Þjóðólfur - 27.11.1877, Blaðsíða 3
7
*
hafa verið gefið sama verð: 22 aurar fyrir pundið. Til Akur-
eyrarverzlunar einnar, segir »Nf.» að komið hafi 1800 tunnur
af kjöti, auk fjárútflutnings Skota, 11 —1200. Úr Húnavatns-
sýslu segir merkur maður svo: «10 f. m. í byrjan hríðar-
lrinar hafnaði sig skip Jóhanns Möllers á Blönduósi (sá sem
nú rekur þar verzlun fyrir dánarbú Thomsens sál.), urðu margir
því fegnir, því almenningur í sýslunni geymdi honum slátur-
fé, bæði í skuldir og á móti nauðsynjavöru. Verzlunin hefur
Úka heppnast vel, þó erfiðleikar væru miklir. Hefur Möller
fengið um 600 tunnur af kjöti, og það eptir að almenningur
Var búinn að reka sláturfé bæði á Skagaströnd og Hólanes».
Húnvetningar láta einkar vel yfir sínum nýja kaupstað. Er
flú og búið að kanna ósinn, og er þar inni ágæt höfn. Verð-
er þar eflaust mikill verzlunarstaður með tíð og tíma. — Skúta
ein frá Færeyjum aflaði við Hrísey á Eyjafirði í sumar á 8 —
10 vikna tíma, 31,000 af fiski. Norskt kornskip hafði í byrj-
Un mánaðarins komið eptir sláturfé til Grafarósfélagsins, það
rak á strand og gekk í sundur kjölurinn. Félagið keypti
skipið fyrir 300 kr.
Skurður á fé um allt land talinn í rýrara lagi, einkum á
ttör; kenna menn það þurviðrinu er gekk í sumar, en sum-
staðar er vormegurðin talin aðalorsökin.
Vestan úr Ólafsvík skrifar oss merkur maður, að þar
hafi verið sárlítill afli í haust, örbyrgðin umhverfis Jökulinn
fari vaxandi, endá sé verzlun þar hin sama einokun og æ
hefur verið ; fyrir fiskQórðung fæst þar t. d. ekki heilt pund
af kaff'i! Hinn veglyndi höfðingi, etatsráð H. A Clausen,
er þar á verzlun, hefur einn sýnt gjafaörlæti sitt þeim hrepp-
Um, og gefið þeim 500 kr. kverjum.
í dag 27. þ. m. komu 6 strandmenn norðan úr Skaga-
firði. 12 þ. m. liafði skip Popps verzlunar á Sauðarkrók rekið
þar á strand i norðan bráðofsaveðri; menn komust af en
skip fór í spón, og af 600 tunnum af kjöti náðust einar
fjórar.
22. þ. m. kom norðan- og austanpóstur. Vestanpóstur
ókoininn, svo og póstskip.
inmtal.
Árni: Sælir nú, sæll vertu Bjarni minn! Ilvað segir þú :
geturðu sagt mér hve margir kjötbitar verða fluttir í haust út
úr landinu?
Bjarni: Segðu mér fyrst, hve margar tunnur af kjöti eru
útfluttar, þá skal eg svara því strax.
Árni: Eptir þvf, sem eg get talið saman eptir blöðunum,
verða þær ekki færri en 6 þúsundir.
Bjarni: Miklu fleiri, kunningi, en látum svo vera: nú skal
eg reikna: í tunnuna legg eg 20 fjórðunga eða 200 pd. og
verða þá 6 þúsund tunnur: I millíón og 200 þúsund pund,
eða hálf fjórða millión kjötbilar og eitt hundrað þúsund.
Árni: Mikill völuudur ertu, Bjarni! og þetta fer út úr
landinu á sama hausti, sem við hér syðra sitjnm og sveltum,
sauðlausir og fisklausir og — mér liggur við að segja — sál-
érlausir, þvf sjáðu, Bjarni: án fæðunnar er maðurinn hvorki
gál né líkami, já, án kjöts og annarar góðrar sveitarfæðu
þrifumst við ekki sjómeun, enda þótt við öflum fisk á hverjum
hegi.
Bjarni: þetta er gull-gatt, Árni, við þurfum, eða þyrftum
ekki einungis að hafa hið bezta sveitamannafæði, heldur og
kaffi þeim muninum meira en sveitamenn, sem við drekkum
^inni m|ólk, og sjólif er vossamara en sveitalíf.
Árni: En eg gleymi ekki vitleysunni í þingi og þjóð, að
iáta allt þetla lífsbjargræði fara út úr landinu ( harðæri þessu;
játum vera að kaupmenn laki kjöt, því margir kunna að hafa
hjöt aflögum og þurfa að skipta því fyrir nauðsynjar úr kaup-
jfiöðum; en kaupmenn ættu ekki að flytja allt út, heldur selja
hýr innan lands meðan nokkur gæti keypt. Á útflutt kjöt ætti
P'ngið að leggja toll, sem svaraði að minnsta kosti tvieyri af
fiverju pundi eða 2 krónnm af tunnunni. lleiknaðu mér hver
fi'stur er dýrastur og ódýrastur í bú að leggja.
Bjami: Jeg heyri hvað þú segir, eg er þér alveg sam-
I. ^a. J>ú meinar, að værir þú sveitarbóndi, keyptir þú fremur
Jnt en fisk (þótt fengist), og ætlar kjötmat ódýrari og þó betri,
®r ekki svo?
Árni. Jú, jeg er enginn reikningsmaður, en það hef jeg
'finð |, að góð máltíð af hertum fiski með brauði og smjöri,
8 kaffi eptir, kosti mig f ár allt að 40 aururn.
