Þjóðólfur - 30.11.1877, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.11.1877, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavík 30. nóv. 1877. 3. blað. — Póstskipið Valdemar, kapt. Ambrosen, kom hör til ^afnar 28. þ. m. þaö hafði haft langa ferð og erfiða, farið frá Khöfn 10. þ. m., en hinn 17. frá Leith. Frá Khöfn komu haeð því M. Smith konsúll og Einar Hjörleifsson skólasveinn; frá Leith, 3 íslendingar frá Kanada í Ameriku, þeir herrar Jánathan Jónathansson frá Eyðum, Árni Jönsson úr fingey- arsýslu, og Guðmundur Guðmundsson, vestfirskur. Nálægt ^Weyjum fann póstskipið briggskip mikið, heilt að mestu, Uema höggvin úr siglutrén; það var mannlaust, og ekkert í ''ema eitt svín lifandi. Póstskipið dróg þetta rekald til hafn- at á Færeyjum. ____________ «Fanny». Morguninn, þegar póstskipið lagði hér til Wnar, þektust þegar úrlandi útá skipinu skipverjar «Fanny- ár», skips þeirra G. Zoega, er nálega var talið af. J>eir komu 'ú Færeyjum. Er það af hrakningi þeirra að segja, að þeir 'ágðu út frá Seyðisfiröi 22. sept.; sigldu vestur undir Dyrhóla (f’ortland), en fengu þar vestanveður, og urðu að hleypa aust- "r aptur; komust þar ekki inn sökum norðan-áhlaupsíns hins íQikla, er þá skall á, og hleyptu því til hafs og stefndu á Fær- eyjar. Voðalegast var ofviðrið 10. og 11. okt., tók þá út 3 öíennina, og hárust 2 inn í skipið aptur, en hinn 3. týndist, honn hét Jón PórHarson, einn hinn röskvasti maður, sonur ekkju fátækrar hér í bænum (systur annarar ekkju, sem líka missti sinn son í sjó, á Austfjörðum í haust, sjá 2. nr. þ. bl.) Eptir það komust þeir slysalaust, eptir 29 daga ferð alls, til tórshafnar á Færeyjum. Nokkuð hafði skipið laskast kringum þilfar, og bát misstu þeir, matur allur varð ónýtur, o. s. frv., ea að öðru leyti komst allt heilt af. |>eim skipverjum var ágæilega tekið af eyjamönnum, og gekkst amtmaður Finsen sjálfur fyrir því, að þeir fengju hina beztu aðstoð, og hinn góökunni kaupmaður M. C. Restorff, tók að sér að veita þeim allt, er þcir við þurftu, og lofa skipverjar mjög hans viður- gjörning. Skipið var hlaðið fisld, og var liann þar lagður upp, eú skipið bíður þar til sumars. Hvað almenn tíðindi snertir, vísum vér til bréfanna, sem eptir fylgja, en skulum hér að eins drepa á hið helzta: Jón ^tursson yfirdómari, R. af D. er gjörður háyfirdómari (jústi- fiarius) yið landsyfirréttinn, en M. Stephensen, fyrri dómari við Saina. Skúli Magnússon sýslumaður í Snæfellsness. hefur fetigið Dalasýslu. Um ný lagaboð höfum vér engin tíðindi fengið, oghvorki ‘hun hafa koinið ferðaáætlun póstskipanna, sem þó var mest af öllu áríðanda að fá nú, né heldur vitum vér neitt að segja Utn kirkjutollsmálið. Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson frá ísa- fiföi, var nýsálaður í Khöfn. Vonum vér, að oss verði send u sínum tíma skýrteini til birtingar um helztu atriði úr æfi tass mikilmennis. Nýkomið var út í Khöfn allmikið bindi af íslenzltum Æfin- hirum, önnur útgáfa, útgefandi Carl Andersen. Bæði valið þýðingin hefur tekizt ágætlcga; enda virðast þjóðsögur v°rar að falla frændum vorum, Dönum, mjög vel í géð. Betri tufk en Carl gátu þær varla fengið, því hann er einkar vel að Sfcr í öllum alþýðu-fróðleik á Norðurlöndum og smekkmaður llllkill og skáld að öðru leyti. Bjöm Magnússon, málfræðingur, (frá piugeyrum) forðast | vetur til ltómaborgar; væntum vér þaðan fróðlegra tíðinda, íVl heldur, sem hann mun verða sá annar íslendingur (annar en afur Gunnlögsen, sem nú er í Paris) sem þangað kemur, söra Tómas sál. Sæmundsson