Þjóðólfur - 12.06.1878, Side 4

Þjóðólfur - 12.06.1878, Side 4
76 — 28. dag apríl mánaðar þ. á. andaðist að Vík í Mýrdal merkismaðurinn,umboðs-og dannebrogsmaður Jón Jónsson. Ilann var borinn ( heim þenna að Kalmannstúngu i Ilvítársiðu 30. dag júlí mánaðar 1830; voru foreldrar hans stúdent og dannebrogsmaður Jón Árnason, er seinna bjó á Leirá, og fyrri kona hans Ilalla Jónsdóttir prests frá Gilsbakka; bann kvong- aðist sinni nú eptir lifandi ekkju Gu ðla ugu Halldórs- dóttur árið 1852 og voru þau I hjónabandi tæp 26 ár; hjónaband þeirra blessaði guð með 4. börnum, er 1 þeirra dáið, en hin, er lifa, eru: Ualla, kvinna Jóns Gunnsteinssonar silfursmiðs á Hvammi í Mýrdal, Ilalldór, ókvæntur heima hjá móður sinni, og Sigríður, kvinna Sígurðar Ólafssonar, sýslu- læknis í Hörgsdal. Hinn látni var sérstakur dugnaðar og atorkumaður, hinn stjórnsamasti og reglufasta6ti og sannur höfðingi sveitar sinnar, heimili hans var geslrisninnar sanna heimili, enda blessaði guð vel bú þeirra bjóna; hann var því vel metinn, virtur og elskaður af öllum, er þektu hann. Hann var varaþingmaður Vesturskaptafellssýslu nokkur ár, sýslunefnd- armaður, og hreppstjóri f Dýrhólahreppi; liann slyrkti ( mörgu sveitarfélag sitt, og meðal annars gaf hann sveitinni 1000 kr., er áttu að hagnýtast benni til sannra framfara. Hinn lálni er ekki einungis sárt tregaður af vandamönnum sínum, heldur einnig af öllum þeim nær og fjær, er þekktu þenna mikilsverða og góða mann. — þegar maður minn elskulegur forlákur sál. Jónsson lá sina þungu og löngu banalegu, auðsýndu margir honum sjald- gæfa vinsemd og velgjörðir; hið sama hafa margir auðsýnt mér síðan Drottinn kallaði hann heim til sín. Fyrir utan systur mína Sigríði Bjarnardóttur á Uliði, læknir hra J. Jónassen og prest minn, próf. J>. Böðvarsson, hafa þessir gefið: hra Chr. J. Matthiassen á Hliði 49 kr. 36 a. og þar að auki styrkt mig með ráðum og dáð,- hra Sæmundur á Járngerðarslöðum 44 kr.; hra Kristinn í EDgey og nokkrir Seltérningar 30 kr.; hra Erl. á Breiðabólsstöðum 20 kr.; Marin í Grindavík 20 kr.; ónefnd- ur í Árnessýslu 20 kr.; hra Narfi ( Stíflisdal 20 kr.; hra Sæ- mundur á Elliðavatni 12 kr.; hra Bjarni í Garðhúsum 11 kr. 84 a.; hra Halldór í Þormóðsdal 10 kr.; hra Þorlákur í Ilvamm- koti 8kr.; hra lyfsali Randrup 7 kr. 63 a.; hra Einar Jónsson yngri ( Grindavík 6 kr.; hra Steingrímur í Halakoti 5 kr.; hra Eöskuldur á Hrauni 5 kr.; hra jþorsteinn á Illiði 2kr.; hra Gr. Thomsen 1 á til skurðar; hra Hróbjartur á Hæðarenda 1 sauð; séra Jón á Mosfclli 1 kind; séra Símon á þingvöllum 1 kind; hra Magnús á Búrfelli 2 kindur; sómasamleg líkklæði voru gefin af ónefndum. Fyrir alla þessa góðvild og gjafir votla eg innilegustu þakkir. Þórukoti 4. aprd 1878. Ingibjörg Bjarnadóttir. — Þegar við slðastliðið ár, bæði ellihrum, heilsulítil og bláfátæk, urðum fyrir því mótlæti, að einkadóttir okkar, sem hefur verið okkar eina aðstoð, lagðist f langvarandi sjúkdómi, svo ekki var annað fyrir hendi, en að við yrðum að slita samvistum og verða selt niður ásamthenni, þá uppvakti drott- inn ýmsa veglynda menn til að rétta okkur hjálparhönd með ýmsu móti, svo við gátum haldið áfram búskap okkar, og sjálf annast dóttur okkar ( sjúkdómi hennar. Meðal hinna mörgu sem hafa þannig liðsint okkur, viljum við sér í lagi tilnefna: Óðalsbónda herra Eyólf Stefánsson á Núpstað, 4 kr.; Glsla póst Magnússon á Rauðabergi 7 kr.; yngism. Jóhann Stefánsson á Kálfafellskoti 4kr.; þórarinn þórarinsson á Selja- landi 2 kr.; bóndi Jón Jónsson á Hvoli 2 kr.; yngism. Bjarni Yigfússon á Kálfafelli 2 kr.; bóndi Jón Sveinsson á Hruna 3 kr ; yngism. Jón Jónsson á sama bæ 2 kr. ekkja þorgerður Björnsdóttir á Orustustöðum 3 kr.; yngism. Einar Magnússon á sama bæ 7 kr.; yngism. Sigurður Jónsson á sama bæ 2 kr.; bóndi íngibergur Magnússon á Sléttabóli 2 kr.; yngm. Magn- ús Magnússon á sama bæ 2 kr.; yngism. Helgi Bergsson á Fossi 6 kr.; yngism. Bergur Bergsson á sama bæ 4 kr.; söðlasmiður Sigurður þorleifsson á sama bæ 2 kr.; vinnukona Guðlög Gísladóttir á sama bæ 3 kr.; hreppstjóri Magnús Þor- láksson á Hörgslandi 5 kr.; bóndi Páll Stefánsson á sama