Þjóðólfur - 30.11.1877, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 30.11.1877, Blaðsíða 3
11 hituim ágæta höfundi sendum vér liér með vora hjarlanlegu Þðkk og hamingju-ósk fyrir hans skörulega starf. Jarðeplaíliig’an. Vér höfum fengiö áskorun frá amtmanninum yfir suður- °g vesturumdæminu, að skýra frá flugu þeirri, er svo heitir. Höfðum vér áður samið um hana iitla grein, en láðst eptir að prenta hana. Fluga þessi (Chrysomela decemlineata) er tand við héraðið Colorado i Ameriku, og var þar þekkt síðan 1823; lifði hún á villiplöntum nokkrum, þaugað til 1861, að þar var farið að rækta jarðepli. l’á tók hún að leggjast á þau og eta ofan af grasinu. Nú 1 16 ár hefur fluga þessi smá fært sig yfir allan Vesturheíminn austur að hafi, og hefur þegar lagt undir sig 50,000 mílna svæði. Skaði sá, sem hún er búín að gjöra, er melinn á nál. 100 mill. króna. Að vísu hefur aldrei orðið sannað, að grasetandi fluga úr Ameriku hafi sezt að í Norðurálfunni, en þar fullyrt er að fluga þessi hafi nýlega sézt á þýzkalandi, þykir einnig von á þessum gesti til Danmerkur, og fyrir því þykir bæði yfirvöldum og blaðamönnum hæfa, að vara almenning við voðadýri þessu. Fluga þessi er nál. '/a þuml. á lengd, sívöl og afiöng, upphvelld, sleip og gljáandi, dökkgul að undirlit. Höfuðangar (Fölehorn) tlugunnar eru dökkleitir fremst, eins lit eru augun og blettur ( enninu; einnig eru dökkvar randir fremst og apt- ast á brjóstskildi hennar, svo og ellefu smá blettir, og er sá í miðjunni stærstur og í lagi eins og V; á kviðnum liggja þver- rákir úr smádeplum ; knén eru einnig dökk og hinir ferlið- óttu fætur, og er næst fremsti liðurinn vaxinn eins og tveir kringlóttir sneplar. þakfjaðrirnar eru Ijósgular með ellefu svörtum langrákum ; þegar flugan flýgur sést i rósrauða und- irvængina. Flugan sest fyrst í maí á jarðeplagrasið (í Ameriku), og eptir 12—14 daga fer hún að verpa eggjum sínnm, og stendur á því í 40 daga, og etur bæði hann- og húnflugan ákaft allan þann tíma. Ein fluga verpir frá 700 til 1200 eggjum; þau eru dökkgul og liggja fastklínd innan ( grasblöð- Unum, 12 til 20 saman. Að 5 til 6 dógum liðnum skrýður ormurinn út, hann er dökkgulur, perumyudaður, en smá lýs- ist; óðara fer liaun að eta af blöðunum, en eptir 17 til 20 daga skrýður hanníjörðina og fær hýði. Eptir 10 til 12 daga kemur flugan úr hýðinu og flýgur upp á blöðin, og ungar siðan út ( júnf, og er þá ný kynslóð komin á kreik. Uið þriðja kyn undan sömu fiugu kemur fram í ágúst og liggur í jörðu Um veturinn. Fjölgun þessarar ílugu verður því varla talin, og því svarar ekki kostnaði að rækta jarðepli, þar sem liuga þessi þrifst. Uelstu varnarmeðöl við vargi þessum hefur reynst, að sópa orminum af grasinu í poka og mylja síðan alll saman; svo og að reita af öll hin skemdu blöð ásamt með eggjunum og brenna. Völskueitur og spanskgræna drepur og flugur þessar; er því sem dupti þirlað yfir garðana, eða hrært í vatui og ausið yfir grasið. Ú R B R E F I. „Eg fæ ekki betur séð en þér hafið rétt að mæla í 1. tblaði pðlfs. l'- á., að pað sé rangt og skaðlcgt, að setja ekki moira fé en jiingið Sjörir í umbætur og til framfara í landinu, úr pví eittkvað fé er til, s°m þarf að komast á leigu, eða úr Jjví eitthvað fé fæst upp á framtíð landBÍns. Allra pjúða reynsla í seinni tíð sannar, ab því moira fé, sem *agt er fram til að bæta samgöngur, menntun og félagsskap, því hærri °g vissari renta fæst í bráð, og einkum í lengd, af því fé. pær reutur, s°m við fáum af þeim höfuðstöl, sem veltist í höndum útlendra eða eiástakra manna, eru landinu bæöi óvissar og ónógar. Allt það fé, 8°m við sjáltír samanspörum, bæöi sjóði og annað, œttum vér sem fyrst l*ra að nota sjálfir innan lands, sem driptar-kapítal. .