Þjóðólfur - 03.10.1874, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 03.10.1874, Blaðsíða 3
- ‘205 — oftast tilfellið að gæðamunrinn er miklu meiri að tiltölu, en verðmunrinn, og í [>ví tilfelli sýnist að enginn haíi baga af oinkaréttinum. En ef á, hinn hóginn oinkaréttseigand- inn setr of hátt verð á vöru sína, svo að hún gengr ekki út á móti J>ví gamla, eða ef uppgötvan lians er svo gagns- lítil, að menn sækjast ekki eftir henni, {>á verðr enginn fyrir útlátum nema hann, og við pað getr enginn ráðið. það verðr að vera á hans eigin ábyrgð, hvort hann finnr upp eitthvað nytsamt eða annað gagnslaust. Menn verða lika að athuga það, að flestar nvar uppgötvanir hafa mikla fyrirhðfn og kostnað 1 för með ser, og reynast tiðum gagnslitlar þcgar alt er búið. Iíugvitsmaðrinn hefir oft ekki annað upp úr heilabrotum sinum en kostnaðinn og áhyggjuna undir hvaða lögum sem hann lifir. En það or skilda laganna að búa svo um, að hver sá sem finnr upp eitthvað sem reynist verulega þarflegt, fái að njóta ávaxt- ar af verkum stnum, og með því hvetja hann til að kapp- kosta að gjöra hugmynd sína sem fullkomnasta. Eg vona að flestir verði mör samdóma um, að vér þörfnumst verklegra framfara, og að hvatir frá laganna , hálfu geti komið oss að liði í því tilliti, eins og öðrum | þjóðum. Land vort er afskekt, það er ólíkt flestum öðr- j um löndum, vér höfum frábrugðið loftslag og ólíka lifnað- arhætti því scm margar aðrar þjóðir hafa. Hér af leiðir, að vér þurfum mörg áhöld og verkfæri mjög frábrugðin. Atvinnuvegir vorir eru flestir í barndómi, og oss sýnist vanta algjörlega ný verkfæri, eða vér þurfum að fá þeim gömlu breytt. Yjer höfum fáa atvinnuvegi, og þurfum að fjölga þeim, og nýir atvinnuvegir verða ekki stundaðir nema með ýmsum nýjum áhöldum. Oss vantar margt í verklegu tilliti, og það er bágt að segja, hvað margt getr komizt á hjá oss á stuttum tíma til ýmsra endrbóta, ef rnenn verða eðlilega hvattir til að hngsa um slíkt: — ný og endrbætt veiSarfaeri; nýar aSferSir og áhöld til verk- unar á sjófangi og öðrum afla; ýms nytsöm áhöld fyrir landbúnaðinn og endrbætr á þeim gömlu; ýmsarnýajrút- gongilcgar vörur; endrbætt búskaparáhöld eða önnur ný og betri; ýms ný og endrbœtt smfðatól, og margt fleira. Einmitt vegna þess, hvað skamt vér erum á veg komnir í verklegu tilliti er það víst, að hér er nóg verkefni handa hugvitsmanninum að vinna úr, viðt og álitlegt verksvið til að ganga inn i ef það er friðað með hentugum Iögum. I>að liefir hingað til lítið borið á íslondingum som hug- vitsmönnum, en það er engin sönnun fyrir að þá vahti moðfætt hugvit. Lögin cða holdr lagaleysið hefir legið eins og farg á hugviti íslendinga, í staðinn fyrir að lög annara þjóða hafa hleypt fjöri í alla hugvitsmenn, spent hverja þeirra taug til áreynslu, og opnað fyrir þeim pýngj- ur auðmannanna. Haganleg einkaréttslög fylla hugviís- mauninn með áhuga og kapp til að framkvæma hugmyndir sínar, þau gofa honum áræði til að leggja út í ýmsar til- raunir sem hann annars vogaði sér ekki; þau gefa hon- um líka afl til að framltvæma það sem hann annars gæti ci komið í vork, því með vissunni um endrgjald fær hann