Þjóðólfur - 26.03.1874, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.03.1874, Blaðsíða 3
91 — Hinar nákvæmari reglur um kosningarnar verða seitar í kosningarlögunnm. 111. 19. grein. ílið reglulega alþingi skal koma saman fyrsta v'rkan dag í Júlimánuði annaðhvort ár, hafi kon- Ul)gr ekki til tekið annan samkomudag sama ár. 20. grein. Samkomustaðr alþingis er jafnaðarlega í ^eykjavík. Þegar sérstaklega er á statt, gelr kon- "ngr skípað fyrir um, að alþingi skuli koma sam- atl á öðrum stað á íslandi. (Niðrlag síðar). II. konungleg auglýsing til íslendinga það að út sé komin stjórnarskrá um hin sér- staklegu málefni íslands. ^ ér Christian hinn Níundi, af Guðs náð Danmerkr konungr, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holsetalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldinborg, Hj ö r u m k u n n u g t: Alþingi, sem saman kom krið, sem leið, hefir í þegnlegu ávarpi til Vor farið Nss á leit, að Vér — samkvæmt því sem einnig er 'klið í Ijósi í bænarskrá frá hinu sama alþingi — 'ildim gjöra yfirstandandi ár eun þá atkvæðismeira iyrir íslendinga með því að gefa íslandi stjórnar- bót, er veilti alþingi fult löggjafarvald og fjárfor- ræði, og sein að öðru leyli væri svo frjálsleg sem i'amast væri unnt. Vér höfum síöan á ný látið sem nákvæmleg- ast íhuga stjórnarskipunarmál íslands, og er ár- aúgrinn af því orðinn sá, að Vér einn af hinum 'yrstu dögum ársius, með Voru konunglega nal'ni, böl'um löghelgað stjórnarskrá um hin sérstaklegu ‘öálefni íslands, sem að mestu leyti er bygð á irumvarpi því til stjórnarskipunarlaga sem lagt Var fyrir alþingi árið 1871, en þó hefir sérstak- *e8a verið tekið tillit til þeirra atriða, sem lekin v°ru fram í fyrr nefndri bænarskrá alþingis. Jafnframl og Vér birtum þetta Vorum trúu °S kæru þegnum á íslandi, finnum Vér hvöt til tess að lýsa yfir allrahæstri ánægju Vorri með, ab hið íslenzka stjórnarskipunarverk, sem svo lengi befii' verið starfað að, þannig er nú alveg til lykla e‘tt, 0g sömuleiðis viðrkenning vorri og þakklæti ^r*r traust það, sem fuiltrúar landsins hafa auð- ^öt Oss með þvi að fela það fyrirhyggju Vorri á bann hátt, sem sagt var, að koma fullnaðarskipun a Utl1 þetla mikilvæga málefni. Það er von Vor, að Vorir trúu íslendingar a * á móti gjöf þeirri, sem Vér þannig af frjálsu uHveldi höfum veitt íslandi, með hinu sama hug- arfari, sem lnin er sprottin af, og að það verði viðrkent eigi að eins, að þá er stjórnarskráin var samin hafi verið tekið svo sem unnt var tillit til þeirra óska, sem fram eru komnar frá lslands hálfu, að svo miklu leyti sem þær gátu samrýmzt við það, að þeirri sljórnarskipun ríkisins, sem nú á sér stað, yrði haldið óbreyttri, og þá nauðsyn sem á því er, að lög þau sem hér ræðir um, komi fram í því formi sem samsvari eðli þeirra sem endi- legra stjórnarskipunarlaga, heldr einnig að Vorum kærum þegnum á íslandi sé með stjórnarskránni yfir höfuð veitt svo mikið frelsi og þjóðleg réttindi, að skilyrðunum fyrir öflugum og heillaríkum fram- förum landsins bæði í andlegum og líkamlegum efnuin sé með því fullnægt. En eigi sáðkorn það, sem falið er í sljórnar- bótinni, að geta borið ávöxtu, þarf til þess, að lýðr og stjórn leggist á eitt um að vinna að því í cindrægni sem er sameiginlegt mark og mið hvorutveggja, sem eru framfarir og hagsæld lands- ins, og treystum Vér því staðfastlega, að Vorir trúu íslendingar með því að nevta hyggilega frelsis þess, sem þeim er veitt, vili styðja viðleilni Vora i til þess að þessu augnamiði verði náð- Einkar geðfelt hefir það þaraðauki verið Oss, að framkvæmd þessarar mikilvægu gjörðar samkvæmt ósk alþingis hefir getað átt sér stað einmitt á því ári, er þess verðr minnst, að 1000 ár eru liðin síðan ísland fyrst bygðist, og að þá hafi byrjað þjóðarlíf, sem einkum með því að halda við máli forfeðranna og færa í sögur afreksverk þeirra, hefir verið svo mikilsvert fyrir öll Norðr- lönd. Um leið og Vér í tilefni af hátíð þeirri, sem í hönd fer, sendum öllum vorum trúu og kæru þegnum á íslandi kveðju Vora og Vorar beztu heilla- og hamingjuóskir, landinu til handa, um ó- kominn tíma, sameinum Vér því vonina um, að sá tími muni koma, að umskifti þau á stjórnarhög- um íslands, sem nú standa til, verði einnig talin í sögunni sem atkvæðamikill og happasæll viðburðr fyrir ísland. Gefið á Amlíuborg, 14. dag Febrúarmánaðar 1874. Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli. Christian R. (L. S.) ____________ C. S. Klein. — í 18. tölnbl. þjóbitlfs 25. Febr. 1874 stendr grein eftir herra etazráb Tli. Jóriassen íít af sameiningnnni á Kjalar- nesþinguunm meþ yfirskriftinni: „óvandr er eftirleikrinn". Eg þarf als ekki ab fist um þab, er hann sveigir þvf »t> meþnefndarmunnum síunm at) ailt hafi fariþ fram óformlega í nefndiimi. þeir hafa þegar boriþ liónd fyrir hófut) ser. Ekki þarf eg heldr at) taka upp þykkjuna fyrir yflrboþara

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.