Þjóðólfur - 18.05.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.05.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavik, 18- mai. 1878. 16. biað. •Hægri> og «Vinstri» á síðasta ríkisjþing-i Dana. (Úr bréfi frá. dr. C. Rósenbcrg). Hinn 8. nóvbr. 1877 skyldi dómurinn lesinn yfir bráða- birgðarfjárlögunum frá 12. apríl. Kom þá þegar fram sundr- ung í flokki vinstrimanna. Minni liluti þeirra, nálægt 20 að tölu með Bergi í broddi fylkingar, vildi að menn skyldu hrynda bæði bráðabirgðarlögunum og frumvarpi því til reglu- legra fjárlaga fyrir 1877—78, sem ráðaneytið hafði framlagt; reyndar lá þá ekki annað fyrir, en að engin lagaheimild yrði fyrir einum eyri til nokkurra framlaga, og að öll landstjórn yrði að gefast upp; en það — sögðu þeir — yrði stjórnin að ábyrgjast. Meiri hluti þeirra, undir forustu Holsteins Hleiðru- greifa vildi aptur á móti að eins hafna bráðabirgðarlögunum, en ekki hafa í móti hinu nýja frumvarpi. Úrslitin urðu þó að verða hin sömu, þar eð stjórnin yfir lýsti því, að yrðu bráðabirgðarlögin ónýtt, áliti hún öllu með því eytt og hrund- ið. En ofurlítil ívilnan var þó sýnd, er nota mátti til frek- ari sáttaleitunar. |>egar því «niðurskurði» bráðab.fjárlaganna var lokið, lögðu hægrimenn samdægurs fram á þinginu til- lögu um, að veita bráðabirgðar-framlenging þeim sömu fjár- lögum, sem Fólksþingið og Landsþingið höfðu ágreiningslaust samþykkt í fyrra (og öllum ágreiningsatriðunum sleppt); og þar sem Estrúp yfir lýsti því, að yrði slík veiting ekki veitt innan 24 klukkustunda, mundu óðara birtast ný bráðabirgð- ar-fjárlög, — þá samþykktu menn, eptir 13 fundi, á einum og sama degi í báðum þingdeildum, þessa veitingu. I>etta varð byrjun til samkomulags framvegis. Bergur ætlaðist til, að stjórninni yrði líka neitað um fé fyrir 1878— 79. En meiri hluti íiokksins var sárþreyttur orðinn á stóryrð- um hans, enda skildist mönnum, að með því athæfi neyddu menn stjórnina til að taka þar fé, sem hún næði, og yrði þá allt að lenda í lagaleysi og rángindum. Einnig sáu menn fram á, að tæki menn aptur til sama bragðs og beitt var í fyrra: að gjöra fjárlögin svo illa úr garði, að hvorki Lands- þing né stjórn gæti samþykkt þau, yrðu hin sömu afdrif ofan á. Loks var mönnum full-ijóst, að ekki myndi stoða, að höfða sök á hendur ráðherrunum, þótt þeir í slíku tilfelli íeyndu að bjarga sjálfum sér, þar eð ríkisrétturinn óðara myndi dæma þá sýkna, með því svo yrði álitið, að ekki hefðu þeir brotið lögin, heldur hefðu vinstrimenn neytt stjórnina til að grípa til óyndis-úrræða, sem grundvallarlögin heimila í itrustu viðlögum. |>á hófust samningar með vinstri- og hægrimönnum beggja þingdeilda, sem í meirihluta voru, og varð árangurinn fjárlög, sem að vísu eru ófullnægjandi í augum allra ættjarðarvina — því þau sneiddu drjúgum af framlögunum til landvarnanna, sem svo lengi hafa verið van- ræktar, og rændu aptur í ár háskólann, þótt eignir hans væru Mjög skertar undir —; en sem stjórnin þó gat aðhyllst og Landsþingið látið sér lynda. J>egar samþykkja skyldi þessi ijárlög í Fólksþinginu hófu þeir sín í milli rimmu mikla, for- ingjarnir, Ilolstein og Bergur. Sagði Bergur, að sínir frá- viltu bræður væru í rncira lagi ósamkvæmir sjálfum sér, því þar eð menn hefðu einu sinni neitað Estrúps ráðaneyti um fe, og þar cð það hefði tekið það (féð) undir sjálfum, þá ættu Qienn enn sem fyr að neita. J>essu hefðu þeir heitið kjós- ei>dum sínum,, og þess krefðist æra manna og drengskapur. Holstein spurði þá Berg, hvað hann hefði ásett sér að taka til bragðs