Þjóðólfur - 15.02.1875, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 15.02.1875, Blaðsíða 4
42 aamkomu vorri slitið, og hver fór heim til sín í góíu og ánægðu skapi. pess má geta, að í Chicago minntust ýmsir Skandinavar, helzt Danir, þúsund ára byggðar íslands með all-veglegu hátíðarhaldi um sama leyti og vjer, og við ýms fleiri tækifæri hefur íslandi hjervestra verið minnst opinberlega, og pað eflaust af góðum hug. pá er og annað til merkis um, að islendingar hjer vestra hafa alls ekki í huga að kasta frá sjer pjóðareinkunn sinni, en pað er fjelag það, erpeír stofnuðu umsamaleyti til eflingar og varðveizlu þjóðerni sínu í Vesturheimi. pað nefnist ís- lendingafjelag í Vesturheimi, og eru lög þess í 11 greinum, dagsett í Mil- waukee sarua dag og þúsund ára hátíðarhald vort stóð. Opt hefur íslands verið minnzt í ár í blöðum Vestarheimsmanna, og þó allra mest meðan stóð á þásund ára hátíðinni heima og eptir það. Tveir þeirra Vesturheimsmauna, or við það tækifæri heimsóttu ísiand, dr. Hayes og Bayard Taylor, hafa birt brjef sín frá íslandi, hinn fymefndi íblaðinu New-York Herald, hinn síðarnefndi, í New-York Tribune. pað er alliangt mái, som þeir hafa ritað hvor um sig. Dr. Hayes farast vol orð um ísland og hið flesta í brjefum hans ritað sem vís- inda mönnum sæmir. Bayard Taylor talar ogí rauninni ekki illa um land vort og þjóð, en hann segir skakt frá ýmsu, spáir sjer í eyðumar, þar sem bann brestur þekkingu, ritar ekki rjett íslenzk örnefni, og má sjá, að hann ristir ekki alstaðar djúpt, þótt hannhafi þaðtil síns ágætis að vera einhver hinn mesti ferðamaður álfu þessarar. Áður en hann var á íslandi í sumar hafði hann ferðast uin Egyptaland, og ritað hefir hann í sama blaðið einnig um æfintýri sín á þeirri ferð. Brjef hans frá Egyptalaudi og íslandi eru komin í sjerstakri bók. Hann ritar mikið annars bæði í bundinni og óbundinni ræbu, og er og skáld mikiö. I New-York kemur út rit það, er „Harpers Weekly“ nefnist. pað rit er vandað að útgjörð allri, með myndum í hverju blaði og mjög útbreitt um öll Bandaríki. pað hafði fyrir skemmstu inni að halda ýmislegt frá þúsundárahátíðinni á íslandi og þar með fylgdu noklcrar myndir ritgjörð þessari til skýringar, voru þar heilir kaflar teknir upp úr brjefum þeirra Hayes og einkum Taylors, en hitt líklega samansett út í loptið, tómur heilaspuni og ósannindi, en þó ekkert af því Islandi til minnkunar. Meðal aunans stendur þar, að hverri kirkju heima tilheyri skóli ogbóka- sain, par er mynd af Reykjavík, sem eins vel hefði getað verið af Uperna- vík á Grænlandi; svo fjarri er hún sanni; sjest þar heill klasi af jöklum á bak víð bæinn; eptir því eru hinar myndirnar, en þetta er svo mein- laus tilbúningur, að það er aðeins til aðhláturs. Maður einn í Boston sendi rojer brjef nýlega og kvaðst hafa ritað bók um Island, er verið væri að prenta. Beiddist hann ýmsra útdrátta úr prjedikun þeirri, er eg flutti í Milwankee 