Þjóðólfur - 29.06.1878, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 29.06.1878, Blaðsíða 4
84 tskrifaðir frá lærða skólanum 1878 Kjartan Einarsson með 1 einkunn 83 tröpp. Finnur Jónsson — 1 89 — Geir Zoega — 2 71 — Jóhannes Ólafsson1 — 2 62 — Páll Briem _ i ' 85 — Ásgeir Blöndal — 2 62 — Árni forsteinsson — 2 63 — Bjarni Jensson _ 2 63 — Halldór J>orsteinsson — 2 71 — Eiríkur Gíslason — 2 45 — Enskir off skotskir lerðamenn ineð lysti- skipinn «M AiTlF F», kapt. Kerr. (870 tonna skip: Mr. John Burns, eigandi skipsins og forstöðuinaður Cunard- línunnar, aðmíráll Ryder, aðnnráil Farquhar, kapteinn Den- nistoun, R. N., kapt. Colquhoun, Mr. Albert Grey, Mr. Robert Shaw Stewart, Mr. Anthony Trollope, Mr. Campbell Finlay, Mrs. Hugh Blackburn, Miss. Campbell (Blythswood), Miss. Stuart (Montford), Miss Reddie, Mrs. John Burns, Mr. J. Cleland Burns, Mr. G. A. Burns. — Mfýsveinar. 25. þ. m. voru teknir í 1. bekk lærða skólans: bræðurnir Arnór og Sigurður, Árnasynir óðalsbónda Sigurðssonar á Höfnum á Skaga, og Bjarni Pálsson, bónda frá Akri í Húnavatnssýslu. — 29. í 3. bekk: Brynjólfur |>or- valdur Kúld, sonur Eiríks Kúlds prófasts í St.hólmi. — Skip t'rá útlönduin 20/g «Marie Christine» með salt til konsúls Smiths, frá Englandi. — s. d. « Genius» með vörur til Akraness, frá Khöfn. •— 2Vs »Naney» til Fischers með salt, trá Engl. — 28/a «Mastiff» gufu-lystiskip með 16 skotska ferðamenn. S. d. «Anton» norskur timburkaupmaður. — mýr konsúll. Franskur konsúll hér í bænum er settur: verzlunarstjóri Knudtzon’s verzl. Niljohnius Zimsen. —• Veðrátta o. fl. Veðrátta gongur nú góð og blíð en þerrirlítil. Vorvertíð hér á suðurlandi hefur að jöfnuði orðið í meðallagi, en afiabrögð mjög misjöfn, einkum hér á Innnesjamiðum, og er einkum um það kent því, að fiskur var mestur fyrir á litlu svæði, en þar var um hann barizt með hinum mikla lóða-niðurburði. í syðri veiðistöðunum hafa menn sett nefnd valinna bænda til að semja ný j a r v e i ð i- r eglur, sem aptur skulu lagðar fyrir almennan fund. Er það hið þarflegasta fyrirtæki, því svo búið má vart lengur standa með ólag það, sem ár frá ári þykir fara í vöxt við- víkjandi veiðiaðferð manna og veiðarfærabrúkun. En þeir einu, sem bezt ættu að geta sett reglur í því efni, eru sjálfir sjó- mennirnir, þegar þeir kunna að líta jafnt á allra hag og réttindi. — KongTessiil í Berlín byrjaði 15. þ. m., en til 22. þ. m. hafði ekkert saman gengið með sættir eða samninga á þinginu. — 'Vöruverð i Rvik nú á lestnm: Ilúgur 20 kr., bbygg 32 kr., mél 22 kr., ertur 24 kr., kaffi 1 kr., syk- ur 50 a., hv. sykur 45 a., brvín 75 a., neftóbak 1 kr. 45 a., munntóbak 2 kr. 15 a. -j- þann 17. febr. þ. á. andaðist á Illiði á Álptanesi merk- iskonan Arnleif Jörundsdótlir. Ilún var fædd árið 1800 og var dóttir merkisbóndans Jörundar Ólafssonar, er bjó lengst á Hliði og fór utan og fékk keypta ábúðarjörð sína og gaf siðan mikið af henni Álptaneshreppi; var bann þar hreppstjóri svo skipti tugum ára, með mikium dugnaði. Arnleif sál. gipt- ist 1822 Steingrími bónda Jónssyni, er var hreppstjóri í Álpta- neshreppi um 20 ár, og voru þau hjón talin með mestu sæmdarhjónum á sinni tíð. Bjuggu þau fyrst á Hliði 10 ár og sfðan á Svalbarða 10 ár; má þar um sjá menjar þeirra bæði í húsagjörð og jarðrækt. Síðan reistu þau reisulegan bæ á slctium velli á Hiiði ogbjuggu þau þangaðtil bann and- aðist ár 1857. Eptir það var Arnleif sál. hjá börnnm sínum. f>au hjón áttu alis saman 13 börn og náðu 8 þeirra fullorð- 1) A3 einkunnirnir urbu eigi hærri við próf petta mun mest a5 kenna hinu skriflega prófdæmi í mælingarfræðinni. ins aldri og giptust og reistu bú; voru þau öll vel upp alim Eitt af börnum þeirra var merkisbóndínn Ketill Steingrímsson, er dó á Hliði 13. október f. á. Af öðrum börnum þeirra lifa cnn: Steingrímur bóndi á Ilalakoti, Bjarni bóndi í Gesthús- um, Jón snikkari á Sviðholti og Oddný kona á Svalbarða; Stein- grímur Stefánsson, sem nú er ( latínuskólanum, er dóttur- sonur þeirra. Arnleif sál. var atgjörfiskona til sálar og lik- ama; hún var