Þjóðólfur


Þjóðólfur - 08.05.1878, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 08.05.1878, Qupperneq 2
62 helzt ef hann var fljótur. Af þessu leiddi, að þegar eg var 16 og 17 vetra, var eg léður ýmsum ferðamönnum, sem meðreiðarmaður og hestasveinn. Eg fékk þá bezta orð fyrir umhyggjusamlega aðgæzlu og umhirðingu hrossa þeirra, sem voru á ferðum þessum, og sjaldan fór svo nagli úr hesthófi, að eg ekki jafnskjótt vissi það. Nú var eg fenginn af fleir- um þeim, sem langt þurftu að ferðast lausríðandi. í þeirri sveit, sem eg átti heiina í, bjó sýslumaður, sem var frábitinn víndrykkju, án þess að hafa skrifað sig í bindindi. Með hon- um fór eg nokkrum sinnum, þegar hann fór embættisferðir um sýsluna, og var eg þá ekki síður frábitinn víni en hann, og var mér þó boðið það á hverjum þingstað, hverjum næt- urstað og víðar, og þáði eg það lengi ekki; en þó leiddist eg loks til, að bera það að munni mínum ogláta drjúpa átungu mína, og þótti mér það ærið hart aðgöngu, ef það kom í kverkarnar; aftók eg þá með öllu, að það gæti komið á mína daga, að sækjast eptir því. Nú kom það fyrir, að sýsl'umað- ur vildi ferðast norður í Eyjafjarðarsýslu, og fékk hann mig til að ríða með sér; mun eg þá hafa haft tvo eða þrjá yfir tvítugt; á þeim árum var eg kátur, og hafði fengið nokkurt líkams-þrek. Á þeirri leið voru kátir drengir, sem höfðu góða hesta, og fannst mér stundum eg verða frá mér num- inn af því að horfa á, skeiðferðir þeirra; því alltaf voru nokkrir, sem riðu með okkur lengra eða styttra, og smáfjölg- aði opt í hópnum, því lengra sem var riðið hvern, daginn. En Húnvetningum og Skagfirðingum virtist mér ekki nægja þessi skemmtun eins og mér, og höfðu flestir brennivínsglas í vasa sínum. Hinir eldri og ráðsettari riðu á eptir með sýslumanni, ræddu við hann, supu á glasi sínu og buðu honum að súpa á milli hinna unaðarfullu spretta ; en hann tók við og hallaði að munni sínum, því þá þótti ókurteisi, að t>i£gja það ekki. Hinir yngri mennirnir riðu með mér á und- an, buðu mér að koma gæðingum sínum á bak — sem eg þáði — tóku upp vasaglasið, supu á, og réttu að mér, og lézt eg súpa á, en forðaðist að láta renna í kverkar mér; tóku þá sumir eptir því og fríuðu mér hugar, að súpa á, en því verr og miður þoldi eg ekki fríunaryrði þeirra, og fór að láta mér vel- renna niður, og fannst mér það þá ekki eins ó- þolandi í kverkum mínum og áður. far sem við gistum, var jafnan flaska og staup á borði, renndi húsráðandi opt á staup og bað okkur drekka; en með því mér fannst hugur minn vera í einhverjum unaðardvala, sem eg nú veit, að var hreint og beint andvaraleysi, þá fór eg smátt og smátt að súpa frekara úr staupi þvi, sem mér var boðið, og eg áleit það þá framför mína, að vera kominn upp á lag með að «verameð». pegar við riðum norður af Yxnadalsheiði og ofan Yxnadal- inn, fann eg til þess, að eg saknaði fyrri daga glaðværða, og hefði þá feginn viljað hafa fullt brennivínsglas í vasa mín- um, og var það í fyrsta sinni, sem eg fann til þess, og höfð- um við þó opt riðið lengra tveir einir og í verra veðri, því sólskin var og svalandi sunnanvindur, en með okkur var rið- ið norður á miðja heiði. í Eyjafjarðarsýslu komum við á fáa bæi, því sýslumaður var þar fáum kunnugur, en mörgum í Skagafirði, og drakk eg þar ekki vín nema lítið eitt á Ákur- eyri. J>egar við fórum til baka, var hinu sama að mæta í Skagafirði og Húnavatnssýslu og áður, og þáði eg þá — þó með nokkrum innvortis mótmælum — með kurteisi og var- kárni það vín, sem mér var boðið, og var mig þó stundum farið að langa í það, cn allur viðbjóður farinn; varð eg nú af því hress, glaður og fjörugur, en heldur þóttist eg daufari á morgna, en eg hafði áður verið, og hresstist eg fljótt af kaffi með brennivíni, og var víðast hægt að fá það. í stuttu máli: eg hafði farið að heiman með viðbjóð við víni, óvild og fyr- irlitning á drykkjuskap, en kom heim aptur þrælbundinn fangi víndjöfulsins, og þetta var í fyrsta skipti, sem eg kom heim með meitt, halt og járnalaust hross, og þó þóttist eg aldrei verða drukkinn í ferðinni, sem stóð yfir að eins í 12 daga. |>ó eg ætti allan heiminn, þyrði eg að setja hann í veð fyrir þvi, að hefðu mér aldrei mætt þær ginningar, sem mér mættu í þessari ferð, þá hefði eg alltaf verið og væri enn eins fráleitur víndrykkjum, eins og eg var um tvítugs aldur og áður; en nú hefur