Þjóðólfur - 12.06.1878, Síða 3

Þjóðólfur - 12.06.1878, Síða 3
75 Slg Og sitt og nákvæmlega gæta allrar kurteysi og hreinlætis; maður á 2. káetu, má maður ekki án leyfis ganga til 1. fcáetu, en aptur þolir siðvaninn að 1. káetubúar fari hvar sem Þeir vilja um skipið. Menn verða aptur á hinn bóginn að vita rétt sinn um borð og ganga hreint og beint eptir honum, Því opt gjöra útlendir þjpnustumenn sér dælt við alþýðumenn °g fátæklinga ef þeir þora það, og eiga menn sem minnst undir dyggð þeirra að eiga, en sýna þeim sem öðrum kurteysi, °g það kunna landar vorir betur en alþýða í nábúalöndunum, og hef eg heyrt merkan mann segja, að franska og íslenzka slþýðumenn hafi hann séð kurteysasta í viðmóti, allra þjóða í norðurálfunni. Aptur skortir alþýðu vora aðra kurteysi á við nðrar þjóðir, einkum allt sem þvotti og öðru hreinlæti við- kemur, og er sorglegt hve seint gengur að laga það þjóðlýti. A þessari ferð, sem hér skal um geta, munu þó Danir ekki hafa getað gjört gys að neinum farþegja fyrir þá sök, að ttinnsta kosti hef eg séð miklu sóðalegra ferðafólk á þiljum í Skotlandi og jafnvel Danmörku en venjulega sézt hér, enda er þar, einkum á Skotlandi fullt af skrílfólki, en hér ætti þess konar fólk ekki að finnast. Og nú til textans útskýringar. Við lögðum út frá Reykjavík 25. maí um kvöld í góðu veðri. pað er einkennilegur ys og þys, sem á gengur þar sem þess konar skip eru að leysa úr höfnum; sama sjónin eða sviplík í öllum löndum, allsstaðar er skilnaðurinn skilnaður, Mannshjartað mannshjarta; skipið er troðfullt af fólki og farangri, tíminn er kominn, skilnaðarstundin er að slá, mark- pípa skipsins kveður með hvellnístanda hljómi, það er hinn síðasti lúðurhljómur og dómsdagur skilnaðarins er kominn; hér standa hjón í troðningnum ogfaðmast yfir stóran fatapoka; þarna stendur stúlka, og bregður handlíni að andliti, en í því brokkar tréskóaður og tjargaður «matrós» fram og hryndir við henni í þrengslunum; sjást þá hennar tárbjörtu augu, sem aptur sjá í svip matróssins hinn ruddalega virkilegleik. En hvað margar mílur fer Díana með þessu áframhaldi? Hið fyrsta sem farþegjar gjöra, þegar menn eru komnir vel í ró um borð í skipinu, er að líta yfir samferðamenn sína. Er þá opt misjafn sauður í mörgu fé; í þetta sinn var valið fólk saman komið og allt sjóhraust. Aðal plágan meðal farþegja á sjó er hin illa sjósótt, þar næst gengur ósjór og íllt veður, því um slys tölum vér ekki. Meðal farþegjanna var fátt hins fríða kyns, 3. frúr í allt í 1. káetu, sem allar vorar sjó- hetjur; af þeim félagsskap þykir hinu hrausta kyni aldrei of þétt eða þröngt skipað nokkurt rúm meðan allt fer með feldi. Af þeim er lcngst fóru með oss voru helztir þeir kunningjar vorir: Finsen póstmeistari og Sveinn búfræðingur, og þeir ágætu norðan-kaupmenn Tryggvi Gunnarsson og Steinke frá Akureyri (nú í Kaupmannahöfn), Yfirmenn skipsins líkaði aér einkar vel við; er herra kapteinn Vandel af öllura tal- inn ágætur fyrirliði á slíku skipi, virtist mér hann í öllu eiga skilið hið enska sæmdarnafn: gentleman. Leautenant Scheller er og laglegt foringjaefni; yfirstýrimaður Jantsen er hér al- kunnur, duglegasti maður, kátur og keskilátur, en við og við nokkuð hranalegur, eins og sjómönnum er títt; maskínumeist- arar eru tveir á skipinu, og báðir laglegir menn, og yfir höf- Uð þótti mér allt fólk og allur viðurgjörningur, á 1. káetu að minnsta kosti, eins og eg bezt hef þekkt áður á þess konar skipum. Díana skríður í logni rúmar 9 mílur í vöku eða á 4 tímurn. Okkar fyrsti áfangi var til Stykkishólms; land- sýnin hér í Eaxaíióa er opt skrautlega fögur, nefnilega við heppileg lopts- og litabrigði, því ella er flóinn of víður og íjallahringurinn of fjarlægur fyr en komið er í nánd við nesin. Við sigldum um nótt fyrir