Þjóðólfur


Þjóðólfur - 17.08.1878, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 17.08.1878, Qupperneq 3
99 ps stendur, til þess að fá vit eða réttan skilning í tímatalið. Eins og höf. tekur fram í formála ritsins, var full ástæða til að rita sögu á íslenzku, þar som siðbótin yrði aialefnið, því slíkt sögurit- var ekki til. Einnig þurfti nákvæmlegar en áður hefir gjört verið, að skoða og meta fylgislaust framferði hvorutveggja fiokksmanna, þeirra er þá áttust við: kaþólskra og siðabótar- manna, landsmanna og konúngsmanna. Eins og áður er sagt, virðist oss nú— eins og þeirn fræðimönnum, sem bókmentafé- lagið fól á hendur að yfirfara ritið — að höfundinum hafi furðu-vel tekizt sögusmíði þetta: það er efnisríkt eptir stærð, skipulegt og ljóst; mál og ritlag tilgerðarlaust, stilt og rögg- samlegt — þótt vera hefði mátt fjörmeira og liprara á sínum stöðum; vera má og að sumum virðist blær sögunnar fremur veraldlegur en kirkjulegur; en hvervetna er sagan sögð og framsett svo, að maður sér óhlutdrægni og festu höfundarins gagnvart sannleikanum. Ályktunaratkvæði hans um höfuð- menn tímabilsins virðast oss og yfir höfuð að tala vel samin, rétt og á rökum bygð. Helztir þeirra manna eru þeir Jón Arason og Ögmuudur biskup annars vegar, en af hinum flokkinum Gizur hiskup Einarsson. Höfundinum hefir bæði með hægu móti og réttu tekizt vel að jafna þann halla, er kaþólski flokk- urinn virðist hafa beðið gagnvart mótstöðuflokkinum í áliti og frásögnum seinni tíma, og sem töluvert eymir eptir af í kirkju- sögu Finns biskups og einkum siðbótarsögu Harboes. Aptur er skilningur Espólíns miklu nær áliti höf., eins og eðlilegt er. Dómur höf. um Jón biskup og syni hans mun flestum falla vel í geð. Hann lagar t. a. m. heppilega hallmæli það og bleyðiorð, sem annálar bera á séra Björn biskupsson, og til- einkar án efa réttilega óp hans og æðru-orð á aftökustaðnum hans viðkvæmu ást til hans úngu, efnilegu barna, sem hann átti þá að skilja við í ómildum fjandmannahöndum, en ekki hugleysi og lítilmensku. Björn hefir verir djarfur og stoltur stórbokki, en fullar líkur finnast til, að hann hafi verið eins ör til betri liöföingskapar; hann fylgdi föður sínum með blindri trygð og trausti, og miklu ódeigara en Ari, enda hafði iiann sjálfur mikið traust og fylgi sinna manna; en óvinum sínum var hann harður og grimmur, og mun þeim hafa stað- ið einna mestur geigur af honum. Hefði Björn lifað á betri öld, hefði hann líklega eptirlátið mjög öðruvísi mannorð. Að öðru leyti bendir hin hörmulega aftaka hans ljóslega á, hversu hin siðferðislega meðvitund manna á þeim tíma var spilt og umturnuð. Og þótt menn dáist mjög að hetjuskap Ara lög- manns, er hann var höggvinn, þá sanna aftökusögur beggja þeirra bræðra miklu minna en margir ætla, ef báða skal rétt meta; þar sézt fremur munur geðshræringa en manna. Vísa Jóns biskups: «Vondslega hefir oss veröldin blekt», hefir miklu meiri þýðingu en þau orð, sem menn hafa hent eptir honum við höggstokkinn. f>ar sem höf. lýsir Ögmundi biskupi finst oss ekki frítt fyrir, að hluttekning í mæðukjörum þeim og svika-meðferð, sem hið gamla, blinda mikilmenni varð fyrir og það af þeim, sem hann áður elskaði og virti most allra manna, hafi haft dálítil áhrif á atkvæði hans og frásagnarblæ. Lýsíng hans á báðum þessum mikilmennum út af fyrir sig, virðist oss að vísu mjög sanngjörn og röksamleg, en þar sem hann (á einmn stað) kallar brögð Gizurar móti Ögmundi dœmafáa varmenmku, þar þykir oss höf. kveða of ríkt að orði. Vissulega réttlætir tilgángur Gizurar ekki aðferð hans, og vissulega fórst honum harðræðis- og jafnvel ódrengilega við Ögmund, en hins vegar verður vel að gæta þess, að Gizur átti nú við óvin, þótt hann áður hefði gjört vel til hans — við óvin sinn og þess sannleika, sem Gizuri þótti efalaust ineira verður en foreldrar og fósturjörð og sitt eigið líf. Hafði og ekki konungur hans, hinn spakvitri og góði Kristján B., kent honum áður hina sömu aðferð, er hann sveik nálega á sama hátt alla Dana-byskupa? í augum Gizurar hlaut Ögm. að vera hinn voðalegasti maður og landsins elzti og mesti syndari, og enginn þekti betur en Gizur ráðríki hans