ferðaðist. Björn er eink- dt'el að sér gjör, og sómi sinna ungu landsmanna. pegar Jón Sigurðsson forseti kom til Khafnar, héldu landar hans honum boð að venju, og var fagurt kvæði sung- ið fyrir minni hans, eptir Björn Magnússon. • Framfari", blað landa vorra á Gimli, 1. og 2. tbl., er komið. pað er svipað að útliti og Akureyrarblöðin. Hið helzta efni í honum er auk frétta: Prentfélagslög Nýja-ís- lands, og einkum: Frumvarp til grundvallarlaga fyrir kirkjufelag íslendinga í Vesturheimi. Er efni þess, að þeir stofna «Lutherskt kirkjufélag, sem trúir, að heilög ritning sé Guðs opinberaða orð, og hin eina áreiðanlega regla fyrir trú manna, kenningu og lífi». Siðirnir líkir og hér, en stjórnin skal vera í höndum safnaðanna sjálfra, þannig, að hver kirkja hefur forstöðunefnd, en allri kirkjunni stýrir formaður, skrif- ari og féhirðir. Meira um þetta síðar. — Frá ríkispingi Dana getum vér ekki sagt neitt í þessu blaði, nema pau aðal-tíðindi, að eptir mikið stapp sampykkti þingið bráðabyrgðar- ijárlög, er gilda til ársloka. Bréf frá útlöndum. Edinburgh, 16. nóv. 1877. Ekki er enn skriðið til skara í Austurvegi. pó hafa Rússar nokkuð unnið á síðan fréttir fóru síðast til íslands. í Armeníu hefur hershöfðingi Tyrkja, Moukhtar «hinn sigursæli» orðið að hrökkva undan alla leið vestur að Erzeroum; en þar hefur hann numið staðar. Borgin Kars austur undir landa- mærum Armeníu og landa Rússa er óunnin enn, en Rússar sitja um hana, og ætla margir, að hún muni eigi lengi stand- ast umsátrið. Eins þykir hætt við, að Erzeroum geti ekki veitt mikla vörn, því að sú borg er illa víggirt. í Búlgaríu hefur minna áunnizt, en þó er nú hið sterka vígi Tyrkja, Plevna, alveg umgirt, og segjast Rússar ekki munu þaðan hverfa fyr en borgin gefizt upp. Hins vegar smala Tyrkir saman öllu því liði, sem þeir fá, til að brjóta hergarð- inn, en vanséð er, að þeim takist það. Nú sem stendur sýnist því Rússum að veita betur; en allar líkur eru til, að langt sé þess að bíða, að aðrirhvorir verði svo að þrotum komnir að friður komist á. í vesturhluta álfu vorrar þykir helzt tíðindavænlegt á Frakklandi. Kosningarnar til neðri málstofunnar gengu mjög á móti forseta og ráðaneyti hans, svo að vinstri menn eða lýð- veldismenn hafa rúman 100 atkvæðamun á þinginu. Skömmu síðar fóru og fram kosningar til héraðanefndanna; og þar unnu vinstrimenn einnig talsvert. Beiddist þá ráðaneyti Macmahons lausnar; hann reyndi að fá sér aðra menn í ráðaneyti sitt, og valdi þá alla af hægri flokkinum; en það tókst ekki, og neitaði hann þá ráðaneyti sínu lausnar. Við þetta stendur enn. pingið er að vísu komið saman fyrir fáum dögum, on þar hefur lítið annað verið gjört, en að rannsaka kjörbréf þingmanna. pegar þingið byrjar fyrir alvöru, eru menn uggandi um, hvað forseti muni taka til bragðs. Hægrimcnn ráða honum til, að láta eigi undan, hvað sem í skerist. En vinstrimenn eru eins fastráðnir í að láta eigi svo búið standa. Sumir segja, að forseti muni biðja efri málstofuna að hleypa upp neðri málstofunni aptur; en aptur segja aðrir, að fleiri ráðherrar en í vor muni hliðra sér við því. Hér hefur verið verra sumar en menn muna í 40 ár. Mikið af korni og jarðeplum hefur alveg ónýtst, og liggur enn á ökrunum og fúnar niður. Bændur segja, að uppskera sé í sumar fullum þriðjungi minni en í meðal-ári. Rófur og aðrar fóðurtegundir hafa einnig misheppnazt, svo menn hafa orðið að farga fjárstofni sínum að miklum mun. í f. m. varð voðalegt slys í kolanámum eigi langt frá 9

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.