Þjóðólfur - 29.06.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.06.1878, Blaðsíða 2
82 sem einnig kom til umræðu á síðasta þingi, og nó liggurundir hina konunglegu prestakallanefnd, en það er, h?ort. tiltækilegt sé, að söfnuðirnir taki að sér umsjdn og viðhald kirkna, þann- ig, að allar kirkjur á opinberu góssi verði seldar söfnuðunum í hendur, en að bændum, sem kirkjur eiga, verði lagt það á sjálfs vald. Um þetta atriði segja stiptsyfirvöldin: «Án þess að fjölyrða um þær óheppilegu afleiðingar, sem einatt hafa orðið af því að prestarnir einir hafa haft kirkjurnar til um- sjónar, skulum vér einungis taka það fram, að söfnuðirnir sjálfir mundu hafa gott af að venja sig við slíka umsjón, sem fyrs ta stig til meiri afskipta og hluttekningar að því er snert- ir kirkjuleg mál». fó er ráðið til, að tekjugjöldin verði hin sömu og eru, og að allir reikningar kirkna liggi undir yfirskoðan prófasta og úrskurð biskups. Loksins ráða stipts- yfirvöldin til að kosnir verði 2 bændur auk prestsins í nefnd í hverri sókn, til þess að veita forræði kirkjunni og hennar fjármunum. Skýrslur frá fundum þessum koma nú hvað af hverju til stiptsyfirvaldanna (sem sjálf sitja í konungsnefndinni, auk séra |>. Böðvarssonar, dr. Gr. Thomsens); kunnum vér því ekkert um að segja frá þeim ýmsu tillögum, sem búast má við að sendar verði nefndinni, en að þær verði töluvert ólíkar má ráða, bæði af umræðum manna á síðasta þingi, og af þeim greinum, sem þegar hafa birzt í blöðunum. Af þeim tillög- um og frumvörpum, scm umræðu náðu á þinginu, þótti oss einna aðgengilegast frumvarp séra ísleifs Gíslasonar, þegar á allt er litið, enda miða stiptsyfirvöldin næst því, og þar næst nefndarálit minni hlutans (séra Arnljóts og E. Gunnarssonar), sem er mjög «þjóðlegt» í hugsun sinni, en alls ekki nægilega ákvarðað, og líkara skörulegri hugvekju en skörpu nefndaráliti. í>ó tekur það fram tvent, sem vér munum ekki til að aðrir hafi lagt til: að hvert prófastsdæmi gjöri presta- og kirkna- skipan fyrir sig sér í lagi (sjálfsagt eptir sömu aðalreglum og öll önnur), og a ð hvar sem kirknasjóðir myndist, verði því fé, sem kirkjur eða brauð megi missa, varið til stofnunar og styrktar bamaslcólum; og er jafnframt bent á, bæði hve sjálf- sagðir þeir séu samkvæmt kröfum tímanna, og svo þess, að með þeim muni prestsembættin bæði styrkjast qg léttast. Af blaðagreinum um þetta mál skulum vér nefna uppástungur séra Jóns Guttormssonar í 13. og 15. tbl. «ísafoldar», þ. á, í þeim er margt vel hugsað af hinu einstaka, en yfir höfuð virðist oss það fyrirkomulag, sem hann ræður til, ekkert betra en tillögur meiri hluta nefndarinnar á alþingi. J>að, að ráða til að byrja og enda allt í einu alla breytingu, sem tímar þessir að hugsjóninni til sýnast heimta í kirkjufyrirkomulagi voru, finnst oss ærið varhugavert: hugsjónirnar eru fjöll, sem standa fjær en sýnist, og vilji menn þau komi nær, verður að nálgast þau fet fyrir fet; einnig er athugandi, að vér eigum engar járnbrautir til að flýta fyrir ferð vorri með í framför- unum, og þurfum því á þolinmæðinni að halda, ogmegum ekki ota kappi við erlendar þjóðir, heldur ríður oss í hverju spori á að gæta þess, að vér ekki síður förum varlega en djarflega. Hvor- tveggja sú tillaga, að selja jarðeignir staða og kirkna, oghitt, að setja presta á föst laun, eða draga tekjur þeirra í lands- sjóð og skamta síðan eptir nefi hverju, svo og að fara sviplíkt með kirkjufén, — hvorttveggja þetta er efalaust of mikið íráðist nú þegar í fyrstu byrjun, mjög efasamt, hvort betra yrði eða þjóðlegra en það sem er, og efalaust ótrúlega miklum torfærum og óþekktum annmörkum bundið. Aðal-augnamiðið í allri þessari endurbót er, að bæta og jafna kjör presta þannig að söfnuðirnir og kirkjurnar, eða landskirkjan í heild sinni, eflist að sama skapi til meiri andlegrar og líkamlegrar fullkomnunar Og einkum til meira jafnvcegis og jafnfrehis. En hér er mik- ið vandaverk fyrir hendi og hinn allra vandamesti hluti þessa verks og undir eins sá, sem allra-næst liggur, er sá, að jafna prestaköllin, eða steypa þeim saman. fannig virðast að minnsta kosti stiptsyfirvöldin að líta á málið. J>ótt hin íslenzka þjóðkirkja hafi optlega verið kend við örbirgð, er hún þó afar auðug að tiltölu við aðrar þjóðeignir. Séra Arnljótur Ólafsson hefur nýlega í Norðlingi reiknað árstekjur allra (171) presta landsins hátt á annað hundrað þúsund króna, og er víða meira en helmingur þeirra tekja leiga af fasteignum; bendir það á