Bjarni: Eu þá hefi jeg ætlað að kjötsúpumáltíð í ár kosti
lítið yfir 20 aura, ef jeg legg 3U punds af kjöti til máltíðar-
innar, og drekk ekki kafifi á eptír, sem jeg gjöri aldrei og læt
ekki gjöra eptir þann mat.
Ámi: Viltu hjálpa mér að koma grein þessu viðvfkjandi
f hann þjóðólf?
Bjami: Jeg er búinn að skrifa nm þetta bæði f Heil-
brigðistíðindunum, Sæmundi fróða, Þjóðólfi, ísafold,Norðanfara,
Norðlingi og Skuld. Lestu ekki blöðin?
Árni: Blöðin? Ætli maður lesi þó, ætli maður kaupi,
þegar maður er hættur að lifa á öðru en mnnnvatni sfnu 0£
kaupstaðarláni? En heyrðu, jeg á þó tvær beljurnar, og önn-
ur bar í morgun, hvort á jeg nú heldur að skera kálfinn á
morgun, eða bregða mér með hann inn eptir og leggja hann
inn fyrir smávegis?
Bjnmi: f>ú ert misvitur, Árni, eins og við margir erum
landar. þú átt að ala kálfinu f hálfan mánuð, þótt mjólkin sö
dýr; gefirðu kálfinnm 4 potta af nýmjólk á dag, auk annars
rusls, sem hann dafnar af, þyngist hann um 4pd. á dag. Skerðu
svo þinn kálf, og reiknaðu kostnað og ábata. í’etta er lítið
dæmi upp á einfeldni vauans, en smátt markar stórt. Fróður
maður sagði mér, að hánn þekti það land, þar sem lögbann
væri fyrir þvi að farga kálfum ófituðum.
Ámi: Mikið skáld ertu, Bjarni, þó þú yrkir ekki, og jeg
skal heita þér því, að jeg skal aldrei selja einn kjötbita úr
mínu búi, nema allir mínir sveitungar hafi nóg kjöt.
AUGLÝSINGAR.
Ilandelsskole med Pensionat
JTIarkbreit ved 'Tlain (llaiern)
Opreltet 1845
4 Sprog, videnskabelig Uddannelse (tillige Forberedelse til
Polytechnikum). Honorar 1000 Kr. pr. Aar.
J. Damm, Direktör.
— Hjá C. Bt. Evers & Co. fæst patenteruð öl-extrakt,
sem fengið hefur hvervetna lof og unnið medalfu. 01-extrakt
þessi er seld f pjáturskútum, sem vega 12, 25, eða 50 pund,
og kostar pundið 55 aura, og fylgir brúkunarskýring hverjum
kút. Aðferðin, að búa til öl á þennan hátt, er mjög auðveld.
Lysthafendur sendi pantanir sínar til C. R. Evers& Co., Peter
Skrams Gade 17. Kjöbenhavn K., og verður þá öl-extraktin
óðara send, hvort heldur borgun er send f peningum eða með
póstávísun.
— Samkvæmt skýrslum hlulaðeigandi sýslumanna, hafa komið
á land vogrek þau, er nú skal greina:
1. Innan Skaptafellssýslu:
1. Á Breiðabólstaðar- og Borgarhafnarfjörðum 24. nóv. f. á.:
fleki af strönduðu skipi, án nokkurra sérstaklegra ein-
kenna.
2. Á ýmsum rekafjörðum í Meðallandi og Landbroli veturinn
1876—77: 15 ferköntuð tré, sumpart úr greni, sumpart
úr beyki («boji»), hið lengsta 17 álna langt, tvö af trján-
um rnerkt B. & Co; 3 plankar, milli5 og 6 álna á lengd;
masturbútur 5Vs alin á lengd, ograngarbrot eða biti.
II. Innan Yestmannaeyjasýslu:
1. Fundið á sjó < rúmri mflu fjarlægð frá Vestmannaeyjnm
18. maf þ. á.: kassi með rullutóbaki, 120 pd. ; lokið á
kassanum merkt með svertu «No. 2. E. N. 0.», en á
hliðinni brennt nafnið E. Nobel.
Eigendur þessara vogreka innkallasf hér með samkvæmt
opnu bréfi 4. maf 1778 2. gr. og lögum 14. jan. 1876 22 gr.
til þess innan árs og dags að sanna eiguarrétt sinn fyrfr amt-
manninum f suðuramtinu og til að meðtaka andvirði þeirra.
íslands SuSuramt, Reykjavík 12. dag nóvemberm. 1877.
Bergur Thorberg.
— Benidikt Sveinsson assessor og sýslumaður í þingeyjar-
sýslu gjörir heyrnm kunnugt: Mér hefur tjáð konan Guðrún
l’orsteinsdóttir á Hraunkoti f þíngeyjarsýslu, að hún hafi f.vrir
fleiri árum síðan skilið að borði og sæng við mann sinn Olaf
Jónsson, eu þegar það f fyrra sumar hafi staðið til, að algjörð-
ur hjónaskilnaður gjörðist milli þeirra, hafi áður en hin lög-
boðna sættatilraun gæti fram farið, Ólafur farið úr landi
á leið tfl Vesturheims. Viti hún ekki, hvar hann síðan hafi
sezt að, og óskar hún nú, að skilyrðum þeim fyrir hjónaskiln-
aði verði fulluægt, sem ákveðin er með konungsúrsknrði frá
16. nóvbr. 1812 þegar svo stendur á, að verustaður annars
hjónanna er óþekktur.
Fyrir því innkallast með 6 vikna fyrirvara þeim, sem til-