Þjóðólfur - 15.11.1877, Page 4

Þjóðólfur - 15.11.1877, Page 4
4 sem andaðist að Skeiði f Hvolhreppi hjer f sýslu hinn 16. þ. mán., til að lýsa kröfum sfnum og sanna þær fyrir skiptaráð- andanum hjer í sýslu. Rangárþingsskrifstofu, Velli 26. september 1877. H. E. Johnsen. — Samkvæmt opnu brjefl 4. janúar 1861 ínnkallast hérmeð með 6 mánaða fresti, allir þeir, sem telja til skulda hjá dán- arbúinu eptir Ólaf heitinn Eiríksson, sem áður bjó á Gíslakoti í Holtum, en næstlíðinn vetur varð úti suður f Höfnum f Gull- bringusýslu, til að lýsa kröfum sfnum og sanna þær fyrir skipta- ráðandanum hjer í sýslu. Rangárþingsskrifstöfu, Velli 26. september 1877. H. E. Johnsen. — þar eð eg hefl f byggju, lofi Guð, að láta prenta vor- hugvehiurnar f vetur, bið eg þá, sem ekki hafa skilað mér aptur boðsbréönu, að senda mér það sem fyrst, eða láta mig vita, hve mörg exempl. þeir óska að fá, svo eg geti hagað stærð upplagsins eptir þvf. Með því eg hvorki fyrir sjóði né sjálfan mig ætlast til nokkurs ágóða af þessu fyrirtæki, verður bókin (7Vs örk), i n n b u n d i n í stíft band , seld að eins fyrir 1 — eina — krónu, og útsölumenn fá 7 hvert expl. ókeypis. Reykjavík 9. nóvemberm. 1877. P. Pjetursson. Ilandelsskole med Pensionat JTIarkbreit ved JTIain (Baiern) Opreltet 1845 4 Sprog, videnskapelig Uddannelse (tillige Forberedelse til Polytechnikum). Honorar 1000 Kr. pr. Aar. J. Damm, Direlctör. — Hjá C. R. Evers & Co. fæst patenteruð öl-extrakt, sem fengið hefur hvervetua lof og unnið medalíu. 01-extrakt þessi er seld f pjáturskútum, sem vega 12, 25, eða 50 pund, og kostar pundið 55 aura, og fylgir brúkunarskýring hverjum kút. Aðferðin, að búa lil öl á þennan hátt, er mjög auðveld. Lysthafendnr sendi pantanir sínar til C. R. Evers& Co., Peter Skrams Gade 17. Kjöbenhavn Ií., og verður þá öl-extraktin óðara send, hvort heldur borgun er send í peningum eðameð póstávísun. — Hásetar. Duglegir og vanir fiskimenn á þilskipum, geta fengið skiprúm á góðu þorskveiða þilskipi, frá því f apríl næstkomandi og til krossmessu, eða ef heldur óskast alveg til hausts, gegn góðum kjörum. Lyslhafendur snúa sér til rit- stjóra Þjóðólfs, sem gefur þeim ávísun, til hverra þeir skulu snúa sér f þessu efni. — Bækur til sölu: Sálmabók, Passfusálmar, Pédík- anir P. Pjeturssonar, Hugvekjur til kvöldlestrar l.og 2. partur, eptir sama, 50 bænir um föstuna, Lærdómshver eldri og nýrri, Biblíusögur, Biblíumyndir, Mynstershugleiðingar (með niður- settu verði), Ræða á nýársdag, För Pilagrímsins, Vikusálmar, þorlákskver, Stafrófskver, Lestrarbók handa alþýðu, Kvæðakver Bryjólfs á Minna-Núpi, Örvaroddsdrápa, Ráðgjafasögur (nýjar), Mjallhvít, Myndakver handa börnum, Gilsbakkaljóð, Macbeth, Egilsens kvæði, Reikningsbók E. Briems, bókmenntafjelags- bæknr, Dagblöðin: þjóðólfur, ísafold, Norðanfari, Norðlingur, Skuld. Evrarbakka 20. október 1877. Guðm. Guðmundsson. — Alþingistíðindin 1877 fást hjá bókbindara Friðriki Guð- mundssyni í Reykjavík , og verða þau send um landið, þegar hver alþingismaður f sfnu kjördæmi hefur auglýst f blöðunum (helzt t'jóðólfi) hve mörg expl. skuli ganga til hverrar sýslu, og hverjir séu móttakendur eður útsölumenn í hverju kjör- dæmi, og hvernig þeir vilja að þau séu send. þessi breyting um sölu og útsending Alþingistfðindanna 1877 er smíðuð af 25 alþingismönnum. Friðrik Guðmundsson. — Á Hrunamannahrepps afrjett hafa f eptirleit fundizt þessi hross: mósótt hryssa 5.