2. ágúst. Segir hann í bók sinni verði royndir ýmsar frá íslandi. Annað veit eg ekki um þann náunga. En merkast af því er ritað hefir verið hjer vestra um ísland í ár og út hefir komið er bæklingur prófessors Andersons í Madíson um fund forfoðra vorra á álfu þessari. Hann er ritaður á enskri tungu og nefnist „America not discovered by Columbus“; hefur bókin þegar fengiö beztu viðtökur hjer í landi, og mun þetta auk annars, snúa huga menntalýðs Vesturheims mjög að tungu vorri og bókmenntum. í’rá hans hendi er bráðum von fleiri rita í sömu grein bókmenntanna, má þar til nefna kennslubók í forn- norrænni (íslenzkri) goðafræði. Peir professor Fiske og Anderson veita kennslu í íslenzku hver við sinn háskóla og viö einn háskóla til í Banda- ríkjum kvað tilsögn veitt í íslenzku; það er háskóli Michigan-ríkis. Hið norska kirkjufjelag hjcr vestra, er nefriir sig „den norske luthersko Con- ferentse" og sem hefur prestaskóla og þar vib tengda kennslustofnun til undirbúningsraenningar prestslingum sínum, hefir ákveðiö að takmarka mjög eða nálega afnema eptirleiðis kennslu í latínu sem grundvöll almennrar menntunar við skóla sinn, en í þess stað innleiða konnslu í fornri nor- rænu (íslenzku), og munu guðfræðingar þoir, er nýiega hafa komið frá Norvegi til skóla þessa, eiga mikinn þátt í þessu nýmæli, peir eru þrír aö tölu og kom einn þeirraí fyrra, Oftedal að nafni, hinn ákafasti and- vígismaður „synóðunnar norsku“, hinir tveir í sumar: Sverdrup og Gunnersen. Skóli „konforensunnar“ er í Minneapolis, borg einni á vesturbökkum Missisippi-fljóts norbur í Minnesota og nefnist Augsburg Seminarium. J. B.__________ REIKNINGUR yftr tekjur og útgjöld styrktarsjóðs verzlunarmanna í Reykjavík frá 24. nóvember 1873 til 24. nóv. 1874. Tekjur. Rd. Sk. 1. í sjóði eptir fyrra árs reikningi................... 105 43 2. - — — konunglegum skuldabrjefurn . . .3450 » 3. Herbergisleiga frá skotfjelaginu................12 » 4. Hlutí úr spilum frá sama........................ 7 23 5. Herbergisleiga frá fjelagi einu .......................50 » 6. Ársleiga af konunglegum skuldabrjefum 3450 rd. 138 » 7. Skuld eins fjelagsmanns frá fyrra ári . . . . 2 64 flyt 3765 34 fluttir 3765 34 8. Konungleg skuldabrjef keypt þ. á................ 300 " 9. Tillag fjelagsmanna þ. á...........................135 11 10. ’/2 árs vextir af 300 rd. í konunglegum skuldabr. 6«- » Uppkæö 4206 34 Útgjöld. Rd. sk. 1. Borguð auglýsing af f. á. reikningi.......... 1 24 2. Styrkur veitlur ekkju Mariu Petersen t Hfiröi . 50 » 3. Borguð prenlun á endurskoðuðum lögum fjelagsins 7 28 4. — fyrir konungleg skuldabrjef og burðareyrir 283 77 5. Lán til kaupin. H. C. Robbs móti 2. veði í húsum hans í konungl. skbr. 400 rd. og í peningum 24rd. 424 » 6. Eptirstöðvar í konungl. skuldabrjefutn .... 3350 » 7. Eptirstöðvar í sjóði hjá undirskrifuðum ... 