Snæfellsjökul. Um morguninn var þoka og rosaveður; hitti þó kapteinninn svo nær Höskuldsey, að við fundum eyna og «lóðsinn» fann okkur; láta Hólmverjar hann vera þar á vorin til að sæta skipum; annars liggur Höskuldsey 2—3 mílur út frá Stykkishólmi. Jón lóðs í Stykk- ishólmi er nú gamall maður og hefur hafnað þar skip í 40 ár, euda var hann sá lang-hafnsögumannlegasti lóðs, sem'eg sá í ^rðinni. í St.hólmi stóðum við að eins við 2—3 tíma, og er huð allt of stuttur viðstöðutími á slíkum stað, eptir því sem ^er hagar til. Stykkishólmur er eitt af fremstu höfuðstöðvum ^udsins, og þar er langmest af menntun Yestíirðinga komið Saman á einn stað, síðan blómi Flateyjar eða vestureyja föln- aði, einkum með fráfalli þeirra tveggja ágætismanna: Ólafs Sivertsens prófasts og Brynjólfs Benediktsens. Breiðfirðingar hafa í frá aldaöðli verið taldir aðall Vestfirðinga, og í Breiða- firði og ísafirði hafa optast nær búið einhverjir mestu höfð- ingjar landsins. í Breiðafirði og í Eyjafirði teljum vér og að flestir kurteisis- fjör- og vaskleikamenn liafi að jafnaði átt heima hér á landi; fræðimenn og skáld hafa og að tiltölu flestir verið ættaðir úr Breiðufirði, þ. e. úr héruðum þeim, sem liggja hringinn í kring um þennan flóa. Stykkishólmur liggur í hinu forna jpórsnesi og liggur lágt, en höfði allhár er við bæinn, og er þaðan útsýni hýrt og fagurt, ef veður er bjart, því þá blasa við sund og eyjar, og hinn víði fjallahringur hér- aðsins. Suðureyjarnar, er héðan sjást, eru annars flestar hrjóstr- ugri, stærri og ófríðari en vesturoyjar, er liggja 3—5 mílum vestar; sjást þær ekki héðan. í St.hólmi er minni bygð en á ísafirði- og Akureyri, en hús aptur laglegri. Hér höfðum við ærinn starfa jafnstutta dvöl, að heilsa og kveðja vini og sveit- unga; hér er verzlun mikil, hér er og læknir og lyfsali, og hér býr hinn gáfaði og lipri prófastur Snæfellinga, sira Eiríkur Kúld, en elztur borgari er hér göfugmennið Árni Thorlacius, gamall merkismaður að lærdómi og öllu atgjörvi. Gæti eg nofnt marga fleiri í sæmdarskyni, en fljótt verður yfir að fara, enda er um vini vora og frændur að tala. f>að er mjögleið- inlegt, að verzlunarfélög Breiðfirðinga liafa beðið hið mikla tjón umliðinn vetur við hrun þess verzlunarhúss, er þau voru viðtengd, því þar eiga hinir beztu drengir hlut að máli, en vér vonum að úr því rætist, og getum ekki annað en treyst Breið- firðingum til að rétta þá snurðu, ef ekki skortir félagsskap. Hitt er annað mál, að vér höfum litla trú á slíkum verzlun- arfélögum. (Niðurlag síðar). Jón umboðsmaður Jónsson. 1. í>að gengur svo í heimi hér, |>að hverfa jafnt þeir beztu, Allt eins og þeir sem unnu sér Með ódyggð nöfnin vestu. En getið þeirra er eptir á í>ví aldrei þagnar saga; Hún dæmir ugglaust alla þá Við enta lífsins daga. 2. Og hvað er það sem hún um Jón Nú hlýtur lýðnum segja: Æ, það var mikið mörgum tjón Að mátt’ hann til að deyja, J>ví hann var ætíð öllum hreinn Og öllum vildi duga. Með aðstoð var hann aldrei seinn Frá elskulegum huga. 3. Án fordildar hann fram þar leið Er frægðin þóttist standa, En ætíð hjá þeim aumu beið Og ótal leysti úr vanda. Hann sér það lögmál setja vann: Að sýnast minni’ en reyndist, Og því með festu fylgdi hann, í>ó fæstum hjartað leyndist. 4. Og fáir eru eins og hann, Sem öllum var svo góður, í>ví hver sem Jón með friði fann Hann fékk þar vin og bróður. Æ, mikill er því missir Jóns — Og mikill sjálfur var hann — Og sár má vera sorgin Fróns, J>ví sár þess hryggur bar liann. 5. Svo kveðjum okkar væna vin Og vininn allra manna; Hann kveðji íslands aldna kyn Og eyjan kaldra fanna. En fyrst liann liggur liðinn nár Mun litla kveðju heyra, ( Og hún er líka hryggðartár Vér höfum ekki meira. 3+5+2 = 10.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.