Þjóðólfur - 02.09.1878, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 02.09.1878, Blaðsíða 2
102 í manna minnum. Má ske þar eystra sé minstur ís, þegar mestur ís er í Grænlands og íslands höfum! ili nopska gtól^lsg, sem endaði í sumar, fékk engri breytingu fram komið Kskatta- og fjármálum ríkisins í þetta sinn, og þykir «framfaraflokkurinn», eða Sverdrúpsmenn hafa fremur farið halloka fyrir stjórnarflokkinum; klofnaði vinstri hluti þingsins í tvær eða fleiri deildir, og sitja því skattalögin við sama. Mestar tekjur Norðmanna eru fólgnar í tollum, en hin síðustu ár hafa útgjöldin orðið mjög svo hærri en tekj- urnar. Heimtu þá vinstri menn, að ný skattalög væri lögleidd og einkum tekjuskattur, líkur þeim, sem alþingi vort heflr komið á hjá oss, og í fyrra setti stórþingið nefnd í því skyni þvert á móti vilja stjórnarflokksins. En eptir ársdeilu féll mál þctta í sjálft sig á þessu þingi, og er svo að sjá, som stjórnin ætli fyrst um sínn aðjafna tekjuhallann með viðlagafé ríkisins, uns úr vandræðunum verður betur ráðið. í annati stað er framfaraflokkinum borið á brýn, að þoir gangi linlega gegn stjórninni í nokkrum öðrum málum, t. d. járnbrautar- og öðr- um byggingar- og atvinnumálum, þar sem stjórnin þykir ýmist of ráðrík eða of aðgjörðahæg: «apturhalds-ráðherrar hafi sjald- an setið tryggara í sæti, og enginn tali um að reyna framar til að ná veto- cða neitunar-rétti konungs úr stjórnarskránni», o. s. frv. Aptur hcfir stórþingi þetta sýnt meira frjálslyndi en nokkru sinni fyr í tveimur málum, er margir hugðu að mundu eiga lángt í land. Annað þessara mála var nýja bókmálið; það hefir nú fengið vernd og fylgi þings og ríkÍ3, og sömu- leiðis lýðskólar Grundtvigsmanna (sem árlega fjölga um öli norðurlönd); þeir skulu héðan af fá töluvert fé, hvar sem þeirn er reglulega komið á fót, en þó með því skilyrði, að viðkom- andi amtsráð ákveði fyrst að greiða einn þriðjung styrktar- upphæðarinnar. Er þessi regla sett í því skyni, ,að trygging fáist jafnóðum að styrkurinn veitist fyrir því að skólarnir söu studdir af sönnum þjóðvilja, því í amtsráðunum sitja enn ná- lega engir Grundtvigsskólamenn. Annað merkilegt alþýðu- frelsismál, sem þetta þing hafði fram, voru: prestavals- lögin; skulu héðan af söfnuðir í Noregi kjósa presta sína sjálfir. Lögin verða þó (að því er oss skilst) ekki fullgild fyr en búið er að senda þau til yfirlesturs og athugunar mcðal safnaða og sóknarráða út um landið. Höfuðmaður Grundtvigsmanna í Noregi, Kristofer Bruun, kennari í Gausdal, hinn mesti skörungur, hefir nýlega gefiðút bók, er hann kallar Folkelige Grundtanker (lífsskoðunarreglur fyrir alþýðu). Hún er rituð í anda Grnndtvigs oghinnaungu norsku snillinga og mjög ólík oða gagnstæð skoðunum þessara tíma, er mestu ráða í stórborgunum, skapa lífsskoðun trúneit- enda og «materialista», og móta meir og minna vitundarlíf og andlega heilsu eða vanheilsu als þorra hins svenefnda mentaða hoims. «Vér brosum að Kr. Bruun — segir eitt danskt blað — og köllum hann sérvitring, en í raun réttri öfundum vér hann sökum hans guðlega skilnings á lífinu». Siiglslgillg I llIíliy’gllL John Steiner heitir loptsigl- ari í Amenku. Hann steig upp í loptbát frá bænum Camden í New Jersey andspænis