Þjóðólfur - 15.02.1875, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.02.1875, Blaðsíða 1
10. blftð. 27. ár. „ Ileykjavik, 15. — Leiðrjetting í siðasta bl. t’jóðólfs 6. d. 17. I., "Gn'msnesi», á að vera Grindavík. Fjárkláðinn. Fjárskoðanir fara nú sem óðast fram í öllum grunuðum *lreppum, lækningar, íburður, eða þá skurður, allt eptir því, sern föng eru á og framkvæmdir. Komi nú meðölin með fystu skipurn og takist almennar lækningar fyrir ötlugt fylgi yfirvalda, framkvæmd sveitarnefuda og sameiginlega viðleitni uflra ærlegra manna, getum vjer ekki annað en glatt oss og fesendtirnar með þeirri ven, að vissa fáist fyrir vorið um al- ‘ifcknun á Ije fyrir vestan Hafnartjörð og — aö minnsta kosti ~~ fyrir austan Sog eða Ingólfsfjall. En til þess að vonin verði vissu, bljóta nú allir fyrir einn og einn fyrir alla, að kjöra fulla skyldu sína, eins og framast er unntl Á svæöinu F á. m. fyrir neðan Sog (Ingólfsfjall) og suunan Hafnarfjörð I" því svæði, þar sein menn sízt eru upp á f|áreign komnir, en þar sem ómögulegt befur reynzt að lækna nú undir 20 ár—) Þ31- er ekki viðlit annað en að skipa stranga heimapössun á heimafje í sumar, og förgun (eða burtsending til fóður- þar sem það þætti alveg óhælt) að hausti á hverri sauð- kiud fyrir sunnan og vestan nefnd takmörk, ásamt banni fyrir nokkur kind sje þar alin frá að hausti til næsta hausts. Yjer fjölyrðum ekki fremur þessa tillögu, því fylgi menn ekki af aleíli þessari stefnu og sannfæringu, raun hætt við að sið- ari villan verði enn argari hinni fyrri. Fyrirfarandi daga hafa þegar uokkur hundruð fjár, flest 8auðir, verið rekiö hirigað suður ofan úr Borgaríirði úr kláða- ajúkum hreppum, úr Andakíl, Keykholtsdal, Flókadal og Lunda- reykjadal; og hefur því öllu verið slálrað, og flest lagt inn i verzlun Fischers kauprnanns; G—8 sk. hafa fengist fyrir kjöt- Pundið. Sökuin veðnrblíðunnar er fje enn furðu feitt á hold, þótt mör sje orðinn lítill. Sýna Borgfirðingar með þessu, með eindregnu fylgi sýslumánns þeirra E. Th. Jónassens, að þeir nieð fækknn fjái-ins vilja vera viðbúnir að lækna með oddi og fcggju jafliskjótt Og meðöl koma. Eiuu dugiegur og skynsamur maður hefur þessa daga 8líorað á oss að birta þá lillögu sína í blaðinu, að menn gjör- isl einráðir i því að allækna svo eða skera fyrir vestan Botns- v°ga, að þar megi setja sterkan vörð í vor uppí tingvallavatn °Í5 siðan með Soginu. Vjer höldum oss að sinni við hioa Lrnefndu tillögu vora. Vöruskortur heyrist víða úr kaupstöðum, t. d. í ^lýkkishólmi, surnstaðar fyrir norðan og auslan*, og ekki sízt fljer í höfuðstað allrar ísafoldar. lljer fæst hvorki kaíTi, stein- olia (— sem nij er þegar brúkuð nál. eingöngu til Ijósa um ollt land—) nje 11. Guldu menn hjer nú meðfram þess, að skip konsúls Siemsen, er von hefur verið á síðan i haust með 1‘elztu nauðsynjar, hefur enn ekki komið fram. En yfir höfuð ,iia 8já á verzlun vorri, að hún stendur enn á veiku og vesölu stigi. J>að litla Ijör og kapp, sem við og við bregður fyir i verzlunarbjástri landsiris, sýnir einmitt bezt, að alla •ryggiog, krapt og fjáraíl vantar hjer enn nálega gjörsamlega. að er eins og manni sýnist, að allur landsins auður vilji á- vallt út úr landinu en ekki inn, enda hjá sumurn innlendu fje- ögunum lika, sem þó eru eins og á stendur lífsnauðsynleg í stiuium hjeruðum. þetta á sína rót i því, að atvinnuvegirnir e,o svo fátæklegir, varan öll á sumrin, samgönguleysið, enginn jötugur verzlunarmiðpunktur, engir stóreignarmenn, og allt sndið eins og lokað innan sern utan mikinn part vetrarins. Að öðru leyti frjetlist hin bezta tíð allstaðar að, og höf- ‘n vjei fengið nál. samhljóða brjef um það frá ýmsum hjer- a_öom_siðan á jólum kaust ein.UI“ kaupataS fyrir austan er sagt, að út flutt liafí veriö í I vandr-eSu!