Þjóðólfur - 08.05.1878, Síða 4

Þjóðólfur - 08.05.1878, Síða 4
64 Almennar innl. fréttir. Pdstskipið sigldi 6. þ. mán. Með því sigldu: frúrnar Á. Melsteð og J>. Thorsteinsen til Edinborgar, og stúlkan Kristín Jóhannesdóttir til Khafnar. Fáum tímum áður kom norðanpóstur, en vestanpóstur degi fyr. Höfðu þeir báðir, og þó einkum norðanpóstur, hreppt illa færð og ófær vötn sökum leysinga. feir sögðu að öðru leyti all- bærilegt tíðarfar; hefur almenningur haldið skepnum sínum, þótt í stöku stöðum yrði að leita kornfóðurhjálpar, því víða voru menn komnir nær þrotum, er jörð leysti upp um pásk- ana, Af vesturlandi fréttist góður afli, einkum úr Bolungar- vík. «8000 á skip hæzt síðan um veturnætur, og jafnfiski». Um 20. f. m. var farið að aflast vel við Eyjafjörð og þar víð- ar bæði af þorski og hákarli. Af hafísnum er það að segja, að þá er póstur fór úr norðurlandi, voru allar líkur til að hann væri á förum, enda staðfestir veðurblíða sú, sem nú geugur, það nær því til vissu. Norðanblöð, 4 af «Nf.» og 4 af «Norðl.» og 5 af «Skuld», bárust til 20. f. m., en ekki er hægt nú fremur en vant er að sjá í fljótu máli veðuráttu og fréttayfirlit af þeim. Yér höfum nokkrum sinnum áður bent norðanritstjórunum á, hve nauðsynlegt séað nýjustublöðin, sem þeir senda suður með póstum, færi oss hér syðra þess konar yíirlit; tölum vér þetta sér í lagi til «Nf.», því frétta-peðr- ingur hans er alveg óbrúkandi. — Kirkjubruni. Aðfaranótt hins 10. f. m. brann kirkj- an á Lundabrekku í Bárðardal í fingeyjarsýslu með öllu sem í lienni var til kaldra kola. Urðu menn fyrst varir við eld- inn frá Hafldórsstöðum hinu megin fljótsins, en er að var komið, var hjálpin um seinan. Ætlað er að lopteldur hafi valdið brennunni. Mestallan marz og framan af apríl gekk norðanátt fyrir öllu norðurlandi með talsverðum frostum (mest 14—16° K. á Akureyri um fyrri mánaðarmót). Skip voru hvergi komin. Á austurlandi hefur afliðinn vetur verið beztur, «eitthvert minnst vetrarríki sem menn muna». skrifar maður úr Héraði 20. marz, til «Nf.». Bráðapestar er í ár enn minna viðgetið en 1 fyrra, og eru það hin beztu tíðindi; helzt hefur hún drepið fé á austurlandi. — Við eldgos hef- ur enn í vetur orðið vart norðanvert í Vatnajökli, ætla menn að þar sé óþrotlegur vellandi uppi, og hafi hann í vetur og þegar í haust sem leið, valdið hinni einkennilegu veðurátt, sem þar hefur gengið: snöggar breytingar, stundum samdæg- urs, úr hörkuveðrum eða hlákum í hitamollur. Ætla menn að eldstöðvar þessar séu lítið lengra vestur og upp úr Hvanna- lindum en svari dagleið. — 2 kvennmenn urðu úti í hríðar- veðri 10. marz, sín frá hverjum bæ í Skagafjarðarsýslu; voru báðar á ferðalagi, en viltust og urðu svo úti. Drukkinn maður hafði og orðið úti norður á Skagaströnd 1. marz. Fleyri slys- fara finnum vér ekki getið í þetta sinn. — Hér syðra gengur nú hin bezta tið, og gróður kominn töluverður. Aflabrögð, sem stendur mjög lítil á opin skip, en mikil á þilskip; t. a. m. á «lokkortu» þeirra Egilsons «Esju», hefur aflast rúmar 11 þúsundir fiskjar, og það á svo stuttum tíma, að hún hefur fengið 1000 á skip sinn hvern legudag. Hið heppna hákarlaveiðiskip «Keykjavík» skipstj. Markús Bjarnason, er búið að fá 170 t. lifrar. SKIPAIiOMA: Seinustu daga f. mán. hleypti MngaS inn fjöldi frakkneskra fiskiskipa, og eru nú öil lögð út aptur. Er að heyra sem auk áður nefndra: 29. f. m. Johanne (75 ton.) frá Khöfn með vörur til S- Johnsens. 1. maí Lebanon (199 t.) frá Englandi með kol handa Frökkum. 