Þjóðólfur - 29.06.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.06.1878, Blaðsíða 1
30. ár. Reykjavik, 29. júní. 1678. 20. blað. Ouðbrandur Hólablskup. (Úr: Ferð með Díönu). Hrauðmálið. „Nú Imignar pcim fræga Ilólastól, Nú hæltka skuggarnir púngu, Nú iít eg ei framar Guðs ljúfu sól, Nú ligg eg með aflvana túngu. í sex og finnntíu samfleytt ár ilef eg setið í Herrans skjóli — Yið níræðisaldurinn nú eg stár — Á norðurlands biskupsstóli. Sem fleyið bundið við báruströnd Eg bíð eptir Lausnarans liljómi; ivi framar er leyft minni líkams hönd Að lypta Guðs heilaga dómi. Mig hryggir pað mest að heyrn og sýn Mig hindrar að afreka meira. Ó, lít minn Drottinn, í líkn til mín Og lát mig fá klulckurnar* 1 lieyra! Jjví árin prjú lief eg eptirpráð p>eim eilífa bergmáls-rómi, Sem kveður frið yfir kristið láð Með kirkjunnar sigurliljómi. Sem Jakob fram fyrir Faraó Eg fer við minn Guð að ræða, pní líti eg yfir minn æfisjó p>á ógnar mer synd og mæða. Og liver sem liefur svo liátt á öld Yið heimsins vélræði barizt, Hann elskar ei framar auð og völd, En undrast, hann heiir ei farizt. Eg átti forðum svo hrausta hönd Og huga, sem engu nam kvíða, — Ó hversu brann mín únga önd Fyrir orð Guðs Lfanda’ að stríða! En dátt lief eg elskað auð og seim — Far, ágirnd, í myrkranna dýki! — Og pjó var mér ætíð helgast í heim Guðs himneska dýrðarríki. Eitt stórverk gafstú mér, Guð, af náð, Að gjöra með kröptunum úngu: Nú geymir að eilífu Isaláð p>itt orð á lifandi túngu. Guðs heilaga kirkja, svanasöng Eg sýng pér með brestanda rómi — Nú lieyri eg ljóðin pín, Líkaböng, Og lyptist af upprisu-hljómi. Kom, ímynd Krists brúðar, mín dóttir dýr, p>inn deyjanda föður að styrkja. Svo lýsi dýrð Ilans, sem í ljósinu býr, p>ér land mitt og dóttir og kirkja!“ 1) í kvæbi þessu er bent til peirrar frásagnar, að nokkrum misser- l«n áður Guðbr. biskup andaðist, hrapaði dómkirkjan á Ilólum til grunna Úrir stormbyl miklurn. Hann lá pá í sæng sinni aflvana og í kör. Fékk *>ann eigi að vita, að kirkjan var fallin, en bann undraði opt, að bann hoyrði eigi klukkurnar, „og var þá ýmsu við skotið“, — segir Espólín. Oóttir bans, Halldóra, stóð þá fyrir staðnum, og „var hún hinn mesti skörungur“. L í k a b ö n g hét hin forna, mikla kirkjuklukka á Hól- Um. Samkvæmt bréfi stiptsyfirvaldanna frá 14. maí þ. á., skyldu fundir haldnir viðvíkjandi þessu mikla máli í þessum mánuði, sinn í hverju prófastsdæmi um allt land. Skyldu á fundinum mæta auk prófasts (sem forseta) sóknarprestar allir sjálfkjörnir, og einn maður úr hverju prestakalli, kjörinn af hendi hvers safnaðar. Atriði þau, er ræða skyldi á fund- um þessum, eru greinilega tekin frarn í nefndu stiptsyfirvalda- bréfi, og snerta þau í heild sinni, þetta tvent: nýia skipan prestakalla og kirkna, og nýtt fyrirkomulag á gjöldum til prests og kirkju. Viðvíkjandi nýrri skipun á prestaköllum, segja stiptsyfir- völdin, að hversu svo sem æskilegt væri, að kjör presta yrðu bœtt með samsteypu brauða, þá verði að fara mjög varlega í það mál, sökum þess, að víða kynni með því móti að vaxa örðugleikar safnaðanna að ná til prestanna, og eins örðug- leikar fyrir prestana að þjóna embættunum; og einkum riði á, að uppfræðing úngmenna standi enginn hnckkir af sam- steypunni. Yms brauð játa þau, að megi að vísu stækka úr því sem nú er, en vandlega verði að athuga, að öll meðal- brauð og minni verði ekki gjörð svo erfið eða víðlend, að ó- umflýanlegt verði að prestar, sem þeim þjóni, þurfi að fá sér aðstoöarpresta, óðara en þeir taka að eldast eða þreytast, þar eð bæði munai það skerða um of tekjur viðkomenda, og hins vegar er opt ómögulegt, eins og hér stendur á, að ná í að- stoðarprest. En þar sem gjörlegt mætti þykja, samþykkja þó stiptsyfirvöldin, að brauð séu feld saman, einkum ef bæta mætti úr vandkvæðunum með því, að presturinn flytji á ein- hverja jörð í prestakallinu, þar sem hann yrði haganlega sett- ur. En þá má sú jörð ekki vera lakari en liið núverandi prestsetur er, og eins þarf það að vera víst, að presturinn geti fengið þá jörð til ábúðar. Aptur þegar talað er um nýja kirkjuskipan, annaðhvort að leggja niður kirkjur eða flytja þær úr stað, segir svo í bréfinu: »3?ar sem menn vilja byggja nýja kirkju, verða menn að eiga það víst, að jarðeigandi leyfi án afarkosta að byggja þar kirkju, og eins verður að hafa það fast ákveðið, hver eigi að kosta byggingu og viðhald kirkjunnar, sem og að liafa vissu fyrir, að þar sé hentugt kirkjugarðsstæði; og þegar talað er um að leggja niður kirkju, sem er eign einstakra manna, verður fyrirfram að fá til þess leyfi kirkjueigenda og líka vissu fyrir, að prestmatan rýrni ekki né missist með tímanum, en sú vissa getur naumlega orðið óyggjandi, nema kirkjueig- andinn leggi til prestakallsins svo mikla fasteign, að afgjald hennar samsvari prestsmötunni». Ef kirkja skyldi lögð niður og söfnuður ætti að sækja til nýrrar kirkju, þarf og fyrirfram að semja við kirkjueiganda að stækka kirkju sína, efþess þarf, og se kirkjan einstakra manna eign. í síðara hluta bréfsins biðja stiptsyfirvöldin um álit fundanna viðvíkjandi gjöldum til prests og kirkju. Segjast þau vera þeirri (alkunnu) tillögu fráhverf, að tekjur presta og kirkna verði látin renna í lands- sjóð og prestar settir á föst laun, «með því að oss — segja þau — virðist að sú tilhögun mundi verða til skaða fyrir kirkjuna, og oss þykir það ísjárvert, að hún þannig léti af hendi fasteignir sínar, auk þess sem jarða-afgjöldin eru hinar haganlegustu tekjur prestastéttarinnar, meðfram fyrir því, að landaurar fara ávallt hækkandi í verði». Enn fremur er ráðið til, að lambsfóðragjaldinu sé lialdið, einkum sökum hægðar gjaldendanna. Aptur á móti er þess óskað, að prestar gæti losast við nokkuð af gjaldheimtu þeirri, sem á þeim liggur, og er einkum tekiðfram: tíundir og dagsverlc, sem sýslumað- ur ætti að innheimta fyrir presta, sem þeim útborgast úr landssjóði. Loks talar brefið enn um eitt atriði þessa margfalda máls, 81

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.