----- þjóðir, scm rísa (eða eiga að rísa) eins og til nýrrar tilveru, mega ®kki leggjast í tóma smámuni, smá-nurl og smá-kýting. þjóð vor þarf í'11 1 í f, hún var orðin veikluð, vantrúub, eyrðarlaus og afrekslaus. 1111 kcimtar og hún biður um eitthvað stórt, eitthvaö stórt að lifa upp s’ 8lílna við, deyja fyrir, stór augnamið, sem kalla alla hennar krapta a‘áan, augnamið, sem vekja lífsfjör, trú, áræði, elju, og sem skapar loovilja. Vort unga fólk keimtar eins og nýtt lífs-evangelium, ný lifs- frv}SÍP’ scm 1 ^ör lncö scr nýjan hugsunarhátt, ný stórvirki, nýja, sai'i, almeunari, yfirgripsmeiri, hreinni, sannari þjóðmenntun. AUt okkar „frelsi“ er enn mestmegnis á vörunum og í barndómi, ekki af því, að stjórnarskráin er ófullkomin og ónóg, heldur einkum af því, að allur hugsunarháttur vor er enn lágur, þröngur, ólireinn, óupplýstur, bund- inn á alla vegu, án þess viö vitum eða veitum því eptirtekt. Bænda alþýba vor gruflar enn í moldarkumlum sínum, kann ekki enn að hirða sín húsdýr, því síður að mennta sín börn, kann ekki enn að velja sér formann eða fulltrúa til neins nema af handa-hófi, því síður hún kunni að kalla sér sinn meðfædda náttúrurétt í hendur t. a. m. þann, að kjósa sérsinn eginn sálusorgara. Embættislýður vorer: mestmegnis samtýn- i n g u r, því þótt sumir séu betri en alþýðumenn, morna þeir upp og þorna i vorri þjóðfélags eyðimörku. Kirkjan er steinköld og dofin, og sem félag hjarandi á hungurmolum fornra siða og setninga, og hald- andi sér mest og bezt viö á þögn og þvingun. — pig vantar að vera r a d i k a 1, þjóöólfur ! svona áttu að kenna! — — — — Um gönur og æðisköst tala eg ekki, eg trúi ekki á neina lausa hnyltki og rykki í frsmfaralífi manna né þjóða, heldur festi eg hugann við hitt, að engar verulegar framfarir í menntun og siðgæði manna né þjóöa eiga stað, nema hugsjónir þær, sem stýra verkum og viðleitni manna, séu stórar, fjörugar, frjálsar, glöggvar og víðsýnar. í hugsjóninni er yfir- ferðin ógurlega stór, víðsýnið svo langt, að lífsins sönnu fyrirmyndir s j á s t með litum og einkennum, hugsjónin er spámannsins eða sjá- andans sjónargler, sem sýnir honum tímans fyllingu. í framkvæmd- inni aptur kemur hyggjuvitið, ónýtt í trú og hugsjón, en ó- missandi þjónn til daglegra starfa undir umsjón húsbónda síns, andans. En að gjöra þann þjón að húsbónda, er ætíð ísjárvert, og aldrei verður hann praktiskur fyr en hann er orbinn fær um aö vera húsbóndi sjálfur". — * * * petta bréf barst oss nú með pósti. paö var nafnlaust og ómerkt. Mun það flestum þykja ærið svæsiö, og drógum vér þó töluvert úr því- Yér ráðumst í að prenta það, til þess menn þó sjái, að svæsnir munnar eru líka til á íslandi. Bréfið er auðsjáanlega skrifaö af manni með menntun og gáfum, en hvort heíli hans muni vera alveg hnífréttur, geta lesendurnir sjálfir dæmt um. R i t s t. t