víndrykkjan rænt frá mér heilsu, æru og fjármunum, og eg á nú ekkert nema það, sem ginning- arnar komu mér til að afla mér með ofdrykkjunni þá og sið- an: nagandi samvizku af illri brúkun lífstímans, góðra gáfna og krapta, hraustrar heilsu og talsverðra Qármuna; af missir virðingar, tiltrúar og vinfengis manna, og af óvissu um guðs náð og miskunnsemi, sem eg þannig hef sjálfur svipt mig- J>ó mig af hjarta iðri, að eg lét ginnast á þennan glötunar- veg, og mig sárlangi til, að rífa mig lausann úr þrældóffli víndjöfulsins, þá tekst mér það ekki, einmitt af því, að aðrir bjóða mér vín, og eg veit að öðrum er boðið vín, þá kviknar hin aflmikla löngun hjá mér, svo eg stilli mig ekki um, biðja um það». |>annig lyktar þá þessi saga, og getur hún gefið margar sorglegar hugvekjur». Vínveitingarnar freistuðu þannig þessa manns og gjörðu hann að drykkjumanni, sem hann annars hefði aldrei orðið; þær sviptu hann öllu góðu, og þar á eptir varna þær honuffl að bæta ráð sitt, og neyða hann til, að dreklca á óguðlegan hátt í forherðingu; og megi vínveitingarnar hafa sínar eðli' legu afieiðingar hjá honum, þá deyr hann í örvæntingu, sení guð af náð sinni afstýri frá öllum! J>annig munu flestir hafa byrjað drykkjuskapinn af annara en ekki eigin livöt í fvrst- unni, þó framhaldið hafi orðið misjafnt, þá hefur það orðið of mikið hjá of mörgum. Sæll er sá, sem gætti sín í tíma og með Guðs hjálp hætti víndrykkjum! En það er ekki freist- aranum (vínveitaranum) að þakka, þó hann hafi ekki getað sigrað alla. Hefði enginn boðið öðrum vín á íslandi, þá vseri hér enginn drykkjumaður, og þá væri í mörgu betur ástatt meðal manna, en nú er. Hefði mönnum aldrei verið talin trú um það, sem nú er margfullsannað, að er argasta lýgii að brennivín t. d. væri nauðsynlegt fyrir líf og heilsu manna; hefðu yfirvöld og heldri menn aldrei haft það um hönd til veitinga og eigin brúkunar, og hefði hin danska stjórn aldrei keypt af kaupmönnum, að reyna til að gjöra íslendinga að örgum ónytjungum, með því að veita verðlaun fyrir að færa þeim það, þá mundu brennivínsveitingar hafa orðið langtum minni, eða jafnvel engar, og þá lrefði ofdrykkja aldroi komizt á í landi þessu. Nú er það orðið fullsannað bæði á vísinda- legan hátt og af margra ára daglegri reynslu, að vínanda- blandnir drykkir eru eitruð og skaðsamleg lyf, sem æsa heil- ann og veikja taugarnar, að brennivín er vondur drykkur, sem gjörir mann heilsuveikann, fávísann, dofinn og dáðlaus- an; að það drepur bæði innri og ytri frið manna; að það bilar líffærin og styttir mörgum mönnum aldur; að það gjör- ir nýtustu menn að verstu ónytjungum; að það eins og brennir af manni heiður, tiltrú og sanna velvild, og að það sviptir manninn, sem iðuglega brúkar það, allri sannri sælu- von, hér og síðar. J>etta allt er hægt að sanna, og því hef- ur Guðs orð, óvilt skynsemi og velvildartilfinning sú, sem hverjum manni er meðsköpuð innst í oðli hans til allra manna, orðið samtaka með vísindunum (efnafræði og læknis- fræði) og reynslunni, til að vara menn við því afarmikla tjóni, sem af ofdrykkjunni leiðir; en sannkölluð hófsemi er svo sjaldgæf, að hún má heita að sé engin til, nema á leiðinni til ofdrykkjunnar að eins um lítinn tíma; því er sá sæll • mörgu tilliti, scm aldrei smakkar áfengan drykk! Ef það veldur tjóni, að drekka vín, eins og sagt er og sannað, því er þá ekki tekin burt orsökin, annaðhvort með lögum, sam- tökum eða fyrirlilningu á henni, einkum þar hún má vera öllum augljós, sem athugar byrjun og framhald drykkjuskap' arins hjá hverjum manni, að aðalorsökin eru hinar af flest- um rangt skoðuðu, rangt útilátnu, og rangt nefndu góðgjörð- ir: veitingar áfengra drykkja. Látum hvern, som vill, gjöra sjálfum sér tjón og smán með víndrykkjum, en reynum tih að fá sem flesta, til að gjöra það ekki öðrum með því a^ ginna þá með vínveitingum til að verða drykkjumonn, °S leiðum þeim fyrir sjónir ábyrgð þá, sem hvílir á þeim í þcssU tilliti, bæði fyrir Guði og mönnum. Ef yfirvöld og helztu monn í hverju byggðarlagi og einkum á verzlunarstöðuui tækju sig saman um, að veita ekki vín, af því það liefði il|a verkun og afleiðingar, þá mundi alþýða fljótt breyta eptn þoim, nema hún vílji ekki missa þann orðróm: að sveitafól , einkum stúlkur, taki allt eptir kaupstaðabúum, einkum Þa sem miður hentar. a. þ.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.