Þjóðólfur - 04.05.1877, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.05.1877, Blaðsíða 4
60 7. gr. Sérhver kirkja, sem söfnuður heflr tekið við, skal eins og hingað til hafa reikning og fjárhag út af fyrir sig, og hver söfnuður annast slna kirkju; en allar slíkar kirkjur I hverju prófastsdæmi skulu mynda eina heild að því leyti, að ef ein- hverja kirkju þar um stund vantar fé til endurbyggingar, eða aDnarar mikillar, nauðsynlegrar aðgjörðar, skulu, ef þess er óskað, þær kirkjur prófastsdæmisins er I sjóði eiga, að þar til fengnu meðmæli prófasts og úrskurði biskups, skyldar að lána fé til þess með sömu vöxtum og þær áður höfðu af fé þessu, og árlegri endurborgun höfuðstóls, eptir því sem tekjur hennar hrökkva til, að árlegum nauðsynjagjöldum frá dregnum. 8. grein. Ef tíund af fasteign og lausafé eða öðru hvoru þeirra skyldi falla burt eða breytast við hreytingu á skattalöggjöf landsins, á sá tekjumissir kirkna, sem þar af leiðir, eptir meðaltali þeirra 5 ára, sem brauðamatið frá 1870 er byggt á, að falla á gjaldskylda menn I sókninni eptir sömu grundvallarreglu, sem skattur sá til landssjóðs verður greiddur, sem kemur I stað kon- ungstíundar. 9. grein. Lög þessi öðlast gildi.................... Ý M I S L E G T. — í Louisiana og Suður-Carólínu í Bandaríkjunum hafa deilur "demokrata* og «republikana» gengið svo geyst í vetur, að bver flokkurinn kaus landstjóra fyrir sig. Að koma lagi á þetta, er nú eitt af fyrstu vandamálum, sem Hayes forseti á úr að leysa, og var þvl ekki lokið. — Vlnviðar-plága á Frakklandi. Árið 1874 — segir Bud- stikken — runnu 70 millíónir dollara í rikissjóð Frakka í tekj- ur af vínyrkju. Nú vofir ógurleg plága yfir landi þessu (er talin er muni höggva nærri ófriðar-plágunni 1870): Smápadda ein sem kallast Fhylloxera og haldin er hafa fluttst inn úr Vesturheimi, hefir lagst þar hin síðustu ár á vínviðinn, og eyðir hverju tré á fáum árum ; er hún komin víða um landið, og kunna menn enn engi ráð önnur við þessu, en að uppræta aílan vínvið, sem sýktur er orðinn. Leiðir slikt til stórra vandræða. — Aftaka Jóns Lee. Eins og sumir máske muna úr Skfrni, fannst fyrir nokkrum árum beinahrúga mikil nálægt Mormónaríkinu ííta. Bein þessi voru leyfar nálægt 200 emi- granta, sem Mormónar myrtu 1857. Hefir síðan þetta komst upp verið haldin rannsókn mikil um þetta ógurlega ilivirki. Jón Lee hét fyrirliði morðingjanna. Hann var nú loks tekinn af Hfi (skotinn) 24. marz síða-t liðinn á þeiin vetvang er morð- ið gjörðist á forðum. Áður en hann var skotinn hélt hann tölu allmerka; kvaðst deyja öruggurog ókvíðinn i hinni hreinu evangelislui trú, sem Jósep Smith hefði kennt, en Brigham Young skemmt og flekkað; kvaðst hann hafa verið til neyddnr að vega að hinum myrtu emigröntum, og væri til rit eptir sig, er nægilega mundi lýsa sýknu sinni og segja frá mála- vöxtum ; vænti hann þess, að ýmsir þeirra er nú sætu I háurn klerkasætum í Uta, mundu fá söm afdrif og hann eða önnur verri, þegar málið vrði betur rannsakað; harm Ivsti því yfir há- tíðlega, að Mormónalýður væri illa svikinn og táldreginn af harðstjórum sínum. — Alþýðumenntan Skandínava I vesturríkjunum I Ameríku sýnist vera á mjög blönduðu stigi og almennt afarlágu. Eink- um þykir hínn norski sveitalýður, sem vestur flytur, einfaldur mjög og «gamaldags« í hugsnnarhætti, en venjnlega er það duglegt fólk og harðfengt. Hinar norsku Synódur þar vestra þvkja afar einstrengingslegar og ófrjálslegar I kirkjuefnum (strang- lútherskar), og leggja þær meiri aga á söfnuðina, en nokkurs- staðar er nú tíðska í söfouðum próteslanta í Evrópu. En að vísu er vafasamt, hvort alþýða þar er upp úr þeim aga vaxin; er svo frá sagt, að einfeldningar búi víða í Vesturheimi líkt oe lomh meðal varga. — Póstar eru fyrst væntanlegir f dag. — Óveitt hrauS: Revnivellir ( Kjóg_628kr. Angl.28. marz.