Þjóðólfur - 08.05.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.05.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavík, 8. maí. 1878. 15. blað. Um ástandið í Amerákn. Úr grein í hinu danska blaði: «Dagbladet». sem apturer tekin út vikublaðinu «Heimdal», sem út kemur í Chikagó, höfum vér þýtt næstfylgjandi kafla, og ætlum hann ekki ó- úóðlegan, sér í lagi fyrir þá sem vænta sér «gulls og grænna sk<5ga» fyrir vestan Atlantshaf. Greinin í Heimdal er samin af merkum og skarpvitrum fræðimanni: N. C. Frederiksen, sem var prófcssor í Statistik (þjóðmegunarfræði) við líaupmanna- hafnarháskóla. «Meðal tíu útlendinga, sem koma hingað til að taka sér bólfestu, er reynsla fyrsta ársins fortakslaust þung og niður- beygjandi blekking fyrir hina níu. Gjörum ráð fyrir að menn hafi kunnáttu til að bera og kannske andlega hæíilegleika (Talent). Menn segja við sjálfa sig: «í þessu unga félagi, þar som þróun hinna «materiellu» hagsmuna krefur svo sterklega í sína þjónustu alla krapta, að tiltölulega mjög fáir liafa fengið tíma til að afla sér kunnáttu eða hæfilegleikum sínum nægra framfara, en þar sem þó jjegar er safnaður svo mikill auður, að þörfin fyrir þekkingu og smekkurinn fyrir því sem andlegar gáfur geta í té látið, er hvorttveggja vaknað og gjörir sig mjög svo gildandi — hér, í þessu félagi hlýtur méf að vera hægt að komast í stöðu og láta til mín taka sem félagsmað- ur». Maður ber upp á, ef ekki með kröfum, þá samt alténd teeð eptirvæntingu, og hvað sér maður þá fyrst, þegar dyrnar ljúkast upp? pað slær mann á augabragði, að ákunnáttunn- ar sviði gefast einungis tveir vegir, sem leiða til lífsstöðu og maktarráða, nefnilega: hinn alveg framúrskarandi dugnaður, sem maður ekki hefur, og hið alveg ósvífna «húmbúgg», sem maður vill ekki mannspilla sér á. parna er blekkingin. Eða ef nú svo er, að rnaður liefur ekki lærdóms kunnáttu og sér- stakan hæfilegleik, en hefur fengið gott uppeldi; maður hefur lært eitthvert handverk, eg lært það vandlega, og segir við sjálfan sig: «1 þessu unga landi, þar sem svo óendanlega mikið liggur fyrir sem gjöra skal, en þar sem enn þá er svo lítið gjört, hér get eg strax komizt í veg». Maður hefur beztu vonir, en það allrafyrsta, sem maður kemst að raun um, er það, að þar sem rúm er fyrir vinnu nýtilegs manns, þar eru hundrað sem borjast um að ná því rúmi, og hvort maður nái því eða ekki, er allt komið undir því, livort maður á at- kvæðamikla menn að, sem sjaldnast mun vera, eða þá undir hreinum atvikum og tilviljunum, eða jafnvel mútum, sem mað- ur hefur ekki áræði eða lipurð til að beita, þó maður vildi gjöra svo lítið úr sér að kaupa sér vinnu-pláss með því að borga forstjóranum á verkstaðnum vissar prósentur af viku- launum sínum. fetta er aptur blekking. Eða þá: maður hefur kannske hvorki lærdómsþekkingu ué menntun, hvorki sérstakan andlegan liæfilegleik né verklega kunnáttu, en maður vænn og vandaður, vill vinna og er fær til þess, og þá segir tuaður við sjálfan sig: «Geti aðrir unnið sör inn 5 dollara á dag, þá get eg það víst líka og meira þarf eg ekki með». Eneptir Uokkurn tíma sýnir það sig, að erfiðleikarnir eru ekki í því fólgnir, að giæða 5 dollara dag hvern, nei, fimm aura, skulum við segja. Jafnvel grófasta og harðasta vinnan er enda tyrir hina þolnustu og pössunarsömustu verkmenn svo stopul, áð einungis hin frekasta áreynsla og hinn ýtrasti sparnaður getur frelsað hann frá sulti og seyru, og einmitt meðan liann er þannig staddur, mætir honum einhver sú óttalegasta freist- *ng, sem lífið hefur til; hann sér nefnilega, og getur ekki ann- að en séð, að það er hægra að lifa af því að slá plötur og ^etla, en af því að vinna sem ærlegur maður og þegja. þ>etta er blekkingin