^1^'5 en nn sJe Par koruvörulaust, og fólk febríiar 1875. E 1 d s i n s hefur orðið vart frá ýmsum stöðum, þó eigi mjög stórkostlegs. Ætla sumir hans sje nokkru austar að leita en seinast; hafa einhverjir til uefnt Trölladyngjur, en ekki fullyrðum vjer neitt um það að svo komnu. Jarðskjálfta hefur víða orðið vart síðan um jólin á norðurlandi; en ekki hafa þeir orðið að tjóni. — Sendimaður frá Akureyri færði hingað fyrir skemstubrjef og blöð frá 19. f. m. Síðan í sumar hefur Norðanfari verið venju fremur stilltur og fáorður nm pólitíkina og all- stórillindalaus hversdagslega, en með 14. árgangi sínum rís sá aldraði úr hiðinu og gengur í gömlum jötunmóð, fyrst í móti pólitik Tímans okkar hjerna, sem óvart var sálaður áður en þessi «Hrólfur» koin að norðan ; og þegar hann er búinn að gleypa í sig Tímann, fer hann til fundar við þjóðólf, en góð- um mun manneskjulegri, sem eðlilegt er eptir svo góða mál- tið. Fað er sannsagt um «Norðanfara», að hann hefur lengi verið það leirker, sem (eins og karfan). fer fyrir björg og brotn- ar ekki, fer í sjó og sökkur ekki, — fer í eld og brennura. það er sanuarlega undarlegt og þó sorglegt, að sá hluti ís- lands, sem fæðir hið mannvænlegasla, og á yfirborðinu lang- menntaðasta fólk hjer á landi, skuli allt af halda við sama lit og anda í þessu ram-barbariska blaði. Því þó að heiðingjar skrifuðu hvort orð í þeirra pólitík — að minnsta kosti þegar hún er í algleymingi sínum — þá mundu menn þó heimta meiri merki upp á vitsmuni, stillingu, mannúð og kristilegan visdóin. Yjer segjum að eins þetta : Guð náði það fólk, ef það ekki sjer að sjer. Um skáldskapinn tölura vjer minna; gáfuna gela menn að vísu menntað, en ekki tekið upp úr grjót- inu, og gortið er fyrir sig, og Ieirinn atar ekki út anuað, en smekk þjóðarinnar. En — við öllu þessu er þó rnikil bót: Hinir betri menn allflestir eru meira eða minna fjærri þessum fautaskap. Ymsir ágætir menn, einmitt næslir prentsmiðju *Nf.» hafa bæði sæmt oss og hughreyst með hinum beztu brjefum, og láta í þeim i ljósi allar aðrar skoðanir en «Nf.», og enda von sína um það, að viðleitnin að kenna lýðnum mildari og betri siði, verði ekki með tímanum árangurslaus. ÁSKORUN. Allir vita hvílíku tjóui bráðapestin veldur. Allir játa, að hin mesta nauðsyn sje að geta varnað því tjóni. því að eins verður tjóninu þó varnað, að menn komist að raun um, hver sje undirrót bráðapestarinnar; finnist undirrótin, verður hægra að finna varnarmeðölin gegn pestinni, og finnist þau, verða menn að beita þeim eða taka skaða sinn f heimgjald. Margt hefur verið ritað og rætt um pest þessa, og þó önnst mjer að menn sjeu ekki komnir að fastri skoðun á því, hver undirrót pest- arinnar sje. Að því hljóta rnenn þó að komast, eigi bót að verða ráðin á tjóni því á sauðfjenaðinum, sem pestin veldur. Jeg, sem rita linur þessar, hefi gefið bráðapestinni nákvæman gaum I nokkur ár. Um sama leili og herra Jón Sigurðsson ritaði bækling sinn um «Bráðapestina», samdi jeg ritgjörð líks efnis, sem jeg stakk undir stól, þegar bæklingurinn kom á prent. Síðan hefi jeg haldið áfram að hugsa um og rannsaka undirrót og eðli bráðapestarinnar, og er nú orðinn fastur á þeirri skoðun, sem jeg vil nú skýra frá. Bráðapestin er lakaveiki. Fessi lakaveiki myndast og magnast af því fóðri, sem er annaðhvert of kyrkingslegt, of þungt eða of ólgumikils eðlis, og veldur því stiflum á lakan- um. Stiflur þessar munu að öllum jafnaði myndast og magn- ast með nokkrum aðdraganda, svo vikum og enda mánuðum skiptir. Fegar þær eru orðnar miklar, hleypur hitasótt f lak- ann með slríðum «verk», sem leggur út í vinstrina, og veldur spillingu hennar og drepi því, sem í hana hleypur, og sem veröur kindinni að bana. Auka-orsakir, sem fiýta fyrir mögn- un stiflanna í lakanum, eða hitusóttinni i houum, tel jeg skort á vatni, innkuls eða ofkæliugu, slæma og óhoila húsavist og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.