mjög fríð sýnum, hafði góða greind og lifandi tilfinningar; því sjaldgæfa sálarfjöri, sem hún hafði, hjelt hún til hins síðasta; djörf var hún og hrein í lund. Hún var guð- rækin og hafði stöðugt traust á Guði. Börn sín elskaði hún með lifandi tilfinningu og tók líka innilegan þátt ( sorg og gleði annara og hafði hún bælt úr þörf margra á margan veg. A U G L Ý S 1JN G A U. — Eins og kunnugt er, hafa skuldir við hina svokölluðu Flensborgar verzlun, sem var í Uafnarfirðí, ekki verið krafðar inn nú á seinni tímum og er það einkum að þakka eðallyndi þeirra sem skuldirnar eiga, og ekki síst herra stórkaupmanns \V. Fischers, sem mun hafa ráðið til þess, því honum var vel kunnugt um vandræði manna hér nærlendis þau síðastliðnu ár, og ætti þessi líðan ekki að hafa spillt fyrir að ná skuldunum inn nú þegar betur hefir árað, og menn munu færari að borga. Eg sem innkröfumaður nefndra skulda, eins og eg fyrr hef aug- lýst ( blöðunum, skora því á alla, sem enn skulda téðri verzlun, að gleyma því ekki nú, þegar þeir leggja inn vörur sínax í sumar, heldur að þeir annaðhvort taki vörur frá og færi mér, eða ( fjærveru minni leggi þær inn hjá kaupmanni þ. Jóna- tansen hér í bænum, eður þá fái leyfi kaupmanna þeirra sem þeir verzla við, að mega gefa ávísun á þá fyrir því, sem þeir þá svari út á í þvi, sem eg gæti notað til útsendingar. Til 14. ágúst næstkomandi tek eg þannig móti vöru og öðru hjá fójki upp í skuldirnir, en að þeim tíma liðnum, mun eg fara á kreik, eptir því sem óborgað verður, því þá er útkljáð um vilja manna að borga, og verða menn þá að kenna sjálfum sér um þó þeir verði að borga meir en ella, því ekki gjörir það sig sjálft að ferðast hér, og yfirvöldin verða líka að fá sitt, þegar þeirra er leitað. I'etta er því hin síðasta áskorun til þeirra er skulda nefndri verzlun, og er vonandi að sem fiestir kjósi heldur að greiða með góðu, enn að sæta málarekstri og ærn- um kostnaði. lleykjavík 20. júnf 1878. Egilsson. — Skyldu ferðamenn frá fjarlægari héröðum landsins, óska eptir að fá Ræðu Mag. Jóns t’orkelssonar Vídalíns um laga- rétlinn, keypta nú um lestirnar, þá fæst hún enn hjá útgef- andanum, Jóni Bjarnasyni Straumfjörð verzlunarþjóni við Knudt- zous verzlun í Reykjavík. Allir vinir hins ódauðlega meistara ættu ekki að láta sig muna að kaupa þessa ræðu, þv( þótt hún ekki taki fram öðr- ræðum hans, sem allir þekkja, er hún einstök ( sínu tagi, því þar birlist «meistarinn» fremur ( dómstólnum en ræðustólnum, og sést þar mælska hans skarpleiki, þekking og vandlæti einnig ( þeim sporum. — Öll þau hross, sem ganga leyfislaust ( landi ábúðarjarða okkar, verða smöluð saman, vöktuð og lýst um I4daga, og ef eigendur ekki hirða og borga skaðabætur, verða þau seld við opinbert uppboð og kostnaðurinn tekinn af verðinu. 2. ma( 1878. Bændur á Leirvogstungu, Mosfelli, Hrísbrú, Gröf, Korp- úlfsstöðum, Lágafelli, Reykjakoti, þormöðsdal og Miðdal. — Brúnn foli, 5 vetra, mark: granngjört stúfrifað hægra, tvístýft apt. vinstra, tapaðist frá Tjarnarkoti í Njarðvíkum 22. júní; finnandi er beðinn að halda hestinum til skila fyrir sann- gjarna borgun annaðhvort til herra Péturs Bjarnasonar á Há- koti, eðv séra Páls Ingirnundssonar á Gaulverjabæ. — Móalóltur hestur, miðaldra, óaffextur, ójárnaður, mark: stig aptan hægra, var hirtur af snndi hér yfir ána 17. júní, og getur eigandinn vitjað hans að Moshól ( Laugardælahverfi til Ingva þorsteinssonar. — 3 innviðastubbar úr eik — einn styztur og hálfbrotinn — hafa horfið frá pakkhúsinu bak við Jörgeusens veitingahúsið- Er sá sem tekið hefir f ógáti við þennan beðinn að segja til hans á skrifstofu þjóðólfs. — Gamalt brekán bláröndótt, hefir týnzt á leið frá Stapa' koti að Uellum á Vatnsl.strönd. þessu er beðið að skila Árna Gíslasonar í Rvík, eða Jóns Jónssonar á Ilrafnlóplun' Holtum. — Fundist hefir kvennsvipa, nálægt þormóðsstöðum við Rv^’ Afgreiðslustofa pjóðólfs: í Gunnlögsens húsi. — Útgefandi og áhyrgðarmaður: Matthías Jochumsson. Preiitaður í prentsuiiðju Einars þórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.