3. þ. m. Selwyn (2601.) frá Englandi með salt til Fischers. Norsk skúta, Lastdrageren af Sparshorg, stundar héðan þorskveiði. Aýi»rentað í ísaf. prentsmiðju: Steinafræði og j a r ð f r æ ð i, samin af Benedict Gröndal. Kostar í kápu 1 kr. 80 a., bundin 2 kr. 10 a. Viðvíkjandi þessari bók vísum vér til þess, er vér höfum áður bent á, er vér gátum um Dýrafræði sama höfundar. Hallærið mikla á Indlandi þótti nú vera á enda, og hafa Eng' lendingar varið mörgum mill. punda gulls, og afar-mikOIi framkvænid í orði og verki til að bæta úr því. Yarð þó plága þessi ótal þúsunduffl að bana. Aptur var hið hörmulega hungur í Kínaveldi alls eigi á för' um, er síðast fréttist, og ganga þaðan hinar ógurlegustu sögur um dag' legt mannhrun af hungursdauða. Bæði Indland og Kínaveldi eru eins og veraldir út af fyrir sig, mcð ýmsum og ólíkum þjóðum, siðum og trúar' brögðum, og eru norðurálfubúar þar víða nálega mcð öllu ókunnugir- Jafnvel mörg þau stórhéruð, sem lúta veldi Viktoríu drottningar á Ind' landi, eru svo að segja ókunnug Englendingum enn í dag. Sjónarleikir hafa verið leiknir á Akureyri í vetur með snfld og dugnaði, að allra sögn. Af þeim sem fyrir því stóðu eru fremstir nefndir þeir herra Jakob Havsteen og herra Eggert Laxdal. Leikirnir voru: Skugga-Sveinn („Útilogumonnirnir" nmbreyttir)eptirMatth- Jochumsson, og A n d b ýl i n ga r n i r, hinn alkunni stúdentaleikur C. Hostrups, nú prýðilega íslenzkaður eptir Stgr. Thorsteinson. þ>að mun óhætt að fullyrða að landsmenn vorir eru þjóð, sem hneigð er fyrir „dramatiska“ íþrótt og sem auðvelt er að mennta eigi síður en skemta henni moð þesskonar list, enda er slíkt mjög eðlilegt, því varla á nokkur þjóð sögu og kveðskap, sem höggur jafn-nærri hinu „draroa- tiska“, sem vorar bókmenntir. En af þessu ættu vorir yngri gáfumenn að draga hvöt til þess, að veita þessháttar skáldskap sérstakt athygli, og eins ætti alþýða vor að veita sem beztar viðtökur hverju því „drama- tisku“ meistaraverki, sem snúið er á íslenzku, því að þótt slíkir leikir aldrei yrðu leíknir hér, er lestur þeirra hið bezta menntunarefni íþessa stefnu. Vesturlarar. Töluverð hreifing til vesturfara gengur á austurlandi; og aptur á sama sér stað vestur í Dalasýslu og jafnvel á Mýrum. Munum vér skýra frá þvi jafnóðum og vér fáum skýrslur. Eld^osið við Heklu er mælt að nú hafi tekið sig upp aptur með nýjum krapti. AUGLÝSIN GAU. Saumavélar. Hjá undirskrifuðum verða f sum- ar alls konar saumavélar fáanlegaf frá C. Konerding í Kaupmannahöfn, sem seljasl með sama verði og á sjálfri verksmiðjunni. Sér í lagi eru teknar fram yflr aðrar, handsauma- vélarnar, sem kallast llenania, Be- giœ og ein tegund með nCylinder- gang» nefnd Flora. Einnig stærrí saumavélar til skósmlða og hand- iðnamannabrúkunar, samt saumavél- ar á borði, af hverjum fyrirflnnast myndir, eptir hverjum hver getur fengið útvegað þá teg' und, sem hann óskar. Reykjavlk 1. maí 1878. H. T. A. Thomsen. — Ýmsir sögufróðir menn hafa skorað á oss, að gangast fyrir því, að rímur af Hálfdáni gamla og sonum hans yrðé prentaðar. Vér höfum því útvegað oss eiginhandrit skálds' ins séra Hannesar Bjarnasonar, sem þessar rímur hefur ort- J>ar að auki höfum vér útvegað oss leyfi frá erfingjum sérá Hannesar til að prenta þessar rímur; og onn fremur höfuöj vér í höndum boðsbréf þau, sem prentuð voru 1876, og u þeim marga áskrifendur. fessar rímur verða nú bráðuö1 teknar undir prentun; vér viljum því biðja landa vora, seH1 vilja eignast þessar rímur, að gefa okkur vísbendingu ui» það; en reiða sig ekki á ósannar og ódrengilegar auglýsingM í þessu efni, hvaðan sem þær koma. Reykjavík 7. maí 1878. Einar J>órðarson Kristján Ó. forgrímsson prentari. bókbindari. (ý/§=* Til kaups fæst með beztu kjörum «norsk skonnorta.”' sem gengur héðan frá Reykjavík til þorskveiða í sumar. Skip10 heitir: Lastedrageren fra Sarpsborg, dregur öö’/s smálest, el bygt úr furu, 3—4áragamalt, með næst bezta ábirgðarmerku «A2». Skipiðervandaðað ölluleyti, og fylgja því veiðarfæri ð? áhöld til þorskveiða. pað siglir 8—9 mílur í vakt, og er ÞeL vel, og ágætlega lagað fyrir þungafarm og langferðir. Verð1 er 8—10 þúsund krÓnur (vel hálfvirði). Lysthafendur Se} ■ spurt sig nákvæmar fyrir hjá ritstjóra J>jóðólfs, eða hjá kapte1 skipsins Lil/ebjelke, sem vonar að koma inn aptur nál^o 8. júní næstkomandi. Afgreiðslustofa J>jóðólfs: í Gunnlögsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jocliumsson^ Prentaður í prentsmibju Einars þórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.