Þjóðólfur - 04.10.1877, Síða 1

Þjóðólfur - 04.10.1877, Síða 1
Reykjavik 4. okt 1877. 30. blað. 29. ár. — Leiðretting. í minni Jóns Sigurðssonar i 28. nr. Þjóðólfs hefur misprenlast í l.versi 2. línu: Situr Snœlands- nsi en á að vera S n œf ells á s. Vm leið shal pess getið, ritstjóri ísafoldar hefur þvert á móti áskorun minni prent- nó nefnt minni eins og það var fyrst samið (*' flýti), en eltki e*ns og það var prentað í Þjóðólfi. Ritst. — Díana kom loks 1. þ. m., viku eptir hinn ákveðna komudag; hafði hún legið lengst á Vestfjörðum (Dýrafirði 4 daga og ísafirði 2 daga) veðurtept. Með henni kom milli 50 °g CO manns, þar á meðal kaupafólk það, sem héðan sótti atvinnu til Austfjarða í sumar. Díana hefur og vörur miklar trá Akureyri, ísafirði og Jfingeyri. Fólk það, sem tók sér far af austurlandi, kvartar um kostnað mikinn, sem von er til, Þar hávaðinn af meðal-sumarkaupi gengur upp fyrir 10 til 14 áaga ferð með skipi þessu, sé far tekið á öðru plássi. Ilíður Hfið á, að bæði sé skip hið öruggasta til áframhalds, og eigi síður hitt, að verkafólk, og jafnvel hver sem vill, fái að fæða srg sjálft meðan það er með skipinu. Eða, því skyldi það ekki v«ra leyft ? Tíðarfar ágætt yfir allt land — rigningar mildar ganga nú hér syðra — og fiskiaflinn eystra ótæmandi (mest ísa), og eins á Eyjafirði (60—70 í hlut á dag). Heyafli á norður- og austurlandinu minni en í meðalári, og verða menn víða að fekka fé sínu til muna. Sauðaskip Slimons var komið á Eyja- fjörð og ætlaði að kaupa nál. 1500 sauði. Frá frjetlaritara vorum i Edinborg. 10. sept. 1877. Eigi vill skríða til skara með Rússum og Tyrkjum. Síð- ’rstu daga f. mán. börðust þeir í 5 daga um Sehipka skarðið. Tyrkir sóttu en Rússar vörðu. Urðu þau leikslok, að Rússar húldu skarðinu; en mikið mannfall varð af hvorum tveggja. J vikunni er leið urðu margar atlögur fyrir norðan Balkan- íiöllin á ýmsum stöðum, og veitti ýmsum betur. Tyrkir hafa Veitt harðara viðnám en flestir ætluðu, og þykir það nú auð- s®tt, að eigi muni ófriðinum lokið á þessu sumri. Hvorir- Weggju draga að sér allt það lið, er þeir fá; og nú láta Rúss- ar Rúmaniu ganga jafnt sér fram á vígvöllinn; áður höfðuzt Þeir eigi að, þótt búnir væru. Mælt er að Servíumenn muni J)rátt segja í sundur friði með sér og Tyrkjum. pví betur er ^yrkjum gengur vörnin, því minni líkur segja menn sé til þess, að aðrir norðurálfubúar verði viðriðnir ófrið þenna. ^ikið er sagt af grimmdarverkum hvors tveggja hersins, cn ei§r hirði cg að tína þau eða telja. Rétt núna koma ítar- e?ri fregnir um það, að Rússar séu búnir að taka Lovatz, eða Lofcha, og flugfregn hefur komið, að þeir væru búnir að aiía aptur Plevna. Ivastali Tyrkja á landamærum Montenegro, er Niksics heitir, hefir nú orðið að gefast upp eptir langt 84 U,hsá;tur. fyrir Hinn sama dag er sagt að Tyrkir hafi beðið ósigur öðrum fiokki Montenogro manna. , Á Frakldandi þykir fráfall Louis Adolphe Tiers mestum lll(Iurn sæta. Ilann dó á mánudaginn, er var, rúmlega átt- ‘ður. öllum þorra Frakka er hann mjög harmdauði. í kosn- gum þeim, er verða eiga í næsfa mánuði settu lýðveldis- j enn Mlt sitt traust til hans. pað er heldur ckkert efamál, að hann lifað, kosningar gengið mót stjórninni, og Mac- auon sagt af sér, svo sem margir ætluðu, að verða rnundi, þá traði Thiers orðið forseti. Enginn maður á Frakklandi hafði Ust jafnmargra landa sinna sem Thiers, eins þeirra, er all- 117 ar biltingar óttast. Hann