Þjóðólfur - 18.05.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 18.05.1878, Blaðsíða 2
GG upp nndir fjallið, en hraunið er nú nefnt Barnaborgarhraun, en sá, sem er staddur nálægt miðju landnámi Skallagríms, eða neðarlega ( Borgarhreppi, og lftur yfir landnám hans, sér glöggt, að Fagraskógarfjall gengur lang-lengst f vestur af fjallgarði þeim, sem afmarkar landnámið að norðanverðu, likt og Hafnarfjall að sunnanverðu. Þannig er þá auðséð, að nokkuð af Kolbeinsstaðahreppi I Hnappadalssýslu er ( landnámi Skallagrlms, öll Mýrasýsla, og meira en hálf Borgarfjarðarsýsla, og er því landnám Skalla- grfms það láng-vfðlendasla, sem nokkur landnámsmanna hefur áskilið sér eptir að Ingólfur sté fæti á ísland; mun og Skalla- grímur hafa verið sá fyrsti, sem bingað fór til lands að dæmi Ingólfs. Þetta vfðlenda landnám Skallagríms er Ijós votlur um atórmennsku hans og höfðingslund, enda varð hann fyrir stórmennsku eina fær um, að geta vfsað svo mörgum meiri háttar landnámfmönnum öðrum á góða bústaði f héraði sinu, auk skipverja sinna, er hann vfsaði til bústaða víðsvegar f kring um sig. Þeir, sem kunnugt er, að auk skipverjanna byggðu f landnámi hans, voru: Grfmur hinn Háleygski á Hvanneyri, Óleifur halti á Varmalæk, Ingvar tengdafaðir Skallagrims, á Álptanesi, Ketill blundnr f f>rándarholti, Björn rauði á Rauðabjarnarstöðnm, og Hrómondur á Hrómundar- stöðum í þverárhlíð. Ættbálkur sá, sem kominn er af Skalla- grfmi og félögum hans, sem vanalega er kallað Mýramanna- kyn, mun vera einn hinn fjölmennasti hér á landi, og vfst ærið margir Mýramenn og Borgfirðingar eiga að rekja kyn til Skallagríms. Er það þvf sjálfsögð skylda þeirra að styrkja að hátíðarhaldi þessu með ráðum og dáð, og allir þeir, sem f landnáminu búa, og aðrir föðurlandsvinir, hljóta að finna köllun hjá sér, til að hvetja til þess, að þetta þúsondára-af- mæli verði baldið á þann bátt, að afleiðingar þess lifi lengi f minni, byggðarlaginu til gagns og sóma. það er nú svo sem auðvitað, að margt er það við þetta fyrirhngaða hátíðarhald, sem mætti taka fyrir, og sem lengi mætti verða minnilegt byggðarlaginu til gagns og sæmdar. En þó virðist það liggja hvað næst, að ganga f samtök til þess, að feta f fótspor hins ötula og starfsama héraðshöfð- ingja, Skallagríms, sjálfs f þvf, að starfa að framförum héraðs- ins á ýmsa vegi. En hvað var það þá, er Skallagrímur að- hafðist eptirbreytnisverl? í 29. kap. Egilssögu getur þess, að Skallagrfmur hafi verið •iðjumaður mikilh. Iðju sfna byrjaði hann með þvf, að byggja bæinn að Borg, þar sem hann sjálfur bjó; auk þess reisti hann útbú á Álplanesi, á Ökrum og í Grfsartúngu, og eptir að hann gaf tengdaföður sínum Ingvari Álptanes, byggði hann bæ f Knarrarnesi. Til allra þessara bygginga aflaði Skallagrímur vfða, vfðsvegar frá með sjávarsíðunni, og er enginn efi á, að byggingar þessar hafa fullkomlega samsvarað annari stórmennsku hans. En hvernig er nú ástatt f héraði hans f þessu tiliiti? munu húsa- kynnin samsvara þörfum héraðsbúa og kröfum yfirstandanda tíma? Eg meina ekki. Þau eru þar vfða eins og annarstaðar hér á landi óhentug, leiðinleg og það sem lakast er, óþolandi kostnaðarsöm, þegar rétt er á litið, þvf moldarhús vor stauda ekki nema fá ár, þegar bezt lætur 20 ár, þá eru þau gjarnast fallin að veggjum, og þeir (veggirnir) þá búnir að feygja spft- ur þær, sem í þeim eru, og eyða og spilla meira og minna þvf, sem f þeim hefur verið geymt. Þess vegna ber hin mesta nauðsyn til að á þessu yrði ráðin bót með kappsömum samtökum og fylgi þjóðarinnar. Eg veit nú að mér verður svarað þvf, að hægra hafi verið fyrir Skallagrím að afla viða í hús sín, en nú eigi sér stað. Þetta er dagsanna, og einmitt þetta ætti að vekja þjóðina til að nota þau efni, er ílestir hafa heima fyrir til að byggja úr, og það er grjótið, sem héraðs- búar Skallagríms (eins og fleiri) eru búnir að láta liggja svo að segja ónotað í þúsund ár. þessi hús mætti á flestnm stöðum í héraði þessu byggja úr þvi grjóti, sem liggur í landeignum búendanna, og draga mætti að sér um vetrartím- ann, vfða með hægu móti, þegar að öðru leyti ekki verður unnið að umbótum húsa eða jarða. Nú víll Iíka svo vel tíl, að ágætt veggjalím (kalk) fæst með vægu verði i Reykjavík, sem tekið er úr okkar fslenzka fjalli, Esjunni, og má heiia hægt fyrir héraðsbúa