Þjóðólfur - 11.07.1878, Blaðsíða 3
87
kristilega ldrkju hér á landi það starf er, sem þer nú takizt
ú hendur, að fullkomna og auðga messusöngsbók vora að
nýjum og sannkristilegum sálmum. í biéfi. mínu til yðar,
dagsettu 25. marz síðastl., hefi eg stuttlega drepið á, hvert
verkefni nefndarinnar helzt ætti að vera, og eg vil ekki fjöl-
yrða um það nú, svo það líti ekki svo út, að eg ætli mér að
afmarka verksvið hennar, eða setja henni nokkur þau takmörk,
sem hún megi eigi yfirstíga. Að sönnu er það sannfæring
nn'n, að sáhnabók vor, eins og hún er nú, standi ekki á baki
margra annara sálmabóka í öðrum löndum, (nema að því leyti
sein vér höfum of fáa sálma við yms tækifæri, og eg játa, að
Sumir hinir eldri sálmar eru fjörlitlir og stirðir eins og líka
niðurskipun efnisins er óheppileg), svo eg held að almenn-
ingur hér á landi muni enn una við hana óbreytta nokkra
stund, með fram af því að vér íslendingar höfum ekki verið
nýjúngagjarnir. En þrátt fyrir þetta gleðst eg þó af þeirri
tilhugsun, að kirkja vor muni á sínum tíma uppskera ríku-
legan ávöxt til eflingar guðsríkis meðal vor af þessu starfi
yðar í þjónustu kirkjunnar, og þessi tilhugsun mín styrkist af
því, að það hefir með Guðs hjálp tekizt að kjósa þá menn í
nefndina, sem að almenningsáliti eru manna færastir um að
takast þann starfa á hendur, og að þeir allir hafa með fúsu
geði og af kristilcgum áhuga viljað þannig verja sínum beztu
kröptum til eflingar Guðs ríki meðal vor.
fótt eg nú setji ekki nefndinni neinar reglur fyrir störf-
um sínum, skal eg þó leyfa mér að minnast á, að þótt tveir
af nefndarmönnum hafi ekki getað mætt á þessum fundi,
treysti eg því þó fastlega, að þér, góðir herrar, gefið þeim
fullkominn atkvæðisrétt fyrir öllu því, sem snertir sálmabók
vora, og að þér eins og þeir munið þannig vinna saman í
sama eindrægninnar og kærleikans anda, sem er skilyrði fyrir
blessunarríkum og heillavænlegum úrslitum þessa mikilsverða
máls. Að sönnu getur naumast hjá því farið, að yður kunni
að greina eitthvað á í einstökum atriðura, en slíkur ágrein-
ingur getur leitt til enn mciri fullkomnunar, þegar hann
snertir ekki kjarna kristindómsins, og þér slakið til hver við
annan.
Að svo mæltu lýsi eg því yfir, að nefndin er sett, og bið
yður að kjósa forseta nefndarinnarn.
Formaður var kosinn séra Helgi Hálfdánaraon, kennari,
en skrifari steingr. Thorsteínson. Af þvf scm fram fór á þeim
tveim fundum, sem nefndin þegar hefir haldið, er oss leyft
að geta þess, að nefndin samþykti það sem stefnu sína, ekki
að mynda sálmabók, er þegar skyldi innleiða, eða eins og lög-
gilda, heldur bók, sem sjálf yrði látin ryðja sér til rúms og
mæla með sér við hlið þeirrar sálmabókar, sem nú er notuð.
Á hina síðuna var og samþykt, að eigi skyldi nefndin leggja
neina sálmabók annari fremur til grundvallar fyrir þeirri, sem
til skyldi stofna, heldur taka eldri sem yngri sálma, þar sem
fyndust og fullhæfir þættu.
PynodiiH var haldin 4. þ. m. Auk biskupsins ogamt-
mannsins yfir Suður- og Yesturamtinu, mættu þar 4 prófast-
ar og 7 prestar og lect. theol. Sigurður Melsteð sem skrifari.
Áður en fundurinn tók til starfa var haldin guðsþjónusta í
dómkirkjunni, prédikaði dómkirkjuprestur séra Hallgrímur
Sveinsson, og lagði út af 1. Kor. 4, 1.—2. Að því búnu var
fyrst skipt peningum uppgjafapresta og prestaekkna. Síðan
skýrði biskup frá hag prestaekknasjóðsins (sbr. stjórnartíð. B
1878, bls. 6—7) og bar undir fundinn, hvort ckki skyldi út-
hluta 300 kr. næsta ár af vöxtum sjóðsins til fátækra presta-
ekkna, og var það samþykt. Séra fórarinn Böðvarsson bar
því næst upp þá uppástungu, að stiptsyfirvöldin eptirleiðis
leggi fram á Synodus frumvarp til úthlutunar á peningum
milli uppgjafapresta og fátækra prestaekkna, en á Synodus
verði tekin til umræðu mál, er snerta kirkjuna, eptir að pró-
fastar hafa sent uppástungur um það ár hvert til stiptsyfir-
valdanna svo tímanlega, sem því yrði við komið og eptir að
Prófastur hefir ráðgazt mn það við presta, og var það sam-
þykt. Loks kom til umræðu, hversu nauðsynlegt það væri,
að hér væri gefið út kirkjulegt tímarit, og var þeim prófasti
sérafórarni Böðvarssyni og dómkirkjupresti Hallgrími Sveins-
syni falið á hendur að leitast við að koma þvílíku tímariti á
gang.
