Þjóðólfur - 02.11.1874, Blaðsíða 2
10
Samtal dr. Hays’ og konungs vors.
p. 14. sept. stendur grein nokkur í Dagblaðinu (danska), pýddúr
hinu mikla Amerikublaði Newyork Herald, eptir hinn nafntogaða
norðurfara, dr. H a y s. Lýsir hann fyrst ferð sinni með konungi frá ping-
völlum til Reykjavíkur, og síðan, er hann kom fyrir konung daginn eptir,
lýsir hann einkar nákvæmlega herbergjum peim, er konungr bjó í hjá
landshöföingjanum. Finnst honum aö vísu, sem von er, lítið til koma
hússins, garðsins, herbergjanna og húsbúnaðarins, en talar þó mjög sóma-
samlega og drengilega um allt, svo að hver maður skilur glöggt, að þar
talar hið sanna göfugmennið (gentleman) ekki síður en hitt, að hann
holdur vill skrifa oss til sæmdar en stæra sig sjálfan á vorn kostnað. Hann
lofar mjög ljúfmennsku Kristjáns konungs, endakveður hana valdahinni
miklu ásisæld hans hjer meðal alþýðu. En er samræða þcirra konungs
hófst, kvaðst dr. Hays æakja pees, að geta auglýst nokkur orð hans við-
víkjandi 1000-ára hátíð íslands, í Newyork Heraldi. Konungur mælti: „það
er mjer kunnugt, að blað yðar er víðfrægt mjög sakir framtakssemi þess
og skörungskapar, enda þykir mjer, sem þjer sýnið mjor of mikla kurt-
eÍBÍ, með því þjer ætlið að heimurinn hirði um að heyra mína skoðun í
svo víðlendu blaði“. Jeg hvað því fjarri fara (segir dr. Hays), því at-
burður þessi vekur mikla eptirtekt í mínu landi. pjer vitið, herra kon-
ungur, að ísland var þjóðveldi forðum daga, og að jeg á heima í þjóð-
veldi, og er það því oðlilegt, að vjer munum sögu þessa lands. Enda
voru þeir menn íslendingar, er fyrstir allra hvítra manna stigu fæti á
land í Ameriku; megum vjer aldrei minnast svo Kólumbusar, að vjer
gleymum Leifi Eiríkssyni. Ekki virtist mjer þjóðveldið láta allvel í
eyrum konungs, enda or ísland, eða hefur fyrir skemstu verið, allt ann-
að en þjóðveldisland; hann brosti við orð mín og benti nokkrum spurn-
ingum að fjelagslífi voru og stjórnarmálum, og var gjörhugull um allt, er
landinu við kom. En er færi gafst, spurði jeg hann um hina nýju stjórn-
arskrá, er hann hefði gefið íslondingum. Hann brosti við, og
kvað ráðgjafann mundi betur heima í því máli, en sig, en þó gaf hann
mjer siðar svar til allra minna spurninga. Jeg vildi gjarnan, sagði jeg,
birta fyrir alþýðu, hvað þjer, herra, sjálfir segið, ef það er yður ekki í
móti skapi. Munu orð yðar hafa mikla þýðingu, og verða mjög mikils
metin af lesendum Newyork Heralds. „Jeg vona, mælti konungur, að
stjórnarskráin gjöri íslendinga ánægða. peir oru góðir drengir, cnda
liggur mjer hamingja þeírra mjög á hjarta. Ilvar sem frjálsleg stjórn
er, hlýtur þjóðin að eiga sjer lögbundið fulltrúaþing, og stjórn í landinu
sjálfu, og þetta hygg jeg að stjórnarskráin hafi veitt þeim“. — Með leyfi
yðrar hátignar, vildi jeg mega spyrja ýður í hverju hin nýja stjórnar-
ikipun aðgreinist frá hinni fyrri. Konungur svaraði hispurslaust: „þar
sem ísland ekki átti áður nema ráðgefandi atkvæði í innanlandsmálum
sínum á alþingi, þar er því nú veitt fullkomið löggjafarvald og fjárfor-
ræði, en áður var stjórnarmálum landsins skipt í sundur milli ráðherr-
anna í Danmörku. Nú á ísland ráðgjafa út af fyrir sig, og lýtur hans
völdum allt, sem íslandi víð kemur, en þau mál, sem sameiginleg eru
fyrir ísland og Danmörku, verða enn framvegis f hönduur hins danska
löggjafarvalds“. — Jeg leyfði mjer þá að spyrja, hver þessi sameiginlegu
mál væri; „þau, svaraði konungr, sem snerta ríkiserfðirnar, utanríkismál
og almenn viðskiptamál11. íslendingar eru þá frjálsir með öllu, hvað
þeirra sjerstöku löggjöf snertir, sagði jeg. „pað eru þeir, og jeg vona,