bæ 2 kr.; snikkari Páll Pálsson I Ilörgsdal 9 kr.; prestur Páll Pálsson á Prestbakka 7 kr. — samtals 80 kr.; Auk þessara hefur sóknarprestur minn séra Sveinn Eiríks- son á Kálfafelli ekki látið sér nægja að Ijá okkur mjólkandt kú nú i hartnær 2 ár án nokkurs endurgjalds, heldur einnig að miklu leyti annast fóður ( 2 vetur á kvígu sem við eigum, svo hún nú getnr orðið okkur á næsta ári, að bjargræðis- grip. Af hjarta biðjum við guð að launa öllum þessum veglyndu gefendum, af rikdómi náðar sinnar. Hruua á Brunasandi 13 des. 1877. Gunnsteinn Guðmnndsson Margrét Helgadóttir. AUGLÝSINGAU. / verzlunarbúð 0. P. Möllers sál. verða fyrst uin sinn seldar ýmsar vörur móti peningum með niður sctt u verði. lleykjavik 12. marz 1878. Fyrir hönd búsins. Georg Tho rdal. — Jeg undirskrifaður hefi nú byrjað litla verzlun hér í bæn- um f Robbs-húsunum gömlu, og bið eg g ó ð a og g a m I a skiptavini mina að unna mér lítilla viðskipta; um mikið er eg ekki fær, þvl byrjunin er lítil. Ileykjavík ( mai. Porf. Jónathansson. — Jón nokkur frá Garðhúsum á Akranesi, sem kom frá sjóróðrum að sunnan um siðastl. vertíðarlok, hefur beðið mig að geima poka, með skinnklæðarusli, sem hann segir að hali komið fyrir í farangri sínum, og falið mér á hendur, að koma þar um augiýsingu í þjóðólf, svo eigandinn gæli leitt sig að þessari eign sinni, og verður hann þá jafnframt að borga fyrir auglýsinguna og einnig sanngjörn ómakslaun til mín. Spjald með brennimarki er bundið við pokann. Rvík 1. júní 1878. Porlákur Magnússon. — Týnst hefur 4blaðaður h n ( f u r nýsilfurbúinn með bein í kinnum, frá prentslofunni út að smiðju Jóseps klénsmiðs hér 1 bænum. — Týnst hefur frá Bráðræðis-búð vestur að Seli silfurbú- inn baukur merkt «0. E.» og stóð öfugt. Bauknum er beðið að skila á skrifstofu þjóðólfs mót funarlaunum. — Seint í næslliðnum mánuði tapaðist frá Vindási ( Kjós, brúnt merlryppi, veturgamalt, ómarkað og óafrakað, vel feitt og í stærra lagi. lívern scm bitta kynni tryppi þetta, bið eg að gjöra mér vísbendingu þar um, eða Einari Brynjúlfssyni að Vindási. Káravfk 10. júni 1878. Porkéll Guðmundsson. — Eg undirskrifaður fyrirbýð allt beitulak á minni lóð fast og laust án umlals, frá þessari tfð. Guðmundur Magnússon á Lillabæ á Álptanesi. — f miðjum mafmánuði þ. á. tapaðist frá mér að heiman rauðskjótt hryssa, 6 vetra, affext og taglskelt í vor, mark: blaðstýft fr. hægra, biti apt. vinstra, ójárnnð, lftil að vexti. Hvern sem kynni að hitta hryssu þessa bið eg vinsamlegast að taka lil hirðingar og koma henni til m(n, eða láta mig vita af henni mót sanngjarnri borgun. Merkinesi 2. júnf 1878. Sigurður Benidiktsson. — Eg undirskrifaður tapaði suður ( Njarðvíkum þann 7. mat hryssu rauðkinnóltri, aljárnaðri með skaflaskeifum, mark: stand- fjöður fr. bægra og apt. vinstra. Ilver sá er hitta kynni téða hryssu er vinsamlega beðinn að koma henni annaðhvort td Jóns Péturssonar á Höskuldarkoti í Njarðvíkum eða til mfn að Arngeirsstöðnm í Fljólshlíð Páll Einarsson. — Gulbrúnt undirdekk með svartri hekklaðri leggingu í kring, fóðrað með lérepti, bundið yfir hest aðfaranótt 3. apríl, tapað- ist frá Gerðum og heim að Slokkseyri eða þar i kring, sem ómögulegt er annað en hafi fundist. Sá sem upp hefur tekið, er beðinn að skila því til ólafs Jóhannessonar að Laugardæl' um fyrir skaðlaus fundarlaun. — -Að morgni síðastliðins 4. júnf var hirtur af stroki við ferjustaðinn á Laugardælum brúnn hestur unglegur, mark: " stig aptan hægra og sneitt aplan vinstra, vakur, ójárnaður, meo mikla faxi; eigandi getur vitjað hans til Ólafs að Laugardælum- Misprenlast hefur í feróaáœtlunarblabi fHJ'11' t/ufuskip R 8f I). Slimons, aö pað komi til Reykjavíkilf í 3. ferö 27. júlí og 4. 10. ágúst. pað á að horna » e/# ferö til Uúsavíkur 27.júli til Borðeyrar 23. til ReykjdJ. vikur 29. júlí og í 4. ferö til Akureyrar 11. ágúst, 1 Reyhjavíkur 15. ágúst. I. Coghill. Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlögsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðarmaður: Matthías Jochumsson-_______________________ Prentaður í prentsmiöju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.