Þjóðólfur - 03.10.1874, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.10.1874, Blaðsíða 1
36. ár. Reykjavík, laugardag 3. Okt. 1874. 47. (Aðsent). í 35. og 44 — 45 bl. þjóðólfs þ. á. stendr afarmikill grein undirskrifuð : «Porbjöm og Sigr- björn», og þótt vér könnumst ekki við nöfn þessi, er auðsætt af efninu hvaðan greinin kemr. Efni hennar mikla máls er í stuttu máli þetta: nokkrir menn í Strandarhreppi kvarta yfir óþolandi átroðn- ingi af inntökumönnum þeim, er bæði héðan af Innnesjum og ofan úr sveitum, hafa uppsátr um vetrarvertíð á Vatnsleysuströnd. Átroðningur þessi er sagðr einkum tvenns- konar: utansveitarmenn fylli svo sjóinn með net- um að það spilli fyrir aflabrögðum innlendra, og svo hitt, að þeir hlaði fiski sínuni svo á fátæklinga hreppsins, að þeir ekki geti sinnt neinu öðru sér eða sinni sveit til gagns, heldr bætist það ofan á, að þeir spilli fyrir öilum saltfiski á Ströndinni með illri þurkun á þeim fiski, sem þeir þannig taka sér um megn af utanhreppsmönnum. Fyrir þcssar tvær aðal sakir segja höfundar greinarinnar, að Strandarmenn liafi nú ráðið með sér og haft samtök um að leggja bann við, að nokkur inn- tökumaður, hvaðan að sem er, fái framvegis upp- sátr á Yatnsleysuströnd um vetrarvertíðir; og að þessi sé full meining sveitarinnar, sannar og bann það til þeirra kaupmanna, sem «Anlegg» eiga á Ströndinni, að leyfa nokkrnm utanhreppsformanni uppsátr eða salthús á eignum sínum. Vér ætlum nú ekki að svo stöddu máli, að fara mörgum eða hörðum orðum um þetta nýja og óvænta tiltæki kunningja vorra og atvinnubræðra á Vatnsleysuströnd; en í góðri vinsemd leyfum vér oss, að segja þeim hreint og beint það álit vort, að þeir hafi ekki hugsað þetta mál sitt með réttri gætni og sanngirni — hver réttsýnn og hygginn félagsmaðr sem það skoðar. Vér tölum ekki um né tökum til vor, þótt Strandarmönnum þætti ástæða til að segja við vinnumenn eða enda bændr ofan úr héruðum, sem hafa næga atvinnu til landsins: Við leyfum ykkr ekki uppsátr að svo stöddu, nema við fáum að taka nokkrn þátt í út- gerð hvers fars, sem upp er sett í okkar vörum. Til þessa mundum vér ekki taka, heldr álíta það, sem stendur, sanngjarnlegt. En hitt, að oss sem lifum í sama félagi svo að segja, og af sæma at- vinnuvegi, nema hvað við eigum undir meiri hættu að sækja bæði með líf vort og veiðarfæri, að oss Innesingum, og það einkum oss, er þannig allt í einu bannað að nota hin gömlu uppsátr þessa pláss, það þykir oss bæði ósanngjarnt og mjög í- sjárvert, ekki einasta fyrir oss, heldur fyrir yðar félag líka, því úr því oss þykir bann þetta ástæðu- lítið, er þess engin von að vér unum því orðalaust, en þar af getr aftr risið það, sem gagnstætt er heillavænlegu samlyndi og félagskap f sameiginl. atvinnuvegi. Vér viljum annars vona, að þér, góðir Strandarmenn! munuð hugleiða þetta mál betr áðr en nokkuð er alveg útgjört í því, og að þér að minns;ta kosti virðið oss áðr viðtals, fyrst þér er- uð ekki búnir að þvf, og reynið fyrst að ná föstti samkomulagi, sem væri mun afifara betra, einkum þar sumir mættu geta til, að ef máli þessu væri haldið fram með hörðu af yðar hálfu, þá væri þó ekki með banninu einu eins hægt og sumirkynnu að halda, að fyrirbyggja það, að enginn utansveit- armað'r gæti sett far sitt upp á Ströndinni, svo lengi sem guðsblessan býðst þar, þeim sem eptir leitar. f stuttu máli finnst oss ósanngjarnt, að útvegsbændum úr Kjós, af Iíjalarnesi, úr Rvík og af Selljarnarnesi sé bannað að hafa eins og verið hefir uppsátr í yðar veiðistöðu. það, að oss sé að kenna að fiskur ekki gangi lengr til grunna við Ströndina, getum vér ekki fallist á heldr en hitt, að fiskr inntökumai/na spilli fyrir innlendra fiski, af því hann sé miðr verkaðr. Vér ætlum að sá fiskr sé yfir höfuð fullt svo vel þurkaðr, enda má sanna það með vottorðum kaupmanna. Vér skulum ekki orðlengja þetta fremr, og engar gersakir gera, en það eru vinsamleg tilmæli vor, að þér ekki vilduð rása fyrir ráð fram f þessu, heldur velja mildari veg, og eiga fund með oss, eða nokkrum mönnum fyrir vora hönd og leita eptir að festa félagskap vorn og skynsamleg og góð viðskipti, í stað þess að vekja ósamlyndi og óánægju, sem engri lukku veldr. Atvinna vor er bæði stopul og bættuleg, vér eigum allir við sömu óvini að stríða, og er þvf sýnt, að oss er hentast og hollast, ekki að metast né bekkjast hver til við annan, heldr styðja og afla hver annars félag og framfarir. Seltcrningar. — 203 —

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.