Þjóðólfur - 10.04.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.04.1878, Blaðsíða 1
12. blað. 30. ár. Reykjavík, 10. april. 1878. Verzlnn og sjávarútveg-ur. Eins og vér gátum utn í síðasta blaði, virtist vetrar ver- tíðin í Noregi ætla að verða drjúgum minni en í fyrra; þá var þar eitthvert hið bezta fiskiár (slæmt ár víða á Færeyjum, en gott fyrir öllu austur- og norðurlandinu hér; afleitt fiskiár við Faxaflóa). Hvað leiðir nú af þessu? í úrs yfirliti því, som aðalblaðið í Björgvín «Bergens posten» gefur y.fir sjávar- afla Noregs í fyrra, játar ritstjórinn að þorskafli hafi þar °rðið með mesta móti, en flýtir sér um leið að taka fram, að afla-upphæðin sanni alls ekki almennan ágóða að sama skapi °g í fyrstu sýnist sjálfsagt. J>etta er mjög athugavert. llit- stjóri hins nefnda blaðs getur þess fyrst, að árið sem leið ha.fi að öllu samanlögðu reynst laklegt meðal-ár fyrir Noreg. «Mikill sjávarafli er í almenningsaugum jafnan boði betri tíða. Svo er því og vissulega varið þegar litið er á opinberar skýrslur °g reikninga («fra statsöconomisk standpunkt betragtet») að Verzlunin, og einkum verzlunarstéttin, á aldrei betri tíð í Vændum en einmitt eptir rýrar vertíðir». pessa nokkuð kyn- legu röksemd sannar hann með úrslitum þorskaverzlunarinnar ^rið sem leið. Hinn mikli afli í Lófætinum á Hálogalandi hleypti kappi í kaupmenn, svo að hávaðinn af fiskinum varð borgað- með hærra verði, en kostnaði svaraði, þegar þeir loks seldu tann á Spáni og í Portugal; mikið af fiski þessum var keypt- ur blautur, og þau kaup gáfust verst. En er kappið var byr- jað í verzlun þessari — þarna í sjálfu verinu —varð það ekki 8töðvað, enda þótt hlaðfiskið við Finnmörk bættist við til að kúffylla markaðinn. Hér að studdi og, að smásaman barst sú saga, að aflabrögðin við Nýfundnaland og Labrador væri lítil. tannig gekk til vertíðarloka; áttu þá kaupmenn ærinn fisk, er reyndist þeim flestum ýmist ofmikill eða of dýrkeyptur, þegar salan hófst. pó gekk lakast með hrognin, og urðu kaupmenn fyri stórskaða við söluna á þeim, enda er síðan hinn versti ^urr í verzlaninni gegn þeirri vöru. í norsku blaði frá 5. jebr. í vetur segir, að nú gangi hin mesta viðsjá og varkárni 1 blautfiskkaupum kaupmanna; um verð er ekki getið, en um hrognkaupskapinn er þar sagt, að öll líkindi séu til að tunnan af þeim muni falla úr 10-12 spesíum niður i 2-4 spesíur eða ^Unnske meira. Hrognin hafa til þessa verið höfð fyrir síld- a>agn (Sardel-beitu), en nú sé beita fundin í þeirra stað að Adklu leiti, svo og að það lítið sem markaðinn vanti, fáist frá ‘^kotlandi og Nýfundnalandi. Norsk blöð og norskar hagfræðisbækur, já, þýsk blöð og ^kur, tala nú mjög mikið um lánsverzlunarvandrœði þau, SeUi í nefndum löndum eins og hér hjá oss (á Englandi og ^rakklandi þekkist vart sú verzlunaraðferð) þykja orðin alveg %>landi. Nokkrir kaupmenn í Noregi hafa boðið til fundar, ogrætt t)ar um ráð til að kippa þessu aldarmeini í viðunanlegt lag. ^fefur þeim komið saman um, að ekki væri að hugsa um að þessu allt í einu breytt, heldur smásaman og með stakri 'arkárni, svo sem minnst truflaðist hagur einstakra og almenn ^frú. Segja kaupmenn, að auk annarar óreglu, sem af láns- v°rzluninni leiði, sé einkum það, að loforð manna og borgun- arsamningar verði ekki annað en form tómt, en við það týni v°rzlunin sinni réttu og einu tryggingu: trausti og áreiðan- e§leik. Af sömu orsök séu og upp komnar hinar ótölulegu Verzlanir, sem ekki hvíli á höfuðstúl, en þær séu aptur ein aöalo>sök til þeirra vafninga og vandræða, sem nú trufli hinn ^ikla veraldarmarkað. Nefndir fundir komu sér því niður á kunngjöra samþykkt, er stíluð er sér í lagi til verzlunar- at'fla í afskektari stöðum og héruðum, þar sem verzlun þessi er