Þjóðólfur - 11.07.1878, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.07.1878, Blaðsíða 4
88 Túngusveit. |>ar var hann lil þess hann var á 9. ári, þá fluttist hann með fósturmóður sinni að Gestslöðum í sömu sveit og var hjá tengdasyni hennar 4 ár. 1‘aðan fór hann að Stórafjarðarhorni og var þar 2 ár. Að þeim liðnum fór hann heim að Kollafjarðarnesi til foreldra sinna, og var hjá þeim þangað til hann var kominn á annað ár um tvílugt. J>á léðu þau hann fyrir verkstjóra um einn sumartíma tengdadóttur sinni, Önnu Einarsdóttur á Kleifum á Selströnd, því þá var hún orðin ekkja eptir Guðmund sál. Einarsson, bróður hans. Hann fór heim aptur um haustið. En vorið eptir, ár. 1835 fór hann alfarinn að Iíleifum og giptist þar fyrnefndri ekkju 12. ágúst 1838. J>au hjón eignuðust 4 börn, alt meybörn; dóu 2 á únga aldri, en 2 lifa (giptar). Hann bjó á Kleifum öll sín búskapar ár. En auk þessa hafði hann og ástundum út- bú á öðrum jörðum. Á Bólstað reisti hann útbú ár 1850 og hélt því þar til er 1866 að eldri dóttir hans giptist og tók þar við búi. Ár 1872 reisti hann útbú í annað sinn á Vatns- horni í Hrófbergshrepp og hélt því til dauðadags. Hreppstjóri varð hann i Kaldrananeshrepp 1844 og var það í 22 ár. Sáttanefndarmaður í Staðarprestakalli var hann búinn að vera liðug 30 ár þcgar hann lézt. Alþingismaður var hann valinn 1863, en tók fyrst setu á alþingi 1867, og var síðan á hverju alþingi, sem haldið hefir verið frá þeim tíma. Hann andaðist 21. desember f. á, eptir all-lánga legu og allþúnga. Margirj þektu þennan merkismann betur en eg, þó skal þess getið, að hann hýsti upp bæði Iíleifar og Bólstað og umgirli túnin á þeim jörðum báðum, þerraði þau upp með skurðum og sléttaði nálega öllu. Kaldrananeshreppur ber enn menjar hreppstjórnar hans. Þótt margir virtu þingmensku hans vel í Strandarsýslu, þá hefi eg heyrt sagt, að álit hans sem þingmanns hafi víða verið út um landið meira en ( Strandasýslu, og mest hjá þingmönnum. þegar sveitar- stjórnariögin nýju náðu gildi, varð hann hreppstjóri og sýslu- nefndarmaður fyrir Kaldrananeshrepp. (Aðs.) -þ 29. september f. ár andaðist að Arnarholli í Skálholts- túngum bóndaKOnan Björg Slefánsdóltir, úr brjóstveiki, hún var fædd 15. júlímán. 1821 að Keflavík í Skagafjaröarsýslu, hvar hún ólst upp hjá foreldrum slnum Stefáni Sigurðsyni og þorbjörgu þorláksdóttir, sem þá bjuggu í Keflavík í flegranesi, þar til Stefán misti konu sína f'orbjörgu árið 1836. Bjó Ste- fán þá með Björgu dóttur sinni f 2 ár, þá giptist hann ekkju Iíristrúnu frá Viðvik, varð þá Björg sálaða enn þá vinnukona hjá föður sínum í 3 ár til þess vorið 1841 að faðir hennar brá búi en hennar eplirlifandi ekkjumaður, Jónas Jónsson, flutti sig að Kefiavlk og byrjaði þar búskap með Björgu og giptist henni nm haustið 1841; bjuggu þau í Keflavík í 2 ár til þess vorið 1843 að maður hennar flutti sig búferlum frá Keflavi'k að Arnarholti ( Stafholtstúngum, hvar þau hafa búið I 34 ár, en ( hjónabandi var hún tæp 36; með manni sínum eignaðist hún 9 börn hvar af 5 eru á undan móðurinni burtkölluð. Björg sálaða var mesta dugnaðar, atorku og sómakona meðan heilsa og fjör entist; líka var hún ástríkastl ektamaki, móðir og húsmóðir og vildi hvervetna láta sem bezt af sér leiða, og ávann hún sér hylli og góðan þokka nágranna sinna; hún var ráðvðnd og guðhrædd og hún hafði að mestu uppalið 4 börn auk sinna eigin, sem sjá á bak hinni látnu með sökn- uði og trega ásamt hennar eptir lifanda ekkjumanni. þAKIÍARÁVÖRP. — Til þess að létta tilfinningum hjarta míns get eg ekki látið hjá líða að votta mitt opinbert þakklæti heiðursfrúm þeim og frökenum, sem tekið hafa 2 dætur mínar á saumaskóla þann, sem þær halda gefins hér í bænum. Dætur mínar hafa þennan tíma tekið stórframförum. Guð algóður umbuni fyrir mig og mína!1 Um leið leyfi eg mér að bæta hér víð samskonar þakk- læti til læknisins herra Jónassens, því að hans velgjörðir, 1) Flestar aðrar konur, sem átt hafa dætur á nefndum