-6. vetra, með jarpskjótt hest- folald, og dökkgrár foli 1.—2. vetra. Mark á hryssunni er. heilrifað hægra, standfjöður aptan vinstra, en á folanum- sýlt í hálftaf(helming) aptan hægra, biti aptan vinstra. Ha^ eigandi eða eigendur þeirra eigi vitjað þeirra eða á einhvern hátt ráðstafað fyrir nýár, verða þau seld við uppboð. 1. nóvember 1877. Hreppsnefndin í Hrunamannahrepp. — Á næstliðnu vori var rauður foli veturgamall, stór vexti, rekinn á fjall, mark á honum biti aptan vinstra, faxið alveg ósært, en skellt neðan af taglinu, útlit var fyrir að hann með tímanum kynni að verða grár, þar sem einstök hvít hár sáust í hausnum. Hver sem kynni að hitta þennan fola, er beðinn að koma honum til mfn í móti sanngjarnri borgun. Simon Johnsen. — Sá , sem finnur peningabuddu með 3 — 5 krónum f, milli Hofs og Kirkjubæjar á Rangárvöllum, er beðinn að skila henni tií Guðmundar Guðmundsssonar barnakennara á Eyrarbakka mót fundarlaunum. — Mig undirskrifaðan vantar veturgamla gimbur með eyrna- marki: hamarskorið hægra, gat undir, stúfrifað vinstra, horna- mark er: gat hægra, viti aptan vinstra. Eg bið hvern þann, er hitta kynni kind þessa, að gjöra mér vísbending um það. Reykjavík 10. nóvember 1877. G. Zöega. — Týndirpeningar. 4. nóv. týndist ( búð M. Jó- hannessens buddafúr leðrij með nálægt 15. krónum í. Finn- andinn er beðinn að skila þessu tafarlaust á skrifstofu þjóð- ólfs mót ríflegum fundarlaunum. — Seint ‘í sumar fannst vestur f Garðsjó netahnútur með nokkrum flám og kúlum, getur réttur eigandi vitjað netanna til mfn undirskrifaðs, mót borgun á þessari auglýsing. Auðnum 10. nóvember 1877. Guðm. Guðmundsson. — Fundist hefur á norðurleið á næstliðnu vori, á fjallveg* þeim, er Kaldidalur heitir, fataböggull með ýmislegum kvenn- fatnaði, og má rjettur eigandi vitja hans til Filipusar Filipus- sonar f Ilafnarfirði. — Hjá undirsrifuðum eru f óskilum þessar hryssur : l.brún- tvístjörnótt ómerkt, 2. brúnskjótt, mark : gagnbitað hægra, bit» a. v., 3. bleikálótt-skjótt, mark : biti framar vinstra, óska eg að réttir elgendur vitji þeirra til mín hið fyrsta áður en þein* verður ráðstafað á annan hátt. Ólafur Ólafsson á Vatnsenda í Seltjarnarneshrepp. — Nú f haust var mér dregið lamb með mínu marki: stúf' rifað bæði, biti aptan hægra. En með því bitinn virtist frern- ur vera Iögg, þá bið eg vinsamlega hvern þann mann, sem a svæðinu milli beggja hvítánna, kynni að eiga það mark, leggja niður löggina aptan hægra1 Með svo líkum undirbenjuf11 er ekki unt að draga rétt. Mitt mark er alkunnugt og æva' gamallt í þessum hreppi, og mun eg ekki breyta því. LambS' verðsins má vitja til mín, ef einhver Iýsir það sína eign fyr,r næstu fardaga. Villingavatni 22. október 1877. Magnús Gislason. — Tryppi veturgamalt, bleikskjótt, mertryppi, er hjá mér f geymslu. Lagafelli 26. október 1877. Gísli Guðmundsson. Nú er búið að prenta 56 arkir af Alþingistiðindunum Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. PrentaOur í prentsmiðju Einars póröarsonar.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.