Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1878næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðólfur - 11.07.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.07.1878, Blaðsíða 1
30. ár. 21. blað. Reykjavik, 11. júlí. 1878. Ferð með Diönn. (Niðurlag). Yið lögðum til hafnar við Akureyri um nótt. Um morguninn var veður hið hlíðasta, sólskin og sumarhiti. Stóðura við þar við til næsta morguns eptir, og naut eg einna beztrar skemtunar í ferðinni þann stutta tíma; enda fengum við virkta-viðtökur hjá Akureyrarmönnum. Bærinn á Akur- eyri stendur undir háu sandbarði á mjórri mön við fjörðinn, sem þar er örmjór, og er útsýnið því líkast, sem hann standi við stöðuvatn í stórum íjalldal; væri mun fegurra bæjarstæði út á Oddeyri, og þaðan er meira og fegurra víðsýni. J>ó er eg urst fram í Eyjafirði. Hafði eg komið einu sinni áður í þetta hérað, á skólaárum mínum, og jafnan átt hér vini og velvildarmenn, og hitti eg nú nokkra þeirra, og varð mér því tírninn jafn-stuttur sem skemtilegur. Eg reið um daginn inn að Laugalandi að hitta vini og sjá kvennaskóla Eyfirðinga. Var hann haldinn þar umliðinn vetur í húsi frú Kr. Havstein. Voru þar enn nokkrar stúlkur við nám, og leizt mér prýðisvel á allt það fyrirkomulag og forstöðu frú Valgerðar porsteins- dóttur. Hún og systur hennar eru eflaust með mentuðustu konum hér á landi. Laugaland stendur hátt, og er þaðan prýðis-fögur útsjón, eins fram sem út um fjörðinn, og hefir sveitin þar umhverfis frá fyrstu tíð verið einhver hin fjölmenn- asta og auðsælasta í landi liér, jafnlítið hérað. þ>ó mættu vatnsveitingar og aðrar jarðabætur vera hér lángtum meiri en eru, því vatn er nóg og jarðvegur mikill og góður; reyndar aptra hin illu hafísa-vor mjög svo öllum búnaðarbótum á norður- landi, en aptur má segja, að hafísa-ár hafi gengið á hverri öld, hvort sem búnaðarkunnáttan hefir veriðmeiri eða minni, enda ætti fátt fremur að hvetja menn, sem hér búa, til að leita als lags, kunnáttu og félagsskapar við jarðrækt og búnað, en ein- mitt stríða og mislyndi náttúrunnar. Og ef norðurland er hart land og ljótt á vetrum, þá væri synd að segja ekki hið gagnstæða um það á sumrum, því þá er það jafnfagurt sem kostamikið. í Eyjafirði sem víðast nyrðra býr enn óþústað fólk, og góðum mun vasklegra og fjörmeira cn víðast á suður- landi, og allur þjóðbragur er hér fastari, og glæsilegri í aug- um útlendra manna en annarstaðar á landinu, og útlendir menn verða miklu fyr innlendir hér og þjóðlegir en á suður- landi. Aptur er Norðlendingum stundum brugðið um meiri sundurgerð og léttúð en Sunnlendingum; kann og eitthvað vera hæft í því. Ólíkt lopt og lifnaðarhættir gefur ekki einungis tveimur þjóðum ólík einkenni, heldur og stundum tveimur ná- búum. |>að er mjög eðlilegt, að Norðlendingum leiðist eptir föstum skólastofnunum í sínu umdæmi, því slíkt er þeim óum- flýjanlega nauðsynlegt til framfara, til að gefa þeirra sveitum fastan mentunarkrapt, cða þúngamiðju, sem dregur til sín og varðveitir hið bezta úr fólkinu, og heldur norðurlandi í jafn- vægi við suðurhelming fandsins. Fjöllin, sem aðskilja suður og norður, eru annað en gaman, þau eru veggur, sera skiptir þjóð vorri í tvo hluti, og of hún alt um það á að vera og vinna í einíngu gagnvart liinu almenna og sameiginlega, hlýt- ur hvort umdæmið fyrir sig að hafa sem fylstan og jafnastan í'étt í hinu sérstaklega, og hvor hlutinn að sjá um sig — með jafnri kepni og jafnri tilslökun. — Hvað alþýðumentun snert- ir, hygg eg að hún sé bezt á landinu í J>ingeyjar- og Eyja- fjarðarsýslum, og þá í Húnavatnssýslu. Má geta til, að fleiri Uetri bækur séu keyptar í þessum sýslum þremur en í G til 10 sýslum öðrum til jafnaðar, að því er bóksölumenn hafa sagt. Nokkuð líkt má scgja um búskapardugnaðinn, hann Uiinkar ekki, heldur vex ætíð með lestrar- og námfýsi manna, enda er það nú orðið deginum ljósara, sem forðum þótti mjög efasamt, að sú hönd, sem kann að skrifa, verður jafn-hög, hraust og iðin til annarar vinnu, eptir sem áður. Á Akureyri er barnaskóli góður og spítali lítill, cn vandaður og vel pass- aður («Gudmansgáfa»); þar er og bókasafn allstórt, og svo prentsmiðjur tvær, sem reyndar er hinn mesti óþarfi, því þær hljóta að skaða svo hvor aðra, að hvorug geti náð þroska. Á Akureyri hitti eg marga góða drengi, en hitti þó færri en eg vildi. J>á uppstigningardagsnótt, er eg var þar, og vakti með nokkrum norðlenzkum vinum, naut eg eyfirzkrar sumarnætur, eins og hún má fegurst verða, en um morguninn lögðum við í blíðviðri út fjörðinn: Eyj afj örður: Eyjafjörður finst oss er fegurst bygð á landi hér meðan guðleg sumarsól signir Norðra konungsstól. Ægisband, innst í land undið blítt af guða mund, festir Suðra segulátt, silkimjúkt og himinblátt. Jafnt á marar bæði borð brosir ait, sem prýðir storð: stuðlabjörgin styrk og há stöðva nyrðzt hinn ramma sjá: fríðkar skjótt, frjóvgast ótt fögur strönd með dalalönd, þar sem Hörgárhlíða svið hýran Laufás brosa við. Kíðum inn á Laugaland, Ijósa nótt við árdags brand, meðan sumarþokan þýð þyljar miðja blómsturhlíð: Sólin há Súlur þá sveipar gulli náðarfull, glóir fold og fjarðar-ós, fuglinn sýngur, grætur rós. Himinlopti hollu skygð hlær nú við hin fagra bygð; höfðinglegri heraðssveit Helga magra enginn leit Saga fróð! sigurljóð sýng um þennan hygðarhring, sýng um snotra snildarþjóð, snyrtimenn og gullin fljóð! Forna Kristnes! gamla Grund! gróin lofi hverja stund; hár og stór þinn vegur var, Völlur ríka Guðmundar! þ>verár-grund, þar sem fund þreytti blóði Sturlu-þjóð, þar sem G1 ú m u r þrúðgur hló, þar sem Einar spaki bjó! Fomu stöðvar hreysti-hljóms, heilög óðul frægðar-róms, gleði-seitin gullinfríð, glói lof þitt ár og síð! Aldrei drós lagði ljós lokkakranz að brjósti manns

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 21. tölublað (11.07.1878)
https://timarit.is/issue/136257

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. tölublað (11.07.1878)

Aðgerðir: