Þjóðólfur - 08.05.1878, Síða 3

Þjóðólfur - 08.05.1878, Síða 3
63 Barnaskólinn á Eyrarbakka. Árið 1852 var stofnaður barnaskóli á Eyrarbakka, og var það að þakka áhuga og öflugum tilstyrk nokkurra máls- töetandi manna í Stokkseyrarhreppi, sem sannfærðir voru im hina miklu nauðsyn slíkrar stofnunar í þessu þéttbygða sjóplássi. Helztu frumkvöðlar og hvatamenn þessa lofsverða fyrirsækis voru þeir Guðm. Thorgrimsen, verzlunarstjóri á Eyr- arbakka, Páll Ingimundsson, prestur á Gaulverjabæ og í>or- leifur Kolbeinsson, hreppstjóri á Stóru-Háeyri. Auk þeirra styrktu það margir fleiri, nær og fjær, bæði með samskotum og árlegum gjöfum (sjá «J>jóð.» 5. ár, bls. 56—58, 74—79, 130; 6. ár, bls. 170, 244, 269; 7. ár, bls. 5, 48, 60; 8. ár, bls. 16, 150; 12. ár, bls. 15). Síðan hefur verið konnt í skól- anum á hverjum vetri, nema árin 1868, 70, 71, 73, sem það ekki varð vegna féleysis, og höfðu samtals 440 börn gengið í hann á þessu tímabili næstl. ár; nefnil. 258 piltar og 182 stúlkur. í fyrra voru þannig liðin 25 ár, frá því barnaskóli þessi var stofnaður, og þótti þá skólanefndinni vel til fallið, að þessa aldarfjórðungs-afmælis hans væri minnzt með barnasamkvæmi þegar skólinn væri settur, 1. dag nóvembermán., og bauð til hörnum þeim og unglingum, sem verið höfðu í skólanum og nálæg voru. Sóknarpresturinn, séra Jón Björnsson, settiskól- ann með snjallri ræðu, er átti ágætlega við tækifærið, en verzl- nnarstjóri Guðm. Thorgrimsen, Ridd. afDbr., sagði sögu hans, og lauk henni með nokkrum kjarngóðum upphvatningarorðum til hreppsbúa, um að þeir eptirleiðis færðu sér hann betur í nyt, en átt hefur sér stað að undanfornu. Skemmtanin fram fór um kvöldið með samræðum, söng og dansleik, og var með- al annars sungið eptirfylgjandi minni skóla-afmælisins: Hvað er svo blít't, sem bar'nagleðin hreina? Hvað betri unað getur manni léð, En líta ungar leika mær og sveina Og léttu danza fótataki með, Að heyra þeirra svanasönginn þýða Og sjá í skæru augun gleði-hýr? í kvöld skal okkur kæta þeirra blíða, í kvöld hjá okkur öllum gleðin býr. Já, dönsum, sýngjum, .drekkum skólans minni, — Nú dugi bezt að skemta hver sem má — Og höldum nú hans hátíð einu sinni, Fyrst hálfan þriðja tuginn komst hann á. fað er ei opt, að afmælið hans kemur, Og eigi víst, hann haldi fleiri’ en eitt; Vér skulum, vinir! skemta oss því fremur, Og skólabörn mín! dansið ykkur þreytt. Vér óskum heitt og að því viljum styðja, Af öllum mætti, sem vér getum bezt, Að afmæli hann annað haldi’ og þriðja, Og enn þá fleiri — verði þau sem flest! Vér óskum, vonum, að hann framtíð eigi, Moð ári hverju’ er blómgist eins og rós, En húmið víki heiðum fyrir degi, Er honum sendi blessun Guðs og ljós. Vér minnumst líka hans með huga hlýjum, Sem hefur verið skólans líf og sál, Með kappi, forsjá, kröptum ætíð nýjum Hans knúið efling fram og styrkt hans mál; Já, þökkum honum lijartanlega verkið, Og herra Thorgrimsens nú drekkum skál, pví hann er sá, sem hóf upp skóla-morkið Og hann er enn þá skólans líf og sál! I>að er vafalaust, að barnaskóli þessi hefur gjört mikið ^a§n síðan hann komst hér á stofn, því bæði hafa sóknar- testarnir talið börn þau, sem í honum hafa lært, yfir höfuð Jklu betur að sér í kristindómi sínum, heldur en þau, sem i hafa verið í honum, og prófdómendurnir hafa venjulega ^ lofsorði á framfarir þeirra og uppfræðingu við prófin, auk þess, sem auðvelt er að benda á menn, sem einmitt eiga það námi sínu í skólanum að þakka, að þeir eru orðnir velað sér og komnir í góða stöðu. J>að virðist því almennt allt of mikið kæruleysi eiga sér stað með að láta börn í skólann, einkum stúlkur, sem er því óskiljanlegra, þegar tekið er tillit til þess, að liinar góðfrægu Thorgrimsens dætur hafa nú í 3 vetur kennt börnum þeim, sem þess hafa æskt, söng og