Þjóðólfur - 31.07.1878, Page 2
94
efnafræðínga, að moldin, þegar hún er svipt sínum græna
klæðnaði, það er að segja, þegar grasvörðurinn er tekin af
jarðvegnum, út andi mikilli kolasýru, en kolasýra er, eins og
allir vita, skaðieg fyrir heilsu manna og dýra, og gefur þess
vegna tilefni til margra hættulegra sjúkdóma, og þannig er
það án efa ein af þeim meðverkandi orsökum, bæði til fjár-
pestarinnar og annara flársjúkdóma, að féð verður fyrir þess-
um óhollu dömpum, einkum þar sem fjárhúsin eru lág og lítil,
enda segjast þeir Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson hafa tek-
ið eptir því, að fjárpestin var verri í fjárhúsum, heldur en í
fjárborgunum, hvar andrúmsloptið var að tiltölu miklu meira
en í Qárhúsunum; yfir höfuð er það ómögulegt að skýra í
stuttu máli greinilega frá því, hversu rnargar skaðvænlcgar
verkanir vor nú verandi bæjabyggíng hefir haft á landið fyrir
efni, beilsu og jafnvel sálina með, og mun þeirri þjóðarólukku
ekki aflétta fyrri en slíkar byggingar leggjast niður. Stein-
byggingar ættu því svo fljótt sem auðið er að innleiðast og
mundi það þá bráðum sýna sig, að slík umbreyting yrði til
hinna mestu framfara fyrir landið, — þeirra framfara sem
mörgum nú ekki dettur 1 hug.
í Norðanfara nr. 35—36 stendur djarft og skorinort samin
grein um ástand lærða skólans, og eru þar einkar vel tekin
fram sum atriði, sem óskandi væri, að þeir sem málefni þetta
mest skiptir, vildu taka til íhugunar. Vér skulum af þessum
atriðum nefna*. ástcmd skólahússins, sem eins og greinar höf.
röksamlega tekur fram, gjörir nýa skólabyggíngu áður lángt
um líður alveg nauðsynlega; þar næst brýna nauðsyn á nýrri
skólareglugjörð, og í 3. lagi, ýmislegt ólag, sem þyrfti að kippa
í lið, þar á meðal ónóg kennsla í 1. bekk á síðastliðnum vetri
sem hefir haft þá slæmu afleiðíngu, að margir í þeim bekk
urðu að sitja eptir, sem annars hefðu orðið fluttir upp í 2.
bekk, efbekknum hefði verið tvískipt í kennslu hinna þýngstu
námsgreina eins og kennarar skólans heimtuðu í fyrra haust.
Hvað veitíngu hins nýa kennaraembættis snertir, þá virðist eptir
greininni að dæma, sem menn norðanlands séu nokkuð áhyggju-
fullir um það, hvernig fara muni um veitíngu þessa og hvort
það verði skipað hæfum manni, er traust eigi skilið, og ræður
grein höf. veitingarvaldinu alvarlega til þess að láta heldur
embættið bíða til næsta þings, en veita það einhverjum, «er
ekki getur staðið í kennarastöðunni með dugnaði og sóma».
Marsvínaveiði. 23. þ. m. voru 207 marsvín rekin
á land í Njarðvíkum. Varð vart við þau kvöldið fyrir, hvar
þau brunuðu í torfu utan úr hafi og beint inn á víkina.
Hlupu menn þá til skipa, allir sem gátu, og háðu eltingaleik
við hvali þessa alla nóttina með grjó,tkasti og ópum; sluppu
þeir 10 sinnum úr höndum þeirra, en stöðvuðust brátt til að
hvíla sig er fram á víkina kom. Nokkrir höfrungar voru í
hópnum, og ollu þeir mestum óróanum, en Ioksins tóku þeir
sig út úr og hlnpu á land, og dóu þegar. Eptir það voru
marsvínin auðsótt, og voru þau öll stúngin til bana þar sem
hægast var að bjarga þeim frá sjó. Skiptu Njarðvíkingar
veiðinni í tvo staði jafna, landhlut og veiðihlut; var síðan land-
hlutnum skipt eptir hundraðstölu ábúenda hverfisins, en hin-
um hlutnum jafnt milli manna þeirra, sem að veiðinni voru.
llrakniiig'iir. Nýlegalenti skipsbátur með 5 mönnum
í Keflavík á Snæfellsnesi. Voru þeir Norðmenn, er höfðu villst frá
gufuskipi, er lá nærri Grænlandi við selveiðar. J»að var frá Túns-
bergi, og hét Magdalene og hafði verið búið að veiða nálægt 14000
seli. Bátur þessi hafði týnt skipinu í þoku, haft nesti til 2
daga, en hrakist í fulla 7 sólarhrínga. Tvo seli höfðu þeir í
bátnum; engan drykk höfðu þeir, ekki heldur segl. Lifðu
þeir á selnum hráum, svo og nokkrum fuglum, er þeir skutu.
Skinnin af selunum notuðu þeir fyrir segl. Voru þeir þrekaðir
1) marsvín eru smáhvalir 8—16 álna löng, svört á lit og hvít á
kviö, með hnöttóttan haus; pau eru kölluð grindhvalir á Færeyjum. pað
sem Danir kalla marsvín, köllum vér hnýsu. Höfrungamir eru miklu
minni; peir eru líka tannhvalir, léttir og fráir og í ætt við stökkla. peir
hafa trjónumyndaðan skolt.
mjög, er þeir náðu landi, og var þeim fylgt inn í Stykkishólm
og biðu þeir þar eptir Díönu.