Fíladelfíu, þá var veður hoitt og hoið- ríkja mikil. pogar hann var stíginn 8000 fot upp frá jörðu stöðvaði hann förina og litaðist um. Sá hann undir niðri hvar hið undur fagra land blasti við í sólskininu eins og litað landbréf, en fljótið Delaware, sem rennur milli nefndra borga, eins og himinblátt silkiband gegnum endilangt landið, en skipin á því eins og fuglar, flugur og fiðrildi. En er liæzt stóð aðdáun hans, ser hann, hvar þrumuský ólga upp í vestri og færast óðfluga austur á loptið. Nú sá loptfarinn að ekki voru nema tveir kostir fyrir höndum, annaðhvort að leita nið- ur sem skjótast eða stíga upp og hafa óveðrið undir sér; það þótti honum fýsilegra því að aldrei hafði neinn loptfari séð þrumuveður áður undir fótum sér. Hann létti nú á loptskip- itiu og steig enn upp og nam staðar 12000 fet yfir sjávarflöt; þá var orðið kalt mjög enda gekk þá ekki hærra. En nú er að segja fráveðrinu: það hamaðist með dunum og stórbrestum djúpt niðri í geiminum, land alt var úorfið, yfir honum gnæfði sólheiður himinn en undir niðri gein hinn vofeiflegasti vell- andi af hvítgráu stormskýjaróti slúnginn leiptrandi blossum; upp úr þessu hafróti stigu og slaungvuðust hvaðanæva hvítir tindar, eins og stórfeldir jöklar, sem jafnóðum hrundu og hjöðnuðu aptur; þetta heljar-brim sótti hærra og hærra upp til hans, og nú tók liið veika loptfar að þjóta og þirlast, en glymjandinn og þórdunurnar urðu óþolandi. Jóhn Steiner hugði heimslit kominn; hann varp akkeri bátsins og öllu sem laust var en ekkert stoðaði, því í sömu svipan var sem bátur- inu væri hrifinnafótal ósýnilegum höndutí! og kastað og þeytt sem soppi aptur og fram; loptfarinn hélt sér dauðahaldi og vissi sér nú eingrar lífsbjargar von, sá hann og ekki höndur sínar fyrir svarta myrkri, nema þegar reiðarslögin flugu fyrir, blóð streymdi úr nösum hans og eyrum og lá honum við ó- viti eða andláti. En er minnst varir dynur yfir hann steypi- regn; hresstist hann þá þegar og veit sig komin niður úr skýjunum, enda er þá bjart orðið og sér hann skóg og land skamt niðri, og því nær í sömu svipan þeytist báturinn til jarðar og kastast loptfarinn úr honum og fellur í óviti á mjúka jörð. J>egar hann raknar við hvílir hann í mjúkri sæng og í góðra manna höndum. Brátt eptir varð hann heill heilsu en aldrei framar kvaðst John Steiner skuli sigla þrumuleiði í loptskipi. lllsljili fundtir, pað er orðið tízka í ýmsum hinum bezt mentúðu löndum að blaðamenn eigi fundi með sér. Er tilgangur þeirra fyrst og fremst sá, að efia bróðernið, glæða mannúðina og virðingu einnar persónu fyrir annari, hvað sem líður meiníngum og skoðunum (heiðarlegustu menn berjast opt fyrir gagnstæðustu skoðunum); þar næst eru slíkir fundir haldnir í því skyni að semja um sameiginlega hluti, er efla mega dagblaðavaldið (hið svo nefnda sjötta stórveldi hoimsins), laga og greiða stjórn og fyrirkomulag blaða og þau mörgu hlutföll, sem bundin ern við þetta ómælilega mentun- armeðal nútímans. 