Þjóðólfur - 24.07.1878, Side 1

Þjóðólfur - 24.07.1878, Side 1
30. ár. 22. blað. Reykjavík, 24. júlí. 18T8. Saltfisksm á 1 i ð. Út af því að saltfisksverkunin hor við Faxafióa, í fyrra og það sem af er þessu ári, hefir því miður reynzt lakari en að undanförnu, og þar eð áframhald í líka stefnu getur haft mjög skaðleg áhrif á fiskverzlun Sunnlendinga, bændum og kaup- mönnum til mikils hnekkis, álitu kaupmenn ásamt fieirum málsmetandi bændum það nauðsynlegt að reyna að ráða bót á þessu með samkomulagi, og var í þeim tilgangi, að koma slíku samkomulagi á, skorað á nokkra hina helztu bændur úr næstu veiðistöðum, að koma til fundar til að ræða um þetta málefni. Fundur þcssi var haldinn í Reykjavík í dag, og mættu á honum þossir menn*. Sigurður íngjaldsson á Hrólfsskála, íngj- aldur hreppst. Sigurðsson á Lambastöðum, .Ólafur Guðmunds- son á Mýrarhúsum, Kristinn Magnússon á Engey, Geir Zoega í Reykjavík, Erlendur Erlendsson á Breiðabólstöðum, Jón Jóns- son á Deild, W. Fischer stórkaupmaður, Magnús Jónsson kaupmaður í Reykjavík, M. Smith konsúl s.st., H. Th. A. Thomsen kaupm. s.st., Símon Johnsen kaupm. s.st., J. Steíí'en- sen verzlunarst. s.st., Chr. Lango verzlunarst. s.st., N. Zimsen verzlunarst. s.st., G. Thordahl verzlunarst. s.st., J. Tli. Clirist- ensen kaupmaður í Hafnarfirði og undirskrifaður C. Zimsen verzlunarst. í Hafnarfirði, sem var kosinn til þess að semja skýrslu um það scm gjörðist á fundinum; nokkrir bændur ur Vatnsleysustrandarhreppi, sem voru boðaðir á fundinn gátu eigi mætt. Var á fundinum fyrst upp lesin yfirlýsing frá herra W. Fischor, svo hljóðandi: «'Eg hefi að nokkru leyti verið hvatamaður þess að vor kæmum hér samau í dag skiptavinir, bændur og kaupmenn, til þess að leiða álit okkar í fjós um þýðingarmikið atriði fyrir báða parta. Atriði það, sem hér ber til fundar vors, er verkun á salt- fiski, sem þegar næstliðið ár, og því fremur þetta ár, að miklu leyti er í því ásigkomulagi að gildi saltfiskjarins, ef slíku held- ur áfram, mun gjörsamlega eyðileggast á hinum útlendu mörk- uðum eptirleiðis, ef ekki nú þegar verður kappkostað af fremsta megni að bæta verkun hans hið allra bráðasta. Eins og stendur, er verðmunur á sunnlenzkum og vest- lirzkum saltfiski á Spáni fulfar tíu krónur á hverju skippundi og þessi verðmunur gefur Faxaflóa-fiskiafla í hverju meðal ári þann mismun, sem nemur hér um bil 150,000 krónum, sem aflinn hér borgast minna en sami afli á vesturlandi. þ>að er auðvitað að netfiskur, sem mestmegnis hefir afl- ast tvær næstliðnar vertíðir, ekki getur orðið eins faflegur, sízt ef hann liggur nokkuð í neturn, og hinn vestfirzki fiskur, sem undantekningsrlaust er færafiskur, en ef meiri umönnun væri við höfð með verkunaraðferð fiskjarins hér, mundi samt sem áður þessi tilfinnanlegi verðmunur liins vestfirska og sunn- lenzka fiskjar smátt og smátt fara minkandi. Mikill partur af saltfiski þeim, sem eg til þessa dags hefi séð lagðan inn í ár, er að minni þokkingu má ske nokkuð mikið saltaður, en óvenjulega illa þveginn, mjög illa pressað- ur og eins allt of lítið þurrkaður, og það svo, að kaupmenn hafa nauðugir orðið að taka mikinn part af fiski þeim, sem inn hefir komið í ár hingað til, og þurka hann upp aptur, og er það mikill örðugleiki, og enda ómögulegleiki fyrir þá, með því fæstir eða engir afþeim hafa þerriplássum þannig varið hér í bænum, að þeir komist yfir að þurka mikinn fisk, sem þeim berst, en ekkert viðlit er til þess, að skipa honum út í því á- standi, sem hann kemur í inn, og er þetta því tilfinnanlegra sem meira líður á sumarið og fremur má búast við vætutíð. Með því að það er ómögulegt fyrir kaupmenn að koma þessu í betra horf framvegis, nema með því