Þjóðólfur - 31.08.1874, Side 4

Þjóðólfur - 31.08.1874, Side 4
194 - sýslu 1. Júní síðastl. Mæltu þar 27 sýslubúar. Var Stefán sjálfr kosinn fundarstjóri með öllum atkvæðum, en hann kaus Berg prófast og sira Björn Stefánsson með sér til aðstoðar. Var fyrst kjörinn 1 maðr til að ríða til þingvallaftindar, og varð Stefán sjálfr fvrir þeirri kosningu. f>á var rælt um pjóðvinafelagið. Var skýrt frá ástandi félagsins, eptir þeim upplýsingum, sem til voru, og komu fundarmenn sér saman um, að safna «á- skrifendum» (tillögum) á manntalsþingum, er heim kæmi, hver í sínum hreppi. J>ar næst var talað um að sýslubúar legðu hluti í Gránufélagið. Var nefnd kjörin til að safna hlutunum og koma í félagið á Djúpavogi, ef félag þetta verzlaði þar 7 sumar; skyldi hún og semja þar við félagið og koma öllu í rétt horf. Loksins var samþykt, að halda skyldi þjáðhátíðarminning að af lokinniguðs- þjónustu í hverjti preslakalli sýslnnnar. JARPR og RAUÐR. (Skrílin sorgarleikr). Jarpr. Humrum — rnmrum — hérna á herða- kambinum ! (peir klórast um hríð). Er farið að hausta, Rauðr, það er eins og haustveðr leggist í hömina á mér. Eauðr. fað leggst ( þig mó-þrælkunin, laxi; það á nú að fara að aka heim, og þá er ekki á verra von. I’ekkirðu móiun? Jarpr. Hvort eg þekki móinn, hann Jarpr Skjónuson, undan merhrossinu hans mó-Steins, sem hérna græddi hundrað dali á hrossaþrælkun um árið! hvort eg þekki mó! Langr er hann þorri, leið er hún Góa, þegar fokið er í skjólin og fjar- an er tóm og við erum hraktir og hundeltir frá prenlsmiðjupumpunni, — en verri en allt vont er mó-þrælkunin; þá þarf Rauðr, á þrekinu að halda. Horngrýtisþrællinn hann H. — heíirðu heyrt það? Rauðr. Gjörðu eina bón mína, Jarpr Mósteins- son, nefndu ekki illmennið I Ó að einhverjum ær- legum útigangshesti auðnaðist að slá hann! Eldis- hestr er of stoltr til þess — hum-rum, rum-rum! Jarpr. Og það skal eg gjöra, dauðr eða lif- andi, því þó eg sé útigangshross, hef eg hjarta og hugrekki á við hann, og þó eg sé málleysingi, get eg hneggjað eins hyggilega og hann talar, og þó eg sé sálarlaus, en hann eigi von á himnaríki, þá er ekki öll nótt úli enn, og þó eg sé réttlaus en hann hafi réttinn sín megin, — þá á eg cins Guð uppi yfir mér eins og hann, og það skal þræll- inn sanna. Rauðr. Hvar ertu upp alinn, Jarpr? Jarpr. Eg var tvo vetr alinn á töðu hjá hon- um sira Jóni ( Tungu; hann tamdi mig sjálfr; en seldi mig sakir leti, og þess mun eg lengst gjalda. Eauðr. Grunaði ekki Gvend; eg heyrði það á tilsvörunum að þú hefðir hjá presti verið, því þú talaðir eins og út úr Ritningunni. En þeir eru fleiri hérna, en hann monsér H. . . sem níð- ast á okkur klárunum. Verstir eru þeir sem ekki kunna að aka; þeir halda að hestum sé eins hægt að draga vagn upp á móti eins og á sléttu, og taka ekki eptir hvernig hrossin togast í sundr utan og innan. Jarpr. Og svo hefir okkur verið slept hálf- horuðum á gaddinn; — því lífi er okkur gott að gleyma meðan jörð er grasi gróin. Eg vildi annars einhver vildi skjóla mig í haust eða selja mig suðr á Vatnsleysu. Eg er hræddrvið þennan vetr sem kemr, eg held það verði fimbulvetr. Eauðr. Það er eitt að þér, Jarpr, og það er það, að þú ert bæði drepinn á sál og líkama.— J»ví eg upp á stend, að e g sé ekki sálarlausari, ensá sem sprengdi hestinn fyrir vagninum hérna í fyrra. Ekki nema það, að vilja láta skjóta þig eða koin- ast austr á Eyrarbakka! Jarpr. Eg sagði Vatnsleysu. Rauðr. Já, þér er nú sama í hverri Keflavík- víkinni þú rærð. ISei, farðu heldr þarna á höfuð- ið ofan i mógröfma ; ef þú vilt týna talinu, þá farðu það heldr viljugr, fyr en þú veltr ofan í af hor og hirðuleysi. En værirðu hestr með anda, þá hefðir þú mín ráð og hrestir þig upp. Jarpr. Já, þú ert nú reiðhestr, og ert alinn allan vetrinn, en ekki kvalinn vetr, sumar, vor og haust. Guð hjálpi mérl mikið er um þá maðrinn býr; ekki skyldi eg vera svona, ef eg væri maðr. Eg skyldi ekkert gjöra nema eta, gipta mig og ríða út. Rauðr. Strjúktu, Jarpr, upp í Stardal! Jarpr. Hægra sagt en gjört, kunningi. Mér yrði óðar lýst í tjóðólfi, og mér flengt heim aftr, verð síðan þrælkaðr því meir og fer svo horaðr í fjöruna, og fari eg ekki suðr að Vatnsleysu, dey eg þar úr vatnsieysi. Rauðr. «Gaktu í ána góðrinn minn, það gjörir biskupshestrinn» — eg meina: farðu í sjóinn, — þar færðu í staupinu. Jarpr. Nei, eg vil fara til Ameriku, þar sagði hann Bessastaða-gráni mér, að hver hestr fengi fjórðung af baunum í mál. Væri það ekki gott ? Rauðr. Nei, farðu og hengdu þig, — þú kemst aldrei til fyrirheitna landsins, þú átt aldrei upp' reisnarvon, úr þér er allr dugr drepinn og mergr svikinn; — lof mór sjá: Ef þú getr tekið á móti,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.