Þjóðólfur - 24.07.1878, Side 3

Þjóðólfur - 24.07.1878, Side 3
91 ötull maður. Fyrst lengi gekk mikill starfi til þess að grafa til vatns, sem heppnaðist ekki fyr en eptir margar tilraunir voru gjörðar. Byggingarmennirnir búa í tjöldum og verður allt til þeirra að flytja all-langan og slæman veg. Guðmundur sýslu- maður Pálsson var nýlega sendur þangað með tveim úttektar- mönnum, til þess að taka út og mæla stæði fyrir bæ þann, sem jafnframt er bygður við vitann til íbúðar umsjónarmanni. Her- skipið Fylla tekur hér kalk og flytur til vitans. Má landssjóð- ur vor, að sögn, búast við að hið ánafnaða fé til vitagjörðar þessarar endist miður en ætlað var. i «Isafold» .Kand. Björn Jónsson, ritstjóri þessa blaðs, aug- lýsir ( síðasta blaði fsaf., að hann mnni «fara utan og verða erlendis um hríð», en að ritstjórn blaðsins á meðan koroi ( hendur dr. Grími Thomsen á Bessastöðum. JElmbsCtti veitt 3. þ. m. af konungi: læknisembæltið í 18. l.héraðinu (Bángárvallasýsla) Boga læknir Péturssyni á Sjáv- arborg; er því laust 9. l.héraðið (Skagaf.s.), árslaun 1500 kr. 25. f. m. veitti landshöfðingi Tjörn (Svarfaðardal sira Kristj- áni E. þórarinssyni á Stað ( Grindavík. — 13. þ. m. Hvann- eyri í Siglufirði kand. theol. Skapla Jónssyni. Fnndir amtsraðanna. Amtsráðsfundur var hald- inn ( suðuramtinu 18.— 20. júní ( lleykjavík, og í vesturamt- inu 11.—13. júlí að Hjarðarholtí í Stafholtstúngum. Á fund- um þessum mættu í þetta skipti, auk amtmanns B. Thorbergs, þessir kosnir fulltrúar: í suðuramtinu Dr. phil. Grímur Thom- sen og sira Slcúli Gíslason á Breiðabólstað, og í vesluramtinu sýslumaður Sigurður Sverrisson og alþingismaður lljálmur FHursson (varamaður). Amtsráðin höfðu til meðferðar hin venjulegu málefni, sem eptir sveitarstjórnarlögnunm koma fyrir þau á ári hverju, svo sem endurskoðun jafnaðarsjóðsreikning- anna og annara reikninga fyrir þá sjóði, sem heyra undir stjórn amtsráðanna: búnaðarskólagjaldssjóðanna, leiguliðasjóðs suður- amtsins og búnaðarsjóðs vesturamtsins ; útbýting verðlauna af hinum síðast nefnda sjóði; áætlun um tekjur og gjöld jafnað- arsjóðanna fyrir næstkomanda ár; yfirskoðun á gjörðabókaút- skriptum sýslunefndanna. Auk þessa höfðu ráðin ( þetta skipti ýms sérstakleg málefni til meðferðar, og skal hér að eins geta þeirra tveggja sem voru yfirgripsmest: jákvörðun um sýsluvegi í báðum ömtunum, samkvæmt lögum um vegina á íslaudi 15. okt. 1875, og málefnið um byggingu þjóðjarða og leigumála á þeim, sem sett var ( hreifingu á síðasta alþingi og borið hafði verið undir hreppsnefndir og sýslunefndir, að þvf er snertir þjóðjarðir í hverjum hreppi og sýslu, og nú kom undir álit amtsráðsins. Fullnaðarumræða um hið síðarnefnda málefni var skotið á frest í suöuramtinu til aukafundar á næstkom- anda hausti. „Um andlegt 1 íf Norðurlanda“ heitir bók, sem nýlega er samin af Dr. Rósenberg, og sem er þess verð, að hennar sé getið í blöðum vorum, með þvf vér eigum þar eigi all-lítinn þátt í, og ekki s(zt ( þv( er forn- öldina snertir. Eptir því sem á stendur hjá oss, er ekki til neins að rita slíka bók hér, jafnvel ekki þóttöllu væri slept nema sjálfum oss, því fámenni vort og hin litla löngun til þekkingar og mentunar hamiar öllu þess konar, og veldur þvl, að gáfað- ir og lærðir menn hafa hér Ktið sem ekkert að gera, þar sem fólk hér ekki hugsar um neitt annað en peningana, sem því samt ekki tekst að græða. Sönnun fyrir þessu liggur fyrir augum allra manna; menn eru allt af að heimta skóla, en því nær enginn hirðir um bók (nema ef vera kynni eptir Eirík á Brúnum); jafnvel I lærða skólanum er þvf nær allt kennt á dönskum bókum, og fæstir þar læra til aunars en að komast ( embættin sem fyrst. Þar sem börnum ( öllum dönskum skól- um eru kendar sögur vorar og fomaldarfrægð, þá veit enginn neitt um þetta hér, nema einstöku menn sem hafa farið að gefa þv( gaum á fullorðins árum; ( skólanum hér eru íslendinga- sögur og fornaldarlíf Norðurlanda svo að segja ókunnugt; utargir skólapiltar hafa aldrei heyrt getið um Jónsvíkínga eða Ólaf Tryggvason. Það hefir raunar lengst af við brunnið, að útlendir rithöfundar, og einkum norskir og danskir, hafa ým- ■®t hleypt íslendingum fram af sér, eða þá varla nefnt þá nema «1 þess að hnýta í þá; en eins og guð hefir opt upp vakið einhvern til að sveia hundasægnum, sem gjammar að ókunn- ugum manni, er