rótgrónust og henni óhægast að kippa í lag, og er aðalefni samþyktarinnar sú, að brýna fyrir kaupendum og seljendum að semja upp frá pessu fastar og nákvœmar stcerð gjaldfresta og greiðslu skulda á gjaldtima rettum. Er þar tekið fram, að leiga sú, sem nú gildir almennt, nægi engan veginn, sé höf- uðstóllinn ekki líka aptur goldinn á ákveðnum tíma; valdi því meðal annars peningalánstregða sú, sem nú gangi í flestum löndum. «Að öðru leyti (segir samþyktin) verður hver verzl- unarmaður fyrir sig, að velja þá aðferð, sem honum þykir bezt henta til að nálgast hið sameiginlega augnamið. Enn er eitt atriði í norskum blöðum, sem vér skulum geta um, áður en vér sérstaklega minnumst á vora hagi. 16. des. f. árs stendur í nefndu Björgvinarblaði grein um aflabrögðvið ísland. Segir þar, að sjávaraflinn sé (eins og satt er) vor mesta tekjugrein, en því bætt við, að þessari atvinnu vorri miði ekkert áfram. «Orsökin er — segir greinin — að þar eru opin skip nær eingöngu höfð til fiskiveiða, en sem er fjærri því að vera einhlítt, sökum veðráttunnar þar við land, einkum þar sem fiskurinn á síðustu árum gengur ekki lengur til grunn- miða. fegar því hér (o: í Noregi) lítur illa út, mundi það afbragðsvel svara kostnaði að gjöra þangað út fiskiskip». Síð- an færir greinin yfirlit yfir afla nokkurra fiskiskipa frá kaup- stöðum á íslandi — 2 til 400 skippd. af saltfiski að jöfnuði, og 100 til 220 tunnur hákarlalýsis. J>á er tekið fram, að ísl. saltfiskur sé betri markaðarfiskur en hinn norski, og megi því reiða sig á, að ættu Norðmenn veiðistöðu (Fiskestation) hér við land, gætu þeir setið fyrir bezta söluverði hve nær sem væri, er þeir, hve nær sem væri, hefði fisk að selja. Svo bætir greinin við: «Veiðistöð (o: fyrir þilskip) á hentugam stað á íslandi, mundi eigi einungis reynast afar-ábatasöm, heldur og landinu til stórhagnaðar, þar sem auðlegð sjávarins kringum ísland er alveg óþrjótandi, en þessi atvinna mundi útvega landinu duglega sjómenn, opna skipaverzlun við lands- menn þar, koma á skipaábyrgð, o. fl.» Loksins stendur á- ætlun um útgjörðarkostnað á 30 lesta (60 tonna) skipi frá Noregi til íslands, er hefði menn að heiman, en tæki hér 7 aðra og aflaði hér í 5 mánuði þorsk, fengi meðalafla, nefnil. 25000 þorska, og væri komið aptur heim eptir 7 mánuði: skipstjóri í laun 80 kr. um mánuðinn, í 7 mánuði 560 kr. Stýrimaður 60 kr. um mán. í 7 mán. 420 kr. 2 matrósar 40 kr. hver og kokkur 20 kr., í allt 680 kr., 7 íslendingar í 5 mán. 32 kr. hver um mán., allsll20kr. Matvæli til skipsins heiman frá og heim aptur lianda öllum á skipinu reiknast 1837 kr. 50 a. Veiðiverðlaun (premia) skipstjóra 2 kr. af 100, af 25000 = 500 kr., og sömu laun til allra háseta önnur 500 kr. Uppbótafé og þóknun 300 kr. Leiðarbréf. 2 kr. fyrir tonnann, 120 kr. Veiðarfæri 400 kr. Salt 250tunnur, 750 kr. Ábyrgðargjald skipsins af 8000 kr., ll/a afhndr. 120 kr. Eent- ur af sama 6 af hundr. 480 kr. Hirðulaun á aflanum 500 kr.; farmhleðslukostnaður, miðlaraborgun, o. fl. 300 kr.; skattur á íslandi 82 kr. 50 a. (af 25000 fiskjar). Verður kostnaður sá allur yfir 8000 kr. Aptur er nefnd aflaupphæð reiknuð: 25000 = 250 skippd., hvert á 60 kr. (flutt verkað til Noregs) = 15000 kr. par við bætist: hálffermi heim með kaupmanns- vöru, 50 kr. tonninn = 1400 kr. (hinn hluti farmsins er afl- inn og salt); og loks bætast við 6 tunnur lýsis, hver á 40 kr. = 240 kr. (þann lýsisreikning skiljum vér ekki). Ágóðinn er því reiknaður 100 af 100 eða tvöfaldur við tilkostnað. Lengri var ekki sú grein. Skulum vér nú lofa hverjum sem vill að athuga fyrir sig og þýða þessi tilfærðu norsku at- riði, því ver ætlum þau nægilega auðskilin í sjálfu sér, en 49

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.