnið neinn rélt til þjóðfrels- is og jafnréitis í stjórnarefnum til móts við samþegna vora í Danmörku, fyr en nú með þessari frjálsu fullveldis - gjöf konung- sins; en þá hefði og öll barátta vor og stríð fyrir landsrétti vorum og þjóðfrelsi um öll næst- liðin 26 ár hlotið að vera bæði ástæðulaus og rétt- laus. En fjarri fer að svo sé; hinn mikli þjóð- frelsisgjafari e i n v a 1 d s konungrinn Friðrik hinn 7., fyrirrennari Cbristians konungs 9., hann var sá síðasti Danakonungr, af því hann var hinn síðasti einvaldskonungr, er hafði frjálst fullveldi, og gat af þessu frjálsa fullveldi sínu, eins og liann líka gjörði með s(nu opna bréfi 4. Apríl 1848, veitt ö 11 u m þegnum sínum um gjörvalt ríki hans og lönd, frjálslega lögbundna stjórnarbót.j (JNiðrl. í næsta bl.). ÁVARPTIL SDNNLENDINGA UM FISKIVERKUN. Eg sendí í fyrravetur nokkrar athugasémdir um fiskiverkun, sem voru prentaðar ( þjóðólfi (XXV, nr. 24.-25., 22. Apríl 1873). Af því nú að allir verða að játa, að fiskiverzlunin séein hin ailramerkilégasta grein í verzlun landsins, en fiski- verzianin er aftr aðmestu byggð á fiskiverkuninni, þá er hin mesta nauðsyn að gefa nákvæmar gæt- ur að henni. Eg hefi þess vegna verið mér úti um áreiðanlegar skýrslur um, hvernig fiskinum frá'ísiándi hefir réitt af í verzluninni síðan í fyrra- vor, og er þar um í stuttu máli að segja: Saitfiskrinn af Suðrlandi hefir árið sem leið (1873) verið betr verkaðr og reynzt betr en árið á undan ,(1872), og hefir líkahaldið sér betr. Þetta hefir bæði reynzt á úrkastsfiskinum og e.ins á jaktafiskinum, sem sendr var til Kaupmannahafnar af Suðurlandi. Frá Spáni heyra menn kvartað enn yfir því, að sunnlenzkr fiskr haldi sér ekki rétt vel tii lengdar, en þó eru kvartanir þessar minni en árin fyrirfarandi, og það er ahnent viðr- kent, að þegar hann komi fyrst, líti hann vel út, og ekki sýnilegt annað, en að hann sé vel verk- aðr; gallarnir á honum koma f ijós þegar farið eé að geyma liann fram eptir vetrinum. Verðmunrinn á vestfirzkum fiski og sunn- lenzktim var ekki fult eins mikill í haust, eins og áðr, fyrst þegar farmarnir komu lii Spánar; en þegar fráleið var munrinn töluvert meiri, svo að í Janúarmánuði stóð þannig, að þá gekk vestan- fiskr á 36 pesetas kvintalið eða 32 rd. skippundið, en sunnanfiskr á 32 — 33 pesetas kvinlaiið eða hér um bil 26’/2 til 28 rd. skippuudið þegar selt var í hópakaupum upp úr skipi, en f smáu má telja verðið einum eða tveim dölum lægra. Munr- inn á verðinn á vestfirzknm fiski og sunnlenzkum kemr af þvf, að sunnanfiskrinn heldr ser ekki eins vel og'sá að vestan. Nokktir ástæða til þess, að fiskiverknnin á'Snðrlandi hefir tekizt betr áríð sem leið, heldr en fyrri, kann að vfsn að vera fólgin í því, að meslr fiskiafli í kringum Faxaflóa var það ár öngulfiskr, en ekki netafiskr, en eigi að síðr verðr þvf ekki neitað, að alþýða manna á Suðriandi hefir vandað í fyrra fiskverkun sína langtum betr en árin fyrirfarandi, einkanlega f Reykjavík og á Selljarnarnesi, f Hafnaríiði, á Álftanesi og á Akrar ncsi. Þar á móli sýnist, sem miðr hafl tekizt á Vatnsleysuströnd, f Vogum, Njarðvík, Garði og Leiru, heldr en f veiðistöðunum sem fyr voru taldar, og mun það helzt vera því að kenna, að annað- hvort hafi fiskrinn ekki verið nógu þurr, þegar hann var látinn f hús, eða að húsin, sem hann var látinn f, hafi ekki verið rakafrí, en liskrinn geymdr þar heldr lengi. Eg skal annars gela þess, að stnttar og greini- legar reglnr um fiskiverkun verða prentaðar í Al- manaki Þjóðvinafélagsins um árið 1875 sem kemr út á prenti nú f vor. Kaupmanriahöfn 25. Febrúar 1874. Jón Siffurðsson. AUGLÝSING. — á næstliðnu hausti vöntuðu af úrimstungn* heiði 2 tryppi af Skagaströnd, rauðskjótt hryss8) þrévetr, stór eftir aldri, er átti Eggert Ó. Briem prestr að Höskuldsstöðum, og jarpsokkóttr fol> tvævetr, er átti factor J. Fr. Holm á Hólanesí; bæði með mark: sýlt vinstra og bæði góðgeng- Af því þau voru komin sunnan yfir heiði, þyk'f líklegt, að þau hafi flækzt eitthvað suðr af. Er11 þeir, er vita kynni, hvar þau eru niðr komfn> beðnir, að koma vitneskju um það til eigendann3 á Skagaströnd. Ritað 2. Marz 1874. Afgreiðslustofa Þjdðólfs: Aðalstræti Jd 6. — Útgefandi: og Ábyrgðarm.: Jón Guömundmm. / PreoUbr { prentsœllijo IsUnds. Gloar \>6 rbsrion.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.