pann 1. júní 1877 andaðist að Tungufelli í Lundareykjadal hin góð- fræga merkislcona Helga Magnúsdó ttir; húnvar fæddáRíp 1 Skaga- firbi 15. júní 1807. Foreldrar hennar voru Magnús prestur Árnason og Anna porsteinsdóttir. Flnttist hún með þeim árið 1811 aö Steinnesi í Húnavatnssýslu, og ólst þar upp í fööurgarði, þar til hún var 15 ára. Fór hún þá vistferlum til ekkjufrúar Guðrúnar Oddsdóttur á Hvítár- völlum í Borgarfirði, er sama ár giptist pórði konferenzráði Sveinbjarn- arsyni. Yorið optir fluttist hún með þeim að Hjálmholti i Flóa og dvaldi þar í 12 ár. Haustið 1834 giptist hún fyrra manni sínum Birni sáluga Kortsyni bræðrungi frú Guðrúnar, sem öll þessi ár hafði verið henni samtíða. Ftuttu þau svo að næsta vori að Möðruvöllum í Kjós, og bjuggu þar þangað til Björn sál, andaðist í októbermán. 1857. í þessu hjóna- bandi varð henni 8 barna auðiö, hverra 3 fagna nú móður sinniá landi lifenda, en 5 eru á lífi. Yorið 1858 fluttist hún að Hóli í Luudareykja- dal, til ekkjumannsins Jóns sál. Einarssonar, fyrr hreppstjóra og meda- líumanns, hvern hún gekk að eiga í októbermán. sama ár, en sem hún aptur missti ár. 1863. Eptir það bjó hún meö börnum sínum á Hóli, þar til hún brú búi vorið 1869 og fór til Kristínar dóttnr sinnar. Á þessuru síðustu búskaparárum kom hún syni sínum f skóla, Jónasi aðstoöarpresti á Sauðlauksdal í Barðarstrandarsýslu. Árið 1874 fór hún til sonar sins Lárusar, er þá byrjaði búskap, og dvaldi hja honum til dauðadags. Helga sáluga var þrekmikil til sálar og líkama, djörf og hreinskil- in og örlát opt framar en efni leyföu, því hún gat engan auman sjeð, að hún léti hann synjandi frá sér fara. Margan mun enn reka minni til gestrisni hennar, og með hve ljúfu geði jafnan var veitt. pótt Helga sál. væri framan af æíinni heilsugóð, þjáðist hún mjög hin síðustu æfi- ár af megnri brjóstveiki, og hið síðasta ár lá hún allt af í rúminu. En eins og hún ávallt hafði sett allt sitt traust til Guös, eíns bar hún hinn síbasta sjúkdómskross með kristilegrí þolinmæði og auðmjúkri lotningu undir hans náðugan vilja, en þráði lausn sína og fyrirheitinn fögnuð og sofnaði þannig hinum síðasta blund með kyrrð og værð, svo að hún vaknaöi aptur þar, er hugur hennar dvaldi, í dýrbarríki Drottins. — Lesondum pjóðólfs til gamans, setjum vjer hjer nöfn þeirra blaða og tímarita, er skrifstofu pjóð. bárustmeð þessari póstferð, og sjá menn af því, að við erum ekki með öllu lokaðir út úr heiminum: Frá Khöfn: Fædrelandet, Dagbladet, Xær og Fjern; frá Stokkhólmi: Illustrerad Tid- ning; frá Gautaborg: Handels och SjöfartsTiduing; frá Englandi: Times, Sportman Times, Public Opinion, The Athenæum, 111. London News, The Globe, The World, The Saturday Review, Weekly Times, The Graffic, Punch; frá Ameríku: Budstikken og Framfara; frá Ungaralandí: ÖSSZEHASONLITO IRODALOMTÖRTÉNELMI LAPOK (tímarit fyrir samanburð á bókmenntum, pað er á ýmsum, tungum útgefið af tveim- ur frægum rithöfundum, dr. Brassaiog dr. Meltzl í Clausenburg). — þegar hinum Algóða þóknaðist, hinn 3. febr. þ. a. að kalla til sín úr þessa lífs andstreymi til betra lifs, minn heitt elskaða mann, Sigurð Nikulásson, vakti Guð upp ýmsa góða menn hér í plassi, bæði til þess að hugga mig og bjálpa mér

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.