hafði sýnt, að hann hvorki vildi ryðja braut konungi né keisara, en hins vegar bældi hann jafnbarðlega niður yfirgang og ofstopa skrílflokksins. Voru því margir, þótt eigi væru af lýðveldisflokki, ánægðir með að vita stjórnina í hans höndum. Engum öðrum var annara um veg og virðingu Frakklands en honum; af þeim rökum var hann mótfallinn liðsemd þeirri, er Napóleon veitti Itölum um árið, og vildi gjarnan veita Austurríki 1866. Hann mótmælti og fastlega ófriðnum við Prússa 1870, því að hann sagði sem satt var, að Frakkar væru varbúnir. Heima fyrir var honum mjög umhugað um, að regluleg og varanleg þingstjórn kæmist á. Höfðu og margir landar hans það traust á honum, að engum mundi betur takast að koma föstum grundvelli undir liana. Öllum þorra landsbúa stendur stuggur af styrjöldum og bilt- ingum; vilja þeir mega nurla í næði, og styðja hverja þá stjórn, er þeir ætla nógu sterka, að halda óróaseggjum í skeíj- um. En Thiers var enginn byltingamaður. En þótt Frökk- um sé illa við kmanlaudsóeirðir vilja þeir gjarnan bera ægis- hjálm yfir nágrönnum sínum, og að enginn megi hreifa sig nema í þeirra lofi. J>etta var einmitt það, sem Thiers vildi. Hann hafði og ýmsar aðrar kreddur, sem Frökkum eru ein- kcnnilegar. í einu orði að segja, á Frakklandi var eigi fransk- lundaðri maður en Thiers, og á síðari árum enginn slíkur garpur í stjórnarmálum innan lands og utan. Er því vanséð, að nokkur maður sé nú á Frakklandi, er skipað geti rúm hans svo að eigi þyki köttur í bóli Bjarnar. í Vesturheimi eru farnar að koma fram ýmsar ískyggi- legar afleiðingar af atvinnuskortinum. Svo sem lesendur pjóð- ólfs hafa heyrt, felldu lestrekar járnbrautanna verk á mörgum stöðum, fyrir þá sök að kaup þeirra var sett niður um tíunda lilut. Ennfremur spilltu þeir brautinni, stöðvuðu og brenndu lestir og stöðla og fleiri hús. Varð að skera upp herör til að stöðva illvirkin, því að fjöldi lausingja og landhlaupara slózt í lið með óróaseggjunum. Varð manntjón allmikið áður stöðv- að yrði upphlaupið. En er því linnti fóru verkmenn að mynda flokk sér og heimta af stjórnum ríkja sinna, að þær gæfi sér- stök lög verkmönnum í hag, sjái þeim fyrir vinnu og annað því um líkt. Hafa sumir embættismenn, er vilja ná endur- urkosningu í haust, gefið kröfum þeirra góðan róm, hafa þeir því vonir um að geta riðið baggamun milli lýðveldismanna og þjóðstjórnarmanna, eptir því hvorir bjóði betur. Brigham Young Mormóna-postuli dó í fyrra mánuði. Hann fæddist 1801, og hefur verið höfðingi Mormóna síðan 1844. Ætla margir, að fiokkurinn rnuni ekki eiga langan ald- ur hér eptir. Á lndlandi er hallæri mikið, og er sagt, að 3 milljónir manna sé bjargarlausir; sagt er og að 2000 manns deyi á degi hverjum úr hungri. Hér eru menn að safna samskotum þeim til bjargar, og er þegar komin 126,000 á Englandi og Skotlandi. Hér hefur verið kalt sumar og rigningar svo miklar, að aðrar eins hafa eigi verið í 60 ár. Stórskemmdir liafa orðið bæði á korni og heyi, og eru menn hræddir um, að í sumum sveitum verði engin uppskera. (Frá fréttaritara pjóðólfs í Krnli.). í sumar hefur veðrátta verið fremur stirð og köld; rign- ingar tíðar og þrumuveður, er mjög hafa hnekt kornvexti; uppskeran er því alstaðar hér í Danmörku í verra lagi og hirðing ill. Mun því öll matvara hækka í verði. Við þetta bætist cnn fremur, að að eins Iitlar kornbyrgðir flytjast frá

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.