saumaskóla, hafa beðið oss að votta samskonar þakklæti hin- um sömu. liitst. mannelska og uppoffrun við mitt Iíðanda heimili, mundi þyMa alveg einstakt, ef því væri lýst til fuls. Guðriín Gunnlaugsdóttir í Oddgeirsbæ. — Guðmundur Guðmundsson, af Guðs náð þurfamaður í Hafnarfirði, sendir herra lækni Lárusi Pálssyni kveðju sína og þakkir fyrir lOkróna gjöf, og um leið öllum þeim mörgu kon- um og körlum, sem sig hafa glatt með gjöfum eða góðum atlotum. AUGLtSlNGAH. Skrirgtofa fyrlr almenning- verður opnuð 15. ágúst næstkomanda, hjá Egilsson í GlasgoW ( Reykjavik, hvar sérhver getur fengið skrifuð bréf, samninga, kærur og stefnur, auglýsingar, bónarbrjef, ávísanir, reikninga o. fi.; enn fremur samdar sóknir og varnir ( málum, og þeim að öðru leyti gegnt fyrir undirrétti ef óskast; á boðstólum hafðir fastir og lausir munir, og þá llka útvegaðir fastir og lausir munir, húsnæði útvegað, hús leigð út, jarðir bygðar, jarðnæði útveguð; vinnuhjú vistuð, húsbændum útveguð hjú; skuldir innheimtar o. s. frv.; allt gegn hæfilegri borgun útí hönd. |>ess skal getið, að alt sem skrifað verður á skrifstofu þessari, verður þar bókað sérstaklega, svo að endurrit fáist síðar af hverju einu, ef viðkomendur óska, og er það því nauðsynlegra, sem opt getur komið fyrir, að slík skjöl glatist. Síðar verður tiltekið á hvaða stundum dags skrifstofa þessi verður opnuð. Reykjavík, 25. júní 1878. Egilsson. — Að forfallalausu hefi eg áselt að halda hrossamarkaði: að Núpakoti 20. ágúst; að Hvoli 22. s. m. og að Laugardælum þann 24. Mun eg þar kaupa að venju hross, sem mér líka, á aldrinum frá 3—8 vetra. Kapt. Coghill. Ný bóksala. Hér með gefst almenningi til vitundar, að eg hefi til sölu fjölda af útlendum og íslenzkum bókum. Geta því bókvinir á íslandi snúið sér til mín, ef þeir vilja kaupa einhverjar bækur, útlendar eða innlendar. Bækur sem eg eigi kynni að hafa við hendina, mun eg útvega svo fljótt sem auðið er. Heimili mitt er i húsi Egils heit. bókbindara Jónssonar. Rvík, 13. júlí 1878. Kristján Ó. Porgrímsson. — þar eð þessi nýja bóksala þykir byrja með vöndun og röggsemi, viljum vér óska, að almenningur vildi styrkja hana með sem fiestum og greiðustum viðskiptum. R i t s t. Af pví við vitum til, að he'r og par um landið muni finnast myndir af einstöku eldri merkismönnum lands vors, dregnar upp eða málaðar t. a. m. af séra Scemundi Hólm, séra Hjalta Porsleinssyni og fleirum, pá viljum við mœlast til að peir sem slíkar myndir cetlu, vildu Ijá oss pœr, eða lofa oss að sjá pcer, par nauðsynlegt er að ná myndum eptir peim áður pcer eyðileggjast mcð öllu. Vjer skulum innislanda hlut- aðeigendum fyrir pví, að senda tnyndirnar óskemdar aptur til baka. Reykjavík 10. júli 1878. Sigfús Ey mundsson. Einar Pórðarson. — Hér eplir hefi eg til sölu vönduð og falleg sóleyjarkoífar og samslags belti, með nýustu og fullkomnustu gerð, bæði gilt og ógilt úr silfri, sem og líka úr öðru efni, með vönduðurn frágangi, og set eg þessa hluti með svo góðu verði sem méf framast er auðið. Sömuleiðis fæst hjá mér alskonar kvenn- silfur og aðrar silfur-smíðar þegar það er pantað fyrir fram, og sel eg það einnig með sanngjörnu verði. Gullstáss og eyrnalokka hefi eg lika til sölu. Reykjavík 28. júní 1878. Benidikt Asgrímsson. — Sá sem hefir þann 21. júní 1878 eða eplir það, fundið rétt fyrir innan Vogastapa, spansreyrssvipu nýja með 3 lát' úns hólkum og stangaðri ól, er beöinn að láta Kolbein Eiríks- son í Márstungu vita það. — Týnzt hefir: sólhlíf (Parasol) silfurbúinn og vönduð Má skila henni á skrifstofu þjóðólfs mót fundarlaunum. — 9. þ. m. týndist úr lest á llafnarörði móblesótt merfol' ald, ómerkt að öllu. Sá sem verður var við það er beðinn að gjöra mig sem fyrst viðvaran. Gísli f’orgilsson á Sveinavatni í Grímsnesi. Afgreiðslustofa |>jóðólfs: í Gunnlögsens liúsi. — Útgefandi og ábyrgðannaður: Mattliías Jochumsson. Prentaöur í prentsmiðju Einars pórðarsonar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.