Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.01.1878, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 08.01.1878, Qupperneq 2
18 þannig eru neyddir til að basla við, en sem við fyrsta tæki- færi þarf að laga, ásamt öðru fleiru skólanum og hans stjórn viðvíkjandi. Almenn tíðlndi, manntjón, skipshaðar, mannalat. Síðan póstar lögðu af stað fyrir miðjan f. m. hefur gengið illviðra- og hörkutíð mikil með stórhríðum og 12 til 14° R. frosti hér í Rvík. Póstar komust ekki fyr en eptir rúma viku, að sögn, upp að Hjarðarholti. Skömmu fyrir jólin brutust þó nokkrir bátar héðan suður í Garðsjó, og urðu vel varir við fisk, en gæftir bönnuðu nema fáeinum að nota það; eins urðu Akurnessmenn vel varir á sínum miðum, og hafa menn nú nokkuru betri vonir en áður, ef veðurátt yrði hentug. í Hafnarfirði náðust nokkrar tunnur af síld fyrir jólin, og varð að því töluverð björg. Maður úr Keflavík varð úti suður á Miðnesi nokkuru fyr- ir jólin. Alstaðar að heyrist hörð tíð og innistöður miklar. Er mælt, að ýmsir menn í upp-sveitum Árness- og Rangár- vallasýslu hafi fyrir jólin létt á heyjum sínum með vara- skurði, mest lömb eða geldneyti. Yestan af ísaflrði komu og njdega menn, er sögðu sviplíka ótíð. Kaupstaðir vestra eru allir sagðir örbirgir, nema á ísafirði. Haustvöruskip þeirra hra Hafliða í Svefneyjum var ókomið fram, oger það Breiðfirðingum hinn mesti bagi. Fiskilítið var víðast hvar orðið. Snemma í f. m. varð sorglegt slys nálægt Skriðnesenni í Strandasýslu: hvolfdi þar báti rétt við land á steini; logn var en myrkur; drukknuðu þar: forsteinn sonur Jóns óðalsbónda á Broddanesi, ungur efnismaður, og kona hans, líka ung og efnileg, dóttir Jóns óðalsb. á Enni; hafði hún farið sér til skemmtunar til rekafjöru með manni sínum; 3, sem létzt hét Matthías, bróðir konu J>orsteins, og hinn 4. var unglingspiltur. Tveir menn komust heilir í land með skipinu, karlmaður og stúlka. — Reki er sagður verið hafl óvenjulega mikill í haust fyrir öllum Ströndum. Kjötskip hinna norðlenzku kaupmanna hafa haft litlu láni að fagna haustið sem leið. 28. nóv. rak í strand fram undan þ>aralátursnesi á Ströndum skipið «Verðandi», skipstj. C. Söiland; það kom frá Borðeyri með sláturfarm, og ætlaði til Björgvinar. Skipverjar komust lífs af, en 12 stundir höfðu þeir orðið að fyrirberast á skeri því, er skipið strand- aði á, áður en þeir björguðust til lands. Litlu af farminum þótti líklegt að yrði bjargað, enda var skipið mjög brotið. Ætlaði sýslumaður ísfirðinga að takast þá torveldu ferð á hendur að halda þar uppboð; staðurinn liggur mjög nærri sýslumótum, og eru vegir þar um Strandirnar illfærir eða ekki á vetrardag. — MANNALÁT. 9. des. f. á. andaðist að Keflavík liúsfrú Jóhanna Jakobsdóttir Petersen, móðir P. J. Pet- ersens verzlunarmanns í Keflavík og systur hans Guðrúnar. Hún var fædd 5. maí 1805 að Kaupangi í Eyjafirði, en fiutt- ist ung hingað suður. Hún var fyr gipt j>or!áki pre3ti Thor- grímsen að Auðkúlu, en missti hann eptir 3. ára sambúð. Tveim árum seinna giptist hún Jóhanni gullsmið Petersen í Reykjavík, og lifa af þeirra 5 börnum að eins hin tvö áður- nefndu. Hún missti þennan mann sinn 1847, og bjó síðan hér í bæ þangað til hún flutti fyrir nokkrum árum síðan til sonar síns. Hún var einkar vel látin kona, fastlynd, þolin- móð, hógvær og grandvör. — 3. dags kveld jóla andaðist hér í bænum úr svefni hinn alkunni bóksali og bókbindari E g- í ] 1 JónSNðn, tæpra 60 ára að aldri. Hann var löngu orðinn nafntogað- ur um land allt, sem landsins einasti bókaforleggjari og öt- ull og áreiðanlegur bóksali, og sem bókbindari var hann og einhver hinn fyrsti, sem á landi hér hefur verið. Eins og kunnugt