móti, að þeir, með þeim mönnum, er mest kveður að í félagi voru, leggist á eitt af alefli að stuðla til þess, að öll möguleg alúð sé viðhöfð að bæta verkunaraðferðina, hefi eg leyft mér að kveðja til fundar þess, sem nú er saman kominn í þeim tilgangi að vér hér yfirveguðum þetta mikilvæga málefni, og ber eg það fulla traust til allra fundarmanna, að enginn dragi sig í hlé frá að vinna að þessu máliefni, er snertir alla okkur jafnt, og hefir þar að auki ekki all-Iitla þýðingu ef til vill, fyrir vora eptir- komandi tíma". Var málið því næst rætt á fundinum, og voru allir menu á einu máli um það, að eitthvað þyrfti að gjöra til þess, að þetta velferðarmál Sunnlendinga kæmist í betra horf, og lof- uðu þeir að gjöra sitt ýtrasta til að styðja að þessu. Ivaup- menn kváðust ekki einir geta kippt þessu máli í lag, en eptir áskorun bænda lofuðu þeir að gjöra sitt til, að það fengi góð- an framgang, með því að vera vandlátir með fisktökuna, eigi að eins heima hjá sér, heldur líka á «anleggjum» og skipum, þar sem fiski kynni að verða veitt móttaka; að vísu var álit- ið að ómöglegt væri að gjörðir fundarins gætu haft mikil á- hrif á fiskverkun í ár, þar tíminn væri svo áliðinn, en fund- urinn ályktaði eigi að síður, að í fundarskýrslu þessari skyldi skorað á þá menn, er enn ættu ólagðan inn saltfisk, að gjöra það sem mögulegt væri til þess, að fiskurinn gæti komið frarn sem góð verzlunarvara, nefnil. að breiða hann út aptur, — hafi hann eigi fengið nægilegan þurk — áður en hann væri látinn í hús, því kaupmenn ættu nú sem stendur töluverðan fisk, sem þeir þyrfti að sóla og þurka, meira og minna, og enginn vissi hvað margir þerridagar kynnu að koma enn á þessu sumri. Á fundinum kom líka til umtals verkun á gotu, og kvörtuðu kaupmenn um, að vara þessi kæmi til sín miður vönduð á stundum og opt mjög óhrein í tunnum, og þar til ofmiklu af salti hrúgað í hana; voru fundarmenn á einu máli um að einnig þyrfti að bæta vöndun á þessari vöru. Að endingu var ályktað, að fund þennan skyldi álíta sem undirbúningsfund, og að fundarmcnn skyldu boða almennan fund fyrir alla sýsluna, um næstkomandi veturnætur til þess að ræða frekara um málið, og til að kjósa nokkra menn úr hverjum hrepp, sem forgöngu- og hvatamenn, og lofuðu kaup- menn að leggja fyrir þennan fund yfirlýsingu um, eptir hvaða reglum þeir að ári og framvegis mundu taka við saltfiski og annari sjávarvöru. Staddur í Reykjavík 20. júlí 1878. í umboði fundarins C. Zimsen. Útlendar fréttir. — Hinar síðostu fréttir, er póstskipið færði oss 18. þ. m. ná til hins 11. Þann dag — segir blaðið Scotsman — skyldi slíta hinum mikla friðarfundi stórveldanna í Berlínarborg. Uafa þar hin jarðnesku regin setið á rökstólum þvi nær í fullan mánuð, og er nú kallað að friður sé settur, saminn og trygður ( Evrópu — um stund. Er afar-margt rítað og rætt um þessa friðgerð, og sýnist að vanda sitt hverjum. Vinir Beaconsfelds og hins enska stjórnarflokks þykjast una all-vel við eins og komið er, en hinn mikli flokkur Tyrkjavina (Turcofiles) eða réttara að segja, Rússaóvina, eru mjög á öðru máli; segja þcir að stjórnarforsetinn (Beaconsfield) hafi enn sem fyr kom- ið hér fram líkari leikara á leiksviði en góðum þjóðar- og mannvini, og bera honum mjög á brýn, að stóryrði hans og stórræði f vor, er hin enska stjórn bauð út landvarnarliðinu og herti sem mest að Rússum, hafi alt verið yfirvarp eitt og skrum, því síðan fundurinn hófst hafi hann selt Rússurn (Gort- sjakoff) sjálfdæmi nálega í öllu. Svo má og að orði kveða nú f fundarlok, að frumvarpsfriðgerð Rússa i San Stefano hafi mjög lílið haggast i aðalalriðunum, en þessi aðalatriði, sem

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.