hjálp annara til þoss sem hann sjálfan skortir a.fl til svo að þau veita honum þannig áræði og afl, og það eru ómiss- andi oiginlegleikar til framkvæmdar nýum og nytsömum uppálintlingnm. En þai' að auki efla þau iika hugvit manna í raun og veru. Fyrir það að einkaréttslögin gefa hugvitsmanninum afl og áræði. til að gjöra margar til- raunir, veita þau honum Ííka alla þá þekkingu og skarp- skygni sem af tilraununum leiðir. (Framhald síðar). — Stórt gufuskip CONCORDIA komí dag eftir 12 daga ferð frá Spáni. pað á að taka fisk við verzl. Zicmsens og Eischers. Sami ófriðr á Spáni. — VEÐRÁTTA o. fl. Siðan daginn fyrir Mikaelismessu hefir nú staðið eitt hið grimmasta norðankast; kom það þvf óhentnglegar, sem fjár- rekstrar, lesta- og ferðamenn eru þessa daga sem óðast á ferðum hingað suðr. Hafa ýrtisir mætt háska og hrakningum, 2 skólasveinar t. d. lágu 2 nætr úti norðr á heiðum; lestamenn er fóru fyrir Ok, urðu hraktir frá hestnm stnum og far- angri, og rekstrarmenn einir eða fleiri komu slyppir ofan í Þingvallasveit, en týndu fénu. Mann- tjón hefir þó ekki enn spnrst. Snjólaust er enn í bygð, en fjöll kominn undir fönn og gadd. Allar hausf-athafnir annaðhvort ómögulegar, eða tor- veldar. — VERÐ Á FÉ hér í Rvík mttn kallast í meðal- lagi, en öll kaupstaðarvara i allra dýrasta lagi, eins og kunnugt er. Alt um það virðist bjarg- ræðishagr almennings, þar er vér spyrjum til, ekki lakari að vér hyggjum, en í meðallagi: hey- afli víða allgóðr og heyin áreiðanleg sakir stakrar nýtingar; haustskurði spá margir í betra lagi, þar sem fé ekki hrekst og haustbati lánast. — FJALLSKiL eru sögð mjög misjöfu, eink- um sökitm illviðranna nú um eftirleitardagaua, en úr því getr ræzt enn hvað tímann snertir. — SELVOGSKLÁÐINN frá í fyrra votr, heíir enn gengið aftr og gjört vart við sig f fé eins eða fleiri manna í Selvogi og jafnvel í Hjalia- hverfinu í Ölvtisi (t’orgrímsslöðum), og að sögti víðar fyrir utan og vestan Selvog. Er það allra manna mál að alstaðar nema þ a r haíl í fyrra haust veriö hreint orðið fyrir þessttm forna og ramina reimleika'. Hinir helztu menn í ÖIvusi hafa þegar kapþsamlega keyft kláðameðul, og telj- um vér vfst að nú eigi til skarar að skríða í ölt- um grunuðum sveitum, enda hafa fiestir fyrir satt að hið eiua ráð sem n o k k u ð dngar gegn hinum faraldrinum, bráðapestinni, sé það að baða allt fó 1 eða 2 sinnum á ári úr valsiskum legi, og víst er það óyggjandi heilsubótar og þroska meðal hverri skepnu. — HEYBRUNI. Fréttst hefir að bruntiið halt á dögunutn 800 hestar af útheyi fyrir Guðmttndi bónda á Sólheimatungu í Borgarfiröi. — VESTRFAllAR. Fólk það, sem svo lengi og mæðnlega varð að bíða htns lofaða skips á Sauðávkróki í sumar, lagði loks frá landi 10. f. m. með skipinu St. Patrick; hafði Lambertsen kaup-' \ maðr siglt eptir skipinu og stóð fyrir útflutningn- um. Fluttu alfari með því tii Ameríku (Ganada) 270 fullorðinna ntanna og 40—50 börn, fleiri og færri úr öllum sýslum Norðrlandsins. 1) Nii eiir á &b sira Kiríkr á Vogáósiiiii er tiífúti ntidir lok, og ab Straudakirkja sjálf beflr í of æörg hora ab líta.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.