að þetta nýja fyrirkomulag verði þeim til heilla og hamingju; og hefijeg
í þeirri von tekist þessa ferð á hendur, til að vera við-staddur hjer á
íslandi, þegar hin nýju lög fengju gildi. Islands saga er merkileg, og
landið er nógu auðugt til þess að geta stórum aukist og viðgengist í
framtiðinni; og þetta, í sambandi við minningarhátíð landsins 1000 ára,
gjörir mjer ferð þessa hæði þýðingarmikla og einkar skemmtilega". Jeg
minntist þá á þau hollustumerki við konunginn; er jeg hvcrvetna hefði
orðið var við. „pau hafa ekki heldur dulist sjálfum mjer“, mælti kon-
ungr, ,.jeg hygg víst, að íslendingar skilji mig og viðurkenni minn góða
tilgang og vilja“. Síðan töluðum við enn saman nokkur orð, og kvaddi
jeg síðan konunginn, og óskaði honum góðrar ferðar. Hjet hann mjer
að sjá svo um, að öll skilrfki þessu máli viðkomandi, skyldu verða Bend
mjer, og vísaði mjer til ráðgjafans hr. Iilein, til að fá hjá honum ná-
kvæmari upplýsingar, ef jeg vildi. Hr. Klein tók mjer mjög sæmilega,
og á jeg honum. að þakka margar góðar upplýsingar, er jeg mun skýra
frá f öðru brjefi".
— Hinn danski sjóforingi, kapteinn V. E. Gjödesen, hefur
ritað uin fisldveiðar og verzlun á tslandi, og gefið út í Tid-
sltrift for Sövcesen, eptir þeim upplýsingum, sem hann hefur
aílað sjer f fyrra, er hunn stýrði herskipjnu Fyllu hjerviðland.
|>ilskip vor telur hann eptir skýrslunum, öíí, og segir þau
flytji til samans 1925 tons (hálfu færri lestir). 1867 töldust
þau eptir skýrslunum að vera 74. Hin minni (segir hann) ganga
öll á hákarlaveiðar, en hin stærri á þorskveiðar og til vöru-
flutninga. Opin skip töldust 1861. 3505, en 1870, 3092. Afl-
inn hefur reynst mjög misjafn á þessum árum, 1865 voru út
flutt 8,326 skpd af liski, en 1866: 11,179, árið 1867: 23,768
skpd, en 1868: 12,507; 1869: 16,155, og 1870: 25,109 skpd.
Fiskiafli Frakka við landið hefur aptur á móti vcrið mjög sjálfum
sjer líkur. 1868 öfluðu hjer 262 skip til samans 24,395 tons,
með 4050 manns að meðaltali á skip fyrir 9,220 rd. 1869:
269 skip fyrir 7760 rd., og 1870: 269 skip fyrir 7,340 rd. Að
Danir og íslendingar (segir kapteínninn) ættu að geta hamíað
betur í móti útlendingunum, er auðvitað, og tekur hann fram, að
sjer þyki undarlegt, að þar sem fiskur hagi sjer svo líkt við
ísland og Færeyjar, flytjist ekki út að jafnaði frá íslandi nema
475 & á mann móti 1767 pd á mann sem útflytjist frá Færeyj-
um'. Orsök hins mikla og óvissa mismunar á afla upphæð-
innar hjer við land, segir höfundurinn muni vera sú, að menn
vanti bæði fje (kapital) og framkvæmdaranda; sjeu menn hjer
einkennilega fastir við fornar venjur, og tregir til að taka upp
allt nýtt. Sem aðra orsök telur hann vor opnu, litlu skip, sem
haldi mönnum við grunnmiðin, svo menn geta ekki fylgt fiski-
göngunum, en verði nauðugir að gefa Frökkuin mestallan þann
afla, sem býðzt lengra frá landinu. Höfundurinn ræðr skorin-
ort til, að vjer stofnum sameignar- og hlutaíjelög, og látum
kanpntenn hjálpa til, að koma upp þilskipum kringum landið,
því ekkert annað muni duga lil langframa, ef atvinnuvegur þessi
á ekki að standa í stað eða jafnvel fara hnignandi. Jafnóðum
og menn koma upp þilskipunum, segir hann að menn megi
ekki gleyma að stofna áreiðanlega spari- og ábyrgðarsjóði,
þar eð með því eina móti geti menn tryggt eignir sínar og
arð, hjer eins og annarstaðar
— Frá 1820 til 1870 telja menn að 7 milljónir manna hafi
flutt sig búferlum úr livrópu til Bandaríkjanna, 1 miljón til
Canada, og 1 mill. til Ástralíu. 5 síðastl. ár hafa 25000 manna
farið vestnr úr Danmörku, en miklu fleiri frá Norcgi og úr
Svíþjóð; óriðl859 fluttust úr Sviþjóð 39000 manns.