í sinni verstu og almennustu eða tíðustu mynd, og vér öfgum víst ekkert, þegar vér segjum að af 10 útlend- ingum.semhingaðkomatilað takasér bólfestu,þá gegnumgangi níu slíka eða viðlíka reynslu fyrsta árið sem þeir dvelja hér. Sú ályktun sem alveg eðlilega verður dregin af slíkum reynslu- dæmum, er sú, að Ameríka er ein einasta stórvaxin, þykk og þétt lýgi, og hjá mörgum Skandínöfum og |>jóðverjum etur sig þetta fyrsta sárbeiska áhrif svo djúpt í hug þeirra og hjörtu, að þeir aldrei framar fríast alveg frá því. Jafnvel þó þeir seinna komist vel á veg og lifi góðu lífi, jafnvel þó þeir læri til fulls að skilja, meta og dæma um ástandið í Ameríku, jafnvel þó þeir alveg samlagist ameríkönsku lífi og fái mætur á því, þá verður samt alténd einhver ótrú eptir hjá þeim, ef ekki á sjálfri þjóðinni, þá samt á högum hennar og lilutföllum, og þeir skoða það sem alveg nauðsynlegt og óumílýjanlegt, að hér verði að koma fullkomin umbilting áður en það geti komið til mála, að ameríkönsk þjóðmenning geti haft nokkur frels- andi og þróandi áhrif á framöld mannkynsins». Að endingu leiðir höf. athyglina að því, sem eptir hans áliti er ein hin helzta orsök Ameríku-sýkinnar hjá Evrópumönn- um, og þessi orsök segir hann að sé þær þúsundir þúsunda af bréfum, sem Yesturfarar skrifa heim til ættingja og vina. — Lygar þær, sem útbreiddar eru um Ameríku í blöðum og bók- um, geta fengið sín mótmæli, en hver getur barið niður það sem er í bréfunum, öfgandi og fegrandi, villandi og rangherm- andi. «Af bréfunum», segir hann, «orsakast hvað mest þessi áðurnefnda sjálfs-blekking, sem ár eptir ár sendir til Ameríku ógrynni fólks með hugmyndir, sem eru svo fjarri að eigi við Ameríku, að þær eiga ekki við neitt undir sólunni, og með þá aðalhugmynd, að hér megi uppskóra án þess að sá, og vinna með því að voga; þessi sjálfsblekking endar vanalega með því að innræta nýbyggjurunum þessa ótrú og vantraust, sem eymir eptir lengi í hugum þeirra». lið upptök skal á stifla, en ei að ósl. feir, sem hingað tilhafa ritað um drykkjuskap á Islandi, virðast ekki hafa haft þessi orð svo hugföst, að þau gætu stjórnað stefnu máls þeirra til lilýtar; mál þeirra hefur jafn- an stefnt að því, að víndrykkja minnkaði eða hvyrfi með öllu; en svo virðist eins og flestir þeirra hafi hugsað, að bezt væri, að stýfla þossa framrás við ósinn, þá mundi áin hætta að renna, það er með öðrum oröum: að drykkjumenn og ungir menn skyldu skilja og hugleiða, hversu mikið ílt víndrykkjan af sér lciðir, og þar við knýjast til að hafna honni; en þeir, sem mestallur drykkjuskapur hér á landi or að kenna, sem sé veitingamennirnir — einkum til sveita, þar sem engin vínsöluhús eru — þeir eru svo gott sem ekkert á- rainntir um, að hætta að freista manna til að gjöra sér og öðrum skömm og skaða, Á meðan einungis er reynt, að koma mönnum til að þiggja eigi áfengan drykk, en ekki hinum, sem veita og ekki eru í bindindi, er neitt leitt fyrir sjónir, hve miklu illu þeir valda, þá er varla að búast við, að slíkar ritgjörðir verki mikið í því verulega. f>eir menn eru til, sem hrósa sér og þykjast frægir af því, að þeir haíi komið bindindismanni til að verða drukkinn, og einnig öðr- um, sem alltaf hefur loröast víndrykkju; og munu þeir þá skirrast við, að freista liinna yngri til drykkjuskapar? Til þess að leita að orsök og upptökum ofdrykkjunnar hjá hverj- um einstökum, mætti vera til leiðbeiningar og sönnunar ept- irfylgjandi frásaga, sem einn af hinum mestu drykkjumönn- um vorum hefur sagt af sjálfum sér; hún er á þessa leið: «I>egar eg var ungur, var mér snemma sinnt um hrossa- hirðingu og þótti heldur skemmtilegt, að sitja á hestbaki, G1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.