er, hafði hann með háu verði keypt forlagsrétt að ýmsum merkum bókum, svo sem: helztu bókum biskups vors og Mynsters hugleiðingum. Egill Jónsson var af fátækum kominn, en hóf sig sjálfur með gáfum og dugnaði, því hann var atgjörvismaður að vitsmunum og framkvæmd, og svo hP' ur og kurteis í viðskiptum og umgengni, að jafnan var oið á gjört. Eptir liann liggur upplag mikið í góðum bókum og margföld viðskipti, og verður bóksölunni eflaust haldið áfram- LEIÐRÉTTINGAR. í 2. tbl. J>dlfs. þ. á. er get' ið fráfalls Jóns Guðmundssonar frá Kagaðarhóli í Eyjafirði, en á að vera: frá Kagaðarhóli í Húnavatnssýslu. í n;^- 100 expl. af síðasta tblaði urðu nokkrar prentvillur og var hin helzta: Tholuck f. 1699, en átti að vera: Tli. f. 1799. í síðasta blaði: að fyrir Bazarinn hefði inn komið 1500 kr., en átti að vera: 1000 kr., eins og stóð í handriti vor'1 og leiðrétt var í próförk. Laxveiðafjela<r islands. 1877 dag 28. ágústmánaðar mættu þeir, alþingismaður Einar Ásmundsson frá Nesi í þnngeyjarsýslu og E. Egilsson frá Reykjavík, á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, hvort þeir höfðu lauslega boðað bændur úr nefndum hrepp og Mosfells- sveit, til þess þar að ræða um laxveiði vora hér á landi, og heyra undirtektir manna á því máli, hvort ekki væri unnt með góðum samtökum að efla veiði þessa, og koma henni í betra horf en hún til þessa verið hefur í. Mættu á fundi þessum velfiestir búendur í Seltjarnarneshrepp og margir úr Mosfellssveit, og gjörðist góður rómur að málefninu, sem var rætt fram og aptur, og varð sú niðurstaða fundarins, að fé- lag var stofnað í nefnduin tilgangi, og frumvarp til laga handa því fram lagt, upp lesið og staðfest i einu hljóði af fundinum, eins og félaginu var einnig nafn gefið, sem sé' «Laxveiðafélag íslands». Frumvarpið, sem þannig var orðið að lögum fyrst um sinn, hljóðar þannig: L Ö G hins íslenzka laxveiðafélags. 1. grein. J>að er tilgangur félagsins, að auka og eíia laxveiðar á landinu með því að líta eptir, að laxinn í öllum ám, þar sem laxganga er, sé friðaður, eins og landslögin frekast leyfa, og með því að stuðla til þess svo sem unnt er, að laxinn geti tímgast sem mest. 8ömuleiðis með því, að koma laxi í ár, þar sem hann er nú enginn, og með hverjum öðrum ráðuiu að auka og bæta laxveiðar og laxverzlun landsins. 2. grein. Félagsmaður getur hver sá orðið, er styðja vill þennaH tilgang félagsins, hvort heldur er karl eða kona, ef han» leggur í sjóð félagsins, annað tveggja, 5 krónur í eitt skipti, er hann gengur í félagið, eða 50 aura ár hvert, í 20 ár. 3. grein. Ileiðursfélagi getur hver sá orðið, er sýnir fram úr skai' andi dugnað í því, að efla tilgang félagsins, og skal um það dæmt á aðalfundi, hver til slíks hefur unnið. 4. greiu. Aðalfundur félagsins skal haldinn í Reykjavík 1. dag á' gústmánaðar livert ár, þá er alþingi stondur. Á fundinui" skal ræða félagsmál, kjósa menn í félagsstjórn, rannsaka fé' lagsreikninga, nefna menn til heiðursfélaga, ef nokkur er á' litinn verður þeirrar sæmdar, og gjcra áætlun um fyrirtæk' félagsins til næsta aðalfundar. 5. grein. í stjórnarnefnd félagsins skulu vera 3 menn, forseli, íé- hirðir og skrifari, er skipta stjórnarstörfunum með sér á bag' anlegasta hátt. J>rír menn aðrir skulu og kosnir til vara, ( ‘ takast störf stjórnarnefndarmanna á hendur, ef þá ber (1 milli aðalfunda, en annars skal stjórnarnefndin hafa þa st 1 til ráðaneytis, þegar henni þykir við þurfa. Stjórn félagsins skal eiga heima í Reykjavík, eða í nánd við hana. 6. grein. Kjósa skal enn fremur einu héraðsfulltrúa og vara i trúa í hverri sýslu eða sýsludeild á landinu, og eiu þ

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.