Skallagrfms, að ná því til sin með kaup* förum úr Reykjavík á Brákarpoll. Að ná sandi til slíkra bygginga er máske erfiðast á sumum stöðum, en þeir, sem ekki þættust geta náð í sjávarsand, gætu brúkað sand úr ár- eyrum, en þá verður mjög nákvæmlega að skola úr hontim allan leir, því leirinn spillir liminu í veggnum, einknm að ut' an. Mjög víða má fá í héraði þessu móhellu eða smiðjumó, sem saman við sand má brúka innan f veggi við eldstór o. fi- til að spara með kalk. Bezt væri að byggja eitt hús fyrir öll vanaleg bæjarhús, t. a. m. í staðinn fyrir baðstofu, búr, eld- hús, eldiviðarhús og geymsluhús (skemmu), en til að spara við sem mest, mætti bæði grafa kjallara undir meiru eða minna af húsinti, og einnig hlaða úr steini girðingar langsetis eptir húsinu og þvert um það, eplir þvf, hvað það væri stórt í upphafi, og hvernig haga ætti herbergjum í þvf. Væri við- ar skortur eða efnaleysi að kaupa timburþak eða helluþak yíir húsið, þá mætti vel f nokkur ár komast af með torfþak, og láta þá hellu- eða timburþak siðar. Sama er að segja um öll peningshús, þau ættu ekki, ef annars kostur væri, að byggjast að veggjum úr öðru en steini. Til að þétta þá veggi svo ekki blási inn um þá, hvgg eg að þurfi ekkert annað en smiðjumó og sand. Nytsemi þessara húsa og kostnaðar- sparnaður við þau, þegar fram liða stundir, í samanbnrði við torfhúsin, er svo augljóst og vel upplýst af mér fróðari föðtir- landsvinum, ekki sízt af herra landlækni J. Hjaltalín, sem í þjóðólfi 1876 nr. 17. og vfðar, hefur svo greinilega og skör- uglega sýnt fram á nauðsyn þessa máls. (Framh. síðar). FréttÍP. Þessa daga gengur norðan-hret mikið — stormar, heiðríkt lopt að mestu, en mistur allmikið, frost á nóttum, mest 5° R. Fréttst hefur og þessa daga með ferða- manni vestan úr Dölum, að h a f í g i n n hafi rekið apt- ur inn á hvern fjarðarbotn norðarlands, og sjáist eigi f auðan sjó af fjöllum; er sagt að ísinn sé borga-ís og fullur af snjó. 11. þ. m. hafði og ís legið fyrir öllu austurl. að Ingólfshöfða. Með sfðasta skipi bárust hingað ensk blöð frá byrjun þ. mán. Segja þau hinn mikla ófrið milli Rússa og Englendinge að eins óbyrjaðan. Höfðu hvorugir málssðila viljað eða þorað, þá er til kom, að þoka liði sfnu frá vígstöðvunum við Miklagarð. þess erog getið, að Rússar hafi heidur unnið Austurríki til fylgis við sig en áðnr, og að Prússar haldi vinfengi yið þá. Virðist þetta herða hugi þeirra; en hins vegar þykjast Englendingar vera svo lángt komnir, að eigi megi þeir f neinu á hæli hopa, heldur til skarar láta skriða. Er því hinna mestu og verstu stórtiðinda von. Búast hvorirtveggja með hinni mestu ergi og ofurkappi, og eru Englendingar að draga lið að sér austan af Indlandi. Sýningin mikla f Paris var hátfðlega opnnð af rfkisforset- anum Mac Mahon 1. þ. m. þar var Friðrik krónprins við- staddur og hinn mesti fjöldi böfðingja og alls konar fólks. Verður þessi sýning hin dýrðlegasta, eem haldin hefur verið, önnur en Fíladelfiu-sýningin f hitt eð fyrra. Vorpróf. Samkvæmt hinni nýju reglugjörB hefst vorpróf lærða skólans í ár síöustu d. þ. m.—11. og 13. þ. m. fóru fram próf á kvenna- og bamaskólunum hér í bænnm, — vittkomendum flestum til ánægju, a® þvf leyti oss cr kunnugt; f báöum þeim skólum vom lærlingar reyndir sérstaklega í söngfræði (auk söngsins sjálfs); er það i fyrstasinni, það hefur hér verið gjört, og varð það próf dugnaði kennarans (Jónasar Helgasonar) til sóma. Skipafregn. 8. þ. m., komin': “Munken“, 221. Madsen, færeysk fiskiskúta; s. d. “Jcune Delphine“, 43 t. Ovesen, frá Bergen með ýmsaT vömr til norsku verzlunarinnar; 12. þ. m., “Albion“, 651. Davidson, fr** Peterhead, laxakaupskip frá Ritehie; 13. þ. m. “íris“, 2001. Charl®9 Lewson, frá Newcastle með kol til smiths. Farin aptur: 9. “Munken1 > 13. “Albion“ upp á Akraues. Brauðaveitingar. Hinn 7. þ. m. veitti landshöfðingiÁs iFellnnl cand. theol. Sigurði Gunnarssyni. Auk hans sótti sira Stefán Pjeturs- son á Desjamýri. 10. s. m. Vellir í Svarfaðardal sira Hjörleifi Guttorrns syni á Tjöm. Auk hans sóttu sira Markús Gíslason á Blöndudalshólu®’ sira Kristján Eldjárn þórarinsson á Stað í Grindavík og sira Brinjól u Jónsson í Reynisþingum. Óvcitt brauð. Tjöm í Eyjafjarðarprófastsdæmi; metin 1138 kr 62 au.; auglýst 14. þ. m.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.