Bókmentaféla^icí. Ársfundur félagsnefndarinnar
í Rvík var haldinn 8. þ. m. Forseti skýrði frá störfum fé-
lagsins síðan síðasti fundur félagsins var haldinn; hann gat
þess, að «fréttir frá íslandi 1877» eptir V. Briem væru full-
prentaðar. Verðsettu fundarmenn þær 60 a. Undir prentun
er Siðabótarsaga séra pork. Bjarnasonar, er verður fullprentuð
15 arkir. J>á gat forseti þess, að samkvæmt beiðni deildar-
innar í fyrra, væri komin skýrsla frá stjórn Flateyjar framfara-
félaginu um handritasafn Gísla sál. Konráðssonar. Og mun
síðar um það af ráðið. Drög höfðu verið lögð til þess, að fá
að láni eða til kaups í Khöfn myndir til prentunar í nátt-
úrufræðisritum þeim, sem doildin á fundinum í apríl í vor af
réð að þýdd yrðu og útgefin á kostnað félagsins.
Embættismenn voru kosnir hinir sömu og voru, utan vara-
bókavörður, sem varð Brynjólfur Oddsson bókbindari.
— Föstudag 5. þ. m. var síðari ársfundur búnaðar-
télftgs suðuramtsins haldinn í Reykjavík, og gat forseti þar
þess, að landshöfðingi hefði veitt 200 kr., er félagið léti ganga til
Kristínar Wíum, er numið hefði í Danmörku meðferð á mjólk,
og mundi sumarlangt dvelja hjá bændum í Arnessýslu einlc-
um í Hreppuuum, til þess að sýna þeim aðferð sína. pá var
rætt um verðlaunaveitingar, og varð niðurstaðan á þeim um-
ræðum sú, að eigi skyldi verðlaun veita í þetta skipti, bæði
af því, að þeir, sem bættu jarðir sínar, hefðu fengið verðlaun
fyrir verk sitt, þar sem jarðir þeirra gæfu þeim meiri arð en
áður, og líka væri vandhæfi á því, að veita verðlaun yfir höf-
uð að tala svo, að eigi þættust ýmsir afskiptir, sem á fyrri
árum eigi hefðu fengið verðlaun. Sveinn búfræðingur Sveins-
son er nú eptir ráðstöfun landshöfðingja norður í Eyjafirði að
segja þar fyrir um vatnsveitingar. fá var stungið upp á því,
að félagið styddi að sýningum á lifandi pening, nautum,
hestum og sauðfénaði, og var eptir nokkrar umræður sarn-
þykt, að fela félagsstjórninni að skrifa öllum sýslunefndum í
amtinu, og hvetja þær til að gangast fyrir sýningum og leita
upplýsingar hjá þeim um, hvernig hentast væri, að koma þeim
við á hverjum stað. Lýði Guðmundssyni á Hlíð var með
skilyrði gefið loforð um 20 króna styrk til að kaupa fyrir
steinklöppur. J>ar næst voru kosnir ýmsir fulltrúar félagsins
í stað fulltrúa þeirra, er dánir voru, eða höfðu flutt burtu úr
hrepnum, er þeir áður voru fulltrúar í, og stjórn félagsins
að lokum endurkosin.
ATHUGASEMD. pað væri fróðlegt að vita, hvernig á
því stendur, að sumar skepnur og aurar er nú sett í vcrð-
lagsskránni fyrir ofan hæsta söluverð, sem var næstliðið ár
svo sem eru fyrst hestar. Blöðin munu hafa haft eptir Cog-
hill í fyrra sumar að hann hafi kostað hver hestur nál. 72 kr.
kominn út á skip. Nú vita menn að hæsta verð á hrossum
er á mörkuðum. Getur þetta þá verið rétt? Svo er kýrin
sett á 94 kr. ærin á 11 kr. 27 a. hvorttveggja fyrir ofan
hæsta söluverð. Ullin er sett 80 a. en í afreikningunum okkar
er hún á 75 a., og ekki vitum vér til að hér hafi hún verið
seld yfir 80 a. pundið. Svo mun nú margt annað í verðlags-
skránni vera sett með hæsta verði, og fyrir ofan það. Nú
óskum vér, að einhver embættismaður vildi gjöra svo vel, að
koma oss og öðrum í góðan skilníng um þetta, áður en vér
förum að gjalda eptir þessari verðlagsskrá opinber gjökl.
6/e 78 Árnesingar.
— Amerikanskur fréttaritari Mr. Ch. Moran er nýkominn
hingað norðan frá Akureyri. Hann fór þaðan 1. júlí. Díana
hafði ekki komizt þar inn fyrir ís, sem lá útifyrir. Daginn
eptir komst þó franska herskipið Dupleix þar inn, þann 24. f.
m. Díana ætluðu þeir að hefði komizt austur fyrir, þar ísinn
lá góðan spöl undan, og var alveg horfinn um mánaðamótin,
þegar Fylla kom til Akureyrar.
(AÐSENT).
T o r f i sál. Einarsson var fæddur á Kollafjarðarnesi í
Tungusveit ( Strandasýslu 25. desember 1812. Foreldrar hans
voru hjónin, dannibrogsmaður Einar Jónsson og þórdis Guð-
mundsdóltir. Var honum fyrstkomið til uppfósturs að Hvalsá í