stórfé, sem kirkjan á, og eru þá ótaldar allar leigur og gjöld, sem renna í kirkjusjóði og til kirkjueiganda. En öllu má mismuna, hve ójafnt þessu stórfé er í frá fyrstu tíð niðurskipL því svo má að orði kveða, sem prestaköll, kirkjur og ldrkju- eignir hafi víða á landi hér verið sett að upphafi af handahófii með því kirkjur hér á landi voru ekki bygðar sem sóknar- kirkjur, heldur lelu menn gjöra lcirkjur á bœ sínum, þ. e' handa sér og sínum mönnum, án tillits til sókna eða þess, hvernig kirkjunni var í sveit komið. Eptir það, að sóknif voru ákveðnar og einkum eptir það, að biskupar náðu for- ræði staða og tóku að veita þá að léni (beneficia), lagaðist þetta nú sumstaðar meira og minna, og eins gjörðu bændur á ýmsum stöðum, að þeir ýmist færðu kirkjur, heimili presta eða létu breyta sóknaskipan. Gætu vel fróðir menn samið þar um miklar frásagnir. En af þessu upprunalega fyrirkomu- lagi stendur þó mjög víða allt með ummerkjum enn í dag> Olla því hin fornu óðul, eignir og máldagar engu síður en hefð og venja. Standa því kirkjur víða einmitt þar, sem þær sízt ættu að standa í tilliti til safnaðarins, og líkt má segja um prestsetrin. Hér við bætist það, að menn hafa ekki nærri því ætíð eða allstaðar haft við að laga þær misfellur á brauða- og kirknaskipan, sem breytingar tímanna hafa or- sakað á ýmsan hátt, og fyrir því eru víða prestaköll og kirkj- ur orðið allt öðruvísi nú en áður var. Stórvægilegar umbæt- ur á þessu fyrirkomulagi hafa enn þá aldrei verið gjörðar, ekki fyrir þá sök, að þess þyrfti ekki fyrri við, heldur af þvú að menn hafa ekki séð sér fært að ráðast í annað og meira í þá stefnu, en það, sem þá eða þá var óumflýjanlegt. Sök- um hinna vaxandi erfiðleika undir þessari kirkju-tilhögun, má nú þetta starf ekki lengur undir höfuð leggjast, enda er vorri vaxandi þjóðmenning engin vorkunn, að ráðast í það. Em Bómaborg var ekki bygð á einum degi, og hvað samsteypu þessa snertir, er oss ómögulegt að ímynda oss annað, en að hún í þetta sinn að eins verði byrjun, hversu vel sem hún kann að takast sumstaðar. Ekkert það prófastsdæmi er tib sem ekki þarf nauðsynlega að raska einhverju prestakalli í eða kirkju, og óvíða mun hugsanlegt, að sú röskun geti orðið án þesss að ágreiningur verði, eða nýjar misfdlur komi í stað eldri. Eins og áður var á bent, er margt að athuga: stærð, takmörk, prestsetur, kirkjur, eignir, erfiðleika, samninga og önnur skilyrði, tillit til barnaskóla, o. s. frv. Hver veit nema hentast væri og eðlilegast eptir sögu, venjum, hugsun- arhætti, kunnáttu og einkum landsháttum, að hvert prófasts- dæmi (er það væri vel afmarkað) væri látið búa að sínu til hins ítrasta, og svo þar fyrir neðan hvert prestakall og hver kirkja, eins og hvert um sig hefði burði til og menningu- Að hvert minna félag fái þann fyllsta rétt, sem því getur borið, að eins það skaði ekki heildina — að hvert minna fó' lag fái sem mest frjálsræði, flestar skyldur og mesta ábyrgði allt svo lengi sem slíkt ekki skaðar heild eða ákvörðun hins stærra félags, — það mun vera sú frumhugsun, sem jafnan vakti fyrir forfeðrum vorum, og á hana munu bæði fallast' vitrir demókratar og vitrir aristókratar (lýðvaldsmcnn og lýð' höfðingjavaldsmenn), en þeir, sem vilja reyna að mynda eitt félag úr öllu og einn sjóð úr öllum, enda optast nær í ófærUi ýmist í óstjórn eða í harðstjórn (sósíalisme eða absólútism®)' Vor saga er öll demókratisk í eðli sinu, þrátt fyrir alla út- lenda stjórn, en með miklum keim af höfðingjavaldi, og hefðf hin forna lýðstjórn haldist og fengið að lagast eptir eðú lands og þjóðar, liefði hún enn í dag haldið frægð yfir land- inu. En eigi þjóð vor smásaman aptur að leiðast inn í ÞaI111 frægðarfarveg, mega menn halda fastri áður nefndri grund' vallarsetning. Hver persóna þarf að vera svo fullkomin frjáls persóna, sem félagið ítrast má veita, hvert félag sömu leiðis, og samband manna og félaga, sem frjálsast og liðug^ ast á ytri hátt scm auðið er, en aptur sem allra-fastast sam tengt í andlegu tilliti, o: ákvörðun og markraið allra se og hið sama: framfarir, en meðölin á hver að eiga, sem 01 ^ verður, undir sjálfum sér eða á sjálfs sín ábirgð. Og svo skýrum þetta með einu dæmi fyrir öll, þá skulum vér nen á það, að oss finnst mjög svo ísjárvert, ef menn gjöra >an sjóðinn að eins konar konungi, í augum- embættismannai þýðunnar. Nei, látum alþýðuna halda áfram að gjalda sja sínum mönnum, og látum ekki alþýðu embættismanna, og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.