kemur á bæ, eins hefir hann stundum látið mann upp rísa til þess að taka málstað niðurrifinnar þjóðar. Dr. Rósenberg er hið sama eða Kkt fyrir oss f Danmörku sem Konráð Maurer er ( Þýzkalandi; og bæði í þessari bók og ferð'abók sinni þjóðhátiðar-sumarið hefir Rósenberg ritað um oss — ekki aðfinningarlausf — en svo réttvislega og vel, kann ske stundum heldur vel, sem ætla má af þeim sem er gæddur skáldgáfu, lærdómi og góðri sál. Vér getum nú ekki gefið lánga lýsingu á þessari bók, því hún felur svo margt í sér. Fyrsta bindið, sem út er komið, nær einungis yfir heiðindóminn og er 500 blaðsíður. Höf- undurinn byrjar á steinöldinni og kemst þaðan út í smíðis- gripi og listaverk Norðurlandaþjóða. Öll frásaga hans lýsir djúpum lærdómi og sýnir að hann hefir sett sig inn f efnið með lífi og sál ; hann er jafnvígur á báðar hendur bæði hvað lærdóminn snertir og skáldasmekkinn, því þetta tvennt er ein- um manni mjög sjaldan gefið. það er mjög gleðilegt að Rós- enberg skuli hafa dottið ( hug (á bls. 77) með tilliti til rúna- stoinanna, að þeir menn, sem ristu rúnirnar, kunnu ekkert að stafsetja, eða láta orð taka sig út með bókstöfum (rúnum), og að þar af leiðir, að í rúnamálinu hlýtur að vera fulit af vit- leysum, sem málfræðingarnir eru að bisa við eins og Sisyphus við steininn. En það mun lítið hjálpa að koma fram með slíka hugmynd; þar eru allar vitleysur sannleiki, og málfræð- ingarnir finna út nýjar túngur, eins og þeir fundu út úr gull- hornsletrinu, sem enginn stafur sannar að sé nokkurt vit i. Að Wimmer og Bugge fengu báðir sömu hugmynd um rúnirnar, án þess að vita hvor af öðrum, sannar ekkert; því tveir menn geta verið jafn vitlausir, þótt hvorugur viti af öðr- um. þannig voru gufuvagnarnir álitnir ónýtir til alls fyrst bæði á Englandi og Frakklandi, án þess Englar og Frakkar töluðu sig saman um það fyrirfram. Uér með er ekki sagt, að ekkert vit sé ( rúnasteinunum yfir höfuð, því þeir eru merkileg og ó- metanleg minnfng liðinna alda; og allar rannsóknir málfræð- inganna nm þenna hlut hefir Dr. R. gagnskoðað og framsett á jafn skemtilegan sem djúpsæjan hált. Á bls. 42. gefur Dr. R. mjög víða lýsingu á hvað «list» sé. Hann kallar allt það »list» (konst) sem sýnir Kfið með myndum, hversu laklegar sem eru. En sjálf listin hefst samt ekki fyr en einhver fegurðartilfmníng ræður verkinu. Aptur á móti er það rángt', að álíta að ekkert sé listaverk nema það sem sé óaðfinnanlegt; «að öllu má eitthvað Gnna», og fæstir liafa farið varhluta af aðGnningum. Fæstar af myndasmíðum Norðurlanda eru listaverk; samt er margt þar á meðal, sem lýs- ir sterkri fegurðartilfinníngu og jafnvel óvenjulegu valdi yfir hugmyndinni) svo sem t. a. m. hin fræga Valþjófstaðahurð, sem geymd er á forngripasafninu í Khöfn ; þar á móti er Ba- yeux-tjaldið, sem R. segír að allir hafi furðað sig á, ekkert annað en hrá, alveg listalaus og smekklaus ímynd riddaralífs- ins; því það er sitt hvað, að einhver hlulur sé fagur, og að hann sé merkilegur. Á bls. 64 er talað um Angeln (Aungull, ( Aungli), hérað í Slésvfk, sem Engilsaxar áltu að vera runnir frá, og er tekið fram að frá svo litlu héraði hafi eigi getað komið svo margir menn; en það hafi getað orðið með löng- um tíma. En það var einnig annað land sem hét «Angeln» suður við Saxelfi, og stórt land þar ( nánd hét og «Engern»; og sumir láta Angeln vera alt Slésvíkurland. Þar sem vísað er til þýðingar Smiths á Ncstor 1869 um fossaheitin sem finn- ast rituð með grískum stöfum úr norrænu (t. a. m. Baruforos = Bárufors), þá er þetta fundið miklu fyrr en 1869; þess er er getið í Annálum fornfræðafélagsins 1853, bls. 211—212 og líklega einhversstaðar áður. Á bls. 127 stendur um rúna- letrið: «borg um brotna ok um barða», að «barða» geti ekki verið af «berja», því part. pass. sé «barinn» en ekki «barðr», en höf. hefði ekki þurft annað en fletta upp lex. poeticum til að sjá myndirnar; þar að auki getur maður ekki þýtt «barða» = skáld, því slíkt orð kemur aldrei fyrir í norrænu máli, eins og heldur ekki verður sagt «að brjóta skáld» (o: drepa, eyöi- leggja), þó menn geti sagt «að brjóta borg». Á bls. 141 snýr höfundurinu sér til íslands — það loptar undir hann og vængirnir bera hann út yfir hafið. Hann segir svo: «Vér höfum nú farið yfir liinn breiðfelda grafarreit heið-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.