Þjóðólfur - 20.03.1878, Page 2

Þjóðólfur - 20.03.1878, Page 2
42 7: skiptalögin, vitagjaldslögin, kaupmannalögin, lögin um fiski- veiðar útlendra þegna Danakonungs, einkarjettarlögin, gjaf- sóknarlögin og tíundarlögin. P ó s t 8 b i p i n. Eptir ferðaáætlun þeirri, sem nú kom frá Khöfn, á gufu- skipið Valdemar (eða Fhönix) að fara sínar venjulegu 7 ferð- ir milli Kvíkur og Khafnar og koma við í hverri ferð að eins í fórshöfn og í Leith á Skotlandi. Strandferðaskipið Diana á að fara 3 ferðir. í fyrstu ferðinni á það að koma fyrst til Rvihur 21. mai, fer síðan vestur og norður um land og kemur við á sömu stöðum og í fyrra, og kemur aptur til Rvíkur 4. júni; siglir þá (í fyrsta sinn) yfir Færeyjar og Granton til Hafnar. í 2. ferð sinni kemur hún til íslands 22. júli á Seyðisfjörð; þaðan norð-vestur um land, um Húsa- vík, Akureyri, ísafjörð, J>ingeyri, Stykkishólm og Rvík 30. júli; fer þaðan 6. ágúst vest-norður um (Júngeyri, ísafj, Ak- ure., Húsav.,) til Seyðisfjarðar, og kemur til Khafnar 23. á- gúst. í 3. ferðinni fer hún frá Khöfn 1. sept. og kemur til Seyðisf. 10. sept„ fer svo norð-vestur um (Húsav., Akureyri, Skagastr., ísaf., Flate., I>inge., Stykkish.) til Rvíkur 19. sept; fer þaðan 25. sept. og kemur á heimleiðinni við á Seyðisfirði og heim til Khafnar 9. oklóbcr. Diana kemur við í hverri ferð í Granton og á tveim stöðum í Færeyjum. Valdimar á hvergi við að koma hér við land nema í Kvík og Hafnarfirði (og í Vestmannaeyjum ef gefur). í júní hittast bæði póstskipin í Rvík og aptur 30. júlí (standi allt heima); og einu sinni (í 2. ferð.) hittast þau í Khöfn. petta yfirlit verða menn að láta sjer nægja fyrst um sinn, því vjer höfum ekki rúm fyrir meira, enda mun áætlun- in verða sjáanleg á öllum póststöðvum landsins. Álit um tilhögun stjórnar vorrar á þessu máli mun J>jóð- ólfur síðar færa, en hér skulum vér einungis taka fram, að svo lengi sem þing vort selur stjórninni sjálfdœmi á málinu, getum vér naumlega heimtað eða búist við betri úrslitum þess. Hiafnbsetiir. í f. mán. sæmdi konungur Ara lækni Arason á Flugumýri í Skagafirði með kansellíráðs nafnbót; og s. d. Ásgeir alþingismann Einarsson á |>ingeyrum með krossi dannebrogsmanna. Fréttabréf. Edinburgh 4. marz 1878. Ekki verður um það kvartað, að tíðindavant hafi verið í vetur; en hvort þau hafa verið kölluð góð eða ill, hefur mest verið komið undir hugsunarhætti hvers eins, er heyrði. J>að væri hægt að fylla |>jóðólf mörgum sinnum með bardagasög- um, sigrum, ósigrum, grimmdarverkum, hörmungum og fleiri atvikum úr ófriðinum milli Rússa og Tyrkja, svo að sá les- andi, er sólgnastur er í bardaga og vopna viðskipti, fengi miklu meir en nægju sína. Eg nenni samt ekki að telja, hvað marga hver kappinn hafði í höggi hverju, né hve margir fórust fyrir hverju skoti. Eg læt mér það nægja, að segja, að vörn Tyrkja var þrotin um jól, og Rússar hafa vaðið yfir Tyrkjalönd suður að Miðjarðarhafi. Um nýárið var gjört vopnahlé, og síðan hefur staðið á friðarsamningum. Fréttist það fyrst í morgun, að friður væri nú loksins saminn, en ekki vita menn enn hér friðarkosti. Margar eru sögur um þá, en á þeim er ekki reiður að henda. J>ó mun það satt, að Bulgaría öll bæði fyrir norðan og sunnan Balkanfjöll sé skilin undan ráðum Tyrkja; svo og Herzegóvina og Bosnía; Rússar munu einnig ætla sér nokkurn hluta Armeníu, fyrir ómak það, er þeir hafa haft, að losa Búlgara undan Tyrkjum. J>ess- ir eru sagðir friðarkostir milli Rússa og Tyrkja, og má segja, að veldi Tyrkja í Norðurálfu sé að fullu brotið. Er það lítill skaði, því að Tyrkir hafa þar lítið gagn gjört. Aðrir segja, að ekki batni um húsbænda-skiptin, þar sem Rússar komi í staðinn. Má það vel vera, en trautt mega þeir verri verða en Tyrkir. Hér í landi hafa menn mjög skipzt í tvo flokka, hver hverjum voru sinnaðir Rússum eða Tyrkjum. Eg held engum sé óréttur gjör, þótt eg segi, að hinn grunnhyggnari og fram- hleypnari hluti landsmanna