— Há laun. Drottning Victoria fær nál. 5 mill. rd. um
árið; synir hennar fá eptir aldri og melorðum fró 200,000 til
500,000 rd., og æztu embættismenn ríkisins frá 50,000 til
100,000 rd. um árið.
— íbúar Danaveldis töldust við nýár þ. á. um 2 millíónir.
Hefur fólkstalan víðast f ríkinu vaxið nm helming síðan 1801,
nema á \s!andi; hjer voru þá rúm 47000 manns, en nú telj-
ast hjer 70,000. Kaupmannahöfn hafði um aldamótin nál.
100,000 íbúa, en nú 210,000.
(A ð s e n t).
Heiðruðu Seltjerningar!
I’jer hafið í þjóðólfs 47. bl. lálið í ljósi óánægju yðar út
af samtökum vorurn hjer syðra, viðvíkjandi inntökumönnum,
en vjer getnm þó ekki betur sjeð, en að þjer sjeuð oss sam-
dóma ( því að nauðsynlegt sje, að fœkka inntökumönnunum ;
yður virðist það ekkert tiltökumál þó vjer útrýmum þeim inn-
tökumönnum, sem eru hjer ofan úr sveitum og oss skilst ekki
betur á grein yðar en að þjer álitið það ekki ónauðsynlegt að
fœkka hinum, sem hjer eru úr öðrum nærliggjandi hjeruðum,
eirrungis þykir yður aðferð sú er vjer höfum valið oss vera
ólipur og gefa tilefni til sundurlyndis meðal hreppanna.
Vjer viljum ekki neita því að aðferðin til að úlrýma inn-
tökumönnum hefði má ske getað verið heppilegri ef vjer mtð
samkoinulagi við yður hefðum getað fengið þeim fækkað, eða
með öðrnm orðum hefðum vjer leilað ráða til yðar með að út-
rýma þeim en kvorki kom oss það ráð í hug, og svo hefðum
vjer naumast geta búist við verulegum árangri af þeirri aðferð.
Vjer efumst ekki um að flestir yðar eru svo nærgætnir
og margir yðar svo kunnugir hjer syðra um vetrar-
vertíðartímann að þjer ( rann rjettri ekki áfellið oss fyrir það
þó vjer reynum til að rýma nokkuð frá oss þeim grúa, sem
hjer hefur haft aðselur undanfarnar vertíðir; því þó yður, sum-
um hverjum, falli illa þetta tiltæki vort, sem eðlileg er, þá
höfum vjer þó heyrt marga yðar vorkenna oss og sveitarfje-
lagi voru þann átroðning og usla, sem þessi inntökumanna-
grúi getur ekki komist hjá að valda hjeraði voru og innlend-
um mönnum bæði á sjó og landi.
^að er yður kunnugt, að nokkrir jarðeigendur leigðu kaup-
mönnum fyrir nokkrum árum lóðarbletti undir salthús hjer í
hreppnum, og var kaupmönnnm þessum leyft að geyma salt
og flsk í húsunum, en uppsátur voru þá ekki nefnd; nú hafa
kaupmenn fært sig svo upp á skaptið að þeir ekki eioungis
nota húsin til þessa augnamiðs heldur og troða inn í þau svo
lj Höfandurlnn sýnist ekki ab liafa haft tillit til þess, ab yíst ekki
meir en 10. hluti bænda hjer á iandi ern útvegabaindur eba ná til sjúar,
þar som flskiveibar eru abalatvlnna Fsereyinga.