Þjóðólfur - 17.08.1878, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.08.1878, Blaðsíða 1
30- ár. Reykjavik, 17. ágúst. 1878. 24. blað. Tempo di marcia. Eyj afj Oröur. Helgi Helgason. tf Eyj - a - íjörð - ur finst oss er t IZZZÉl 4 feg - urst bygð á land - i hér með - an guð - leg i j j, t mf f ff sum - ar - sól sign - ir Norðr-a kon-úngs-stól: Æg - is - band, innst í land, und - ið blítt af guð- a mund, fest - ir Suðr - a seg - ul - átt, silk - i - mjúkt og him - in - blátt. M. J. Ötn tt æíiminnlng Sigurðar Breiðfjarðar íkálds, samið hefir Jón Borgfirðingur. (Niðurl.). Sigurður Breiðfjörð var bæði náttúruskáld og al- þýðuskáld, eins gott og einkennilegt og nokkur þjóð hefir fram- leitt af þeim skáldum sem ekki eru söngmenn eða sönghagir um leið, því það var Sigurður ekki. Sem náttúruskáld er hann aldrei «lærður» né þúngskilinn í ljóðum sínum, en hopar þó aldrei fyrir neinu yrkisefni, ræðst eins á hin fyrstu spursmál lífsins sem hina léttvægustu hluti (sbr. einkum fyrra hepti Smámuna hans og margt fleira, einkum af þeim kveðlíngum sem hann samdi árin sem hann dvaldi á Grænlandi; þá var hann á bezta skeiði, í nokkurs konar útlegð, og fjærri fornum freistingarstöðvum). Allar vísur S., sem lýsa lífs- og nátt- úruskoðun, bera vott um andans mann, skarpan og frjálsan í hugsun og með heilbrigðu en þó viðkvæmu hjarta. Hans eðl- isfar var hvorki alvörumikið né djúpt, heldur fremur léttúðugt, og stuðlaði það mjög að því að mynda hans ytri háttsemi, en hið bamslega var honum einnig meðfætt og lýsir sér ávallt í kveðskap hans, og það var þetta góða einkenni hans, sem á- valt hefir verið hans verndarengill og varðveitt hans betri mann fyrir lífsins verri ilöstum og spillingu. Eins og Borg- fjörð tekur fram, vita menn ekki til að S. hafi nokkuð Ijótt kveðið á æfi sinni, og má það þykja all-merkilegt þegar gætt er að öðru siðferði hans, og ekki síður að aldarhættinum. Aptur virðist þetta eðlilegt, þegar menn skoða betur hið dýpra og sanna eðli skáldsins. J>á sézt, að varhygð Sig. við að kveða klúrt eða Ijótt kom eðlilega af því, að hann sífelt í hjarta sínu geymdi sína andans unnustu, sína fríðu Rósu, sína skáldadís. t>að var hvorki eptirstælíng eða tómur vani, er hann ávalt ákallar þessa dís, hún var hans átrúnaður, hans hugsjón og hans fyrir- tnynd; það var þessi gyðja, sem var hans góða draumkona í út- legð hans, sekt og solli; það var «Rósa», sem rétti honum líkn- andi hönd eptir hverja hrösun og gaf honum aptur nýja lyst og nýjan krapt til ljóða, þvi hefði ekki mentagyðjan verið sönn ástmey hans, væri alveg óskiljanlegt, hve lengi hann gat hald- ið sínum betra manni, já, eins og aukist og endumýjast þrátt iyrir vaxandi breyskleika og bágindi, svo að kveðskapur varð úteira og meira hans eina viðhald, yndi og líf. Að vísu virð- lst hinum andlegu kröptum hans sýnilega hnigna hin síðustu 10 ár, sem hann lifði (orkti), en andinn var hinn sami, og lystin og ljóðayndið virðist jafnvel að hafa farið vaxandi að sama skapi sem hinn ytri maður hrörnaði (sbr. frásagnir Borgf. um hans síðustu ár og einkum um hans raunalega - skemti- legu síðustu ferðalög). Sigurður Breiðfjörð var vort bezta al- þýðuskáld, enda gjörir það alþýðu íslendinga sóma, að hún á sinn hátt virðist jafnan að hafa við það kannast að hann væri það, og ótal margir af öllum stéttum sýndu lionum gott og glöddu hann — ekki ætíð með fé eða stórgjöfum, heldur optar með þeim atlotum, sem slíkir menn virða mest, en það er virðing, elska og viðurkenning þakkláts hjarta. Sig. naut og vináttu ekki fárra aflandsins meiri háttar mönnum, og sumir þeirra sýndu honum bæði rausn og veglyndi, enda þótt þeim máske hafi ástundum fundizt, sem slíkum mönnum (vandræða- skáldum) væri ekki vandalaust við að hjálpa. Einkum sýnast þeir ágætu kaupmenn Árni Thorlacius og Brynjúlfur Bene- diktsen að hafa lagt alúð á að verða honum og gáfu hans að liði. Dr. Sveinbjörn Egilsson hélt og mjög í hönd með Sig- urði, og orkti varnarkvæði fyrir hann: «Sjálfur Iðunnar ann- ar ver», þegar hinir gáfuðu en freku og einstrengingslegu Fjölnistar réðust á hann og tættu í sundur rit hans á hans síðustu og erfiðustu árum. Sig. lifði á tímamótum, og olli það honum sem skáldi meiri baráttu og áhyggju — að vér ekki segjum: ábirgðar — en nokkurt hinna eldri alþýðu- eða rímnaskálda hafði þurft að mæta. Hinir nýju smekkmenn og skáld risu öndverðir gegn rímnakvcðskapnum, vildu inn- leiða alveg nýja siðu og nýjan smekk í skáldskap, og varð þeim, eins og títt er um nýbreytnismenn, að þeir gættu ekki hófs, heldur sundurrifu gott með illu. En þar sem þeir á- reittu Sigurð, yfirsást þeim á tvennan hátt: margt í rímna- kveðskap hans var betra eða jafnt hinu bezta, sem áður hafði verið kveðið, og í annan stað unni Sigurður sjálfur hinni nýju stefnu, og kvað margt í hennar anda og formi, t. a. m. kvæð- in: «Veiztu vinur hvar», «þá Ásaþór þá íslands fjöll», o. 11. Að öðru leyti höfðu þeir Fjölnistar fulla ástæðu til að finna að rímnakveðskapnum yfir höfuð að tala, og þarf ekki um það fleiri orðum að fara. En þar sem þeir gátu fundið margt með sönnu að flestum rímum Sig., hefðu þeir einkum átt að sjá og láta hann njóta sannmælis í því, að það var einmitt hann,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.