hefur viljað róa öllum árum að þy* róa, að Bretland veitti Tyrkjum og segði í sundur griðum vi Rússa. Segja þeir, að Tyrkjaveldi sö ómissandi varnargarður milli Rússa og eigna Breta í Austurálfu; sé það sama og að láta hús sitt opið fyrir spillvirkjum og ræningjum, ef Rússum sé leyft að brjóta þenna vegg. Meiri hluti landsmanna hefur þó ekki fælst þessa grílu hingað til. En þótt Rússar og Tyrkir hafi gjört frið, eru eptir mörg mál þar að lútandi, sem Rússar og Tyrkir eru ekki bærir um að ráða til fulls sín 1 millum. Svo er um það, bvort leyfast skuli herskipum sigl' ing milli Miðjarðarhafs og Svartahafs, hvernig skuli stjórn skipað í Búlgaríu, siglingar um Dónármynnið og annað fleira- Um allt þetta eiga allar þær stjórnir atkvæði, er tóku þátt 1 Parísarsamningnum eptir Krimleiðangurinn. Hefur það kom' ið í orð, og jafnvel samþykkt, að stjórnendur allir, sem hcr eiga hlut að máli, og jafnvel fleiri, legði fund með sér í Ba- den á J>ýzkalandi, og réði málum þessum til lykta. pykir þá tvísýni á, hvort af fundinum verði, og hvert samkomulaS verði á fundinum, ef hann kemur saman. En víst er um það, að Bretland og Austurríki búa nú her sinn í á' kafa, og ætla meiin, að þeir vilji geta gripið til ríkari ráða< en orðanna einna, ef Rússar vilji öllu einir ráða á fundinum- í Rómaborg hafa á þessu ári dáið tveir merkismenn þesS' arar aldar. Rétt eptir nýárið Victor konungur Emanúel. Vaf hann mjög harmdauði sínum mönnum. Ef nokkur síðari tím* konungur hefur haft það, er forfeður vorir kölluðu konungS' hamingju, þá hafði hann hana. Hann bar gæfu til að verða einn koDungur yfir allri Ítalíu; vann þó engin þrekvirki sjálf' ur, né bældi undir sig annara óðul, né rak aðra konunga frá ríkjum; heldur lagðist allfc upp í hendur honum. Var þa^ einkum tvennt, er honum dróst til vinsælda og hamingjm fyrst það, að hann var konunga fúsastur til að hlýða ráðum hinna vitrustu manna, og hitt, að hann aldrei barðist móti eindregnum vilja landsmanna, þótt honum væri vilji þeiri'3 þvert um geð. Hinn merkismaður Rómahorgar var Fíus páfi niundi• Hann lézt snemma á þorra. Hann hafði verið lengur páfi nokkur annar maður, eður í 32 ár, og hrakið þannig spár all' ar, er sögðu, að enginn mundi lengur páfi en Pétur postuli- Segja kaþólskir menn, að hann hafi verið 25 ára páfi. En þa^ er sögusögn ein, og veit enginn með vissu, hvort Pétur post' uli var nokkurn tíma í Róm eða eigi. Meiri tíðindi og breyt' ingar gjörðust á skipun kirkjunnar kaþólsku undir stjórn P*' usar en flestra annara páfa. Undir hans stjórn lýsti kaþólsk® kirkjan banni yfir öllum framförum þessarar aldar, lýsti yÖr syndlausum burði Maríu meyjar, og óbrigðulleik páfans sjálfs' Óvíst er nú, hvern þátt Píus sjálfur átti í aðgjörðum þessuim Öllum kemur saman um, að hann hafi verið Ijúfmenni mcst®’ og á fyrstu árum páfadóms síns sýndi hann mikinn áhuga á* að koma stjórn kirkjunnar í frjálslegra horf, en á síðari áruu1 páfadóms síns var hann svo mjög undir ráðum JesúmanD®’ að hann mátti engan veginn sjálfráður heita, þrátt fyrír brigðulleik þann, er þeir eignuða honum. Sá, er kjörinn var páfi 1 stað Píusar níunda, hét Pe°ct kardínáli, og tók hann nafnið Leo þreltándi. Hann er sagð' ur maður frjálslyndur og frásnúinn Jesúmönnum. En það cl vant að ráða, hvernig páfi verði, af því, hvernig hann koDl fram, áður en hann varð páfi. Á Frakklandi rættist betur úr, en á horfðist í hau9' Mac Mahon lét að lokum að vilja landsmanna, eins og baDl1 lýsti sér í kosningunum til þingsins, og sagði sér afhenda Broglie hertoga og þá félaga Napóleons-sinna og klerkavl11^ en tók sér til ráðaneytis Dufavre greifa og aðra af hiu ^ frjálslyndara flokki. Hefur þar allfc farið fram síðan með k)1 °g spekt. _ ap Vetur hefur verið hér góður og blíður, en mjög er mennar kvartanir um deyfð í verzlun og handiðnum. ^ ^ P. s. 7. marz. Friður var saminn milli Rússa og Tyr

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.