7. og 8. júlí síðastl. héldu Svíar hinn 6. ritstjórafund, í Jönköping, hinum gullfagra bæ við vatnið Vett- ern; mættu þar nálægt 50 blaðamenn, og flestir blaðaskör- ungar landsins, meðal þeirra Dr. S. A. Uedlund, ritstjóri verzlunartíðindanna í Gautaborg, og var hann framsögumaður á fundinum, en formaðurinn var hinn gamli ritstjóri og skáld G. F. Itidderstad; frá Finnlandi mætti einn ritstjóri, frá Dan- mörku tveir: P. Hamen, ritstjóri «Nær og Fjern» og ritstjóri við Folkets Avis H. Wulff. Fundur þessi fram fór með friði og samkomulagi, en að öðru leiti gjörðist ekkert það á honum er tíðindum sætir. FjSIJl saaikyislis. í júlímán. síðastl. færir stórblaðið «Times« töflu um manntal í heiminum eptir nýjustu skýrsl- um, og verður upphæðin 15 milljónum meiri í ár en í fyrra; olla því einkum betri skýrslur. Telst nú alt mannkyn jarð- arinnar: 1439 millj. 145,300 sálir. Af þeim lifa í norðurálf- unni (Evropu) 312 millj. 398,480; í austurálfunni (Asíu) 831 millj.; í suðurálfunni (Afríku) 205 millj. 219,500; í vestur- heiminum (Ameríku) 86 millj. 116,000, og í eyjaálfunni (Ast- ralíu) 4 millj. 411,300. Langmannflest ríki jarðarinnar er Kínaveldi: 405 millj. auk skattlanda keisarans or teljast hafa 45 millj. íbúa. Næsta ríkið er Austur-Indland Breta með 188 millj. íbúa; þá kemur Rússland með 72 millj. í Evrópu Og nál. 10 millj. í Asíu; þá kemur þýzka keisaradæmið með 43 millj., þá Austurríki með 37 millj. þá Frakkland með tæpar 37 millj., þá Bretland hið mikla og írland með 34 millj. (af þeim býr 'la í London eða 4*/s milljón manna!); þá Ítalía 27 millj., Spánn 17 millj. o. s. frv. Svíaríki og Noregur 6 millj. 236,237 og Ilanmörk 1 millj. 903,000, en með íslandi (71,300), Færeyjum 10,600 og Grænlandi 7000, telur Danmörk nálægt 2 millj. íbúa. Minnst ríki er talið Lichtenstein á J>ýzkalandi með 8664 manna. La3kr.i5d2m.ut vli Blfykfeji. í ensku blaði segist mað- ur nokkur hafa verið hinn mesti ofdrykkjumaður; hafi hann þá fundið upp á snjallræði einu, sem sér hafi reynst ótrúlega vel, og sem hann óskar, að sem allra-flestir vildu reyna. Ráðið var það, að í hvert sinn, sem hann langaði í staup, þreif hann vatnsflöskuna, og þambaði og þambaði þangað til hann þoldi ekki meira. Segist hann hafa náð heilsu á tæpum hálfum mánuði, og aldrei síðan vín smakkað. «Oimlia®11 kom aptur frá Stotlandi 27. f. m. Með því kom kaupm. P. Eggerz frá Borðeyri. Hún fór héðan aptur (alfari) þ. 30. Með henni sigldi kapt. Coghill moð á 5. hundr- að hesta; Mr. Paterson eldri og Miss Patorson, hinir ensku ferðamenn, er nefndir voru í síðasta bl., og Mr. Donald J■ Kempson, frá Birmingham. (Hann hefir lofað að senda oss bréf um atvinnu-ástand á landi voru, eins og enskum kaup- manni lítist á það). — Lög alþíngis um búsetu fastra kaupmanna, svo og lög um fiskiveiðar þegna Danakonungs, ná ekki staðfestingu kon- ungs. Sbr. Stj. tíð. 1878, B. 17. Færeyingar hafa einkum orðið fljótir til að finna að þeirn síðarnefndu lögum og mót- mæla þeim, sökum lestagjalds þess (4 kr. af lest), sem þíngið vildi leggja á hvert þeirra skipa. EsiS'JIBgJjL I sumar 12. júní fékk Tryggvi Gunnars- son kaupstjóri, heiðursgripi tvo af gránufélagsmönnum, selD viðurkenningu fyrir ágæta framgöngu fyrir félagið. Annar gripuriun var úr með festi, hvorttveggja úr gulli og vandao mjög og er fángamark Tr. grafið á gimstein við enda festaf' innar, cn á lok úrsins er grafið: «menjagripur frá GránuuJ' lagsmönnum til Tryggva Gunnarssonar 1878». Hinn gripur'

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.