Siltólavarðan. fað hefir eflaust hneyxlað fleiri
en oss að vörðu bygging þessi, sem er prýði þessa bæjar, hefir
í allt sumar staðið opin, og verið látin öllum óhlutvöndum
heimil til skemmda og útníðslu. Viðir eru brotnir út hátt og
lágt, loptin ötuð með óþverra og þilin útpáruð með klámi og
keskni. Vér skorum fastlega á bæjarstjórnina og lögregluna
að gera við þessu, og sjá um að varðan verði ekki framvegis
bæði innanbæjar og utanbæjarmönnum til hneyxlis og and-
stygðar. ______________________________________
Ehlfjöll í tóníflinii. Dr. Hermann Klein í Köln,
sem í 12 ár hefir fengist við að rannsaka yfirborð
túnglsins, hefir nýlega uppgötvað, að stór nýr eldgígur hefir
myndast í tunglinu. Fyr var það almenn skoðun vísindamanna,
að túnglið væri alveg dauður heimur, kaldur, útbrunninn
hnöttur. Hinn nýi gígur Iiggur nær miðju hveli túnglsins, og
er hér um bil 4000 faðmar að þvermáli, og er því stærri en
allir gígir á jörðinni nema einn (Kirauca á Havai.) Dr. Klein
sá skömmu eptir sólaruppkomu allt svæðið fyrir vestan gíginn
alþakið hólum eða klettaklofningum, á stærð við meðal kirkju-
turna. Hinn enski stjörnufræðingur Nelson, sem grandgæfilega
athugaði hér um ræddan hluta af yfirborði túnglsins á ára-
bilinu 1871 — 76 segist ekki hafa séð gíg þenna, svo hann
má vera nýlega til kominn.
— í 21. blaði þ>jóðólfs stendur athugasemd frá «Árnes-
ingum»; er þar reynt til að sýna fram á, að í verðlagsskrá þ-
á. séu sumar skepnur og sumir aurar sett fvrir ofan hæsta
söluverð, og er óskað upplýsingar um, hvernig á því standi.
Af því að þessi athugasemd sýnist bonda á, að höfundunum
sé ekki með öllu ljóst, hvernig verðlagsskrár hvers árs verða
til, þá skal þeim gefin stutt upplýsing um það, og er hún
þannig: Allir sóknarprestar á landinu semja skrá yfir verð-
lagið í sóknum sínum næstliðið fardagaár, og senda þær hver
sínum prófasti. Af þeim reikna prófastarnir út verðlagsskrá,
hver fyrir sitt prófastsdæmi og senda biskupi hana ásamt
skrám prestanna. Eptir að biskup hefir rannsakað, hvort verð-
lagsskrár prófastanna séu rétt reiknaðar eptir verðskýrslum
prestanna, reiknar hann út eptir þoim verðlagsskrár fyrir þau
prófastsdæmi, sem sömu verðlagsskrá eiga að hafa. Á sama
hátt gánga aðrar verðlagsskrár frá hreppstjórum til sýslu-
manna og sýslumönnum til amtmanns, sem þá einnig reiknar
út af þeim verðlagsskrá fyrir þær sýslur, sem saman eiga-
þ>egar nú bæði biskup og amtmaður hafa þannig reiknað út
af þeim verðlagsskrá hvor hjá sér, hinn fyrri eptir skýrslum
sýslumanna, þá fyrst koma þeir saman til að búa til aðal-
verðlagsskrána, sem þá bæði í einstökum greinum og heild
sinni er ekkert annað, en meðaltalið, nákvæmlega reiknað eptir
skýrslu biskups og skýrslu amtmanns, sem fyr sar getið. Af
þessu munu nú «Árnesingarnir» sjá, að stiptsyfirvöldin setja
ekki verðlagsskrárnar af handahófi, eða eptir eigin hugþótta
sínum, heldur byggja þær nákvæmlega á skýrslum undirmanna
sinna, svo að ekki munar einum eyri frá réttu meðaltali eptir
þeim. í raun réttri eru það því prestar og hreppstjórar, sem
leggja grundvöllinn til verðlagsskránna, og eru þeir svo kunn-
ugir gangverði á flestum hlutum í héruðum sínum, að minnsta
kosti á skepnum, að það er ólíklegt, að þeim mistakist stór-
vægilega í að tilgreina hið rétta verð. 13.
Nawitri. þ>essi gullfagra forn-indverska saga, svo meist
iralega þýdd af Stgr. Thorsteimon, (prentuð neðanmáls í fj°ö'
ilfi í fyrra), er nú útgefin sérstaklega og prentuð hjá E. jpórðar
yni á góðum pappír og prýðilega vönduð að prenti, svo v< r
nunum ekki til að vér hér á landi höfum séð eins vel vanda
márit. Sögunni fylgir og myndin af Sawitri, ofur-falleg 0
rel gjörð. Kverið mcð myndinni kostar 55 aura, og æ
ijá bóksala Kr. porgrímssyni. __ r
Á forlag hins sama og í sömu prentsmiðju eru útkom