Þjóðólfur - 26.03.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.03.1874, Blaðsíða 2
-97 4 vikur, nema Alþingi samþykkist það, og ekki nema einusinni á ári. 8. grein. Konungr getr leyst upp Alþingi, og skal þá stofnað lil nýrra kosninga áðr tveir mánuðír sé liðnir frá því það var leyst upp, og Alþingi síðan stefnt satnan næsta ár eftir að það var leyst upp. 9. grein. Iíonungr getr látið leggja fyrir Alþingi upp- ástungnr til laga og ályktana. 10. grein. Samþykkis konungs þarf til þess, að nokkur ályktun nlþiugis geti fengið lagagildi. Konungr annast tim, að lögin verði birt og að þeim verði fullnægt. Ilafi konungr ekki slaðfest eitthvert lagafrumvarp, sem alþingi hefir fallizt á, á undan næsta reglulegu alþingi, er það fallið niðr. 11. grein. J>egar brýna nauðsyn ber til, getr konungr gefið út bráðabyrgðarlög milli alþinga; eigi mega slík lög samt koma í bága við stjórnarskrána, og ælíð skulu þau lögð fyrir næsta alþingi á eftir. 12. grein. Konungr náðar menn og veitir almenna upp- gjöf á sökum. 13. grein. Konungr veitir sumpart beinlíuis sumpart með því að fela það hlutaðeigandi stjórnarvöldum á hendr, leyíi þau og nridanþágur frá lögum, sem tíðkazt hafa eftir reglum þeim sem farið hefir verið eftir hingað til. II. 14. grein. Á Alþingi eiga sæli 30 þjóðkjörnir alþingis- menn, og 6 alþingismenn, sem konungr kveðr til þingsetu. Tötu hinna þjóðkjörnu alþingismanna má breyta með lögum. Bæði kosningar hinna þjóð- kjörnu alþingismanna og umboð þeirra, sem kvaddir eru til þingsetn af konungi, gilda venju- lega fyrir 6 ára límabil, og umboð þeirra sem konungr kveðr til, eins fyrir það, þótt þingið kynni að verða leyst upp. Deyi nokkur eða fari frá af þeim sem kosnir eru eða kvaddir lil þing- setu, meðan á kjörtímanum stendr, skal saint að eins kjósa eða kveðja til þingsetu fyrir það líma- bil, sem eflir er af kjörtímanum. 15. grnin. Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í efri deildinni sitja 12 þing- menn, í neðri deildinni 24. tó má breyta lölnm þessum með lögum. 16. grein. Hinir konungkjörnu alþingismenn eiga allir sæli í efri þingdeildinni. Hina þingmennina í efrí þingdeildinni kýs alþingi í heild sinni með ó- bundnum kosningum úr flokki hlnna þjóðkjörnu alþingismanna fyrirallan kjörtímann, í fyrsta sinn, er það kemr saraan eftir að nýar kosningar hafa farið fram. Verði, meðan á kjörtímanum stendr, nokkurt sæti laust í efri þingdeildinni, sem þjóð- kjörnir alþingismerin sitja í, þá ganga báðar þing- deildirnar, þegar búið er að kjósa nýan alþingis- mann, samau til þess að velja menn í hið lausa sæti meðal þjóðkjörnu þingmannanna fyrir þann kjörtíma, sem eflir er. 17. greín. Kosningarrétt til alþingis hafa : a. allir bændr, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta; þó skulu þeir, sem með sér- staklegri ákvörðun kynnu að vera undanskildir einhverju þegnskyldugjaldi, ekki fyrir það missa kosningarrétt sinn; b. kaupstaðarborgarar, ef þeir gjalda til sveitar að minsla kosti 8 krónur (4 rd.) á ári; c. þurrabúðarmenn, ef þeir gjaida til sveitar að minsta kosti 12 krónur (6 rd.) á ári; d. embættismenn, hvort heldr þeir hafa konung- legt veitingabréf eða þeir eru skipaðir af því yfirvaldi, sern konungr hefir veitt lieimild til þessa ; e. þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskól- ann, eða embættispróf við prestaskólann í Reykjavík, eða eitlhvert annað þess hállar op- inbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki séu þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir. Þar að auki getr enginn átt kosningarrétt, nerna hann sé orðinn fullra 25 ára að aldri, þeg- ar kosningin fer frarn. hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastr í kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðandí og honum sé ekki lagt af sveit, eða liafi hann þáð sveitarstyrk, að hann þá hafi endr- goldið hann eða honurn hafi verið gefinn hann upp- 18. grein. Kjörgengr til alþingis er hver sá, sem hefir kosningarrélt samkvæmt því, sem nú var sagt, ef að hann 1. ekki er þegn annars ríkis eða að öðru leý1' er í þjónustu þess; 2. hefir að minnsta kosti ( síðustu 5 ár verið 1 löndum þeim ( Norðálfunni, sem liggja und11 Danaveldi; og 3. sé orðinn fullra 30 ára að aldri þegar kosninS' in fer fram. , g Kjósa má samt þann mann, sem á hei111 utan kjördæmis eða hefir verið þar skemr eí>í> eilt ár.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.