Þjóðólfur - 26.03.1874, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.03.1874, Blaðsíða 1
VIÐAUKABLAÐ við ÍMÓÐÓLF 2«. ár M 22. — Fimtudag 26. Marz 1874. I. STJÓFiNARSKRÁ' um hin sérstaklegu málefni íslands. Ver Christian hinn Niundi, af Guðs náð Dan- merkr konungr, Vinda og Gaula, herlogi í Slés- vík, Holtsetalandi, Stórmæri, þéllmerski, Láen- borg og Aldinborg. Gjörum kunnugt: Eftir að frumvarp til fyrirkomulags á stjórnarmálefnum íslands fleirum sinnum höfðu verið lögð fyrir hið íslenzka Atþingi án þess að þingið hefði viljað aðhyllast þau, hefir Alþingi, sem haldið var á árinu, sem leið, sumpart í þegnlegu ávarpi, er laut að hinu sama, lálið í Ijósi þá ósk, að Vér vildim gefa íslandi stjórnar- bót að því leyti er snertir hin sérstaklegn málefni þess, sérílagi á þá leið, að hún gæti öðlazt gildi á þessu ári, sem minnisvert er fyrir ísland. Með þv( Vér höfum fundið ástæðu til, að verða við beiðni þeirri, sem þannig er fram komin frá Voru kæra og trúa alþingi, höfum Vér allra- mildilegast ályktað, með þvi að leggja lil grund- vallar frumvörp þau til sljórnórskipunarlaga sem áðr hafa verið lögð fyrir Alþingi, og einkanlega taka tillit lil atriða þeirra er tekin voru fram í nefndri bænarskrá þingsins, að gefa eftirfylgjandi Stjórnarskrá niti bin sérstaklegu málefni ís- lands. 1. 1. grein. í öllum þeim málefnum, sem samkvæmt lög- um um hina stjórnarlegu stöðu íslands ( ríkinu, 2. Janúar 1874, 3. gr., varða ísland sérstaklega, hefir landið löggjöf sfna og stjórn út af fyrir sig, á þann hátt, að löggjafarvaldið er hjá konungi og alþingi í sameiningu, framkvæmdarvaldið hjá kon- ttngi, og dómsvaldið hjá dómendtinum. Samkvæmt 2. gr. ( téðum lögum tekr ísland aftr á móti engan þátt í löggjafarvaldinu að þvi léyti er snertir hín almennti málefni ríkisins, á meðan það ekki hefir fulllrúa á ríkisþinginu, en á hinn ^óginn verðr þess beldr ekki krafizt á meðan, að Island leggi neilt til hinna almennu þarfa ríkisins. 2. grein. Kontingr hefir hið æðsta vald yfir öllum hin- l,,n sérstaklegn málefnum fslands með þeim tak- t) Stji'rnarekráin og konnngs-Anglýsingin 14 Febr. þ. árs, ker sett eftir bæklingi einnm er nefnist: ,líiri nýu á r n a r I 5 s tsl i n ds * og ,konnngieg Ang- s I 11 g t i 1 í s I e n d i n g a“, meb formála og eftitmáia Bftir Gísia Brynjdlfsson. mörkunum, sem settar eru í stjórnarskrá þessari, og lætr ráðgjafann fyrir ísland framkvæma það. Hið æðsta vald á íslandi innanlands skal á ábyrgð ráðgjafans fengið í hendr landshöfðingja sem konungr skipar, og hefir aðsetr sitt á íslandi. Konungr ákvarðar verksvið landshöfðingja. 3. grein. Ráðgjafinn hefir ábyrgð á þvl, að stjórnar- skránni sé fylgt. Alþingi kemr fyrir sitt leyti á- byrgð fram á hendr ráðgjafanum eftir þeim regl- um, sem nákvæmar verðr skipað fyrir um með lögum. Finni Alþingi ástæðu til að bera sig upp und- an þvf, hvernig landshöfðingi beitir valdi því, sem honum er á hendr falið, ákvarðar konungr, er al- þingi fer þess á leit, ( hverju einstöku lilfelli, hvort og hvernig ábyrgð skuli komið fram á hendr honum. 4. gr. Iíonungr veitir öll þess konar embætti, sem hann hefir veitt hingað til. Breytingu má á þessu gjöra með lagaboði. Engan má skípa embættis- mann á íslandi, nema hann hafi hin almennu rétt- indi innborinna manna og þar á ofan hafi fært sönnur á, að hann hafi fullnægt því, sem fyrir er mælt í hinum gildandi ákvörðunum nm kunn- áttu ( máli landsins. Sérhver embættismaðr skal vinna eið að stjórnarskránni. Iíonungr getr vikið þeim frá embætti, sem hann hefir veilt það. Eftirlaun embættismanna skulu ákveðin samkvæmt eflirlaunalögunum. Iíonnngr getr flutt embættismenn úr einu em- bætti I annað, þó svo, að þeir missi einkis í af embæltistekjum, og að þeim sé gefinn kostr á að kjósa, hvort 'þeir vili heldr embættiskiftin eða þá lausn frá embætti með eftirlaunum þeim, sem almennar reglnr ákveða. Með lagaboði má undan skilja ýmsa embætt- ismannaflokka nnk embæltismanna þeirra, sem nefndir eru í 44. grein. 5. grein. Konungr stefnir snman reglnlegu alþing nnn- aðhvort ár. Án samþykkis konungs má þingið eigi eiga setu lengr en 6 vikur. Breyta má þessti með lögum. 6. grcin. Konungr getr stefnt alþingi saman til nuka- funda, og ræðr hann hversu langa setu það þá skuli eiga. 7. grein. Konungr getr frestað fundnm hins reglulega alþingis um tiltekinn tíma, en samt ekki lengr en

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.