hann- yrðir, sjálfum sér og börnunum til sóma, fyrir alls enga borg- un. Einnig hefur verzlunarmaður P. Nielsen nú í 2 vetur kennt drengjunum leikfimni, og varið íil þess frístundum sín- um, án þess að taka nokkra borgun fyrir. Heiðruðu íbúar Stokkseyrarhrepps! — sem sérstaklega er ætlað að hafa gagn af barnaskóla þessum, og eigið líka hægt moð það án mikils kostnaðar, — þér ættuð að sjá og viður- kenná, að hann var stofnaður og hefur síðan verið við haldið einmitt sonum ykkar og dætrum til menntunar og upplýsing- ar, og þér ættuð einnig að viðurkenna, að hið fagra augna- mið hefur hingað til ekki verið árangnrslaust; —þérættuðað vera sannfærðir um það, að hin affarabezta arfleifð, er þér getið eptirlátið börnum ykkar, verður sú, sem miðar til að gjöra þau að upplýslum og nytsömum meðlimum þjóðfélagsins; en þér verðið jafnframt að gæta þess, að það er ekki síður komið undir menntan og menning dætra ykkar en sona, að fóstur- jörð vor blessist og blómgist um ókomnár aldir. Eyrarbakka, í aprílmánuði 1878. Guðm. Guðmundsson. Atlin^asemd við ^reinina «Isaffold» í J>að er óhætt að segja, að þegar menn hér á landi fara að lofa eða lasta, þá kunna menn sjaldan að gæta hófs; það verður ýmist í ökli eða eyra. J>etta sannast á greininni «ísa- fold» í 17—18. nr. Norðanfara þ. á., þar sem í einhverjum sérlegum tilgangi er verið að dæma ritstjórn «J>jóðólfs» hæstaréttar-áfellisdómi, eða réttara «redactíón» hans, en hefja hins vegar til skýjanna «ísafold», og það svo innilega, að enginn faðir gæti sungið hjartnæmari lofsöng um dóttur síná. í áminnstri grein er nú «J>jóðólfur» að sönnu lítið níddur nema fyrir ónýta «redactíón», en svo virðist sem greinar- smiðurinn ætlist til, að almenningur skilji við þetta útlenda orð allt blaðið bæði áð efni, formi og útgjörð; sýnist því orð þetta eiga ekki einasta að verða sú tönn, sem bítur í bak Ejóðólfi svo í beini standi, heldur og sú eí<ur-tönn, sem ríði honum að fullu. Annars vita allir menntaðir menn, áð «redactíón» blaða er fyrir sig, og efni blaða og stefna annáð; efni eins blaðs getur verið merglaust, blóðlaust og andlaust, þótt það sé prýðisvel redígerað, en aptur í öðru blaði getur efnið verið betra, Qölbreyttara og frjálslegra, en skipulag og prófarkalestur lakara. «Blaða- vinurinn» lofar mjög vinsældir «ísafoldar» framyfir «J>jóð- ólfs»; með hverju sannar hann þær? með því hún hafi fleiri kaupendur en hann? Eða þekkir blaðavinurinn annan hita- mæli fyrir vinsæld blaða? Ef hann þekkir það, þá þekkjum vér það ekki. Að «ísafold» kunni að eiga nokkuru fleiri kaup- endur á norðurlandi en «J>jóðóIfur», væri ekki að undra, þar öllum er kunnugt, að Bóreas (þ. e. norðanvindurinn) er bæði vindlegur og verklegur faðir þessa meyblaðs. Og þessu, að blaðið er þannig goðborið í aðra ættina, þakkar eflaust «Blaða- vinurinn» það bráðgjörvi «Isafoldar», að hún þegar á 1. aldurs- ári — jafngömul Herkúlesi, er hann kyrkti höggorminn — stút- aði ekki einasta «skrílblöðunum» «Tímanum» og «íslendingi», heldurog «J>jóðólfl »sjálfum,sem vildi «slá sig tilriddaraáhenni»! Annars er grein þessi nokkuð frábrugðin venjulegum skamma- greinum; höfundurinn talar, að oss finnst, einhvern veginn þesslega, sem hann hefði haft óska-íyöm undir tungurótunum, sem sú eina ósk talaði fyrir munn hans, að hver einasti mað- ur á landinu vildi afsegja J>jóðólf, en ganga að eiga hið fyr- verandi oldrauða þjóðar-meyblað, «ísafold», en sem nú er orðið fínt blað og «litverpt», og mjög snoturlega «redigerad» afskrif- ara landshöfðingjans, og hefur því uppsprettu sína nálægt hærri stöðum. í stuttu máli að segja: «Blaðavininum» tekur svo sárt til ísafoldar, að margir þykjast hafa ugglaust veður af, livar fiskur (o: ísa) liggur undir steini.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.