ef neitunin ekki dygði, hvort hann þá ætlaði að tefja uppreist í landinu. J>essu vildi hinn ekki játa, og þótti þá auðsætt, að neitun þeirra Bergs hefði ekki leitt til meiri sigurs fyrir vinstri, en að þeir hefðu mátt «bíta á jaxlann og blóta í hljóði». Fólksþingið lyktaði því með fullkominni sundrungu vinstri fiokksins. Bergur fer sér með sína sinna. Hafa livorirtveggja sent ávörp sínum kjósendum, og báðir forsprakkar eru teknir að ferðast um landið til þess að draga saman kjósendaher. Er broslegt að heyra, hvernig hinir «spakari» vinstrimenn fara að sletta sínum fyrverandi flokksbræðrum í nasir þær sömu kenningar, sem þeir sjálfir vildu aldrei heyra, t. a. m. að menn ætti að athuga málefnið í sjálfu sér, líta á landsins hag en ekki á ílokkanna, að mest ríði á, að koma einhverju góðu til leiðar, en ekki að steypa ráðherrum af stóli til þess að komast sjálfir til valda, o. s. frv. En hvern- ig sem það er, þá er betra að fá vitið einhvern tíma en aldrei. Hugsaniegt væri, að þessir vinstri flokkar næðu apt- ur að sættast, en hingað til firrast þeir hvorir aðra daglega, enda virðast æ fleiri og fleiri bændur að hallast að hinum spakara flokkinum. f»úsundára>afinæli Skallagríms-bygðar. (Eptir gamlan bónda af Mýrum). Mér var það allmikið gleðiefni, þegar eg varð þess ný- lega var, að sýslunefndin í Mýrasýslu hafði á fundi í nóvbr. f. á. fallist á þá uppástungu eins sýslunefndarmannsins, að á næstkomanda sumri væri haldin í Borgarnesi í Mýrasýslu þúsundára-afmælis-hátíð í minningu þess, að Skallagrímur Kveldúlfsson kom árið 878 hér að landi við Knararnes á Mýrum, kannaði að nokkru leyti héraðið, valdi sér bústað að Borg, og nam land, eins og síðar mun frá skýrt. Eptir nefndan fund sendi oddviti sýslunefndarinnar áskorun í alla hreppa í Mýrasýslu (og að líkindum eins í Borgarfjarðarsýslu suður til Hafnarfjalla) til undirbúnings þessu máli. Vil eg nú leyfa mér, að fara fáeinum orðum um þetta lofsverða fyrirtæki sýslunefndarinnar. |>að mun engum, sem nokkuð hugsar til fyrri tímanna, geta blandast hugur um það, að verðugt, sómasamlegt og gagnlegt sé, að halda á lopt minningu þeirra manna, for- feðra vorra, sem yfirgáfu eignir og óðöl í frjósömu föður- landi, og drógu út á djúpið, það djúp, sem ekki varð — ept- ir því sem þá stóð á — komist yfir nema eina leið á sama sumri, til þess að nema hér land og búa hér að sínu, frjálsir í fyllsta skilningi. Einir af þessum fullhugum 9. aldarinnar, voru þeir feðgar, Kveldúlfur og Skallagrímur, og þó að Kveld- úlfi auðnaðist ekki að líta hér land, verður því ekki neitað að líkkista hans varð þó verkfæri í hendi alstjórnarans til að vísa Skallagrími til bústaðar hér á landi, þó hann að lík- indum ekki hafi þekkt þessa huldu ráðstöfun, heldur á að geta eignað þetta einhverjum undra-krapti síns framliðna föður. En hvað sem nú því líður, þá hefur Skallagrímur í öllu falli haft það hugfast, að verða ekki ættleri feðra sinna í stórmennsku og starfsemi, þar sem hann nam land: «Mýr- ar allar út til Selalóns ok hið efra til Borgarhrauns, en suðr til Hafuarfjalla og allt það land, er vatnsföll deila til sjávar», (Egilssaga, 28. kap.). J>að er nú raunar óljóst, hvar Selalón er, því það nafn hefur týnst á síðari tímum, en þó getur ekki lijá því farið, að það hafi verið einhversstaðar ná- lægt Jörfa í llnappadalssýslu, því sagan segir: til Selalóns og hið efra til Borgarhrauns, og það er í beinni stefnu frá Jörfa í Fagraskógarfjalls-enda, og liggur svo að segja fast 65

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.