90 f Upphæð 4206 34 Reykjavík, 24. nóvember 1874 1874. H. St. Johmen. Ófanskrifaðan reikning höfutn við endurskoðað og ekkert fundið út á hann að setja. E. Jafetsaon, fyrir hönd J. Steftensens Gvhbr. Finnbopason. — Hiriar helzlu prentvillur, semjeghefl tekið eptir í Lestr- arbók handa alþýðu, 1874: Bls. 94 Iin<i 16 loga f. boga. Bls. 99 1. 7 stjórnfræðingurn f. stjörnufrœðingum, bls. 109 I. 11 Martini f. Martire, bls. 262 I. 25, 30 f. 40, bls. 202 I. 14 að neðan, kirtill f. vöðvi, bls. 205 I. 3 safnast f. myndast, bls. 351 I. 9 875 f. 872, bls. 368 1. 24 1575 f. 1584, bls. 357 I. 5 að neðan 15 f. 11, bls. 363 I. 14 1206 f. 1226, bls. 370 1. 21 börnutn f. mönnum og I. 16 Arason f. Árnason, í sötnu línu 1796 f. 1743, bls. 372 I. 7 29. f. 9, bls. 382 1. 30 er f. að, bls. 399 l 5 að neðan, er hann var tvítugur f. eptir 20 ár, bls. 401 I. 14 Maríufjall ('. Móriafjall, 1. 5 að neðan Kristunt f. Krist urn, bls. 403 1. 18 er f. og, bls. 407 I. 17 mannlegar f. munnlegar. Prent- villttr þessar bið jeg lesendur að leiðrjetta. Gleymst hafði og að prenta ágætan sálm um Lúter eptir skáldið sira M. Jochnrnsson. Párarinn ftöðvar**o'n Auglýsingar. Mánudaginn 8. Martsmán. næstkomandi kl. 10 f. m. verður hjer á skrifstofunni tekið til skiptameðferðar dánarbú Jóns Hannessonar bónda frá Snorrastöðurn í Grfmsnesi, sem andaðist 19. maí f. á. Þetta kunngjörist hjer með erfingjum búsins og skulduheimtumönnurn svo þeim gefist kostúr á að gæta rjettar síns. Skrifstofu Árness-sýslu, 16. janúar 1875. P. Jónsson. — 13. þ. m. hjeit hinn höfðinglyndi mannvinur, faktor Chr. Zimsen f Hafnarfirði dansgildi einungis erfiðisfólki sínu til á- nargju, votta jeg því fyrir mitt leiti og víst allra, honum og konu hans mitt inniiegasta þakklæti, fyrir þar þaða skemmtun og veitingar, og óska þeim allra gæða og blessunar. —Við meg- um ekki laka til þess þó hinir kanpmeon vorir fari ekki strax að taka þetta eðallyndi eptir Zimsen, Th. — Á næstliðnu hattsli var mjer dregið golsótt gimbrarlamb sern ekki er eign mín, enn er með mínu klára marki, gagnbitað hægra, hvatt vinstra, og getur eigandi samið um markið við mig og vitjað andvirðisins að frádregnum kostnaði fyrir þessa aug- lýsingu. Kambshól í Hvalfjarðarstrandarhrepp. Jón Porsteinss■ — Hjá mjer undirskrifuðum er Ijós hryssa, lítið grá á faxi, aljárnuð, skaflaskeífur undir framf'ótum, hálfkrækingjar undif apturfótum, mark: tværstandfj. fr. hægra eða tvö stig; hún kom til mín urn veturnætur. Rjettur eigandi má gefa sig fram, oó' borga hjúkrun og hirðingu. Seglbúðum íLandbroti 2. jan. 187&- Jón Jónsson. — ÓVEITT BRAUÐ: Toreastasib í Árnessýslu, mctið 847 kr- 72 a. Auglýst 25. f. mán. — í brauðinu er uppgjafaprestur, sem nýtul '/a af föstum tekjum kallsins og afgjalds af Torfastaðakoti. — Næsta blað eptir hálfan mánuð. Afgreiðslustofa fjóðólfs: iCiriíjugarðsstigur Nr. 3. — IJtgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías JochumssQBy Prcntaður í prcntsmiðju íslands. Einar pórðarson

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.