____ A U G L Ý S 1 N I. A It — Hérmeð auglýsist. að samkvæmt sætt og fógetagjörð 12. febr. þ. á., verður opiobert uppboð haldið á húseigninni nr. 8 i Hafnarstræti hér i bænum með 2 útihúsum, garði, lóð og stakkstæði, i fyrsta sinn miðvikudaginn 9. maí þ. á., f 2.sinni 23. maí og í 3. sinn fimmtudaginn 14. júní. Tvö fyrri uppboð- in verða hnldin hér á skrifstofnnni kl. 12 á hádegi, en hið þriðja hjá húseigninni, sem selja á. Söluskilmálar mttnu liggja til sýnis hér á skrifstofunni frá því 2 dögum á undan fý uppboðinu. Skrifstofu bæjarfógeta í Reykjavík, 5 apríl 1 877. L. E. Sveinbjörnsson. fág* IBobert TtaupmaÓur Nlimon íLeithgjörir^u ugt bandum á íslandi, að hann œtlar að senda kaptein o . hill enn í sumar til hestákaupa. Mun hann halda rnar á venjulegum stöðum, en par einungis viss töluupphœð ve ur keypt, beiðist hann pess að einungis ógallaðir, ungir he ar verði hafðir til sölu á mörkuðunum. — Um miðjan maímánuð flyt eg úr 18. Gladstone Terrace í 8 0. South Clerk Steet, Edinburgh. Jón A. Hjaltalín. — Kunni nokkur að segja hvar Kauðbrystingur verpir, hann beðinn að gjðra svo vel og lála mig vila það, $voogse,J3 mér nokkur óskemd egg undan þeim fugli, ef unt er. Björn Björnsson á Breiðabólssöðum á Alptanesi. — f>ann 5. þ. m. fanst hér rekið af sjó grátt hesttrypP'’ með mark: sncitt framan vinstra; réttur eigandi má vitja háar' innar til undirskrifaðs, um leið og hann borgar hér af leiðaiú*1 kostnað. Innri NjarSvík þann 11. apríl 1877. Ásbjörn Ólafsson. — Tapast hefir i Strandarsjó nýtt net með kúlum og V2 net nýju flotholti merkt M og færi með dufli við merkt G. K. S. akkeri. þessu, ef finnst, er beðið mót borgun að skila Guðm. Kristjánssyni á Sviðholti. — Selt óskila lamb haustið 1876: hvítur geldingur með mar,í' fallinn standfjöður apt. hægra, miðhlutað vinstra. í miðjum janúar rak af sjo 1877 á Loptstaðafjörur hvfi811 sauð 1. vetrar með mark: sílharorað hægra, tvírifað í stúf vinsti'a hornmark: heilhamrað hægra stýft vinstra, tvi brennimerktur E- Gaulverjabæarhrepp 31. raarz 1877. Jón Jónsson. — Fjármark hefi eg i hyggju að taka upp á næstkoú1' andi vori: tvístýft framan hægra, stýfður helmingur framan, b'1* aptan vinstra; hvern þann sem kynni eiga þessu sammerkt e millum Hvítánna, bið eg gjöra mér aðvart um fyrir næstkoú1' andi maímánaðarlok að Ormsstöðum í Grímsnesi. Pórður Porhelsson. — Fjármark Olafs Árnasonar í IUíðarendakoti: heilhamrí^ h., tvirifað í sneitt apt. v. I.iríks Jónssonar á Miðkoli í Fljótshlíð: geyrsýlt h., ha* af apt. v. • Fjármark þorkels Péturssonar á Bjólu, gat hægra sta"1 fjöður framan, hvatrifað vinstra standfjöður framan. Björgviiiar lirnnaliófaljelag . — sjóður 2,000,000 kr. — tekur hús, vörur, búsgögn °' í brunaábyrgð. Fyrir hönd fjelagsins Matth. Johannessen. — Herra óðalsbóndi Chr. J. Mathiasson á Hliði hefir sýnt það veglyndi, að gefa Bessastaðakirkju prýðilega söng10 .t Fyrir þessa heiðursgjöf til kirkjunnar finn eg mér s ' að tjá gefandanum mitl innilegasta þakklæti. Bessastöðum 30. desember 1876. Grimur Thomsen. — Hér með votta jeg mitt anðmjúkt og hjartanlegi læti þeim góðu mönnum, sem skotið hafa saman etórgj ^jj mér iil hjálpar og huggunar, þegar Guð kallaði b»rt * minn Jön sál. Sigurðsson, (sem úti varð 15. jan- s| jjtjfn' Vil eg einkum nefna hina heiðruðn kaupmenn í Rvík °S g, arflrði; og sérstakl. nafngreina: hra dómkirkjupre-^t,rj.pagon, Sveinsson, hra 0. P. Möller og bókhaldara hans ,°, vgrra Dr. Hjaltalín, frú R. Smilh, og loksins hin góðu hjón 1 eg húsum eg bý, Sakarías og Sigríði á Bjargi við Rvik- góðan Guð að launa þessum mannvinum í minn a,an- Rannveig Jónsdóttir. ^ Afgreiðslustoflx pjóðólfs: í Gunnlögsens liúsi. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jocliumjjs—^ Prentaður í prentsmibju Einars pórDarsouar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.