og ver- aldarmetnað. Hið mikla dáðrekki Gizurar alla sína stuttu en skörulegu æfi eptir þetta, nægir vel til að sýna, hvílíkur maður hann var, — einn hinna vitrustu og framkvæmdar- mestu íslendinga, sem uppi hafa verið. Hefði honum orðið lengra lífs anðið, hefðu hin miklu leikslok siðbótarstríðsins á landi hér eflaust orðið mjög öðruvísi, og höfuð Jóns byskups aldrei fallið, því meðan Gizur var við völd, lutu jafnt hans ráðum — þótt óbeinlínis og á ólíkan hátt væri — allir flokk- ar innlendir og erlendir, sem þá deildu um trú og völd á landi hér. þ>að er ekki alveg rétt að orði kveðið hjá höfundinum þar sem hann á einum stað segir að Ögmundur hafi dáið í dýflimi, því, eins og hann sjálfur segir frá (bls. 60) «var hann settur í Sóreyjarklaustur, og lifði þar eitt ár í allgóðu haldi». Ögmundur dó því í ófrelsi og útlegð, en að öðru leyti var sæmilega við hann gjört; hann var gamall múnkur (abóti) sjálfur, og því var klaustrið í sjálfu sér honum valinn staður. Eptirmáli sögunnar er einn bezt samdi kaflinn í bók- inni og að voru áliti góðum sagnafræðíng samboðinn, enda jafnar höf. þar með aðalályktun sinni um siðbótina þær smá- misfellur á dómum og ályktunum um hið einstaka, sem einn eða annar kann að finna áður í bókinni. Og samt sem áður þykir oss vanta eitt atriði í ályktun- aráliti höf. á siðbótarverki Lúters, eins og það var innleitt, varð og er hér á landi. Höf. átti — og það eiga allir sið- bótar-sögumenn að gjöra — að benda á, að þetta mikla Guðs Og góðra manna stórvirki var, varð Og er enn: að eim byrj- un og tilraun siðbótar. Siðbót Lúters í sinni allsherjar-þýð- íng á ekki og má ekki skoða sögulega sem fullkomið verk, heldur að eins sem fögur tímamót, sem eitt í mörgu tilliti, einstaklegt og einstakt, háleitt og heilagt framfarastig í sögu kristninnar, eða mannkynsins helgu sögu. Að semja og sam- þykkja nýjar og betri Konfessíónir og kirkjusiði fyrir styttri eða lengri tíð, er vissulega óendanlega lítill hluti af ákvörðun- arstarfi mannkynsandans, og um leið og vér með barnslegri gleði lofsýngjum Guð fyrir þann anda og krapt, sem hann gæddi sinn mikla þjón Lúter, og einnig vora mestu menn, þá Gizur, Odd og Guðbrand, ber oss að geta séð og þekt, að öll mannleg verk eru ófullkomin, og að hið dýrðlega Guðs ríki Drottins vors Jesú Krists heiir að vísu þokast nær fyrir sið- bót Lúters en — æ því miður — sýnilega lítið. hfii'Úi skélfM. Út úr greininni um lærða skólann, er stóð í Norðanfara 8. júlí síðastl., og sem getið var um í 22. tbl. fíóðólfs þ. á. (þó ekki af oss sjálfum) hefir skólastjórinn herra Jón Þorkelsson ritað oss á þessa leið: «1 þessari grein(o: «Nf.u gr.), er rituð er í þeim tilgangi að óvirða,eru mörg ósannindi. þ>arer til dœmis sagt, að uppástung- an um, aðskifta neðsta bekk í tvær deildir, hafi strandað á aum- ingjaskap mínum. Yðr er velkomið að sjá hjá mér bréf það, sem eg skrifaði stiftsyfirvöldunum um þetta mál. |>að strandaði ekki á aumingjaskap neins einstaks manns, heldr á sparsemi (eg vil eigi segja svíðingslcap) alþingis. |>eir sem eftir voru settir í neðsta bekk, voru settir eftir sumpart af of litlum undir- búningi, sumpart af því þeir voru latir; máske einn þeirra af óheppni í einstakri námsgrein. J>að er kemur til samvinnu minnar við kennarana, þá hefir engi þeirra með nokkru orði látið í ljós við mig nokkura óánægju í þeirri grein. Hafi þeir yfir nokkru að kvarta, þá geta þeir snúið sér til yfir- stjórnar skólans. J>ar er mitt varnarþing. Með virðingu. Jón Porkelsson». * * * Hina áðurnefndu litlu Þjóbólfsgrcin tókum vér í blaS vort fjærri peim ásetningi að niðra áliti hins heiðraða og samvizkusama rektors skólans, cnda er og sú grein, að pví er ver getum séð, meinlaus honum til handa. En úr pví vér pó höfum bendlað blað vort í nokkurt samband við grein, sem virðast má niðrandi fyrir persónu pessa em- bættismanns, or oss kært að votta hér með, að alt sem vér séð höfum og kunnum aðsjáafástæðulausum óhróðri og nafnlauB- u m r ó g i um hami, hvort heldur væri í hinu danska Morgunblaði, í Norð- anfara eða nokkuru öðru blaði, pá gjörum vér annaðhvort, að vér lesum

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.